Morgunblaðið - 24.05.1998, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Reuters
DAVID Trimble, leiðtogi Sambandsflokks Ulster (UUP), á kjörstað í Belfast ásamt eiginkonu sinni, Dapline.
> *
Ibúar á N-Irlandi héldu til fundar við söguna um helgina
Vonast til að friður
sé innan seilingar
s
Kosið var um framtíð N-Irlands á föstu-
dag í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu.
------7---------------------------------
Ibúar Irlands samþykktu að fjarlægja úr
stjórnarskrá sinni kröfu um landsvæði
----7 — ——---------------7-------------
N-Irlands og sameiningu Irlands í eitt
ríki á meðan íbúar N-Irlands samþykktu
fyrir sitt leyti talsverðar breytingar á
eigin stjórnarháttum. Spurningin sem
brennur á allra vörum er hins vegar
hvort þetta samkomulag nær að færa
- -----------7--------------------------
íbúum N-Irlands langþráðan frið. Er
áratugalangt stríð á enda? Davíð Logi
Sigurðsson var í Belfast og fylgdist
með atkvæðagreiðslunni.
ÚR KALLKERFI bif-
reiðar sem ekið var um
götur Belfast-borgar dag-
ana fyrir atkvæðagreiðsl-
una á föstudag bárust tónar gam-
als lags eftir þá Simon og Gar-
funkel, „Bridge over Troubled
Water.“ Hér voru stuðningsmenn
friðarsamkomulagsins á N-ír-
landi á ferð en í þeirra huga er
samningurinn lykill að bjartari
framtíð þar sem kaþólikkar og
mótmælendur eiga samleið, hann
færir íbúa þessa ógæfusama sam-
félags yfír ólgusjó og vargöld
undanfarinna þrjátíu ára.
Andstæðingar samningsins
voru ekki samþykkir þessari túlk-
un. Þeir lögðu áherslu á það í
kosningabaráttu sinni að verið
væri að svíkja sambandssinna á
N-írlandi, að innan tíðar verði
byssumenn Irska lýðveldishersins
(IRA) farnir að ráða málum í
ríkisstjórn og að sú tilhugsun eigi
að gera öllum ljóst að bjartari
framtíð fer alls ekki í hönd með
samþykkt samningsins heldur
einmitt hið gagnstæða. Þeir
beindu athygh kjósenda að þeirri
staðreynd að enn hafa liðsmenn
IRA ekki þurft að láta vopn sín af
hendi og að þeir muni aldrei gera
það jafnvel þótt Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, lofi að
sjá til þess.
Báðir hafa sennilega nokkuð til
síns máls. Það er erfitt fyrir íbúa
N-Irlands, sem á undanfömum
árum hafa mátt þola svo margt,
að sætta sig við að innan tíðar
verði dæmdir morðingjar öfga-
hópa hvorum megin víglínunnar
frjálsir menn og leiðtogar þeirra
jafnvel orðnir ráðamenn á nýju n-
írsku þingi. A hinn bóginn tókst
andstæðingum samningsins
aldrei raunverulega að svara
þeirri ásökun stuðningsmanna
samningsins að þeir standi fyrir
óbreytt ástand, en óbreytt ástand
er einmitt það sem fólk er ekki til-
búið til að sætta sig við á N-ír-
landi. Á N-írlandi eru nefnilega
allir fyrir löngu orðnir
dauðþreyttir á blóðbaðinu og fólk
virðist almennt tilbúið til að sætt-
ast á nokkrar málamiðlanir til
þess að það megi taka enda.
„Hvers vegna ekki að gefa þessu
tækifæri, láta reyna á þennan
samning og sjá hvað gerist í
kjölfarið?" spurði einn viðmæ-
lenda Morgunblaðsins.
Sögulegir atburðir
að eiga sér stað
Það er einhvem veginn tákn-
rænt að sólin skuli hafa brosað
framan í íbúa N-írlands þessa
síðustu daga. Þeir era að hleypa
sólargeisla inn í líf sitt með
samþykkt þessa samnings. Það er
nákvæmlega eitt ár og einni viku
betur síðan Tony Blairheimsótti
Belfast í fyrsta skipti eftir kosn-
ingasigur breska Verkamanna-
flokksins. Hann sagðist þá ætla
að gera allt til að fá Sinn Féin,
stjómmálaarm írska lýðveldis-
hersins (IRA), í friðarlestina
svokölluðu en jafnframt lagði
hann áherslu á að lestin myndi
fara af stað án þeirra ef þeir legðu
ekki niður vopn sín.
