Morgunblaðið - 03.05.1998, Page 10
10 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
þeir beiti svo alvarlegu ofbeldi
þurfi að grípa til aðgerða til að
beina þeim á réttan veg. Börn eða
unglingar sem beiti alvarlegu of-
beldi geri það yfirleitt ekki fyrir-
varalaust, heldur sé ferill þeirra
um hótanir og minniháttar líkams-
meiðingar orðinn langur. „Þetta
eru yfirleitt börn með 5-10 lög-
regluskýrslur. Þeir sem eru komn-
ir með 10-15 mál á bakið eru oft
farnir að neyta fíkniefna eða mikils
áfengis," segir Davíð.
Aðspurður hvemig hann vilji sjá
tekið á málum segir hann að á veg-
um Félagsmálastofnunar, lögreglu,
ÍTR, Flugbjörgunarsveitar, Sjó-
vár-Almennra, Fangelsismála-
stofnunar, Slökkviliðsins í Reykja-
vík og Sjúkrahúss Reykjavíkur sé
unnið mjög gott forvarnastarf með
stráka sem taldir era vera í
áhættuhóp. Þar sé verið að kenna
þeim hvað er að vera gerandi og
þolandi í verknaði og hvað er heil-
brigð skynsemi.
Hvert námskeið tekur þrjá
mánuði. Hann segir árangurinn
vera mjög góðan og að þriðjungur
allra þeirra, sem tekið hafi þátt í
hópunum, sé kominn á græna
grein. Þriggja mánaða námskeið
eða meðferð segir hann að kosti
um 250-300 þúsund krónur fyrir
átta stráka fyrir utan launakostnað
tveggja leiðbeinenda. Til saman-
burðar bendir hann á að einn ung-
lingur, kominn nokkuð langt á af-
brotaferlinum, kosti samfélagið 250
þúsund krónur upp í eina milljón á
mánuði eingöngu vegna þeiiTa
skemmda sem hann valdi.
„Þessir strákar era með örfá mál
á málaskrá. Hins vegar fer þetta
forvarnastarf stundum til lítils
þegar síbrotaunglingarnir, sem eru
með 70-80 mál á skrá fara inn og út
úr yfirheyrslu með þau tvöföldu
skilaboð til þeirra sem við erum að
vinna með og segja: „Þetta er ekk-
ert mál. Þú gengur bara út úr yfir-
heyrslu og berð ábyrgð á þessu síð-
ar.“ Svo þegar mál þessara drengja
eru tekin fyrir síðar, kannski 8-10
mál í einum pakka, fá þeir þriggja
mánaða fangelsi. Það er engin
lausn að taka einhvern pakka af-
brotamála og henda drengjunum
inn í einhvern tíma í refsiúrræði.
Þeir þurfa meðferð. Það sem er svo
vont í þessu era þessi tvöfoldu
skilaboð. Síbrotadrengurinn kemur
til þeirra sem eru að byrja feril
sinn. Þeir líta upp tii hans vegna
þess að hann kemst í gegnum kerf-
ið,“ segir Davíð með þunga.
Þolir enga bið
Hann segir að mál af þessu tagi
þoli enga bið og því verði að grípa
til úrræða strax. Ekki þurfi að
leggja í mikinn kostnað, þar sem
hægt sé að nýta Krýsuvíkurskóla.
„Kannski þyrfti 10-15 milljónir til
að koma húsinu í stand, fjölga
kennuram, bæta við sálfræðiþjón-
ustu, bæta við vaktmönnum og
tryggja reksturinn. Síðan er hægt
að vera með verkþjálfun og skóla í
Gunnarsholti sem dæmi. Það þarf
ekkert að byggja nýtt heimili. Hins
vegar þarf meðferðin að taka sex
mánuði upp í tvö ár allt eftir þörf-
um og með stigvaxandi frelsi og
eftirmeðferð.“
Davíð segir að Páll Pétursson fé-
lagsmálaráðherra haldi því fram að
vandamálin séu ekki stórvægileg
og þeim eigi að mæta með því að
byggja meðferðarheimili í Skaga-
fírði fyrir unga síbrotamenn. „Mik-
ill meirihluti síbrotamanna er af
Stór-Reykjavíkursvæðinu og mikil
nauðsyn á að koma upp lokuðu
heimili á því svæði. Þarna er um
mjög langt leidda afbrotamenn að
ræða. Þeir era miklir fíklar með
langan feril. Foreldrarnir eru líka
mjög sýktir af ástandinu. Það
kemst enginn hjá því sem hefur
gengið í gegnum slíkt ferli. Við
verðum að hætta þessum einangr-
unarhugsunarhætti og gera for-
eldrunum kleift að taka þátt í með-
ferð og eftirmeðferð. Ég sé ekki að
þeir muni keyra norður í Skaga-
fjörð á kvöldin. Fá þeir greiddan
ferðakostnað eða umönnunarbæt-
ur?“ spyr Davíð og bætir við að hér
sé frumraun í því að vinna með
unga afbrotamenn.
