Morgunblaðið - 03.05.1998, Page 16
16 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Greipar
Ægis á
Jómfrúnni
LISTAMAÐURINN Greipar Ægis
opnar sýningu á alíslensku listformi
mánudaginn 4. maí á veitingastaðn-
um Jómfrúnni, Lækjargötu 4.
Þessi sýning er haldin í framhaldi
af því að forseta- og varaforsetahjón
Bandaríkjanna þáðu að gjöf átta
listaverk eftir að hafa séð heimasíðu
listamannsins.
I kynningu segir: „Listamaðurinn
sem tekið hefur sér nafnið Greipar
Ægis fæddist í raun fyrir sjö árum,
þrátt fyrir að hafa lifað í hálfa öld.
Þá uppgötvaði hann algjörlega nýtt
alíslenskt listform þar sem íslenskur
sandur er notaður sem hráefni.
Vissulega hafa menn notað sand til
þess að gera listaverk en þau hafa
verið þeim annmörkum háð að vera
bara tímabundin. Tár tímans, sam-
heiti yfír sandskúlptúra listamanns-
ins, eru einstök vegna þess að það
eru ekki notuð neins konar mót eða
nokkur sérstök tæki eða tól við sköp-
un þeirra og hvert verk er einstakt,
enginn skúlptúr er eins.“
------+++-----
Norræn
leiklistarverk-
efni styrkt
NORRÆNA leiklistar- og dans-
nefndin hefur úthlutað styrkjum til
verkefna á Norðurlöndum.
Skemmtihúsið fékk styrk að upp-
hæð 10.000 danskar kr. til að sýna
leikverkið Ormstungu í Stofnun
Árna Magnússonar í Kaupmanna-
höfn. Hilmar Jónsson leikstjóri fær
21.800 danskar kr. til sýningarinnar
Himnaríki í Sænska leikhúsinu í
Ábo. Finnur Amar Ámason leik-
myndahönnuður fær 21.800 danskar
kr. til sömu sýningar á sama stað.
Sömuleiðis hlýtur Kristian Vang
Rasmussen leikmyndahönnuður
21.800 danskar kr. til sama verkefnis
í Hálogaland-leikhúsinu norska.
----------+++-----
Karlakór
Keflavíkur í
Ytri-Njarð-
víkurkirkju
KARLAKÓR Keflavíkur heldur sína
árlegu vortónleika þriðjudaginn 5.
maí og fimmtudaginn 7. maí í Ytri-
Njarðvíkurkirkju kl. 20.30.
Stjórnandi kórsins er Vilberg
Viggósson. Undirleikari Ágota Joó á
píanó. Annan undirleik annast Ás-
geir Gunnarsson harmoníku og
Þórólfur Þórsson á bassa.
LISTIR
Dóttir skáldsins
íslenskur leikhópur sem er starfræktur í
London, The Icelandic Take Away
Theatre, sýnir um þessar mundir nýtt leik-
rit eftir Svein Einarsson, The Daughter of
the Poet, en Sveinn er líka leikstjóri þess-
arar sýningar. Dagur Gunnarsson ræddi
við Svein um uppsetninguna á verkinu.
DAUGHTER of the
Poet sækir efnivið sinn
bæði i Egils sögu og
Laxdælu og fjallar um
ævi og örlög Þorgerðar
Egilsdóttur. Þetta er
stór og viðamildl sýn-
ing sem mikið hefur
verið lagt í og að henni
standa margir lista-
menn, í ^ aðalhlutverk-
inu er Ásta Sighvats
Ólafsdóttir sem leikur
Þorgerði, fjölmörg
önnur hlutverk em í
höndum Ágústu Skúla-
dóttur, Áma Péturs-
sonar, Glódísar Gunn-
arsdóttur og Neils
Haigh. Katrin Þor-
valdsdóttir hannaði búninga, Jón T.
Bjamason leikmynd og Orri Pét-
ursson sá um lýsingu. Tónlistin er
fiutt og að miklu leyti frumsamin af
Amgeiri Haukssyni, sem einnig
bregður sér í mörg hlutverk til að
miðla sögunni um dóttur skáldsins.
- Hvert var upphafið að þessu
framtaki?
„Ég kom hingað til London með
leikhóp sem sýndi Bandamanna-
sögu á Northern Lights-hátíðinni
1992. Þá kom Anna Hildur Hildi-
brandsdóttir, sem síðar varð fram-
kvæmdastjóri The Icelandic Take
Away Theatre, til mín með þá hug-
mynd að setja upp sýningu hér og
kynna betur þetta efni sem við ís-
lendingar höldum fram að sé heims-
bókmenntir. Hún sagði mér að það
væri hópur af ungu og efnilegu fólki
hér í London sem vildi gjaman
kynna Bretum þennan
íslenska menningararf.