Lýðveldissinnar biðu reyndar
fram yfir afar erfiða „göngutíð",
þar sem kom til átaka milli lög-
reglunnar og kaþólikka, með því
að lýsa yfir vopnahléi en vopna-
hléið kom þó furðu fljótt, 20. júlí
1997. Gerry Adams hefur sagt að
hann hafi strax í upphafi orðið
sannfærður um að Tony Blair
meinti það sem hann segði, að
stórar yfirlýsingar um friðarferli
sem allir fengju að taka þátt í
væra ekki innantóm loforð. Blair
var samt sem áður að flestra mati
heldur bjartsýnn þegar hann lýsti
því yfir að hann vildi að sam-
komulag lægi fyrir innan árs.
Á þessu eina ári hafa ótrúlegir
hlutir gerst og þjóðaratkvæða-
greiðslan á föstudag er að sumu
leyti einungis nýjasti sögulegi
viðburðurinn í röð margra. Marg-
ir áttu vafalaust erfitt með að trúa
sínum eigin augum þegar Gerry
Adams, leiðtogi Sinn Féin, stóð á
tröppum Downingstrætis 10 í des-
ember á síðasta ári. Hér vora
greinilega mikil tíðindi í uppsigh
ingu. En ljón voru í veginum. í
kjölfar morðsins á Billy Wright,
harðsvíraðum öfgasinna úr röðum
sambandssinna, í desember fylgdi
hrina ofbeldisverka og á sama
tíma virtust viðræður í Stormont-
kastala við það að leysast upp.
Sáttasemjarinn George Mitchell
gaf þá stjómmálamönnunum þau
fyrirmæli að þeir yrðu að gera
betur, leggja meira á sig til að ná
sáttum. Deiluaðilum tókst eftir
langar fundasetur um páskana að
ná sáttum og á föstudaginn langa
var síðan skrifað undir samkomu-
lagið sem kjósendur hafa nú lagt
blessun sína yfir.
Mönnum varð þó fljótt ljóst að
sambandssinnar myndu ekld geta
kingt þessum samningi orðalaust.
Ian Paisley, leiðtogi Lýðræðislega
sambandsflokksins (DUP), hóf
þegar herferð gegn samningnum
og fékk til liðs við sig sex af tíu
þingmönnum Sambandsflokks Ul-
ster (UUP). Staða Davids
Trimbles, leiðtoga UUP, og ann-
arra fylgjenda samningsins innan
UUP var því afar erfið og um
þessa togstreitu um sál venju-
legra sambandssinna stóð kosn-
ingabaráttan, eins og Richard
English, dósent við Queens-
háskóla í Belfast benti á í samtali
við Morgunblaðið. „Ég tel að
þetta hafi verið síðasta tækifæri
Paisleys til að fylkja fólki á bak
við sig. Stjómmálaferill hans er
nú á niðurleið og hann birtist
mörgum nú sem fremur gamall og
úr takti við samtímann. Trimble
er á hinn bóginn á góðum aldri og
á langa framtíð fyrir höndum í
stjómmálum, ef að líkum lætur.
Hann er greindur og metnaðar-
fullur og gerir sér grein fyrir því
að hann getur annaðhvort eytt
næstu tuttugu áranum í geril-
sneyddum ættflokkastjórnmálum
á N-írlandi eða hann getur eytt
þeim sem forsætisráðherra yfir
N-írlandi. Ég held að enginn vafi
leiki á því að hann hefur komist
að þeirri niðurstöðu að seinni
kosturinn sé fýsilegri bæði fyrir
sjálfan sig persónulega sem og
íbúa N-írlands.“
Kosningar til þings
næst á dagskrá
Nú þegar samningurinn hefur
verið samþykktur hefst undireins
önnur kosningabarátta. í sam-
ræmi við ákvæði samningsins
verður boðað til kosninga 25. júní
næstkomandi þar sem kjörnir
verða fulltrúar á þingið nýja sem
sett verður á stofn. Ástæða þess
hversu mikilvægt það var fyrir
David Trimble, leiðtoga Sam-
bandsflokks Ulster (UUP), að
tóygg)3 góðan stuðning meðal
sambandssinna er sú að án slíks
stuðnings gæti hann illa haldið
stefnu sinni í þessum málum
fram, til þess hefði hann ekki
lengur umboð. Og um leið og
meirihluti sambandssinna væri
orðinn andvígur samkomulaginu
þá myndi það einnig þýða að sá
meirihluti gæti gert þingið nýja,
og væntanlega samstjórn stjórn-
málaflokkanna, óstarfhæft. Þá
væri samkomulagið frá því um
páska orðið harla lítils virði.
