Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 63 FÓLK í FRÉTTUM LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Nýgræðingur í nektardansi Stöð 2 ► 13.20 Denni dæmalausi (Dermis the Menace (‘93)), góðkunn- ingi lesenda Tímans, sáluga, fékk frekar huggulega Hollywood-með- ferð, þó hún skilji lítið eftir. Matthau er skemmtilega illkvittinn sem Wil- son en barnastjarnan Mason Gamble er Denni dáðlitli. Fyi-ir minnsta fólk- ið á bænum. ★★ Stöð 2 ► 21.00 Kraftaverkaliðið (Sunset Park (‘96)) er afleitt Rocky- afbrigði. íþróttaþjálfarinn Rhea Perlman (af öllum) kemur liði sínu á sigurbraut. Væmin og ótrúverðug. ★ Sjónvarpið ► 21.00 I framhalds- myndinni Leðurblökumaðurinn snýr aftur (Batman Returns (‘92)) berst sá leðraði við ógeðslegasta fjanda sinn, Mörgæsina (Danny De Vito) og þann geðslegasta, Kattar- konuna (Michelle Pfeiffer). Besta myndin í þessum bálki, en jafnframt full svakaleg fyrir smáfólkið. ★★★ Sýn ► 21.1*5 Hrollvekjan Blóð- þorsti (The Hunger (‘83)) er hvorki hryllileg né spennandi, heldur blóð- laus, löng og tilgerðarleg. ★ Stöð 2 ► 22.45 Fatafellan (Stripte- ase (‘96)). Sjá umsögn í ramma. Sjónvarpið ► 23.25 Eyja óttans (Insel der Furcht (‘95)). Ráðgáta kvöldsins er þýsk mynd með Diönu Frank, Sunny Meller og Arthur Brass, ef menn eru einhvers vísai’i. Sögð spennumynd um konu sem fer að rannsaka tíð dauðsföll í fjölskyldu nýlátins manns síns, og á fótum fjör að launa. Leikstjórinn, Gus Trikonis, hefur gert nokkrar B-myndir vestra. Stöð 2 ► 0.45 Berserkurinn (Demolition Man (‘93)) er hressileg- ur framtíðartryllh’, þar sem ofbeldi hefur verið útrýmt og ofurlöggan Sylvester Stallone og glæpamaður- inn Wesley Snipes eru taldir best geymdir í Hraðfi’ystihúsi Stjórnar- innar. Snipes sleppur, Stallone þídd- ur, og mikið fjör því samfara. Auka- leikarinn Nigel Hawthome, hröð leikstjóm og aðalleikararnir gefa fín- ni afþreyingu dálitla vigt. ★★★ Stöð 2 ► 2.45 Bíóskellurinn Hrað- ur flótti (Fast Getaway (‘91)) er nokkuð óvenjuleg saga af þjófnum Stöð 2 ► 22.45 Maður er nefnd- ur Carl Hiaasen. Pulitzer verð- launaður blaðamaður við Miami Herald og aldeilis frábær húmoristi - þegar honum tekst upp í bókum sínum um mislukk- aða lögreglumenn og önnur lífsins olnbogaböm í heimafylki sínu, Flórída. Striptease var ein af hans betri bókum, þar sem bestu kostir Hiaasens, orðheppni og makalaus persónusköpun, nutu sín fyllilega. Það voru því lesendum gleðifréttir er það spurðist að handritshöf- undurinn/leikstjórinn Andrew Bergman yi'ði maðurinn á bak við kvikmyndagerðina. Sá hafði sann- að sig sem mikill gleðigjafi með fínum gamanmyndum; The Fres- hman og Honeymoon in Vegas. Pað dugði ekki til, Striptease er aðeins í rösku meðallagi. Engum Leo Rossi, sem heldur fagmennsk- unni í ættinni og skólar sor. sinn (Corey Haim). AMG gefur ★★ og á þó að leiðast. Til þess er sögu- þráðurinn of smellinn og persón- umar litríkar. Burt Reynolds stendur sig einna best í stjórn- lausum ofleik á vemleikafirrtum þingmanni. Wing Rhames er ámóta góður sem útkastari á nektardansbúlu, þar sem aðalper- sónan (Demi Moore) slítur sér náttlangt út með skaki í kringum sitt koparrör. Verður aumingja manneskjan að bera sig til þess að aura saman fyrir forsjánni yfir syni sínum. Moore er kjamorku- kroppur en ótrúverðug í sínu vita kynþokkalausa juði í kringum rör- ið. Þetta mikla kyntröll er, svo undarlegt sem það er, mun æsi- legri utanumsig í fullri múnder- ingu snoðklippts landgönguliða og harðhauss í G.I. Jane ★ ★>/2 segir áhættuatidðin bæta upp dauf- legan söguþráð. Sæbjörn Valdimarsson Gullit í for- ræðisdeilu FÓTBOLTAKAPPINN Ruud Gullit og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Chelsea fót- boltaliðsins er hér á leið í dómsal vegna skilnaðar hans við fyrirsæt- una Christina Pensa. Það gengur á ýmsu hjá Gullit um þessar mundir því í síðasta mánuði var hann rekinn frá Chelsea og stend- ur nú í málaferlum þar sem hann mótmælir forræðisfyrirkomulagi yfir börnunum sem hann eignað- ist með Pensa. JÓN INGÓLFSSON LEIKUR FYRIR DANSI CataUna Jíamraúorfj 11, síttú 554 2166 það eru ekki til flottir herraskór í reykjavík! þessi full- yrðing er ekki lengur sönn!! Nætur Fellinis á breiðtjaldi KVIKMYND Feder- icos Fellinis „Nætur Cabiriu" sem vann til Óskarsverðlauna verður frumsýnd í nýrri útgáfu í júní næstkomandi í Lincoln Plaza Cinemas í New York. Kvikmyndin, sem var valin besta er- lenda myndin árið 1957, var með Giu- lettu Masinu, eigin- konu Fellinis, í aðal- Giulietta Masina hlutverki. Hún lék afvegaleidda konu í úthverfum Róma- borgar. Undanfarna fjóra áratugi hefur mynd- in „Nætur Cabiriu" verið fáanleg á 16 mm filmum og á myndbandi. Nýja filman, sem er 35 mm, verður gerð af dreifingarfyrirtæk- inu Rialto Pictures í Róin. ,uö' Ý& Kt ^ DANSHUSIÐ Artún w l/agnhöfða 11, símar 567 4090 og 898 4160. íax 567 4092. Gömlu og nýju dansarnir í kvöld. Tríó Þorvaldar leikur ásamt söngkonunum Vordísi og Frigg. Bar Restaurant -. .. Matsala Cafe LAUGAVEGI 103, REYKJAVÍK SI'MI 552 5444 írsk kráarstemmning 1/2 «ter °^fl0 sK0t á W- Irskir trúbadorar spila frá kl. 22 í kvöld. Hljómsveitin Saga Klass Frábær danstónlist frá kl. 23.30 með hljómsveitinni Saga Klass og söngvurunum Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og Reyni Guðmundssyni Laddi og félagat- fara á kostum í ferðabransanum GLEDI, SONGUR OG FULLT AF GRÍNIí SÚLNASAL ____ Raggi Bjarna og Stefán Jökulsson sjá um stuðið á Mímisbar I I « 1 w 1 -þín saga! þetta er aðeins brot af úrvalinu hjá okkur!!! II H Y K .1 A V í K laugavegi 66,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.