Morgunblaðið - 03.05.1998, Page 58

Morgunblaðið - 03.05.1998, Page 58
58 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ROBERT BENTON TEXASBÚINN Ro- bert Benton kom seint inní kvikmynda- heiminn, en gerði það á eftirminnilegan hátt. Fyrsta handrit hans, Bonnie og Clyde (‘67), varð grundvöllur sígildrar kvikmyndar og veitti höfimdinum og sam- starfsmanni hans, Da- vid Newman, eftirsótt verðlaun Samtaka handritahöfunda (Screen Writers Guild), og fyrstu Óskarsverðlaunatil- nefninguna. Þá var Benton 35 ára, sem telst nokkuð hár byrjendaaldur í Hollywood. Lítið fréttist af höfundi næstu ár- in en 1972 birtist hann aftur, og með miklum látum. Átti ásamt fé- laga sínum, Newman, handrit tveggja vinsælla stdrmynda; Superman (ásamt Mario Puzo) og What’s Ujp Doc (ásamt Buck Henry). I þriðja lagi var frumsýnd Bad Company, fyrsta mynd hans sem leikstjóri. Var jafnframt skrifaður fyrir handritinu með Newman. Hún vakti mikla athygli og fékk frábæra dóma en aðsókn- in lét á sér standa. Benton stóð á fertugu og blómaskeið hans rétt að heQast. 1977 kom önnur úr- valsmynd til sögunnar, The Late Show, óvenjuleg einkaspæjara- mynd þar sem aðalsöguhetjan (Art Caraey) var orðin heilsulaus og aldurhnigin. Benton var einnig höfundur handritsins. 1979 var svo ár meistaraverks- ins, Kramer gegn Kramer, sem varð mest sótta myndin það árið og sú happasælasta þegar kom að verðlaunapallinum. Benton flýtir sér hægt, Still ofthe Night (‘82) átti að fylgja eftir vinsældum Kramer..., en olli vonbrigðum, enda átakalítil stæling á handbragði meistara Hitchcocks. Places in the Hcart (‘84) vegn- aði miklu betur. Bent- on, sem stóð einn að handritinu, rifjar upp æskuár sín í dreifbýli Texas á tímum krepp- unnar miklu. Dregur upp ljóslifandi mynd af búmannsraunum Sally Field, sem gerir sitt besta til að halda fjölskyld- unni saman á erfiðum tímum. Hún fékk Óskarinn, og Benton fyrir liandritið. Nú var Benton orðinn átrúnaðargoð kvikmyndafram- leiðenda, ein bjartasta von Hollywoodborgar, þar sem honum stóðu allar dyr opnar. I stuttu máli, þá hefúr þessi snjalli kvikmyndahöfundur ekk- ert gert síðan sem jafnast á við þetta gróskumikla tímabil. GamanmyndinNadine (‘87) var ágæt skemmtun, þar sem Kim Basinger sýndi í fyrsta skipti hvers hún er megnung, og Jeff Bridges var magnaður að vanda. Menn biðu Billy Bathgates (‘91) með eftirvæntingu, þessi kvik- myndagerð góðrar glæpa- og uppvaxtarsögu E.L. Doctorows átti að koma ferli Bentons á rétt- an kjöl að nýju. Svo fór þó ekki, myndin stóð ekki undir vænting- um hjá almenningi þótt hún væri að mörgu leiti forvitnileg og vel gerð og leikin af miklu mannvali. Síðan hefur Benton aðeins gert tvær myndir, sem hann hefur ART Carney, Lily Tomlin og Bill Macy í myndinni the Late Show frá árinu 1977. nánast byggt í kringum persónu- töfra Paul Newmans. Nobody’s Fool (‘94) naut nokkurrar vel- gengni, hlaðin ágætum uppákom- um og fínum leikurum. Nýjasta myndin hans, Twilight, (‘98), sótti á sömu mið, en með sáralitlum ár- angri. Fátt bendir til þess að Benton, þessi hægfara og vandvirki hand- ritshöfundur og leikstjóri, eigi eftir að gera myndir sem jafnast á við hans bestu verk. Komin í svip- aða stöðu og eftirlætispersónurn- ar hans; einkaspæjarinn í The Late Show og hinn grásprengdi íhlaupamaður í Nobody’s Fool. Robert Benton KRAMER GEGN KRAMER KRAMER VS KRAMER (1979) irkirk SNILLDARVEL skrifuð og leik- stýrð hádramatísk frásögn af manni (Dustin Hoffman) sem verður allt í einu að sjá einn um son sinn og heimilishaldið, þegar konan (Meryl Streep) fer að heiman, dauðþreytt á sambandsleysinu í hjónabandinu. Þarf síðan að berjast við hana frammi fyrir dómstólunum um