Morgunblaðið - 03.05.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 21
FRETTIR
Frakkar taldir teíja
Schengen-viðræður
ÓEININGAR hefur gætt að und-
anförnu meðal Evrópusambands-
ríkjanna í afstöðunni til þess
hvernig skuli breyta Schengen-
samningnum svo tryggja megi
áframhaldandi þátttöku Noregs og
Islands í samstai-finu.
Fyrst og fremst eru það Frakk-
ar sem eiga erfítt með að fallast á
kröfu Islendinga og Norðmanna
um að áhrif þeirra á ákvarðana-
töku í málefnum sem heyra undir
Schengen-samninginn um afnám
vegabréfaeftirlits minnki ekki við
að samningurinn verði sameinaður
stofnsáttmála ESB, en ákveðið var
að gera það á leiðtogafundi ESB í
Amsterdam í fyrrasumar.
Islendingar og Norðmenn, sem
eru aukaaðilar að samningnum
vegna aðildar sinnar að norræna
vegabréfasambandinu, hafa lagt
áherzlu á að áhrif þeiiTa á ákvarð-
anatöku í Schengen-málum minnki
ekki við að hann sé færður undir
ESB, enda var það samþykkt í Am-
sterdam að aukaaðildarsamningar
Islands og Noregs héldu gildi sínu,
þótt laga þyrfti þá að breyttum að-
stæðum.
Þetta þýðir að fulltrúar Islands
og Noregs haldi setu- og tillögu-
rétti á ráðherrafundum, þar sem
Schengen-mál eru til umræðu.
ESB-ríkin eiga misjafnlega erfítt
með að sætta sig við þetta, þar sem
reglan er sú í ESB að engir aðrir
en fulltrúar fullgildra aðildarríkja
fái aðgang að ákvarðanatöku á ráð-
herrastigi.
Sum eru tilbúin að sýna nægi-
legan sveigjanleika til að mögu-
legt sé að koma til móts við kröfur
íslendinga og Norðmanna og
þrýsta Danir, Svíar og Finnar á
um að þetta verði gert, en önnur,
Frakkar þar fremstir í flokki,
halda fast í að engar undanþágur
verði veittar frá hefðbundnum
vinnureglum ESB í þessu sam-
bandi. Auk Frakka munu það
einkum vera Belgar, Spánverjar
og Italir sem hafa slíka fyrirvara.
Óttast fordæmisgildi
Gunnar Snorri Gunnarsson,
sendiherra íslands hjá ESB, sagði
í samtali við Morgunblaðið að
Frakkar vildu gefa sér tíma til að
skoða þetta mál mjög vel, þar sem
þeir óttast fordæmisgildi þess að
leyfa ríkjum utan ESB svo víðtæk
áhrif á ákvarðanatöku á vettvangi
ESB-samstarfsins. Sagðist Gunn-
ar þó ekki búast við því að and-
staða Frakka við kröfur Norð-
manna og Islendinga væri slík, að
þeir væru tilbúnir að beita neitun-
arvaldi gegn því að þær næðu
fram að ganga.
Gunnar minnti á, að ESB-ríkin
gerðu sér grein fyrir, að þau hefðu
skuldbundið sig í Amsterdam til að
tryggja íslendingum og Norð-
mönnum áframhaldandi þátttöku í
Schengen-samstarfinu, án þess að
fullrar aðildar þeirra að ESB yrði
krafizt.
Knut Vollebæk, utanríkisráð-
herra Noregs, impraði á Schengen-
samningunum á nýlegum fundi
með hinum franska starfsbróður
sínum, Hubert Vedrine. Mun, að
sögn Aftenposten, franska stjómin
hafa heitið því, að það ætti að vera
mögulegt að fínna farveg fyrir
þátttöku Norðmanna og íslendinga
í Schengen-samstarfínu.
Schengen-mál voru einnig á
dagskrá fundar Vollebæks með
Törju Halonen, utanríkisráðherra
Finnlands, í síðustu viku. Lýsti
Vollebæk áhyggjum yfír þeim
seinkunum sem orðnar eru á við-
ræðunum og taki þær ekki kipp sé
tvísýnt hvort takist að ganga frá
málum þannig að Schengen-samn-
ingurinn geti, með nauðsynlegum
breytingum, gengið í gildi 1. janú-
ar nk., samtímis gildistöku Am-
sterdam-sáttmálans.
BUIÐ OG STARFIÐ
í BANDARÍKJUNUM
55.000 innflytjendaáritanir (Green Card) eru í boði í nýju
Ríkishappdrætti "U.S. Government Lottery".
