Morgunblaðið - 03.05.1998, Side 6

Morgunblaðið - 03.05.1998, Side 6
6 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hin sameiginlega Evrópumynt Dollarinn fær sam- keppni &V BAKSVIÐ í0W Leiðtogar Evrópusambandsins ganga í dag form- lega frá því að ellefu Evrópuríki taki upp sameig- inlega mynt um næstu áramót. Auðunn Arnórs- son segir evróið munu breyta fjármálakerfí heimsins og veita Bandaríkjadollar samkeppni. MESTAN hluta þessarar aldar hef- ur Bandarflqadollar verið ráðandi gjaldmiðillinn í fjármálaviðskiptum heimsins. En nýr keppinautur við dollarann kann með tímanum að reynast öflugri en þýzka markið eða japanska jenið: Hin sameiginlega Evrópumynt, evróið. Um þessa helgi koma leiðtogar Evrópusambandsins, ESB, saman í Brussel til að leggja blessun sína yf- ir stofnun Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu (EMU) um næstu áramót, með ellefu þátttöku- ríkjum. Um leið og þessi formlega ákvörðun er tekin læsa ríkin ellefu gengi gjaldmiðla sinna „óaftur- kræft“ saman. Heillaspor eða feigðarflan? Vægi hinnar nýju Evrópumyntar í heiminum mun þegar allt kemur til alls vera háð efnahagslegum styrk þátttökuríkjanna. Með tilliti til hins háa atvinnuleysis og ann- arra vandamála sem þjóðfélög meg- inlandsins eiga nú við að etja er alls óvíst að myntbandalagið verði það heillaspor sem flestir vonast til að það verði. Óvissuþættimir eru margir og eftir að ljóst er orðið að af mynt- bandalaginu verður vita menn að ekkert þýðir annað en að láta skeika að sköpuðu og bíða og sjá hvað úr verður. Dæmi um það sem gæti í versta falli gerzt eftir að EMU verður orð- ið að veruleika væri að rfldsstjórn eins aðildarlandsins, til að mynda Frakklands, myndi taka ákvörðun um að halda hinum hefðbundna gjaldmiðli landsins, en gert er ráð fyrir að evró-seðlar og mynt komi í stað frankans, marksins o.s.frv. árið 2002. Ekki er gert ráð fyrir því að nokkurt þátttökuríki geti dregið sig út úr samstarfinu þegar það er einu sinni komið á. Kæmi slík staða upp myndi hún valda uppnámi og áhrifin á hina sameiginlegu mynt yrðu mjög skaðleg. En burtséð frá efasemdum af þessu tagi eru menn beggja vegna Atlantshafsins æ meira sammála um að tilkoma evrósins muni hafa U.iniJ.irikj.iriolhit o(j evróið BANDARÍKIN EVRÓ-svæðíð* íbúafjöldi: 268 milljónir 290 milljónir (EMU-ríkin 11) Verg landsframleiðsla: 7.200 milljaröar dollara 6.900 milljarðar dollara (8.000 milljarðar ef öll ESB-ríkin 15 eru talin með) Hlutur heimsviðskipta: 19,6% (sem hlutfall af heildarverðmæti) 20,9% (öll ESB-ríkin 15) Hlutur gjaldmiðils í 47,6% heimsviðskiptum: a|is útfiutnings í heiminum er reiknaður í dollurum 15,5% heimsviðskipta fara fram með þýzkum mörkum, sem er eina Evrópu- myntin sem er mikið notuð í alþjóða- viðskiptum. Hlutur gjaldeyrissjóða 61,5% (í seðlabönkum um víða veröld): 20,1 % í evrópskum gjaldmiðlum (enskt pund, þýzkt mark, franskur franki, hollenzkt gyllini), að nærri 3/4 hlutum í þýzkum mörkum. Hlutur gjaldmiðla 41,5% sem notaðir eru í viðskiptum á gjaldeyrismörkuðum: 18,5% í þýzkum mörkum Heimild: International Herald Tribune * Austurríki, Belgía, Frakkland, Þýzkaland, Irland, Italía, Lúxemborg, Holland, Portúgal og Spánn. Bretland, Danmörk, Svíþjóð og Grikkland taka ekki þátt í EMU frá upphafi. margvísleg áhrif á Bandarfldn og dollarann. Áhrifin á hið alþjóðlega fjármálaviðskiptakerfi gætu orðið töluverð, en þar hefur dollarinn ver- ið „akkerisgjaldmiðillinn" frá því Bretton-Woods-kerfið svokallaða hrundi snemma á áttunda áratugn- um, en það byggði á gullfótar- tryggðu fastgengi helztu gjaldmiðl- anna. Dollarinn hefur auk þess ver- ið ráðandi gjaldmiðillinn í alþjóða- viðskiptum frá því brezka pundið tók að missa áhrif og veikjast á fjórða og fimmta áratugnum. Eini evrópski gjaldmiðillinn sem hefur komizt nálægt því að veita Banda- ríkjadollarnum einhverja sam- keppni á þessum vettvangi á síðustu árum er þýzka markið. „Þrátt fyrir að hin pólitísku, menningarlegu og efnahagslegu vandamál séu umfangsmikil eru lík- ur á að evróið verði þess megnugt að stokka upp fjármálamarkaði Evrópu og heimsins,“ segir í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um EMU. Fyrir Bandaríkin gætu kostir vel heppnaðs myntbandalags Evrópu- ríkjanna falizt meðal annars í aukn- um pólitískum og efnahagslegum stöðugleika í heimsálfu sem hefur tvisvar á þessari öld borizt á bana- spjót og átt upptökin að heimsstyrj- öldum. Það gæti líka gert banda- rískum fyrirtækjum auðveldara að selja vörur og þjónustu á Evrópu- markaðnum. En það sem Bandaríldn gætu tapað á þessu skrefi Evrópuríkj- anna gæti verið missir einhvers hluta þeirrar virðingar og áhrifa sem fylgja því að ráða yfir heimsins eftirsóttasta gjaldmiðli. Lánakostn- aður ríkis og fyrirtækja gæti aukizt og dregið úr hagvexti. Samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var í samvinnu sérfræðinga við hina þekktu rannsóknastofnun Centre for Economie Policy Research í Lundúnum og London School of Economics verða afleiðingar mynt- bandalagsins meðal annars þær að hagur Evrópubúa vænkist nokkuð, að hluta á kostnað Bandaríkja- manna. Þessa ályktun byggja skýrsluhöf- undar á því að evróið fái góðar við- tökur á fjármálamörkuðum, sem meðal annars leiði til þess að fjár- magnskostnaður í Evrópu minnki, sem ýti undir fjárfestingar og hag- vöxt. Þar sem hlutur ESB í alþjóða- viðskiptum sé um 17% - en Banda- ríkjanna 12% - séu góðar horfur á að evróið verði talsvert notað sem gjaldmiðill í alþjóðaviðskiptum. Þetta leiði til lækkunar skiptikostn- aðar evrópskra fyrirtækja og banka. Segja höfundarnir sennilegast, að evróið muni veita dollaranum veru- lega samkeppni eftir ekki lengri tíma en fimm ár, einkum og sér í lagi ef Bretland, þar sem stærsti fjármálamarkaður Evrópu er til húsa, slæst í hóp EMU-þátttöku- ríkja. Ávinningurinn sem vinnst með tilkomu evrósins á fjármagns- mörkuðum gæti að mati höfund- anna aukið hagvöxt í þátttökuríkj- unum um sem nemur 0,5%, sem er ekki lítið með tilliti til þess að með- alhagvöxtur í ESB hefur á síðari ár- um ekki verið meiri en 2%. En hag- vöxtur í Bandaríkjunum gæti dreg- izt saman vegna tilkomu evrósins um 0,2%, segja þeir. Áhrifin á Bandaríkin ofmetin? Sumir áberandi hagfræðingar í Bandaríkjunum sem