Morgunblaðið - 24.05.1998, Page 4
4 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 17/5-23/5
►MEÐFERÐ mála vegna
brota á umferðarlögum og
innheimtu sekta og sakar-
kostnaðar hjá embætti lög-
reglusijórans í Reyiqavfk
hefur verið verulega áfátt á
síðustu árum, að því er fram
kemur í skýrsiu sem birt var
í liðinni viku. Þar segir enn-
fremur að grípa verði til
raunhæfra aðgerða til að
bæta sektarinnheimtu og
koma á virkum úrræðum til
að innheimta sakarkostnað.
►NYTT heildarsamkomulag
um loðnuveiðar tókst á
miðvikudag milli samninga-
nefnda íslands, Noregs og
Grænlands. Samkvæmt því fá
íslendingar í sinn hlut 81% í
stað 78% áður, Grænlending-
ar 11% eins og áður og Norð-
menn 8% í stað 11% áður.
Jafnhliða heildarsamningn-
um voru gerðir tvíhliða
samningar um aðgang að
lögsögum landanna.
►LYFJA I Lágmúla og Apó-
tekið Smiðjuvegi eru
langstærstu lyQabúðir lands-
ins, hvor um sig með
5,5%-6% markaðshlutdeild,
þótt þær hafi ekki verið
stofnaðar fyrr en frelsi til lyf-
sölu var aukið fyrir rúmum
tveimur árum. Apótekin sem
stofnuð hafa verið á þessum
tima hafa nú náð um 30%
Iyfjamarkaðarins en frá því í
mars 1996 hefur lyfjabúðum
Qölgað úr 44 í 61 eða um
40%.
►YFIR 65% ljósmæðra á
kvennadeild Landspftalans
hafa sagt upp störfum og
taka uppsagnimar gildi 1.
ágúst nk. Uppsagnimar stafa
af óánægju með launakjör og
hafa margar Ijósmæðranna
þegar ráðið sig til annarra
starfa.
Þingi frestað fram
yfír kosningar
HLÉ var gert á störfum Alþingis á
þriðjudag en þráðurinn verður tekinn upp
á ný á morgun mánudag, að loknum sveit-
arstjðmarkosningum. Þá verða hafnar
viðræður um hvaða þingmál, eigi að af-
greiða á þessu þingi og hver megi bíða
haustsins. Stefnt er að því að Ijúka þingi
5. júní nk. og afgreiða hálendisfrumvörp-
in þijú og húsnæðisfrumvörpin um miðja
þessa viku.
Sverrir krefst
endurupptöku
LÖGMAÐUR Sverris Hermannssonar
hefur krafíst þess að greinargerð
Ríkisendurskoðunar frá því í apríl sl. til
bankaráðs Landsbanka Islands hf. um
kostnað bankans vegna veiðiferða, risnu
o.fl. verði endurupptekin. Krafíst er ítar-
legri rannsóknar, annaiTa efnistaka og
að ákveðnar breytingar verði gerðar á
greinargerðinni, en jafnframt að núver-
andi ríkisendurskoðandi og starfslið
hans allt vfki sæti við meðferð málsins.
IJA selur hlut sinn
í Mecklenburger
ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hefúr
samþykkt að selja hollenska fyrirtækinu
Parlevliet & van der Plas B.V. 68% hlut
sinn í þýska útgerðarfélaginu Mecklen-
burger Hochseefischerei (MHF). Jafn-
framt hefúr náðst samkomulag milli
þýska sambandslandsins Mecklenburg-
Vorpommem og Parlevliet & van der
Plas B.V. um kaup þess síðarnefnda á
MHF. Þá hefur stjóm Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna samþykkt að bjóða
hollenska fyrirtækinu til sölu 7% hlut
sinn í MHF.
Tæplega 17 þúsund
nýir kjósendur
UU 193.700 manns voru á kjörskrá í
Bæjar- og sveitarstjómarkosningunum
sem fram fóm í gær, laugardag. Kosið
var til 124 sveitarstjóma en það er 47
sveitarstjórnum færra en í kosningunum
fyrir fjómm ámm síðan.
Suharto segir af sér
áill *
Jusuf Habibie
og ný sljórn mynduð
SUHARTO sagði af sér embætti for-
seta Indónesíu á fimmtudag eftir að
hafa verið við völd í 32 ár. Jusuf Hab-
ibie varaforseti tók
við embættinu og
myndaði „umbóta-
stjóm“ á föstudag.
