Morgunblaðið - 07.03.1998, Side 60

Morgunblaðið - 07.03.1998, Side 60
^Ti 60 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Kaup á rönt- genfílmum FYRIR skömmu gerði Innkaupa- stofnun Reykjavíkur samning við Heimilistæki hf. um kaup á röntgenfilmum frá Agfa fyrir átta særstu sjúkrahús landsins. Myndin var tekin þegar samn- ingar voru undirritaðir. A myndinni eru; neðri röð f.v. Kristján Antons- son, innkaupastjóri Ríkisspítala, Kristján Valdimarsson, innkaupa- stjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, Sig- fús Jónsson, innkaupastjóri Reykjavíkurborgar, og Gunnar Halldórsson, deildarstjóri tækni- og tölvudeildar Heimilistækja hf. Efri röð f.v.: Brynjar Öm Ragnars- son, tæknimaður Sjúkrahúss Reykjavíkur, Jóhann Einvarðsson, sjúkrahússtjóri Sjúkrahúss Suður- nesja, Gestur Traustason, Heimilis- tækjum og Stefán S. Skúlason Heimilistækjum. S2£ ^NLatarftátíd ,.í ÍAatarporti KolapoYti^ O Nýr ostamarkadur opnar Ostarfrá Sviss, Frakklandi, Danmörku og íslandi Ostamarkaðurinn verður opinn tvær helgar í mars og april og allar helgar ftá 1. maí. Urval af gómsætum ostum. 010 síldartsgundir hjó Bergi ! Tíu gómsætar síldartegundir, allar án rotvarnarefna Þú ættir að smakka Púrtvíns-, Papriku- eða Appelssínusíld hjá Bergi. Ótrúlega bragðgott og ljúft síldarsælgæti. O Sértilboð ó reyktum laxi Úrval af harðfiski og lausfrystýsuflök á góðu verði Hann Gylfi er einnig með rauðsprettuflök, karfaflök og hið landsffæga sænautakjöt á sérstöku tilboðsverði þessa helgi. ©Brrrroddur og óvextir Broddur, ávextir, grænmeti og kartöfiur á tilboösverði. Magnea er komin með broddinn sinn víðffæga ásamt kart- öflum og islenskum gæðarófum, ódýrt pasta og margt fl. © Reyktur og grafinn lax matvœlasala Rækjur, fiskibollur, reykt síld og fjallharðfiskur allar helgar, Skarphéðinn er með rækjur í sérflokki, taðreyktan Mývatns- eh um þessa silung, fjallaharðfiskinn góða og Iaxinn sinn bragðgóða. “SSf © Lambalœri kr. 770. kg gangi cg hœgt Ungversk spægipylsa, hrossakjöt og hangiálegg aÖ gera Sunnlenskt lambasaltkjöt, hrossabjúgu, hrossasnitsel og rcykt góö kaup. folaldakjötávcrðiscmerhagstæðaiaenviðastannarstaðar. SÆS © Luxus hardfiskur ad vestan seljenda meö Kristinn er með vel kæstan hákarl frá Hnífsdal bCEkur, Hákarlinn er sælgæti og nú geta allir fengið lúxusharðfisk kompudót ffá Flateyri og ísafirði, barinn og hálfbarinn frá kr. 1500 kg. skartgripi, O piskurinn frd Grundarfirdi leikföng, Urval af fiski s.s. útvatn. saltfisk, gellur og kinnar snyttlVÖrur og Signar gellur og kinnar, rauðsprettuflök, ýsuflök, harðfisk, margt flelra. rækju, hörpudisk, stórlúðu, tindabykkju og fleira. Tekið er á móti pöntunum á sölubásum í síma 562 5030 alla virka daga ki. 10-16 Það er yseíj>“”níe5 KOLAPORTIÐ jVlat'kadstorgið er opið allar helgar kl 11:00-19:00 BRIDS limsjón Guðmundur l'iíll Arnarsnn í GÆR sáum við spil sem heillaði Terence Reese. Þar fómaði vamarspilari tromp- gosa til að tryggja sér slag á fjarka. Hér er annað af svip- uðum toga: Suður gefur; allir á hættu. Norður Vestur AKIO V4 ♦ KG96 ♦D109732 ♦ 752 VÁK653 ♦ 854 *G6 Austur ♦ D9 VD10982 ♦ D103 ♦ 854 Suður ♦ ÁG8643 VG7 ♦ Á72 ♦ÁK Vestur Noiður Austur Suður - - lSpaði Pass lgrand pass 3spaðar Pass 4 spaðar Allir pass Vestur kemur út með ein- spilið í hjarta. Sagnhafi tekur slaginn í borði og spilar strax trompi á ásinn. Þetta er ein- falt spil. Hann trompar aftur út og kóngur og drottning í spaðanum falla saman. Síðan fær vömin tvo slagi á tígul. En hvað gerist nú ef vest- ur lætur kónginn detta undir spaðaásinn? Frá bæjardyr- um sagnhafa er kóngurinn annað hvort blankur eða frá KD. Hann mun því reyna að fara inn á blindan á hjarta til að spila trompi að gosanum. En honum verður ekki káp- an úr því klæðinu: Vestur trompar með tíunni og spilið fer einn niður. Er þetta fráleit vöm? Alls