hafa kynnt sér EMU-áformin vel, svo sem Paul Krugman, halda því hins vegar fram að möguleg áhrif evrósins á bandaríska hagsmuni séu ofmetin. Og enginn heldur því fram að evróið eigi eftir að ýta dollaranum úr sæti þess gjaldmiðils, sem verðmæti allra annaiTa gjaldmiðla er reiknað út frá. En margir hagfræðingar og tals- menn stjórnvalda beggja vegna Atl- antshafsins telja að evróið - að því gefnu að það muni lúta skynsam- legri stjómun - muni hratt og ör- ugglega tryggja sér stöðu næstöflugasta gjaldmiðils heimsins. Þegar litið er til þess að þjóðar- framleiðsla ESB-ríkjanna er til sam- ans nú þegar meiri en Bandaríkj- anna virðist að mati hagfræðinga heldur ekki vera neitt í veginum fyr- ir því að evróið geti þegar fram líða stundir náð að öðlazt jafnmikið vægi á heimsvísu og dollarinn. Þýsku flokk- arnir fliuga stöðuna Þingflokkar kristilegra demókrata (CDU) og syst- urflokksins CSU sverja Helmut Kohl kanslara samstöðu og hollustu, segir Rósa Guðrún Erlings- dóttir, fréttaritari Morgunblaðsins, sem fylgst hefur með áhrifum kosninganna í Sachsen-Anhalt um síðustu helgi á kosningabaráttu stjórnmála- flokkanna fyrir þingkosningarnar í september. Morgunblaðið/Reuters HELMUT Kohl var kátur er forysta CDU fundaði í Iok vikunnar. Hann sætir hins vegar vaxandi gagnrýni innan flokksins. ÞÝSKALAND hefur löngum verið talið eitt stöðugasta lýðræðisríki Vestur-Evrópu frá stríðslokum. í rannsóknum á pólitískri siðmenn- ingu og þingræði lýðræðisríkja hef- ur stjómskipulagi Þýskalands verið hrósað sem fyrirmynd annarra. Þýska flokkakerfið hefur hins vegar breytt um svip í kjölfar sameiningar landsins fyrir tæpum áratug. Vest- ur-þýskar lýðræðisvenjur, t.d. rót- gróið og stöðugt flokkakerfi, hafa vart náð að skjóta rótum í austur- hluta landsins. Ungir kjósendur í fyrrverandi Austur-Þýskalandi hafa orðið fyrir vonbrigðum og telja að lýðræðið hafi veikt stöðu þeirra og framtíðar- möguleika. Þeir hafa því flúið á náðir öfgasinnaðra hægriflokka sem bjóða einfaldar pólitískar lausnir með því að gera útlendinga að blóraböggli at- vinnuleysis og félagslegs óróleika. Einnig sýna margir kjósendur, einna helst eldra fólk, í fyrrverandi Aust- ur-Þýskalandi óánægju sína með stjómarhætti vesturhluta landsins með því að kjósa PDS, arftakaflokk austur-þýska kommúnistaflokksins. Enginn hefði árið 1990 þorað að spá því að CDU, flokkur Helmut Kohls kanslara, myndi átta árum seinna þurfa að beijast gegn komm- únistum um stöðu sína sem næst- sterkasti flokkur austm-hlutans. Vinsældir kristilegra demókrata hafa dvínað ár frá ári og telja stjóm- málaskýrendur það vera persónu- legan ósigur kanslarans. Kjósendur í austurhlutanum telji hann hafa svikið loforð sín. í sínum eigin flokki gegnir Kohl ekki lengur hlutverki hins sterka leiðtoga heldur mála- miðlara stríðandi fylkinga. Spyrja margir hvort valdatíð Kohls sé að líða undir lok. Enginn lýðræðislega kosinn leiðtogi hefur setið eins lengi og hann í æðsta pólitíska embætti lands síns. Hann kemst því að minnsta kosti á spjöld sögunn fyrir úthald sitt. Kohl hefur alla sína stjómartíð knúið á um sameiningu Evrópu