Morgunblaðið - 24.05.1998, Side 12
12 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Alexander Lebed kjörinn héraðsstjóri í Krasnojarsk
W
„UTLAGINN"
SNÝR AFTUR
Alexander Lebed vann
um liðna helgi söguleg-
an sigur í kosningum í
Kranojarsk, risastóru
héraði í Síberíu. Asgeir
Sverrisson segir frá
pólitískri endurkomu
Lebeds og veltir fyrir
sér möguleikum hans
með tilliti til forseta-
kosninganna árið 2000.
ÍSLAND
NORÐUR-ÍSHAF
NOíiÐUR-
ATLANTS-
HAF\
/mobbSsc5'-?
Barentshaí
Okhotskaimi
□ Moskva
.rasnoyarsk
"X? V f_v*« KASAKSTAN
TYWtL _________
MONGÓLÍA
Reuters
ALEXANDER Lebed, héraðsstjóri Krasnojarsk, íbygginn á svip
með sígarettu í munnstykkinu góða.
MAÐURINN með „mal-
ar-röddina“ hefur snúið
aftur og vera kann að
hans bíði á ný að hafa
mótandi áhrif á gang
rússneskra stjórnmála. Með sigri
sínum í héraðsstjórakosningunum í
Krasnojarsk í Síberíu um liðna helgi
hefur Alexander Lebed lagt drög að
framboði í forsetakosningunum í
Rússlandi árið 2000. Kjör hers-
höfðingjans fyrrverandi markar því
um leið upphaf kosningabaráttunnar
sem verða mun söguleg og kann að
marka þáttaskil standi Borís Jeltsín
forseti við þá yfirlýsingu sína að
hann hyggist ekki fara fram á ný.
Eftir að hafa hlotið pólitískan „út-
legðardóm“ fyrir einu og hálfu ári
hefur staða Lebeds nú styrkst svo
mjög að hann kann að eiga raunhæfa
möguleika á að verða eftirmaður
Jeltsíns innan Kremlarmúra.
Hinni djúpu og sérkennilega
þurru rödd Alexanders Lebeds hef-
ur verið líkt við drunur í skrið-
drekamótor eða malarbing og haft
hefur verið á orði að sjaldan eða
aldrei hafí þungvigtarmaður í
stjórnmálum líkst svo mjög lífvörð-
um sínum. Lebed býr hins vegar yf-
ir sérstæðum persónutöfrum og
þeim beitti hann óspart í kosninga-
baráttunni í Krasnojarsk, gríðar-
miklu sjálfsstjórnarhéraði í Síberíu,
sem er hvorki meira né minna en
fjórum sinnum stærra en Frakkland
og ræður yfír miklum náttúru-
auðlindum.
Lebed brosti út að eyrum er sigur-
inn lá fyrir um liðna helgi og
keðjureykti rússneskar sígarettur
sem hann stakk samkvæmt venju í
munnstykkið góða, eitt af helstu
„vörumerkjum“ hans. Lebed, sem
varð 47 ára í aprílmánuði, hafði enda
ástæðu til að gleðjast; hann hafði
lagt allt undir í þessari
kosningabaráttu og trú-
lega hefði pólitískum ferli
hans lokið hefði hann beðið
ósigur. Þess í stað tryggði
hann sér einstaklega
áhrifamikla endurkomu og má segja
að skjálfti hafi farið um stjórnmála-
lífíð austur í Rússlandi á undanliðn-
um dögum. Hið sama gerðist árið
1996 er Lebed varð óvænt í þriðja
sæti í forsetakosningunum og þáði
að launum embætti öryggisráðgjafa
Jeltsíns fyrir stuðning sinn við for-
setann í síðari umferðinni. „Útlegð-
ardómurinn“ var kveðinn upp
skömmu síðar, á haustmánuðum
1996, þegar Jeltsín rak hershöfðingj-
ann fyrrverandi úr embætti og
vændi hann um óhaminn metnað og
ótilgreindan samblástur gegn for-
seta ríkisins.
Glæsilegur sigur Lebeds í
Krasnojarsk kom nokkuð á óvart.
Honum hafði að vísu gengið vel í
fyrri umferð héraðsstjórakosning-
anna en í þeirri síðari mætti hann
Valeríj Zúbov, sitjandi héraðsstjóra,
sem naut stuðnings Borís Jeltsíns
forseta auk þess sem kommúnistar
og þjóðernissinnar studdu hann, að
vísu af mismunandi alvöru og þunga.