Ég var upptekinn í öðr-
um verkefnum, Banda-
mannasaga fór víða og
þar á eftir vann ég að
Amlóðasögu, en kom svo
hingað í fyrravor, hitti
hópinn og hélt námskeið
eða leiksmiðju. Þar var
mikið af efnilegu fólki og
völdust sex manns í
þessa sýningu, þar á
meðal einn tónlistar-
maður. Það era ekki all-
ir tónlistarmenn færir
um að falla inn í leikhóp,
en ég vil að þeir séu
með, taki þátt í leiknum
og sitji ekki úti í homi.
Ég tók síðan til við að skrifa leik-
ritið með þennan hóp í huga og hitti
þau síðan aftur um haustið. Þá hafði
einn leikari helst úr lestinni og við
ákváðum að fá til liðs við okkur
Breta, sem reyndist mjög vel, m.a.
vegna þess að þá fóru allar æfingar
fram á ensku. Hópurinn er mjög
samhentur og þau unnu öll að því að
þjálfa sig upp sem eina heild; Glódís
Gunnarsdóttir sá um líkamsþjálfun-
ina, Amgeir Hauksson um söngtím-
ana, Neil Haigh var með framsögn
og ég er með æfingaprógramm sem
ég hef þróað frá því ég vann með
Bandamannahópnum."
- Ertu kominn með formúluna að
góðum leikhóp?
„Ég segi kannski ekki að ég hafi
uppgötvað formúluna, en þetta er
ákveðin tækni eða aðferðir til að
gera fólkið í hópnum samstemmt, til
Sveinn Einarsson,
leikstjóri.
Burtfararpróf í Gerðubergi
TÓNLEIKAR verða haldnir á veg-
um Tónlistarskólans í Reykjavík í
Gerðubergi þriðjudaginn 5. maí kl.
20.30. Tónleikarnir eru burtfarar-
próf Hrannar Þráinsdóttur píanó-
leikara frá skólanum.
Á efnisskrá eru Frönsk svíta nr. 5
í G-dúr BWV 816 eftir J.S. Baeh,
Sónata í D-dúr op. 10 nr. 3 eftir L.v.
Beethoven, Islenskur dans eftir
Hallgiím Helga-
son, Sónatína íyrir
Yvette eftir Xavier
Montsalvatge, Et-
þýða í As-dúr op.
posth., Etþýða í f-
moll op. 25 nr 2 og
Ballaða nr. 3 í As-
dúr op. 47 eftir Fr.
Þráinsdóttir Chopin.
Söngskólinn í Reykjavík
SKOLAVIST
1997-98
Almenn deild
Umsækjendur hafi einhverja undirstödumenntun í tónlist [nám eöa súngreynsluj
og geti stundad námid ad nokkru leyti í dagskóla.
Framhaldsdeild: Einsöngvara og söngkennaranám
Umsækjendur hafi lokið 8. stigi í söng með framhaldseinkunn,
ásamt hliðargreinum er því fylgja og geti stundað fulltnám í dagskóla.
Unglingadeild: Aldurstakmark 14 ár
Einsöngur og samsöngur, tónfræði og nótnalestur
IMámskeið: Kennsla utan venjulegs vinnutíma
Fyrir söngáhugafólk á Ollum aldri. Einsöngur.samsöngur og tónmennt
Umsóknarfrestur um skólavist veturinn 1998-99 ertil 22. maí.
Inntökupróf fara fram þriðjudaginn 26. maí frá kL. 13.00.
Umsóknareyðublöö fást á skrifstofu skólans að Hverfisgötu 45, simi 552-7366,
þar sem allar upplýsingar eru veittar daglega frá kl. 10-17.
Skólastjóri
ÚR sýningunni „The Daughter of the Poet“. Ásta Sighvats Ólafsdóttir
í aðalhlutverkinu.
að fá það til að opna sig hvert gagn-
vart öðra, þjálfa upp ímyndunarafi
og framkvæði og jafnframt þróa
með því næmleika hvert fyrir öðra.
Þetta er nú ekkert sem ég hef fund-
ið upp sjálfur, en ég hef tínt til og
tileinkað mér hugmyndir sem koma
víða að, sumt af þessu er komið frá
Japan. T.d. þjálfa ég hópinn í því að
vera mjög agaður í snöggum skipt-
ingum milli öfgakenndra tilfinninga
og þessu fylgir líka krafan um agað-
ar hreyfingar og ákveðið jafnvægi í
líkama. Þetta tengist allt í spuna-
vinnu.