og getur nú státað af því að þýska þingið hafi samþykkt sameig- inlega evrópska mynt. Þó svo að innan CDU/CSU sé nú reynt að þagga niður óánægjuraddir og stuðla að því að menn sameinist um Kohl sem kanslaraefni er ljóst að þegar er farið að ræða um vænt- anlegan eftirmann hans. Austurhluti landsins hefur að margra mati sagt skilið við kanslarann og þar með flokk hans þar sem vinsældir CDU í austurhlutanum byggðust ekki síst á persónulegum vinsældum Kohls. Pólitísk velgengni stjómmálaflokka er byggist á persónutöfmm eins manns getur reynst fallvölt. Vin- sældir SPD á síðustu missemm eða síðan Gerhard Schröder var valinn kanslaraefni flokksins benda til þess að sagan virðist hugsanlega ætla að endurtaka sig. Andstaða við stjórn CDU ogSPD Bæði SPD og CDU hafa opinber- lega lýst yfir því að eftir þingkosn- ingamar í haust komi ekki til greina að mynda meirihlutastjóm þessara tveggja flokka. Helsti andstæðingur slíkrar lausnar er bæverski flokkur- inn CSU með Theo Waigel núver- andi fjármálaráðherra í broddi fylk- ingar. Þrátt fyrir slíkar yfirlýsingar standa nú yfir samningaviðræður á milli SPD og CDU í Sachsen-Anhalt. Flokksmenn á vinstri væng Jafnað- armannaflokksins mótmæla hástöf- um og krefjast þess að SPD taki upp viðræður við PDS. Gömlu kommún- istamir fengu mun meira fylgi (19,2 %) en CDU í kosningunum í Sach- sen-Anhalt og það ber að mati þeirra ekki merki um lýðræðislega stjórn- arhætti að útiloka flokkinn vegna fortíðar hans. Stjórnmálaskýrendur telja einnig nauðsynlegt að þvinga PDS - til - pólitískrar ábyrgðar sém muni á endanum sanna hæfni eða vanhæfni flokksins til að starfa innan lýðræðislegs stjómkerfis. Eina leiðin til að afstýra meiri- hlutastjórn með kristilegum demókrötum er að mynda vinstrist- jórn með PDS þar sem Græningjar hlutu ekki kosningu. SPD og Græn- ingjar stefna á sameiginlegan sigur í þingkosningunum í haust og kynntu síðastliðinn fimmtudag fyrirsjáan- lega ríkisstjóm sem taka myndi við af stjórn Kohls. Flokkur Græningja hefur aftur á móti misst mikið fylgi að undanfömu, samkvæmt skoðana- könnunum, sem leitt gæti til þess að draumurinn um vinstri ríkisstjóm renni út í sandinn. Óljósar lúiur flokkakerfísins Þýska flokkakerfið stendur að mati margra frammi fyrir allsherjar uppstokkun. SPD teflir fram kansl- araefni sem býr yfir miklum per- sónutöfrum og hefur ítök í fjölmiðla- heiminum. Flokkurinn hefur á hinn bóginn ekki enn kynnt stefnuskrá sína eða lagt fram pólitískar lausnir á vandamálum landsins né skýrt frá því hvemig hann ætli sér sem stærsta afl austurhluta landsins að bregðast við vaxandi óánægju og óöryggi kjósenda þar. Wolfgang Schauble, líklegasti arftaki Kohls, er einn af þeim fáu er tekið hafa á þessu máli og segir hann að stjórn- völd verði að laga sig að breyttu um- hverfi vegna aukinnar markaðsvæð- ingar og alþjóðavæðingar. Að mati Scháuble þurfa stjórnvöld að létta á fjármagnseigendum og atvinnrek- endum til að skapa megi meiri at- vinnu í landinu; hættulegt sé að lofa kjósendum því að stjómvöld geti ein síns liðs bætt ástandið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.