Morgunblaðið - 03.05.1998, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 55
MYNDBÖND
Ford í háloftunum
Forsetavélin
(Aií- Force One)
SptMinumynd
★★
Framleiðendur: Armyan Bernstein,
Gail Katz, Wolfgang Petersen, Jon-
athan Shestack. Leikstjóri: Wolfgang
Petersen. Handritshöfundur: Andrew
W. Marlowe. Kvikmyndataka: Mich-
ael Ballhaus. Tónlist: Jerry
Goldsmith. Aðalhlutverk: Harrison
Ford, Gary Oldman, Glenn Ciose,
William H. Macy, Dean Stockwell,
Jiirgen Prochnow. 110 min. Banda-
ríkin. Sam myndbönd 1998. Myndin
er bönnuð börnum innan 16 ára.
BANDARÍKJAMENN eru
snillingar í að gera spennumyndir
og margar frægustu hasarmynd-
irnar hafa komið frá Hollywood-
verksmiðjunni. Forstetavélin
skartar slagorðinu „Harrison Ford
er forseti Bandaríkjanna" og meira
þarf ekki að segja. Vinsælasti
spennuleikarinn í Hollywood og
æðsta embættið falla saman eins
og flís við rass, en allt annað hrip-
lekur. Maður þarf að vera banda-
rískur þjóðernissinni til þess að
kveljast ekki yfír öllum af þeim illa
framsettu þjóðrembingsatriðum
sem þessi mynd skartar. Einnig
virðist það vera orðið að venju í
spennumyndum að skella nokkrum
endum á myndina svo þegar áhorf-
endur halda að ósköpin séu búin
kemur annað spennuatriðið til við-
bótar.
Þrátt fyrir að
myndin fari al-
varlega mikið í
taugamar eru
nokkrir prýðileg-
ir punktar í
henni. Gary Old-
man er góður í
hlutverki ill-
mennisins og
Glenn Close er
einnig áhorfanleg í hlutverki vara-
forsetans. Einnig standa aukaleik-
ararnir Dean Stockwell, William
H. Macy fyrir sínu. Tæknilega er
myndin vel af hendi leyst, bara ef
innihaldið væri í samræmi við það.
Leikstjórn Wolfgangs Petersens er
viðunandi en hann þarf að vinna
með hræðilega slappt handrit sem
gerir það að verkum að myndin
nær aldrei að takast á loft.
Ottó Geir Borg
W. |f§§§
FÓLK í FRÉTTUM
R°KKARINNjoeCocker
alkunna takta.
sýndi
Sungið
fyrir regn-
skógana
►ÁRLEGIR tónleikar til styrkt-
ar regnskógum heimsins voru
haldnir í New York í vikunni
sem leið. Það var Trudie Styler,
eiginkona söngvarans Stings,
sem skipulagði uppákomuna en
þau hjón eru mjög öflug í bar-
áttunni gegn eyðingu regnskóg-
anna.
Þetta var í niunda sinn sem
styrktartónleikarnir eru haldn-
ir og rennur ágóðinn óskertur
til umhverfismála. Þær voru
ekki af verri endanum stjörnu-
rnar sem tróðu upp og voru
nokkur kunnugleg andlit þar á
meðal. Sting steig að sjálfsögðu
á svið ásamt þeim Billie Joel,
Roberta Flack, Emmylou Harr-
is, Joe Cocker, Elton John,
James Taylor og Madonnu.
Poppgyðjan Madonna söng
lagið sitt „Frozen“ við undirleik
strengjasveitar Austur-Harlem
með arabísku ívafí. í grein New
York Times er Madonna sögð
þýð, varkár og hafa breytt sér í
bandaríska útgáfu af söngkon-
unni Björk Guðmundsdóttur.
^^lton John en flutti einnig
ONANMadonnafngdueJminnaáBj6rk.
ELTON John, Sting og James
Taylor voru vígalegir á sviðinu
í Carnegie Hall.
Bítlalögin gömlu voru vinsæl
meðal flytjenda á tónleikunum
og lýsti Sting því yfir að
„Penny Lane“ væri uppáhalds-
lagið sitt. „Lucy in the Sky“,
„With a Little Help from My
Friends" og „Twist and
Shout“ voru meðal þeirra
laga sem sljörnurnar sungu
og sýndi Madonna að hún
kann að tvista við það síðast-
nefnda. —
★ ★★ 1/2
Roger Ebert ÉMj,,
EIN FYNDASTA GAMANMYND
SEM WOODY ALLEN HEFUR
SENT FRÁ SÉR
- a David Artsen Newsweek
WOODY ALLEN
KIRSTIE ALLEN
BILLY CRYSTAL
I JUDY DAVIS
» MARIEL HEMINGWAY gjfe
AMY IRVING0l^i,i
JULIA LOUIS-DREYFUSp^lfj^
ÍDEMI MOORE *§*
ELISABETH SHUE* .
STANLEY TUCCI
ROBIN WILLIAMS
MYNDIN VAR
TILNEFND TIL
ÓSKARSVERÐLAU N A
FYRIR BESTA HANDRIT
HARRY BLOCK SKRIFAÐI METSÖLUBÓK UM
BESTU VINI SÍNA OG AÐ LAUNUM FÉKK
HANN FRÍA FERÐ... TIL HELVÍTIS
LAUGARÁS_
BIO
Bjóðum nú einstakt tilboð á sumarkortum.
Gildir í alla opna tíma og tækjasal.
Verð kr.
7.700,-
maniuL
1 Leikfimi
■ Pallar
' Magi, rass og læri
* Suðræn sveifla
’ Jóga
1 Tækjasalur
• Spinning
• Þrekhringur
• Vaxtarmótun
• Magapúl
• Heitur pottur
• Vatnsgufa
Handklæði, sjampó og hárnæring fylgir frítt við hvcrja komu.
Nýft og Hjetra
iaourms
Skráning í síma
561 5100
BAÐHUSIÐ
heilsulind ftyrir konur
BRAUTARHOLTI 20 SÍMI 561 5100
rc
★