Morgunblaðið/Kristinn
HVERJIR bera ábyrgðina? spyr Davíð Bergmann unglingaráðgjafi. „Það eru að sjálfsögðu þeir sem veita fé til málaflokksins."
Tvöföld skilaboð gera
forvarnastarf að engu
Þess er dæmi að 17 ára síbrotamanni hafí
verið birtur dómur í fyrsta sinn þegar hann
var kominn með 70-80 mál á ferilsskrá. Da-
víð Bergmann unglingaráðgjafí segir í sam-
tali við Hildi Friðriksdóttur að ástandið sé
óþolandi og ógjörningur sé að vera með
forvarnastarf fyrir unga afbrotamenn þeg-
ar síbrotamennirnir, fyrirmyndir þeirra
sem eru að hefja feril sinn, gangi inn og út
úr yfírheyrslum á milli þess sem þeir halda
áfram að fremja afbrot. Þessi tvöföldu
skilaboð geri forvarnastarfið að engu.
MUNURINN á 15 ára af-
brotamanni og 15 ára
síbrotamanni er sá, að
hinn síðamefndi skilur
ekki afleiðingar afbrota sinna. Það
þýðir ekkert að birta slíkum manni
skilorðsbundinn dóm. Hann þarf
meðferðarúrræði og það strax í
kjölfar brotsins til þess að hann
tengi afleiðingu verknaðarins við
dóminn.“ Þetta segir Davíð Berg-
mann, sem fann sig knúinn til að
senda alþingismönnum dreifibréf
um málefni ungra afbrotamanna
nú fyrir skömmu. Honum ofbýður
að íslendingar skuli búa við þann
veruleika að horfa upp á aðra eða
þriðju kynslóð afbrotamanna án
þess að bragðist sé nægjanlega
við.
Davíð hefur í nokkur ár unnið
með unglinga, fyrst hjá Mótor-
smiðjunni, síðan útideild Félags-
málastofnunar og nú síðast sem
unglingaráðgjafi hjá sömu stofnun.
Hann bendir á að úrræði séu til
fyrir unga afbrotamenn, eins og
meðferð hjá SÁA, dvöl á sérhæfðu
sveitarheimili og skammtímavistun
að Stuðlum, en þar sé biðlistinn
mjög langur. Um þarsíðustu helgi
hafi til dæmis ekki verið hægt að
koma inn bami, sem þurfti á 24
tíma vist að halda. Engin úrræði
séu til fyrir unga síbrotamenn, sem
þurfi annars konar meðferð en op-
in meðferðarúrræði.
Þurfa ekki að taka
afleiðingunum
Davíð segir að vandinn við unga
afbrotamenn og síbrotamenn sé, að
þeir beri aldrei ábyrgð gerða sinna.
Þeir brjóti af sér, séu teknir í yfír-
heyrslu og þeim síðan sleppt. „Við
þurfum að mæta þessum hópi á
hans þroskastigi. Ég er alfarið á
móti langri refsivist, en það er eng-
in hemja að bara ég einn skuli vera
með sjö stráka á aldrinum 13-16
ára, sem eru með 41-75 mál á mála-
skrá. Afbrotaferill þeirra heldur
stöðugt áfram af því að engin úr-
ræði era til. Jú, Litla-Hraun hefur
tekið á móti einum þeirra, sem er
16 ára. Það er hins vegar búið að
sleppa honum og síðan hann kom
út fyrir nokkram dögum hefur
hann brotið af sér tvisvar sinnum.
Mér finnst augljóst, að harðar refs-
ingar duga ekkert. Sem betur fer
er þessi unglingur kominn í lokaða
meðferðarvistun núna.“
Með hækkun sjálfræðisaldursins
er meira svigrúm til að gn'pa inn í
hjá ungum afbrotamönnum, að
sögn Davíðs. Aður fyrr var mikið
kapphlaup um að ná þeim áður en
þeir urðu 16 ára. Hins vegar leggur
hann mikla áherslu á að nánast
engin úrræði séu fyrir þau ung-
menni, sem era fædd 1980 og 1981.
Þau séu á gráu svæði þar sem þau
séu sjálfráða. „Þau era einhvern
veginn afskipt vegna þess að þau fá
leyfi til að hranna upp afbrotum.
Um innra starf Barnavemdarstofu
get ég ekki tjáð mig en ég veit að
úrræðaleysi er í þessum mála-
flokki. Sem betur fer er töluvert
verið að gera en það er ekki nóg,“
segir Davíð.
Alvarleg
ofbeldismál
Hann talar einnig um alvarleg
ofbeldismál sem verða af völdum
unglinga og segir að löngu áður en