Sigur Lebeds var því í raun sigur á
meginstoðum valdakerfísins í Rúss-
landi og vísir að tilkomu „þriðja
aflsins“ í stjórnmálum þar.
Lebed fékk rúmlega 57% at-
kvæðanna í seinni umferðinni en Zú-
bov rúm 38%. Kosningaþátttaka var
um 64% en einungis um 3,4 milljónir
manna búa í þessu geysivíðlenda
héraði, Krasnojarsk.
Átök við miðstjóraarvaldið?
Lebed var heldur varfærinn í
fyrstu yfirlýsingum sínum eftir sigur-
inn, sagði m.a. að hann hygðist ekki
leiða hugann að forsetakosningunum
fyrr en honum hefði tekist að stór-
bæta kjör manna í Krasnojarsk.
Hann fór almennum orðum um nauð-
syn þess að auka erlenda fjárfestingu
í héraðinu auk þess sem hann vék
lauslega að því að taka þryfti til end-
urskoðunar skiptingu valdsins innan
Rússneska sambandsríkisins. Með
þessum orðum vísaði Lebed til þeirra
deilna sem víða hafa blossað upp á
milli héraðsstjóra og sveitarstjóma
annars vegar og héraðsstjóra og mið-
stjómarvaldsins í Moskvu hins vegar
en segja má að þær hafí einkennst af
kröfum um að aukin völd verði færð
heim í hérað og til neðri stjómsýslu-
stiga. Samningur frá því í fyrra er í
gildi um tengsl Krasnojarsk-héraðs
og miðstjómarinnar en Lebed lýsti
því yfír á mánudag að sá sáttmáli
væri nú „dauður“.
Svo virðist sem valdastéttin í
Moskvu hafí af því verulegar áhyggj-
ur að Lebed hyggist blása til sóknar
gegn miðstjómarvaldinu með því að
krefjast aukinnar sjálfsstjórnar
Krasnojarsk innan sambandsríkis-
ins. Þótt íbúamir þar hafí
á undanfómum áram mátt
þola efnahagsþrengingar
og lífskjaraskerðingu líkt
og yfirgnæfandi meirihluti
Rússa er ljóst að hérað
þetta hefur alla burði til að verða
geysilega sterk eining innan sam-
bandsríkisins í efnahagslegu tilliti.
Raunar fullyrða margir sem hafa til
að bera sérþekkingu á svæði þessu
að Krasnojarsk gæti auðveldlega
haldið velli utan Rússneska sam-
bandsríkisins.
Til stuðnings þessu er við hæfi að
nefna nokkrar tölur. Um 80% af nikk-
el-framleiðslu Rússlands koma frá
Krasnojarsk, hvað kóbalt varðar er
hlutfallið 75% en 70% koparfram-
leiðslunnar fer þar fram. í Krasnoj-
arsk er að finna 40% timbmfram-
leiðslunnar í Rússlandi, þar era 16%
kolaforðans grafm úr jörðu og tíu pró-
sent gullsins. Viðlíka náttúraauðlindir
er ekki að finna víða í heimi hér.
Hvers vegna Krasnojarsk?
Fullvist má telja að Alexander
Lebed hafi horft til náttúruauðlinda
og sérstöðu Krasnojarsk er hann
ákvað að freista þess að tryggja
pólitíska endurkomu sína með fram-
boði til héraðsstjóra. En fleira kem-
ur til. Krasnojarsk hefur á síðustu
árum verið smækkuð útgáfa af Rúss-
landi í pólitísku tilliti. I þingkosning-
unum 1995 fengu kommúnistar og
þjóðernissinnar samtals 54% at-
kvæðanna í héraðinu en á landsvísu
var þetta hlutfall 53% . í fyrri um-
ferð forsetakosninganna árið 1996
fékk Jeltsín 35% atkvæðanna,
Gennadíj Zjúganov, leiðtogi
kommúnista, 29% og Lebed 14%.
Fylgi frambjóðendanna á landsvísu
reyndist þá hið sama og má nefna að
í tilfelli Lebeds reyndist munurinn
aðeins vera eitt prósentustig.
Krasnojarsk er því einnig mikilvægt
hérað í pólitísku samhengi. Sterk
staða þar gefur vísbendingar um
styrk á landsvísu og eftir því er tekið
í Moskvu.
I þriðja lagi hefur vafalítið vegið
þungf á metunum að Alexei, yngii
bróðir Lebeds, er ríkisstjóri í
nágrannalýðveldinu Jakasíu, þar
sem er að fínna miklar olíulindir.