yfir- ráðaréttinn. Margfóld Óskarsverð- launamynd sem tekm- óvenju skyn- samlega á viðkvæmum tilfinninga- málum. Streep og Hoffman bæði stórkostleg í hlutverkum sínum og vinna bæði samúð áhorfandans í vandráðinni klemmu. Justin Henry gefur þeim eldri ekkert eftir í hlut- verki snáðans. Innileg og heiðarleg mynd, algjörlega væmnislaus. LOKAGLÍMAN THE LATE SHOW (1977) irkk'A SÖGUHETJAN er óvenjuleg. Harðsoðinn, sauðþrár einkaspæjari í Los Angeles, á sjötugsaldri. Art Camey fer undurvel með hlutverk kempunnar; magaveikur, haltur og þreyttur. Tekur að sér að fínna kisulóru fyrir stórfurðulegan dóp- sala (Lily Tomlin). Með þeim tekst DUSTIN Hoffman og Maryl Streep í Óskarsverðlaunamyndinni Kramer vs. Kramer sem Benton leikstýrði og skrifaði handritið að. undarleg vinátta og síðar „aðstoð- ar“ hún Carney við að hafa uppá morðingja félaga hans. Camey er óborganlegur og gerir myndina trú- verðuga. Tomlin, sem fær að spinna að vild, er enginn eftirbátur karls- ins. Einstæð, gráglettin mynd, í orðsins fyllstu merkingu. Handrit og leikstjóm Bentons sterk og þétt, ýmislegt fengið að láni frá Chandler og Hammet, með góðum árangri. BAD COMPANY (1972) kirk'fo GAMLA, góða vestrið fær ferska meðhöndlun í þessum frumlega vestra sem segir af tveimur bænda- sonum (Jeff Bridges og Barry Brown) mitt í átökum Þrælastríðs- ins. Þeir reyna að bjarga sér sem best þeir geta og em ekki vandir að meðölum. Söguhetjurnar eru ein- stakar og óvenjulegar og vel leikn- ar. Myndin er drifin áfram af kynn- gikrafti Bentons, sem heldur vel á safaríku handriti og kvikmyndataka Gordons Willis fangar andrúmsloft löngu liðinna tíma á eftirminnilegan hátt. Makalaus blanda paródíu, drama og átakavestra sem gleymist ekki glatt. Sæbjörn Valdimarsson Sígild myndbönd Rómantískt brúð- kaup hjá Erosi ÁSTIN blómstrar hjá hjartaknúsaranum og popp- stjörnunni Eros Ramazzotti og nýbakaðri eiginkonu hans hinni svissnesku Michelle Hunziker. Þau giftu sig á dögunum við hátíðlega athöfn skammt frá Róm og mættu Ijögur hundruð vinir og ættingjar í Bracciano kastalann þar sem athöfnin fór fram. Eros gaf út safndisk á siðasta ári og söng eftir- minnilega dúett á móti söngkonunni Tinu Turner. Hann er meðal fárra listamanna sem ekki syngja á ensku en hafa náð miklum vinsældum um alla Evr- ópu. Vel má ímynda sér að hann hafi raulað nokkur hugljúf lög á ítölsku fyrir hina fallegu brúði sína. Reuters ERLENDAR Anna Halldórsdóttir tónlistarmaður skrifar um breiðskífu Tori Amos, From the Choirgirl Hotel. Tónlistarlegt breytingaskeið HÚN er komin aftur konan með rauða, mikla hárið, í þetta sinn í fylgd með nokkrum kórstúlkum. Hún heitir Tori Amos og stúlkurn- ar með henni koma frá ofsafeng- inni draumaveröld hennar og hald- ast í hendur á nýjustu plötu henn- ar „From the Choirgirl Hotel“. Þetta er fjórða sólóplata Tori, en hinar þrjár eru „Little Earth- quakes“ (1991), „Under the Pink“ (1994) og „Boys for pele“ (1996). Tori sló eftirminnilega í gegn með fyrstu plötu sinni og vakti athygli fyrir tónsmíðar sínar, snilldar pí- anóleik, undurljúfan söng og margslungna og tilfinninga- þrungna textagerð. Eitt- hvað varð til sem mætti kalla einkennandi Tori Amos píanósánd, hennar önnur rödd, sem tengst hefur textagerðinni órjúf- anlegum böndum. Það er nokkuð ljóst að tónskáldið Tori Amos hefur farið í gegnum tónlistarlegt breytinga- skeið á nýjustu plötu sinni. Píanóið er þarna enn, en ekki þó eins ríkjandi og á hinum plötunum. Það fléttast saman við elektrónísk hljóð, hrátt, rifið gít- arsánd, sprengjugný og læti. Það er einhvern veginn meiri óróleiki og sprengikraftur á þessari plötu, svolítill töffaragang- ur, sem er góð tilbreyting frá pí- anóútfærslunum. Það