Morgunblaðið - 03.05.1998, Page 36
36 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
SS-HUSIÐ í Laugan
það fyrir augum að verða iistaháskóli.
ÞAÐ votfcar fyrir vax-
andi spennu og
óþreyju í okkar hópi,“
segir Halldór Eiríks-
son, formaður nem-
endafélags Myndlista- og handíða-
skóla Islands, um fyrirhugaðan
listaháskóla. „Við erum farin að
finna blóðbragðið því nú er tekið
að tala um framvindu málsins í
vikum í stað ára. Það liggur í loft-
inu að eitthvað fari að gerast."
Halldór telur að fyrirsjáanlegur
kostnaður við breytingar á gamla
SS-húsinu vaxi ráðamönnum í aug-
um. Starfsemi MHÍ er að hluta til
flutt í húsið en mikið verk er enn
fyrir höndum.
„Húsið hentar að sumu leyti
ekki vel, þarna eru til dæmis mjög
breiðir gangar sem voru hannaðir
til að keyra í gegn vögnum með
kjötskrokkum. Innanstokksbreyt-
ingar munu líklega kosta jafnmikið
og ef byggt hefði verið sérhannað
húsnæði fyrir starfsemi listahá-
skóla.“ Að mati Halldórs er þetta
visst áhyggjuefni og gæti dregið
stofiiun Listaháskóla fslands á
langinn. „Eins og ástandið er á
sjúkrahúsunum og víðar væri nán-
ast pólitískt sjálfsmorð fyrir hvaða
þingmann sem er að standa upp og
óska eftir 800 milljónum í húsnæði
fyrir listaspíruháskóla.“
Hann segir MHÍ, Tónlistarskól-
ann og Leiklistarskólann þó fyrst
og fremst vilja koma í gegn form-
legum breytingum á eigin skipu-
lagi, það er færast upp á háskóla-
stig.
„Skólastjóri MHÍ hefur þegar
lagt íram slíka áætlun að sínu
leyti. Kennsla þrefaldast við það
að breyta skólanum í háskóla en
launakostnaður eykst hins vegar
ekki nema um 10% því starfsaldur
fylgir kennurum ekki á milli skóla-
stiga. Þetta ætti þannig ekki að
kosta nema nokkrar milljónir og
endanleg sameining skólanna yrði
síðan að veruleika um leið og hús-
næðið hefur verið innréttað," held-
ur Halldór áfram.
verið olnbogabarn í menntamála-
ráðuneytinu. „Við erum sendir frá
Heródesi til Pílatusar í ráðuneyt-
inu ef við eigum þar erindi fyrir
hönd skólans. Fulltrúi framhalds-
skólanna sver okkur af sér og
deildarstjóri háskóladeildarinnar
fer heldur ekki með okkar mál.
MHÍ er skilgreindur upp og niður
eftir atvikum og það er ótækt bæði
fyrir nemendur og starfslið skól-
ans.“ Halldór segir frá tilraunum
sínum til að útskýra eðli MHÍ fyrir
útlendingum og kveður það óðs
manns æði. „Þessi staða er ekki
einungis skrautleg heldur líka
skemmandi. Það má ekki dragast
öllu lengur að sinna listaskólunum
í landinu af einhverju viti. Þolin-
mæði okkar er senn á þrotum.“
Vilja viðurkenningu
Þau Friðrik Friðriksson, Helga
Vala Helgadóttir og Agnar Jón
Egilsson útskrifast öll frá Leiklist-
arskóla íslands í vor. Fyrir þeim
snýst Listaháskólinn um tvennt:
Annars vegar að sameina list-
greinar í einn skóla og hins vegar
að fá viðurkenningu fyrir námið
sem þau hafa lagt stund á í fjögur
ár.
„Við fáum framhaldsskólaskír-
teini fyrir sams konar nám og er-
lendir nemar fá háskólagráðu fyr-
ir,“ segja þau og telja möguleika til
framhaldsnáms erlendis skerta
vegna þessa. Reyndar sé Leiklist-
arskólinn virtur víðast hvar í Evr-
ópu en oft geti verið erfitt að kom-
ast að í Bandaríkjunum. Þótt tál-
tölulega fáir leikarar fari í fram-
haldsnám á möguleikinn að þeirra
mati að vera fyrir hendi. „Margir
halda að hlutverk Leiklistarskóla
Islands sé einungis að unga út
leikurum sem stökkva beint upp á
fjalir stóru leikhúsanna en námið
snýst um fjölmargt fleira.“
Skapandi vettvangur lista
Við sameiningu Leiklistarskól-
ans, Myndlista- og handíðaskóla
fslands, Tónlistarskóla Reykjavík-
IMyndlista- og handíðaskóla íslands er
hafið evrópskt meistaranám í grafík
sem skipulagt er af kennara við skól-
ann. Hins vegar hefur skólinn ekki leyfi
til að útskrifa nemendur með BA-gráðu
en slík gráða er í raun forsenda námsins.