Jakasía, sem er eitt 20 lýðvelda
Rússlands, var þar til fyrir stuttu
hluti af Krasnojarsk. í báðum þess-
um héraðum era uppi háværar radd-
ir um að sameinast beri á ný. Vera
kann að þeir Lebed-bræður telji
slíkt koma til álita ekki síst ef þeir
álíta ráðlegt að krefjast meiri valda á
kostnað miðstjórnarinnar.
Loks er þess að geta að Lebed fær
nú sæti í Sambandsráðinu en svo
nefnist efri deild rússneska þingsins
í Moskvu. Nýja embættinu fylgja því
áhrif á landsvísu auk þess sem hers-
höfðinginn fyrrverandi getur verið
viss um að ekki mun skorta
fjölmiðlamenn til að hlýða á boðskap
hans þegar hann ákveður að hefja
upp raust sína í höfuðborginni. Út-
laginn í rússneskum stjórnmálum
hefur þar með tryggt sér aðgang að
fólkinu í landinu á nýjan leik.
Þjóðhetja
En sá Alexander Lebed sem nú
kemur fram á sjónarsviðið er ekki sá
sami og fyrst vakti á sér verulega at-
hygli árið 1992. Þá var Lebed yfír-
foringi 14. deildar landamæraliða
Rauða hersins í Moldovu. Rúss-
neskumælandi minnihlutinn þar átti
þá í miklum deilum við yfirvöld í
þessu fyrrum sovétlýðveldi, sem m.a.
höfðu boðað að rúmenska yrði hér
eftir hið opinbera tungumál lands-
manna. Lebed neitaði að verða við
skipunum um að hafa herlið sitt á
brott, taldi þörf á liðsaflanum til að
standa vörð um hagsmuni landa
sinna í Moldovu og varð þjóðhetja
fyrir bragðið. Var þá rifjað upp að
,jámkarl“ þessi hefði unnið mikil af-
rek í Afganistan-stríðinu á níunda
áratugnum þar sem hann gegndi
einnig foringjastöðu í fallhlífarsveit-
um Rauða hersins. Lebed varð því
þekktur fyrir að vera maður hug-
rakkur og ákveðinn sem hikaði ekki
við að grípa til eigin úrræða teldi
hann hagsmunum Rússa ógnað.
Þetta reyndist marka upphaf fer-
ils í stjórnmálum. Frægð Lebeds og
hugvitsamleg þjóðemishyggja
tryggði honum þingsæti án teljandi
fyrirhafnar í kosningunum 1995.
Lebed varð hins vegar heimsþekktur
maður árið eftir er hann bauð sig
fram í forsetakosningunum. Góður
árangur kommúnista og þjóðernis-
sinna í fyrri umferðinni varð þess
valdandi að Borís Jeltsín sá sig
neyddan til að taka Lebed inn í ríkis-
stjórnina gegn stuðningi í seinni um-
ferðinni. Þetta gekk eftfr og Jeltsín
sigraði Tsjúganov, frambjóðenda
kommúnista, öragglega.
„Okkur vantar
ekki hagfræðing“
Lebed hefur sýnilega dregið
margvíslegan lærdóm af þessari vist
sinni innan Kremlarmúra á þeim 18
mánuðum sem liðnir era frá því
Jeltsín svipti hann embætti öryggis-
ráðgjafa. Frambjóðandinn í Kar-
snojarsk var ekki sami þjóðernis-
sinninn og forðum fékk jörðina til að
skjálfa með digurbarkalegum yfir-
lýsingum sínum eða benti á að hann
væri fæddur 20. apríl líkt og Napóle-
on og Adolf Hitler. Hann kemur nú
fram sem „hæfí stjórnandinn", mað-
urinn sem getur unnið bug á skipu-
lagsleysinu og upplausninni sem rík-
ir. I kosningabaráttunni var ímynd
hans sú að hann væri í raun bjarg-
vættur íbúa Krasnojarsk, maður
sem gæti fengið hjólin til að snúast á
ný og maður sem ætíð myndi reyn-
ast tilbúinn til að hlusta á umkvört-
unarefni alþýðunnar enda væri hann
sjálfur af óbreyttu almúgafólki kom-
inn. „Við þurfum ekki á
hagfræðingi að halda.