Dóttir Suhartos og
tveir vinir hans
misstu ráðherra-
embætti sín, en
ekki var hróflað við
mörgum af gömlum
bandamönnum Su-
hartos og herinn
styrkti stöðu sína í stjóminni.
Amien Rais, leiðtogi samtaka indó-
nesískra múslima, sem hafði hótað
fjöldamótmælum til að koma Suharto
frá völdum, kvaðst vera hlutlaus í garð
nýju stjómarinnar. Indónesískir
námsmenn, sem höfðu krafist tafar-
lausrar afsagnar Suhartos, sögðust
ætla að halda mótmælum sínum áfram
þar til Habibie léti af forsetaembætt-
inu og „raunverulegum“ umbótum yrði
komið á. Leiðtogar námsmannanna
virtust þó vera klofnir í afstöðunni til
nýja forsetans og nokkrir þeirra vildu
gefa honum tækifæri til að koma á um-
bótum.
Reynt að koma
Jeltsín frá völdum
RÚSSNESKIR kommúnistar sögðust
á miðvikudag hafa fengið nægilegan
stuðning í Dúmunni við beiðni um að
höfðað yrði mál á hendur Borís Jeltsín
forseta til embættismissis. Daginn eft-
ir sögðust þeir ætla að fresta því að
leggja beiðnina fyrir þingið.
Jeltsín gagnrýndi mótmælaaðgerðir
rússneskra kolanámamanna harkalega
á fijstudag eftir að þeir höfðu valdið
neyðarástandi í hluta Síberíu með því
að hindra lestasamgöngur til að krefj-
ast þess að fá vangoldin laun sín
greidd.
► AÐ MINNSTA kosti 47
fúrust og um 100 er saknað
eftir að öflugur landskjálfti
reið yfir Mið-Bólivfu á föstu-
dag. Óttast var að tugir
manna væru grafnir í rústum
heimila sinna eftir skjálft-
ann, sem mældist 6,6 stig á
Richter.
► FIMMTÁN ára bandarísk-
ur drengur hóf skothríð I
mötuneyti f skóla sfnum í
Springfield I Oregon á
fimmtudag og varð tveimur
nemendum að bana. 22 til
viðbótar særðust í árásinni,
þar af þrír lifshættulega.
Skömmu fyrir árásina myrti
drengurinn foreldra sína, að
sögn lögreglunnar.
► BANDARÍKIN og Evrópu-
sambandið náðu á mánudag
samkomulagi sem kemur í
veg fyrir bandarfskar refsi-
aðgerðir vegna viðskipta við
fran, Líbýu og Kúbu. Evr-
ópusambandið féllst á að
vinna að því að íranar kæmu
sér ekki upp gereyðingar-
vopnum og reyna að hindra
að evrópsk fyrirtæki fjár-
festu í eignum eða fyrirtækj-
um sem Kúbustjóm hefði á
sfnum tfma tekið af Band-
arfkjamönnum bótalaust.
► BANDARÍSKA dómsmál-
aráðuneytið og 20 ríki í
Bandaríkjunum hafa höfðað
mál á hendur hugbúnaðarris-
anum Microsoft og er fyrir-
tækinu gefið að sök að hafa
brotið lög um einokun og
hringamyndun.
►PAKISTANSKA stjórnin
er undir miklum þrýstingi
frá stjórnmálamönnum og
leiðtogum múslima f Pakist-
an, sem vilja að hún fari að
dæmi Indveija og hefji
kjarnorkutilraunir sem fyrst.
Á kjör-
stað
KJÖRSTAÐIR voru
víða opnaðir kl. 9 í
gærmorgun og nýttu
margir morgunstund-
ina til að kjósa. Kosið
er til 124 sveitar-
stjórna og alls eru
kjósendur á landinu
193.698. Kjalnesingar
kusu í fyrsta sinn í
sameinuðu sveit-
arfélagi Reykjavíkur
og Kjalarness. Sigurð-
ur Kjartansson frá
Móabergi nýtti kosn-
ingarétt sinn fyrir
hádegi og það gerði
einnig unga fólkið á
myndinni að ofan sem
mætti snemma á kjör-
stað í Oddeyrarskóla í
blíðviðrinu á Akureyri.
