Morgunblaðið - 07.03.1998, Page 51

Morgunblaðið - 07.03.1998, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 51 sem ég lenti í, og þú, Póra mín, hjúkraðir mér sem móðir mín vær- ir, aðeins þremur árum eldri en ég. Þá var Boggi pínulítill patti með bláu, stóru augun sín, alltaf bros- andi. í þessari heimsókn komuð þið Gústi því í kring að ég og Vibba hittum pabba Borgþór, ég þá í fyrsta sinn síðan ég var smábarn. Þú reyndist pabba vel og hafðu þökk fyrir það. í minningabrotunum er svo margt ánægjulegt, t.d. þegar ég heimsótti ykkur Gústa og krakkana út í Eyjar. Gústi var á sjó og ég og þú sátum langt fram á nætur og kjöftuðum. Krakkarnir allir, Gunna, Boggi, Sigfús og Aurora að springa af orku og athafnagleði, að viðbættum mínum orkuboltum, þeim Björt og Jóni, héldu okkur sko við efnið. Ég minnist þess sér- staklega hvað hann Sigfús var Ijúf- ur, hann skreið gjarnan í fangið á mér þegar ég las fyrir hann og hvað hann var montinn í 17. júní hlaupinu sem við frændsystkinin horfðum stolt á hann hlaupa. Minninganar eftir lifa og gleðja hrygga sálu mína, nú á þessari stundu. Þóra, ég þakka þér fyrir allar ánægjulegu samverustundirn- ar í gegnum árin, og vona að leiðir okkar liggi aftur saman, á lygnum sjó þar sem sólin alltaf skín. Elsku Gústi, Gunna, Boggi, Sig- fús og Aurora, missir ykkar er mik- ill. Guð styrki ykkur í ykkar sáru sorg. Ég sendi einnig Onnu, Frið- riki, börnum og öðrum vandamönn- um mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Aðalheiður Borgþórsdóttir og fjölskylda, Seyðisfirði. Enn og aftur kveður árgangur 1955 í Vestmannaeyjum, hinstu kveðju. í þriðja sinn á rúmum tveimur árum höfum við fylgt skólasystrum til grafar, svo ótíma- bær og skyndilegur dauði þeirra hefur djúp áhrif á okkur. Við þjöppum okkur enn þéttar saman til að hylja þau skörð sem eru svo stór, ríghöldum í hvert minningarbrot til að lina sársauk- ann í söknuði og trega. Og minningin verður sem skært ljós í þessu óbærilega myrkri dauð- ans, því nú bregður fyrir svo ljóslif- andi mynd hennar sem við kveðjum í dag, þessi algjöra andstæða við staðreyndir, að minningin lifír af dauðann. Þóra Margrét lifir í huga okkar, við sjáum fyrir okkur glaðværa, hressa stúlku, sem var svo tilbúin að takast á við lífið með okkur, hvort heldur sem um var að ræða leik eða starf í skólanum. Nærvera hennar var svo þægileg, svo skemmtilega afslöppuð var hún í af- stöðu sinni gagnvart lífinu að það jaðraði við kæruleysi, þessu fylgdi ákveðinn húmor sem við lærðum fljótt að meta og fannst bara ómissandi, og smitandi hlátur hennar fékk alla til að stalda við um stund og gefa gleðinni tækifæri. Við sem þekktum hana best, viss- um samt að þessi gleði hennar var vopn í harðri lífsbaráttu. Oft dáðist maður að henni, og mörg okkar áttu í henni góðan vin, svo gott var að leita til hennar, því hún hlustaði og svaraði eins og sá seem reynsl- una hafði. Árgangur 1955 í Vestmannaeyj- um kveður Þóru Margréti hinstu kveðju og þakkar fyrir þessi góðu skólaár æsku okkar. Guð blessi minningu þína. Samúðarkveðjur sendum við öll- um ástvinum Þóru Margrétar og biðjum Guð að styi-kja ykkur og hjálpa í þessari miklu sorg. Árgangur 1955 í V estmannaeyjum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þeni tregatárin sti-íð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Gústi, Borgþór, Guðrún Agústa, Sigfús, Aurora, foreldrar og systkini. Megi ykkur öllum veit- ast styrkur á þessum erfiðu stund- um og minningamar um Þóm Mar- gréti veita ykkur birtu og yl um ókomna tíð. Elsku Þóra mín, hafðu hjartans þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Þín vinkona, Hrafnhildur Jóhannsdóttir (Habbó). Hver er tilgangur með lífi og dauða? Eins og gleðin er mikil þeg- ar heilbrigð sál fæðist í þennan heim er sársaukinn og harmurinn þegar dauðann ber að garði ekki minni. Hún Þóra Margrét er dáin! En hvers vegna? Við sem eftir lifum sitjum agndofa með