Trimble varð að geta haldið því
fram að hann hefði meirihluta
sambandssinna með sér en ekki á
móti sér.
Trimble hefur að mati frétta-
skýrenda sýnt aðdáunai-verða
staðfestu og dugnað á síðustu
dögum. Nú má gera ráð fyrir því
að Trimble verði forsætis-
ráðherra í væntanlegu fram-
kvæmdaráði og líklega verður
John Hume, leiðtogi stærsta
flokks kaþólikka (SDLP), aðstoð-
arforsætisráðherra. Þáttur
Humes í tilurð þessa samnings
verður seint ofmetinn og það er
engin tilviljun að það er hann,
ásamt Trimble, sem hefur verið
tilnefndur til friðarverðlauna
Nóbels. Hume hefur staðið í eld-
línunni í þrjátíu ár og hóf fyrir
margt löngu að berjast fyrir álíka
samningi og nú liggur fyi-ir. Paul
Bew, prófessor við Queens-
háskóla í Belfast, benti auk þess á
í sjónvarpsviðtali á föstudag að
samrinna þeirra Humes og
Trimbles, og flokkanna tveggja,
væri lykillinn að því að þetta sam-
komulag varð. „Jafnframt er það
lykillinn að því að þessi samning-
ur gangi upp, þessir flokkar
mynda miðjuna sem heldur hlut-
unum saman,“
I framkvæmdaráðinu munu
sitja 12 fulltrúar og verða þeir
valdir í samræmi við styrk stjórn-
málaflokkanna á þinginu sjálfu.
Sennilega verða 5 af þessum full-
trúum úr annaðhvort SDLP eða
Sinn Féin, en þessir flokkar hlutu
í síðustu þingkosningum 24,1% og
16% fylgi- Væntanlega munu því
tveir fulltráar Sinn Féin fá sæti í
framkvæmdaráðinu en Gerry Ad-
ams, leiðtogi flokksins, biðlaði í
gær til SDLP að mynda kosn-
ingabandalag þannig að flokkarn-
ir næðu sameiginlega sem bestum
árangri. Erfiðara er að spá um
hverjir verða 7 fulltráar sam-
bandssinna því þótt UUP fengi
undir eðlilegum kringumstæðum
líklega 3 eða 4 fulltráa (hlaut
32,7% í síðustu þingkosningum)
ber að muna að flokkurinn gekk
klofinn til þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar og því ekki víst að nema 2
fulltráar UUP sem samþykkir
era samningnum fái sæti í fram-
kvæmdaráðinu.
Samningur bara
skref í átt að friði
Tony Blair er meðal þeirra sem
lagt hafa áherslu á að samkomu-
lagið sé aðeins fyrsta skrefið í átt
að friðsamlegri framtíð. Mörg erf-
ið verkefni bíða íbúanna á N-ír-
landi. Fyrsta verkefnið er að
tryggja að stofnun þings gangi
snurðulaust og síðan þarf að finna
viðunandi lausn á vandamálum
tengdum „gönguhátíð" Óraníu-
manna sem er handan hornsins
en margh- óttast að óánægðir
sambandssinnar muni þar hella
úr skálum reiði sinnar. í náinni
framtíð verður Trimble jafnframt
að stíga það afdrifaríka skref að
eiga samræður beint við fulltráa
Sinn Féin auk þess sem lýðveldis-
sinnar, eins og öll öfgasamtök á
N-írlandi, verða fyrr en síðar að
ljá máls á afvopnun. Lausn fanga
og breytingar á löggæslunni eru
síðan erfið mál sem stjórnmála-
mennimir verða nú að leysa. Þeir
hafa hins vegar flestir sýnt
aðdáunarverða skynsemi á síð-
ustu vikum og mánuðum sem vek-
ur vonir um að hægt verði að láta
þennan samning ganga upp.
Á þessum björtu vordögum er
þvi ekki laust við að eftirvænting
sé í loftinu. Þótt andstæðingar
samningsins hafi náð að tryggja
sér nokkurt fylgi er athyglisvert
að öfgahópar bæði sambands- og
þjóðernissinna studdu samkomu-
lagið. Sáttatónn er í leiðtogum
byssumannanna og sannarlega
hlýtur það að skipta máli.
Kannski felur þetta samkomulag
því í sér ofurlitla von um frið og
farsæld fyrir sárþjáða íbúa N-ír-
lands. Kannski hafði hinn virti
fræðimaður Paul Bew raunvera-
lega rétt fyrir sér á föstudag þeg-
ar hann sagði andrámsloftið á N-
Irlandi gefa til kynna að ára-
tugagömul átök væra á enda
komin. Kannski er stríðinu langa
lokið.