Umboðsmaður um úthlutun úr
verkfallssjóði MFÍ
Y fir skattanefnd
taki málið upp
á nýjan leik
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur
beint því til yfirskattanefndar að úr-
skurður hennar hvað varðar úthlut-
un úr verkfallssjóði Meinatækna-
félags íslands vegna verkfalls á ár-
inu 1994 verði endurupptekinn komi
fram ósk þar að lútandi, en málið
snýst um hvort líta beri á greiðslur
úr sjóðnum sem tekjur og skatt-
leggja þær sem slíkar eða sem lán úr
verkfallssjóðnum eins og Meina-
tæknafélagið heldur fram.
Málsatvik eru þau að á árinu 1994
var úthlutað úr verkfallssjóði Meina-
tæknafélags Islands 50 þúsund krón-
um tíl hvers félaga í nokkrum hlut-
um og undirrituðu þeir skuldabréf
um endurgreiðslu fjárins á árinu
1999 og 2004. Lánið var ekki verð-
tryggt og bar ekki vexti. Framlagið
var ekki talið fram til tekna heldur
til skulda á framtali viðkomandi
félaga. Málið kom til kasta skattyfir-
valda sem úrskurðuðu að úthlutunin
væri skattskyld. og var málið kært
til yfirskattanefndar. í úrskurði
hennar segir að rétt sé að líta á út-
hlutun fjárins til kærenda og útgáfu
skuldabréfsins sem tvo aðskilda
gerninga „þannig að úthlutunarféð
teljist skattskyldur styrkur í hendi
kærenda en greiðslur af skuldabréf-
inu megi á hinn bóginn skoða sem
skuldbindingu útgefanda til aukinna
framlaga í kjaradeilusjóð stétt-
arfélagsins." Jafnframt kemur fram
að skilmálar skuldabréfsins séu svo
hagstæðir skuldara að afbrigðilegt
megi teljast.
Heimilt að meta skattalegt eðli
Málinu var vísað tíl umboðsmanns
og í álití hans segir að yfirskattanefnd
hafi verið heimilt og rétt að meta
sjálfstætt hvert skattalegt eðli þeirr-
ar greiðslu var sem úthlutað var úr
Kjaradeilusjóði Meinatæknafélags
íslands. Umboðsmaður telji hins veg-
ar að forsendur fyrir því mati nefnd-
arinnar að h'ta á þær ráðstafanir sem
í málinu greini sem tvo gerninga séu
ekki nægilega traustar. Skattyfir-
völdum hafi einungis verið stætt á því
að líta á útgreiðslu lánsfjárins sem
skattskyldan verkfallsstyrk og skuld-
bindinguna sem sérstakt tillag í
sjóðinn síðar að fyrir hafi legið gild
rök til þess. Telur hann að á hafi
skort í forsendum yfirskattanefndar
að frarn kæmi á hvaða grundvelli eða
með hvaða heimild nefndin lagði ekki
yfirlýsingar hlutaðeigandi og Meina-
tæknafélagsins tíi grundvallar mati
nefndarinnar á aðstæðum.
Vinnuslys í
Þorlákshöfn
ÞRETTÁN ára piltur festi
hönd í fiskvinnsluvél í Þor-
lákshöfn um tvöleytið á föstu-
dag þar sem hann var að
vinna við harðfiskverkun.
Hann var fluttur á slysadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Að sögn Hrafnkels Óskars-
sonar, læknis á vakt á slysa-
deild, sködduðust sinar og
taugar nokkuð og gekkst pilt-
urinn undir aðgerð hjá
handaskurðlækni síðdegis í
gær.
Stúlka í sjóinn
STÚLKA henti sér í sjóinn
við Faxagarð í fyrrinótt og
synti yfir að Granda, þar sem
henni var bjargað í land af
lögreglu og flutt á slysadeild
með sjúkrabíl. Atvikið átti
sér stað klukkan rúmlega
fjögur aðfaranótt laugardags
og varð stúlkunni ekki meint
af volkinu, en hún mun hafa
verið undir áhrifum áfengis.
Á stolnum bil
í Breiðholti
FIMM ungmenni voru hand-
tekin í Breiðholti snemma á
laugardagsmorgun á stolnum
bíl. Farið var með ungmenn-
in á lögreglustöð og var fjór-
um sleppt að lokinni yfiir-
heyrslu. Einn er enn í haldi
lögreglu, grunaður um
þjófnað og ölvun við akstur.