eintómar spurningar en ekkert um svör. Þeg- ar kona í blóma lífsins er hrifin af vettvangi svo snögglega sem raun ber vitni, hellast yfir mann minn- ingar og af nógu er að taka þegar ég hugsa um mína kæru vinkonu. Það er svo stutt síðan í haust þegar við vorum báðar að pakka og flytja búferlum, báðar fórum við á höfuð- borgarsvæðið. Það var svo gott að hafa þig til stuðnings, því eins og þú veist var lífið ekki alltaf dans á rósum hjá okkur, en þá höfðum við alltaf hvpr aðra. En svo áttum við mjög góða og skemmtilega tíma saman, bæði hér og í Eyjum. Mér er það efst í minni hvað við áttum gott spjall hér heima hjá mér daginn áður en þú varst kölluð af þessari jarðvist. Þá sátum við og ræddum um börnin okkar, og þú varst svo ánægð, Boggi kominn heim og allt svo bjart framundan. Þú varst svo stolt af honum og von- aðir að allt mundi ganga upp. Svo var Gunna búin að fá nýja vinnu og þú ætlaðir að hjálpa henni með bílf- ar í morgunsárið eða bara lána henni nýja bílinn því þú varst svo ánægð með að hún héldi áfram í söngnáminu, enda syngur hún svo vel. Ég man þegar hún var að syngja í poppmessum og þegar við fórum á tónleikana í skólanum hjá henni hvað gaman var að sjá hvað þú varst stolt og gleðin skein úr augum þínum. Svo var Sigfús á fullu í íþróttum og í skólanum, en Aurora í hestamennskunni og þið Gústi nýbúin að gefa henni hest, sem átti að vera fermingargjöfin hennar, enda ætlaðir þú að láta ferma hana í vor og varst búin að skipuleggja það allt saman. Svo hlakkaðir þú svo til sumarsins, geta þvælst út og suður, því flökkueðlið og ævintýraþráin var svo mikil enda þegar fór að vora iðaðir þú í skinninu og gast ekki beðið þar til skólinn væri búinn svo þú kæmist upp á land. En elsku Þóra mín, nú verður þú bara að ferðast á öðrum stöðum á annarri jarðvist. Kæra vinkona, missirinn er mik- ill og tómarúmið stórt, en minning þín er ljós í lífi okkar. Svo vil ég þakka þér alla samfylgdina og vin- skapinn. Hvíl í friði. Elsku Gústi, Boggi, Gunna, Siffi, Aurora og fjölskylda. Guð gefi ykk- ur styi-k í sorginni og varðveiti ykk- ur í náinni framtíð. Kveðja, Eygló Eiríksdóttir. Elsku Þóra. Þegar ég fékk þær hörmulegu fréttir fimmtudaginn 26. febrúar að þú værir látin, hugs- aði ég með mér að það gæti bara ekki verið hún Þóra Margrét. Þú sem á þriðjudeginum komst með Guðrúnu Agústu dóttur þinni í heimsókn til okkar. Minningarnar streymdu fram. Allar góðu stund- irnar, þar sem við sátum við eld- húsborðið og spjölluðum um daginn og veginn. Þú varst alltaf hress og ánægð með tilveruna. Þú varst alltaf tilbúin til að hlusta og hjálpa til ef eitthvað var að, sama hvað bjátaði á, þá gastu alltaf fundið björtu hliðarnar á málunum. Það var alltaf stutt í góða húmorinn og var það ósjaldan sem við hlógum og skemmtum okkur yfir kaffibollan- um. í síðasta sinn er við hittumst fór- um við tvær saman í bíltúr og skoð- uðum hús sem þú hafðir verið að spá í og vonaðist til að geta keypt, það skipti þig öllu að komast í ykk- ar eigið og búa öruggt heimili fyrir börnin hér á nýjum stað því börnin voru þér allt. Ég veit að þú vakir yfir þeim og gætir þeirra. Það var nú ekki langt síðan þið fluttuð frá Eyjum, hvað þú varst nú ánægð með að vera loksins komin hingað, þig hafði dreymt um það í svo lang- an tíma. Allt virtist svo bjart framundan þar til að þetta stóra sorgarský dró fyrir sólu. Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Með þessum fátæklegu orðum mínum kveð ég yndislega vinkonu mína og frænku okkar. Guð blessi Gústa, börnin þín, Bogga, Gunnu, Siffa og Auroru, foreldra þína og systkini og styrki þau í þessari miklu sorg. Erna, Benedikt og börn. Elskuleg vinkona. Okkur í saumaklúbbnum langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir samveruna og árin sem við áttum saman. Það var mikið reiðarslag þegar við fengum þær fréttir að þú værir dáin. En með dauðanum er aðeins einu verki þínu lokið, verki sem þú áttir hérna handan þessara landamæra. Því dauðinn er aðeins djT sem ljúkast upp og þú ert að- eins að taka enn eitt skref í tilvist þinni. Við kveðjum þig aðeins að sinni með vissu um að við hittumst aftur. „Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snert- ir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín í mót til ljóssins, verið glöð og þakklát fyrir allt sem lifað getur og ég þótt látinn sé tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Ók. höf.) Við í saumaklúbbnum vottum öll- um ástvinum hennar okkar innileg- ustu samúð, þó sérstaklega börnum hennar. Vinkonur þínar í saumaklúbbnum. Aldrei grunaði mig að kveðjan yrði hin hinsta, kæra frænka. Eng- inn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Nú er mér ljóst, að Þóra Margrét skipar sess í hjarta mínu sem hjartagóð og óeigingjörn frænka sem ég mun sakna um ald- ur og ævi. Ég mun aldrei gleyma þeim stundum sem við áttum saman í eldhúsinu. Þá var oft glatt á hjalla og tekið á mönnum og málefnum. Það voru gleðistundir. En nú er ljós þitt slokknað. Nú, þegar sól þín skein sem hæst á lofti. Ég held að seinustu misseri ævi þinnar hafi verið þau bestu, fyrir það skulum við vera glöð og þakklát. Á þessari stundu finnst mér að ég sé fjarlægur þegar mín er þörf'. En tilfinningar þekkja engin landa- mæri. Ég er jafn nálægur í hug og hjarta sem heima væri. Guðrún, Aurora, Sigfús og Borgþór, ykkur votta ég rnína dýpstu samúð. Með tímanum munu sár ykkar gróa og sorgin breytast í ljúfar minningar. Ég vildi óska þess, að ég gæti stað- ið við hlið ykkar, sem bróðir og vin- ur. Mínum stuðningi lofa ég ykkur. Kæra fjölskylda, hugur minn er með ykkur og minningarnar sam- eina hjörtu okkar. Þóra Margrét, Guð blessi þig. Ég skal skrifa nafn þitt í skýin. Kær kveðja, Sighvatur. + Ástvinir! Þakka innilega samúð, vinarþel og hlýhug fjölmargra vina, ættingja og velunnara vegna fráfails ástkærrar ÁSLAUGAR KÁRADÓTTUR, Fremristekk 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa Heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins og kvenna- deild Landspítalans fyrir ómetanlegan stuðning og hjálp í baráttu okkar. Erlendur Lárusson, Úlfhildur Dagsdóttir, Kári Tryggvason, Margrét Björnsdóttir, Hildur Káradóttir, Sigrún Káradóttir, Rannveig Káradóttir. t Þökkum innilega samúð og vinsemd við andlát og útför föður okkar, bróður, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRNS M. BJÖRNSSONAR, Bugðulæk 5, Reykjavík. Ragnhildur Björnsdóttir, Anna Svanhildur Björnsdóttir, Einar Aðalsteinsson, Birna Salóme Björnsdóttir, Björn Sigurður Björnsson, Laufey Kristinsdóttir, Svanhiidur Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- áttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, GUÐLAUGAR GÍSLADÓTTUR, Hvolsvegi 27, Hvolsvelli. Sendum Heimahlynningu krabbameinssjúkra alúðarþakkir fyrir frábæra hjálp og hlýju. Guðni Gunnarsson, Ragnheiður Guðnadóttir, Gunnar Guðnason, Svala Sigurjónsdóttir, Gísli H. Guðnason, Ásdís Guðnadóttir, Guðni Hrafn, Hafsteinn Hrafn og Guðlaug Tinna Grétarsbörn, Fjóla Ósk og dóttir og Guðni Gunnarsbörn, Guðný Rut, Anna Rún og Guðrún Gylfadætur. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, RÖGNU SVAVARSDÓTTUR, Stillholti 8, Akranesi. Bergljót Skúladóttir, Benedikt Skúlason, Einar Skúlason, Laufey Skúladóttir, Ingibjörg Skúladóttir, Þorbjörg Skúladóttir, Sigríður Skúladóttir, Skúli Ragnar Skúlason, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, bróður, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS SIGTRYGGSONAR frá Reykjarhóli. Steinunn Stefánsdóttir, Fanney Sigtryggsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir, Gísli Pétursson, Stefán Óskarsson, Tryggvi Óskarsson, Erla Óskarsdóttir, Fanney Óskarsdóttir, Rúnar Óskarsson, Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir, Árdís Sigurðardóttir, Guðmundur Salómonsson, Hulda Jóna Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.