Þannig er MHÍ stundum háskóli en
stundum ekki.
Þessi tilraun til samevrópskrar
meistaragráðu hefur vakið verðskuldaða
athygli víða erlendis. Náminu er alfarið
stjórnað frá MHI og mun útskriftin fara
fram í Reykjavík vorið 1999. Á meðal
þeirra sem námið stunda er íslenskur
nemi sem lokið hefur þriggja ára námi við
MHÍ. Hann hefúr ekki BA- próf upp á vas-
ann frekar en aðrir útskriftamemar skól-
ans, en nám hans er þó metið sem slíkt.
Óréttlæti viðgengst
„Við lítum svo á að það sé listaháskóli
sem komi til með að útskrifa umrædda
MA-nemendur og þá gildir einu hvort
Listaháskóli Islands verður orðinn að
veraleika,“ segir Gunnsteinn Gíslason,
skólastjóri MHÍ. „Við eram í raun starf-
ár, rétt eins og Tónlistarskólinn í Reykja-
vík. „Þetta veldur þó ýmsum örðugleik-
um, til að mynda fyrir nemendur okkar
sem sækja um framhaldsnám í Banda-
ríkjunum. Þar er lítill skilningur á
„ígildi“ BA-gráðu;menn vilja sjá alvöru
háskólaskírteini. I Evrópu hafa nemend-
ur okkar hins vegar mætt meiri skilningi
og við eigum gott samstarf við evrópska
háskóla."
MHÍ tekur virkan þátt í alþjóðlegum
stúdentaskiptum og tíu prósent nem-
enda við skólann eru útlendingar. Hins
vegar bregður svo við að erlendu nem-
arnir fá nám sitt i MHÍ metið sem há-
skólanám í heimalandi sfnu á meðan ís-
lensk bekkjarsystkini þeirra sitja eftir
án BA-gráðu að loknu námi. Gunnsteinn
telur að þetta óréttlæti verði að leið-
rétta, eigi skólinn að halda samkeppnis-
stöðu sinni. „MHI er orðinn afar eftir-
sóttur í alþjóðlegu samstarfi og okkur
berast æ oftar spennandi tilboð frá virt-
um listmenntastofnunum. Því miður eig-
um við erfitt með að þiggja slík boð á
meðan við getum ekki staðfest okkur
sem háskóli. Aðstaða okkar í öllum
skólastjórnenda sem Sigurbjörg Þrastar-
dóttir og Guðrún Norðfjörð ræddu við.
Olnbogabam í kerfinu
Hann segir skólana hafa reynt
ýmsar leiðir til að koma málinu á
hreyfingu, meðal annars hafið um-
ræður um önnur hús í borginni, en
eins og kunnugt er keypti ríkið
Laugarnesveg 91 af Sláturfélagi
Suðurlands fyrir starfsemi listahá-
skóla. „Nemendur hafa hins vegar
ekki beitt sér í málinu svo heitið
geti. Reynt var að stofna Félag
listháskólanema en það rann út í
sandinn enda eru skólamir mis-
stórir og ekki í mjög nánum
tengslum. Samvinna á listasviðinu
hefur þó verið nokkur og eykst
vonandi þegar sameiginleg
menntastofnun verður að veru-
leika undir sama þaki.“
Halldór segir að nemendur
muni láta að sér kveða um leið og
línur fari að skýrast, það sé ekki
auðvelt á meðan óljóst sé hverjir
fari með ráð væntanlegs listahá-
skóla. „Ríki og borg karpa, bráða-
birgðastjómin hefur ekkert um
fjárráðin að segja og skólastjórar
listaskólanna em ekki yfirmenn
þess skóla sem er í bígerð. Hver á
að tala við hvem og hvenær? Okk-
ur vantar raunverulega stjóm til
þess að stýra umræðunni og koma
á kjölfestu. Annars bíðum við nú
eftir viðbrögðum ráðuneytisins við
skýrslu bráðabirgðastjórnar og ef
framkvæmdaáætlun berst ekki
þaðan er eina leiðin að leita stuðn-
ings á Alþingi."
Halldór segir MHÍ alltaf hafa
Listaháskóli
T----------
Islands hefur oft
vitrastlist áhuga
fólki í draumi en
nú er orðið tímabært
að hann taki á sig
mynd í veruleikanum
Þannig hljóðar krafa þeirra námsmanna og
GUNNSTEINN Gíslason, skólastjóri MHÍ.
Virtur erlendis en
vanmetinn á Fróni
andi háskóli eins og þeir vita sem til
þekkja. Evrópusambandið viðurkennir
okkur sem háskóla með því að heimila
fyrrgreinda meistarabraut og fjármagna
undirbúning hennar. Formlega háskóla-
viðurkenningu vantar hins vegar frá ís-
lenskum yfirvöldum og það er nauðsyn-
legt að hún fáist sem fyrst.“
Að sögn Gunnsteins hefur MHÍ verið
rekinn líkt og háskólastofnun undanfarin