Möguleiki á bandarískum ríkisborgararétti.
Opinbert happdrætti, ókeypis þáttaka.
Upplýsingar: Sendið einungis póstkort með eigin nafni og heimilisfangi til:
NATIONflL^Sf
VISA SERVICE
01997 IMMIQRAnON SERVICES
4200 WISCONSIN AVENUE N.W.
WASHINGTON, D.C - 20016 U.S.A.
FAX 00 1 202 298-5601 - Sími 00 1 202 298-5600
www.nationalvisacenter.com
m
jm
Jóga gegn kvíða
nteð Ásmundi Gunnlaugssyni.
Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við
kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í
gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða
leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og
lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga
nauðsynleg.
Þri. og fim. kl. 20.00. Hefst 5. maí.
Jógatímar, tækjasalur og pólunarmeðferð.
■
Y0GA
STUDIO
■
Hátúni 6a,
sími 511 3100
verslun fyrir
líkama og sál
wmmmmmmmmmmr
Húsafriðunarnefnd út-
hlutar nærri 47 milljónum
SAMÞYKKTIR hafa verið 175
styrkir hjá Húsafriðunarnefnd rík-
isins að upphæð 46,9 milljónir á
þessu ári sem aðallega fara til end-
urbygginga og viðhalds gamalla
húsa um landið allt. Húsafriðunar-
nefnd stjómar húsafriðunarsjóði en
hlutverk hans er að veita styrki til
viðhalds og endurbóta á friðuðum
húsum og mannvirkjum.
Sú nýbreytni var tekin upp árið
1996 að veita stóra styrki, þá að upp-
hæð ein milljóri kr. hver, til verkefna
í hverjum landshluta í samræmi við
nýja stefnumörkun Húsafriðunar-
nefndar. Þessir styrkir hafa nú verið
hækkaðir í 1.250 þúsund kr. Sex hús
fengu slíkan styrk:
Þingholtsstræti 23 í Reykjavík,
sem byggt var árið 1914, Stykkis-
hólmskirkja en hún var byggð árið
1879, Faktorshús í Hæstakaupstað
á ísafírði sem er frá árinu 1778,
Syðstabæjarhúsið í Hrísey, byggt
1886, Kaupangur á Vopnafirði en
það var reist árið 1882 og Brydebúð
í Vík í Mýrdal sem var byggð 1895.
Auk styrkja til endurbóta á hús-
um eru veittir styrkir til húsa sem
hafa menningarsögulegt eða list-
rænt gildi og sjóðurinn styrkir enn-
fremur gerð húsakannana og rann-
sóknir á íslenskum byggingararfi og
útgáfu þar að lútandi. Væntanlegt
er bráðum ritið „Utveggir, grind og
klæðningar" í ritröð Húsafriðunar-
nefndar um viðgerðir gamalla timb-
urhúsa og síðar á árinu kemur út
ritið „íslensk byggingararfleifð“
sem er ágrip af húsagerðarsögu
1750-1940 sem er eftir Hörð
Agústsson.
I Húsafriðunarnefnd sitja Þor-
steinn Gunnarsson arkitekt sem er
formaður nefndarinnar, Guðrún
Ki’istinsdóttir, forstöðumaður
Minjasafns Akureyrar, Guðmundur
Gunnarsson arkitekt, Magnús Kar-
el Hannesson, oddviti Eyrarbakka-
hrepps, og Þór Magnússon þjóð-
minjavörður. Framkvæmdastjóri
nefndarinnar er Magnús Skúlason
arkitekt.
pænSR
k, sío’i
Skenk ur
m/ spegli
kr. 41.:
Skattkol
kr. 69.071
HUSGOGN
NNRETTINGAR
Síðumúla 13, sími 588 5108
H O N D A
5 d y r a 2.0 i
12 8 h e s t ö f l
Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir íslenskar aðstæður
-íi.n.ila.li.ð..í verði bílsins
S 2.01 4 strokka 16 ventla léttmáImsvél
s Loftpúöar fyrir ökumann og farþega
S Rafdrifnar rúður og speglar
V ABS bremsukerfi
■s Veghæð: 20,5 cm
s Fjórhjóladrif
■y Samlæsingar
s Ryövörn og skráning
y Útvarp og kassettutæki
■y Hjólhaf: 2.62 m
y Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m
samanbur'ð
Verð á götuna: 2.285.000.- með abs
Sjálfskipting kostar 80.000,-
(0
HOIMDA
Sími: 520 1100
Umboðsaðilar:
Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver,
Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200
s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712
• Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011