Þessi hópur er búinn að vera
mjög skemmtilegur að vinna með.
Þau era öll starfandi hér og hafa öll
fengið eitthvað að gera, sum era
meira að segja enn í námi, en tóku
þetta verkefni sem hálfgerða fóður-
landsskyldu, ekki bara til að koma
sjálfum sér á framfæri heldur líka
íslenskri menningu."
- Hvers vegna varð Þorgerður og
hennar saga fyrir valinu?
„Það var vinkona mín Bríet Héð-
insdóttir heitin sem ýtti þeirri hug-
mynd að mér. Þorgerður var kona
sem var henni að skapi og þetta
verkefni er því tileinkað minningu
Bríetar."
- Nú hafið þið fengið góða kynn-
ingu hér í fjölmiðlum.
„Já, við eram svo heppin að hafa
fengið til liðs við okkur Magnús
Magnússon, sem er náttúrulega
stjórstjarna hér á landi, og hann var
svo hrifinn af sýningunni að hann er
búinn að fara í marga útvarpsþætti
og viðtöl og hefur gert mikið til að
kynna verkið. Þetta er heilmikil
landkynning, hvemig sem á það er
litið, og vekur athygli á sögunum,
hvort sem gagnrýnendum líkar eða
ekki. Það á eftir að koma í ljós.“
- Stendur til að fara leikför?
„Það hefur ýmislegt verið nefnt í
þeim efnum, bæði för í kringum
London og nágrannabyggðirnar, og
eins hefur komið til tals að fara á
Leiklistarhátíðina í Edinborg og
jafnvel heim til íslands. Þetta er
jaðarleikhús, leikmyndin er mjög
færanleg og þetta er hópur af ungu
og ferðaglöðu fólki.“
Skömm í hatt fyrir
að eigna sér Egil
NORSKA ljóðskáldið Knut
Odegárd les löndum sínum pistilinn
í bréfi sem birtist í Aítenposten í
vikunni. Skammar hann Norðmenn
fyrir að eigna sér íslenskar bók-
menntir og kallar það bókmennta-
legt hernám en bréfið skrifar
Odegárd í tilefni nýrrar útgáfu á yf-
irlitsverki um norska ljóðlist.
„Það er vandræðalegt að sjá
hvernig við höldum áfram hernámi
íslenska menningararfsins þrátt
fyrir harðorð mótmæli Islendinga.
Þeir lita á það sem þjófnað þegar
við Norðmenn kynnum t.d. Egil
Skallagrímsson sem norskt skáld og
Mörkinni 3 • simi 588 0640
E-mail: casa@islandia.is •www.cassina.it
• www.roset.de • www.zanotta.it
• www.artemide.com • www.flos.it
• www.ritzenhoff.de •www.alessi.il
• www.kartell.it • www.fiam.it
• www.fontanaarte.it
Ijóð á borð við „Sonatorrek“ sem
norskt ljóð,“ segir 0degárd.
Hann nefnir Egil, Kormák Ög-
mundsson, Sighvat Þórðarson, Ein-
ar Skúlason og Eystein Ásgrímsson
og minnir á að Norðmenn þurfi að
breyta stafsetningu nafnanna svo
að þau verði norskari útlits, auk
þess sem þýða þurfi kveðskapinn
þar sem Norðmenn skilji ekki leng-
ur þessi „norsku“ ljóð.
0degárd segir að ítrekaðar inn-
rásir í íslenskar bókmenntir ýti
undir andúð gagnvart Norðmönn-
um og að íslendingar fari að gruna
þá um græsku. Norðmenn eigi vík-
ingaskipin og dómkirkjuna í Niðar-
ósi en íslendingar bókmenntirnar
og að þeir verði að fá að eiga þær í
friði.
0degárd kveðst svo sem geta litið
fram hjá því að Norðmenn slái eign
sinni á nokkur Eddukvæðanna, þótt
þau hafi verið skrifuð á íslandi, sé
mögulegt að einhver þeirra hafi
orðið til í Noregi og flust til fslands.
Engin leið sé hins vegar til að rétt-
læta að Egill Skallagrímsson, sem
barist hafi gegn yfirráðum Noregs-
konungs, sé gerður að Norðmanni.
„Þá nægir ekki heldur að höfundur
eða verk hans sé elskað og virt í
Noregi og að það hafi þýðingu fyrir
sögu okkar og ímynd (Snorri er
dæmi um það), því þá yrðum við
einnig að segja Biblíuna norska."
www.mbl.is/fasteignir