ekki, því sagnhafi á tæplega spaðadrottninguna úr því hann tekur fyrsta slaginn á ásinn. pennavinir ELLEFU ára króatískur piltur vill eignast íslenska pennavini. hefur áhuga á hjólreiðum, sundi og teikn- un en safnar lika frímerkj- um: Marko Rubbi, Casale 17, 52210 Rovinj, Croatia. SAUTJÁN ára frönsk stúlka með margvísleg áhugamál: Candice Delmas, 18 allee des Pruniers, 06800 Cagnes-sur-mer, France. VELVAKAMW Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þar sem neyðin er VEGNA skrifa í Velvakanda 28. febrúar undir fyrirsögninni „Fátækt fólk“ vill Hjálparstofnun kirkjunnar leiðrétta rangfærslur sem þar komu fram. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur frá stofnun haft það að markmiði að aðstoða nauðstadda Islendinga. Þeir leita til stofnunarinnar allt árið, ekki aðeins fyrir jól. Á síðasta starfsári voru afgreiddar um 1.300 umsóknir. Frá 1. október 1997 til 3. mars síðastliðins voru afgreiddar 983 umsóknir, margar fyrir fjölskyldur, þannig að þeir sem njóta eru miklu fleiri. Stærsti hópur umsækjenda er öryrkj- ar. Sérstakur starfsmaður veitir ráðgjöf og sálgæslu og sér um úthlutun. Fötum er safnað allt árið og njóta þess bæði ís- lendingar og bágstaddir erlendis enda vinnur Hjálparstofnun kirkjunnar einnig neyðar- og þróunarstarf erlendis. Mikilvægasta markmið stofnunarinnar er að draga úr neyð hvar sem hún er. Þess má að lokum geta að starfsmenn Hjálparstofnunar kirkjunnar hafa fullan skilning á kjörum þeirra sem verst eru settir á Islandi. Stofnunin hefur því lagt sig fram um að hvetja stjórnvöld til þess að bæta úr aðstæðum þeirra, einkum ör- yrkja. Anna Ólafsdóttir Hjálparstofnun kirkjunnar Icelandic Church Aid Laugavegi 31 150 ReykjavíK Bænastundir í kirkjum KONA í Árbæ hafði sam- band við Velvakanda og vildi lýsa ánægju sinni yf- ir framlagi Grafarvogs- kirkju með bænastundir sem eru á sunnudags- kvöldum í kirkjunni. Því miður hefur hún ekki komist á þessar samkom- ur. Vonast hún til þess að fleiri kirkjur, svo sem Ár- bæjarkirkja, taki þetta upp og þá á þeim tíma sem fólk á gott með að nýta sér þetta. Þjóðfélag á rangri braut HVERS vegna vill fólk ekki taka að sér vinnu, t.d. við þrif í skólum? Þiggur fólk slík störf ekki? Vegna hvers er það? Getur það verið að styrkveitingar til fólks séu of miklar, að fólk þurfi hreinlega ekki að vinna? Hérna áður fyrr voru störf við þrif eftir- sóknarverð, en í dag virð- ist enginn vilja þessi störf. Eg vil meina að ef sú sé raunin þá er þjóðfé- lagið á rangri braut. Sigrún. Spurningar varð- andi mannréttindi VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: Ágæti Velvakandi. Nýlega sendum við pistil í dálka Velvakanda og spurðum vegna um- ferðarmála Grafarvogs- búa hvort þingmenn Reykjavíkur hefðu gefist upp andspænis óvígum her fermetraþingmanna. Nú hafa þau ánægjulegu tíðindi gerst, að þing- mennirnir ætla að standa saman að lausn þessara mála og skal það þakkað. í framhaldi af þessu viljum við bera fram spumingar varðandi mannréttindi. Á þessu ári verður Mannréttindayfir- lýsing Sameinuðu þjóð- anna fimmtug. Tími er því kominn til þess fyrir Islendinga að fylgja henni og láta grundvallarmann- réttindi gilda hér á landi. Önnur málsgrein 20. greinar yfirlýsingarinnar hljóðar svo: „Engan má neyða til þess að vera í fé- lagi.“ Vilja þingmenn ekki lögleiða þetta ákvæði? Þriðja málsgrein 21. greinar yfirlýsingarinnar hljóðar svo: „Vilji þjóðar- innar skal vera grund- völlur að valdi ríkis- stjórnar. Skal hann látinn í Ijós með reglubundnum, óháðum og almennum kosningum, enda sé kosn- ingaréttur jafn og leyni- leg atkvæðagreiðsla við- höfð eða jafngildi hennar að frjálsræði.