Okkur vantar sérfræðing í
neyðarráð-stöfunum. Eng-
inn hefur getað nefnt mér
nafn hagfræðings sem náð
hefur árangri í þessu mikla landi
okkar,“ sagði hann í einni kosning-
aræðu sinni.
Kosningabaráttan var einnig til
marks um að frambjóðandinn hafði
tileinkað sér aðrar og nútímalegri
aðferðir. Einna mesta athygli vakti
er franski kvikmyndaleikarinn Alan
Delon kom fram á einum kosninga-
funda Lebeds í Krasnojarsk-borg.
Þeir Lebed munu hafa kynnst er
þeir komu saman fram í sjónvarps-
þætti í Frakklandi en franski
hjartaknúsarinn mun enn vera
vinsæll mjög í Rússlandi. Lebed
bauð leikarann velkominn með því að
syngja nokkrar línur úr rússnesku
lagi, sem samið var fyrir einhverjum
árum Alan Delon til heiðurs: ,jUan
Delon talar frönsku, Alan Delon
drekkur ekki Kölnarvatn, hann
drekkur tvöfaldan „bourbon“. Vissu-
lega sérkennilegur kveðskapur eins
og reyndar þátttaka Delons í þessari
kosningabaráttu hershöfðingjans
fyi-rverandi.
Rússnesk gildi
Sjálfur var Lebed öllu þjóðlegri er
hann þeyttist á milli kosningafunda í
bflalest sem samanstóð eingöngu af
rússneskum ökutækjum af Volga og
Lada-gerð í stað þeirra vestrænu
glæsibifreiða sem rússneska forrétt-
indastéttin ekur nú. Við hlið fram-
bjóðandans var jafnan eiginkona
hans, Nina Aleksanrovna, sem
horfði hugfangin á eiginmanninn
flytja mál sitt en hafði sig annars
ekkert í frammi. „Það er karlmaður-
inn sem ákveður hvaða leið skuli
halda. Hlutverk konunnar er að
standa við hlið hans,“ sagði hún er
hún var innt eftir því hvernig kosn-
ingabarátta eiginmannsins legðist í
hana. Skilaboðin voru augljós, hér
var verið að höfða til hefðbundinna
rússneskra gilda.
Sigur Lebeds í Krasnojarsk hefur
þegar valdið miklum titringi í
Moskvu. Ljóst þykir að hann stend-
ur nú vel að vígi hyggi hann á fram-
boð í forsetakosningunum árið 2000
og er nefnt að hann þurfi tæpast að
kvíða því að honum muni ganga erf-
iðlega að safna þeim fjármunum sem
nauðsynlegir era í því skyni. Ríkir
kaupsýslumenn muni án nokkurs
vafa telja það þjóna hagsmunum sín-
um að styðja framboð Lebeds eins
og raunar kom á daginn í
Krasnojarsk þar hann naut stuðn-
ings Boris Berezovsky, fjölmiðla-
kóngs með meira og eins auðugasta
manns Rússlands.
„Fyrst þarf að veiða björninn“
Varfærni hefur fram til þessa ein-
kennt viðbrögð stjórnvalda í
Moskvu. Hins vegar er
greinilegt að hið pólitíska
landslag hefur breyst með
sigi-i Lebeds og að stjórn-
málaöfl í Rússlandi munu
á næstu vikum leggja mat
á stöðuna með tilliti til komandi for-
setakosninga. Talsmaður Jeltsíns
sagði á mánudag að forsetinn hefði
enn ekki með öllu útilokað að hann
myndi bjóða sig fram á ný en vera
kann að hann geti knúið fram nýja
túlkun á stjómarskránni sem geri
honum kleift að vera í framboði í
þriðja skiptið.
Þjóðernissinninn Vladímír Zhír-
inovskíj sagði í vikunni að hann teldi
líklegast að þeir Lebed og Jeltsín
myndu mætast í seinni umferð for-
setakosninganna árið 2000. Athyglis-
vert er að almenn sátt virðist ríkja
um það í Rússlandi að Lebed hyggist
nota héraðsstjórastarfið sem stökk-
pall og að lokamarkmið hans sé for-
setaembættið. Um þetta hefur
Lebed hins vegar verið þögull: „Það
er óráðlegt að selja haminn áður en
björninn hefur verið veiddur.“
Rússneska
valdakerfið
lagt að velli
Á nú vísan
stuðning
auðmanna
t
í
I
í
f
fc
!
í
I
I
l
I
\
t
I
I
t
i
(
i
l
t
f
I
1
I
I
k
L