er meiri fjöl- breytileiki í útsetningum en á hin- um fyrri og fyrir vikið verða allar andstæður allt að því áþreifanleg- ar eins og í lögunum „Black Dove (January)“ með draugagangi á pí- anóinu og svolítið ógnvekjandi kyrrð og svo lagið „She’s Your Cocaine" sem er næstum hrein- ræktaður, gargandi rokkslagari ef ekki er talinn með einn óvæntur millikafli. Þessar ólíku nálganir virðast þó ekki koma að sök og gera plötuna sundurleitari, það eru alltaf einhverjir þræðir á milli laganna sem tengja þau saman. Tori Amos virðist vera mjög al- vörugefin í sköpun sinni, en það var þó ánægjulegt að komast að því að hún hefur húmor; bangsa- legur endirinn á laginu „Hotel“ er því til vitnis, hann er fyndinn og al- gjörlega á skjön við allt það sem á undan hefur gengið. Þetta undir- strikar enn frekar þessar and- stæður í lögum Tori, fær mann næstum því til að trúa því að lista- maðurinn sé haldinn persónuleika- truflunum. Textar eða öllu heldur ljóð Tori Amos hafa sjaldan fjallað um áhyggjuleysi lífsins, engir „sjúbbídúbbídú ég er svo glöð og í góðu skapi“-textar. Söngvar henn- ar fjalla oft um ljótleika og harð- ýðgi þessa heims. Hún hefur sung- ið um bitra reynslu sína að hafa verið nauðgað, hún hefur sungið um hlekki kristindómsins, morð, „kinkí“ konur og menn, lífsóttann og hinar táknrænu martraðir sem erfitt er að skilja. Á nýju plötunni heldur hún áfram á þessari braut og fjalla ljóðin um konur, stúlkur, samskipti kynjanna, innra stríð konunnar í leit að sjálfri sér, þrá hennar eftir þvi að standa hnar- reist og keik í hverfulum heimi. Sumar stúlkurnar sem hún syngur um eru harðar og miskunnarlaus- ar eins og stúlkurnar í laginu „She’s Your Cocaine“ og „Cruel“ en aðrar eru hræddar og hafa samviskubit af því þær eru ekki nógu góðar eða fullkomnar „Play- boy Mommy“ og „Spark“. Tori Amos hefur minnst á það í nokkrum nýlegum viðtölum að hún hafi misst fóstur og það hafi haft gríðarleg áhrif á sig við gerð þess- arar plötu og í ljóðinu „Spark“ er ekki laust við vonda samvisku og biturleika; „... she’s convinced she could hold back a glacier but she couldn’t keep Baby alive ...“ Það er kannski svolítið athyglis- vert að spá í það að hin villta, tryllta Tori er dóttir meþódista- prests, en meþódistar eru trúar- hópur mótmælenda og sérílagi strangtrúaðir. Tori hafði engan áhuga að leika góðu prestsdóttur- ina, hún gerði uppreisn, ögraði þessum heimi eins mikið og hún gat með djarfri og allt að því „dir- ty“ framkomu. Þessi lífsreynsla hefur án efa haft sterk áhrif á hennar líf og átt stóran þátt í því að móta hana og gera hana að þeirri listakonu sem hún er. Einvala lið tónlistarmanna kem- ur fram á plötunni, en aðalhljóm- sveitin er skipuð þeim Steve Caton á gítar, Matt Chamberlain á trommur og Jon Evans á bassa og vitaskuld sér Tori Amos um allan píanóleik. Það er lítið hægt að setja út á flutninginn nema þó kannski í laginu „Playboy Mommy“ þar sem Steve Caton hefði betur sleppt leiðinda kántrí- væli í seinni hluta lagsins og svolít- ið hallærislegun rythmagítar í „Jackie’s Strength", en slíkar at- hugasemdir eru smáatriði. „From the Choirgirl Hotel“ er mjög vönduð plata og heilsteypt. Hún er ekki byltingarkennd, Tori er að mörgu leyti trú upprunanum, en ferskleiki hennar felst í litrík- um og kraftmiklum útsetningum sem gera plötuna ólíka öllum hin- um þremur. Kórstúlkumar sýna okkur hinar mörgu ólíku hliðar tónlistarkonunnar Tori Amos; stundum era þær hún og stundum ekki, stundum era þær spilltar og stundum saklausar, stundum svo grimmar og stundum svo blíðar, en alltaf eitthvað svo ljúfsárar og undursamlega fagrar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.