“ Ætla þing- menn ekkert að gera til þess að afnema misvægi atkvæða eftir landshlut- um, sem nú er allt að þrír og hálfur á móti einum? Nýlega reið forseti Is- lands á vaðið með undirrit- un á stuðningsyfirlýsingu við Mannréttindayfirlýs- inguna til þess að stuðla að útbreiðslu hennar í heim- inum. Hvemig geta ís- lendingar stuðlað að gild- istöku einhvers í öðrum löndum, sem þeir hafa ekki tekið í gildi sjálfir? Kristín Jónsdóttir og Helgi Sigvaldason, Logafold 134. Tapað/fundið Úr tapaðist KRÓMAÐ og gyllt Delma-úr tapaðist fyrir rúmum tveimur vikum, líklega í Fenjahverfinu eða í eða við IKEA í Holtagörðum. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 505-0239 eða heimasíma 567-4435. Dýrahald Óskar eftir pössun VENJULEGUR fress- köttur, sem er geltur og inniköttur, mjög þrifinn og allt tilheyrandi fylgir með honum, óskar eftir pössun í óákveðinn tíma. Þeir sem hafa áhuga á að taka hann hafi samband í síma 895 9821. Víkverji skrifar... AÐ er ekki á hverjum degi sem jörðin skelfur undir fótum Vík- verja. En það gerðist í vikunni. Þá var kona hans lögð inn á bráðamót- töku Landspítalans til að gangast undir rannsóknir vegna millirifja- verks. Sem væri svo sem ekki í frá- sögur færandi ef málin hefðu ekki þróast með óvæntum hætti. Vegna þrengsla á bráðamóttök- unni var konu Víkverja komið fyrir í sjúkrarúmi á ganginum og skil- rúm sett fyrir. Vegna anna á bráðamóttökunni tók allan daginn, eða frá hádegi til fimm um eftir- miðdaginn, að taka af henni lungnamyndir, gera blóðrannsókn- ir og bíða eftir niðurstöðum. Um fimmleytið kom læknir og greindi frá því að allt væri með felldu á lungnamyndunum og skömmu síðar annar læknir sem sagði að ekkert fyndist athugavert í blóðsýnunum sem tekin hefðu verið. Víkverji og kona hans fóru því að tygja sig og sáu loksins fram á að komast heim til sín. En þá tóku málin óvænta stefnu. Síðamefndi læknirinn kallaði konu Víkverja og hann sjálfan inn á stofu til sín alvarlegur í bragði. Sagðist hann hafa hlaupið á sig því komið hefði í ljós í blóðrannsókn- inni að blóðkornum hefði fækkað. Það þyrfti að gera aðra blóðprufu og ef niðurstaðan yrði sú sama og fyrr um daginn, sem yrði að teljast afar líklegt, yrði að kalla tii blóð- meinasérfræðing. XXX SKYNDILEGA vora Víkverji og kona hans komin inn á einkastofu með síma og vel búið að þeim í alla staði. Enda nýbúið að segja þeim að allar líkur væru á að hún væri með blóðkrabbamein. Það skal tekið fram, og raunar er þessi grein skrifuð í þakklætis- skyni, að starfsfólkið á bráðamót- tökunni stóð sig frábærlega og annaðist konu Víkverja og hann sjálfan af einstakri alúð allan dag- inn. Ef ekki hefði verið fyrir mjög viðræðugóðan, skilningsríkan og hjálpsaman hjúkrunarfræðing hefði þessi reynsla orðið mun óskemmtilegri en ella. Hún gaf sér tíma á öllum stigum málsins til að ræða við Víkverja og konu hans og var mikill styrkur að henni þegar beðið var eftir niðurstöðum úr seinni blóðprufunni. Vitaskuld var síðari blóðrann- sókninni flýtt eins og kostur var og komu niðurstöður úr henni eftir tuttugu mínútur, sem voru þó leng- ur að líða en þær tuttugu mínútur sem tekið hefur að skrifa þennan pistil. Utkoman var góðu heilli sú að mistök hefðu orðið í fyrri blóðrann- sókninni vegna flýtis. Höfðu blóð- korn skemmst í hamaganginum með þeim afleiðingum að þau mældust of fá í blóðsýninu. Eftir að hafa setið með konu sinni á bráða- móttökunni heilan eftirmiðdag hef- ur Víkverji fullan skilning á því að eitthvað geti farið úrskeiðis, - enda allir að vinna á hámarksafköstum og rúmlega það. XXX AÐ SEM stendur eftir er dýr- mæt reynsla. I fyrsta lagi traust á bráðamóttöku Landspítal- ans og vitneskja um góðar móttök- ur ef heilsan svíkur. Ekki verður orðað nógu sterkt hér hvað það traust er mikilvægt. í öðru lagi gaf þetta Víkverja óvænta innsýn inn í nýjan heim og vitneskju um hvað skiptir máli ef jörðin skelfur undir fótunum. En það verður seint út- skýrt á prenti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.