Morgunblaðið - 03.05.1998, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 5 7
FÓLK í FRÉTTUM
AUSTURRÍSKU nemarnir dreifðu bæklingum,
myndbandsspólum, blöðrum og bijóstsykri.
HÓPURINN endaði kynninguna með því að sýna
stuttan leikþátt á gamansömum nótum.
Austurríkis-
menn í Versló
VIÐ sögðum frá því í janúar síðast-
liðnum að Verslunarskóli íslands
væri þátttakandi í evrópsku sam-
vinnuverkefni sem styrkt væri af
Sókrates/Lingua-áætluninni. Mark-
miðið var að skapa kynningarefni
ætlað ungu fólki með það fyrir aug-
um að laða það til landsins. Gerður
Harpa Kjartansdóttir hefur stjórn-
að aðild íslenska hópsins að verk-
efninu en samband milli Versló og
austurríska verzlunarskólans
Bundeshandelsakademie Spit-
tal/Drau komst á íyrir milligöngu
Alþóðaskrifstofu háskólastigsins.
Verkefnið fór af stað í ágúst á síð-
asta ári. Nítján nemendur í 4. bekk
máladeildar tóku þátt en skilyrði
fyrir þátttöku voru nemendaskipti
milli skólanna. Ákveðið hafði verið
að báðir hópar gæfu út ferðabæk-
ling, á ensku, þýsku auk eigin
tungumáls, sem þeir myndu dreifa
og kynna í heimsóknum sínum hvor
til annars. Austurríski hópurinn
kom til landsins fyrir skemmstu í
þeim tilgangi að kynna afrakstur
vinnu sinnar.
Kynningin fór fram í hátíðarsal
Verslunarskólans þar sem saman
voru komnir flestir þeir sem komið
höfðu nálægt verkefninu hér á landi
auk áhugasamra aðstandenda.
Austurrísku nemamir, sem klædd-
ust þjóðbúningum heimalandsins,
dreifðu bæklingum, myndbands-
spólum, blöðrum og brjóstsykri áð-
ur en formleg dagskrá hófst. Gerð-
ur Harpa flutti almenna kynningu á
verkefninu og svo tóku Austurríkis-
mennimir við. í kynningarefni
þeirra var lögð megináhersla á
myndefni sem brugðið var á tjald á
meðan leikin var viðeigand tónlist.
Myndasýningin var rofín með stutt-
um kynningum á flokkum efnisins
sem skipt var niður í strandlíf við
stöðuvatnið Millstatter See, fjöllin í
kringum heimaborgina, vetrarrfld
náttúrunnar, næturlíf og tómstund-
ir. Hópurinn endaði kynningu sína
með stuttum leikþætti á gamansöm-
Morgunblaðið/Kristinn
ÞJÓÐBÚNINGURINN austur-
ríski sómdi sér vel í hátíðarsal
Verslunarskólans.
um nótum.
Bæklingnum sem íslensku nem-
endumir vinna verður skipt í 5
hluta: „Reykjavík", „Suðurland",
,A-Usturland“, „Norðurland" og
„Vesturland". Nemendur koma til
með að kynna hann á hliðstæðan
máta í Austurríki þegar þeir fara
þangað í lok maí.
Verð á götuna: 1.295.000.-
Aðrar vélarstærðir einnig á lager, viðbótarbúnaður tilgreindur:
Honda Civic 1.6 VTi VTEC
1.890.000,-
160 hestöfl
15" álfelgur
Rafdrifin sóllúga
6 hátalarar
Sportinnrétting
Leðurstýri og leðurgírhnúður
Honda Civic 1.5 LSi VTEC
1.490.000,-
115 hestöfl
Fjarstýðar samlæsingar
Höfuðpúðar aftan
4 hátalarar
Hæðarstillanlegt ökumannssæti
Honda Civic 1.4 Si
1.375.000,-
90 hestöfl
Sjálfskipting 100.000,-
(H)
HONDA
Sími: 520 1100
Umboðsaðilar:
Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712
Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíia og Búvélasalan, s: 471 2011
HONDA
Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri
Innifalið í verði bílsins
M400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun
kLoftpúðar fyrir ökumann og
►Rafdrifnar rúður og speglar
► Vindskeið með bremsutjósi
►Útvarp og kassettutæki
►Honda teppasett
►14" dekk
► Samlæsingar
► ABS bremsukerfi
►Ryðvörn og skráning
Með því að nota TREND naglanæringuna
færðu þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar
svo þær hvorki klofna né brotna.
. TREND handáburðurinn
'riÉ|i;y með Duo-iiposomes.
vSBÉÍ' Ný taekni í framleiðslu
húðsnyrtivara, fallegri,
teygjanlegri. þéttari húð.
aHpBi ; Sérstaklega græðandi.
EINSTÖK GÆÐAVARA
Fást í apótekum og snyrti-
vöruverslunum um land allt.
Ath. naglalökk frá Trend fóst í tveimur stærðum
:C
&
&
SUNNUDAGRR