Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ rófur, kartöílur, FRÉTTIR Aðgerðir í heimahúsum til að varna brimaslysum í heitu vatni Varmaskiptir eða hitastýrð blöndunartæki Einar Þorsteinsson hjá Rannsóknastofnim byggingariðnaðarins segir í samtali við Morgunblaðið að hitastýrð blöndunartæki við baðstaði eigi að vera nægileg slysavörn í flestum tilvikum. ALLMÖRG brunaslys hafa orðið hér á landi undanfarnar vikur sem rakin eru til mikils hita á neysluvatni. Hann er víða um 80 gráður. Rætt hefur verið um að opinberir aðilar grípi til aðgerða til að lækka hitann. Þeir sem ekki vilja bíða eftir þvi geta ráðist í framkvæmdir við eigin hús til að draga úr hættu á brunaslysum. Þá er um tvo kosti að ræða. Annar er sá að setja upp varmaskipti og hita upp kalt vatn til neyslu en láta hitaveituvatn renna á ofnana. Hinn kosturinn er að setja upp hitastýrð blöndunartæki. Einar Þorsteinsson, deildarstjóri lagnadeildar Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, segir að vissulega sé það kostur fyrir fólk að setja upp varmaskipta. Gallinn sé sá að þeim fylgi tæringarhætta fyrir neysluvatnslagnir. „Kalda vatnið, sem við hitum upp í varmaskiptum, er súrefnisríkt. Súrefnið getur valdið tæringu á hefðbundnum galvaniseruðum járnlögnum,“ segir hann. „Hitaveituvatnið sem við höfum er súrefnislaust og þai' af leiðandi er hverfandi lítil tæring í þeim pípum sem eru notaðar fyrir það í dag. En ef menn eru að endurnýja lagnir og setja eir- eða plastlagnir þá getur það verið góð hugmynd að setja upp varmaskipti. Varmaskiptir vinnur þannig að í stað þess að heita vatninu sé veitt í krana húss er því veitt í varmaskipti úr ryðfríum stálplötum. Heitt vatnið rennur um annað hvert bil varmaskiptisins. Um hitt bilið rennur kalt vatn sem heita vatnið hitar upp. Upphitað vatnið fer inn á blöndunartæki. Hitaskynjari er settur við lögnina á heita vatninu og skömmtunaidoki skammtar heita vatnið inn á varmaskiptinn. Með þessum búnaði er tryggt að út úr varmaskiptinum komi 55-60 gráða heitt neysluvatn. Einar segir að ekki sé mælt með því að vatnið sé kaldara en 55 gráður, því þá geta menn staðið frammi fyrir nýju vandamáli sem eru hættulegar bakteríur á borð við bakteríuna sem veldur hermannaveiki. Varmaskiptir hefur einnig í för með sér það að kaldavatnsnotkunin eykst um 40-60%, að sögn Einars. Kostimir eru m.a. þeir að úr krönunum kemur upphitað Gvendarbrunnavatn sem hægt er að nota í alla matargerð og hæft til drykkjar, en ekki aðeins í bað og þvotta eins og hitaveituvatnið. Auk þess er ólíku saman að jafna varðandi brunaslys þegar um er að ræða 55 gráða eða 80 gráða heitt vatn. I Morgunblaðinu var nýlega haft eftir innflytjanda varmaskipta að kostnaður við uppsettan búnað í Akureyrarbær Útboð Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri, fyrir hönd bæjarsjóðs Akureyrar, óskar hér með eftirtil- boðum í gatnagerð og lagnir í áfanga 1A í Nesjahverfi. Tilboðið nærtil gerðar 600 lengdarmetra af götum og 200 lengdarmetra af stígum ásamt tilheyrandi holræsa- og vatnslögnum. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt úr götum 6600 m3 Lagnaskurðir 900 m Sprenging bergs 30 m3 Lengd fráveitulagna 1350 m Lengd vatnslagna 650 m Fylling 10.400 m3 Skiladagur á fyrri hluta verksins er 14. júlí 1998, en alls verksins 28. ágúst 1998. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Tækni- deildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, frá og með miðvikudeginum 20. maí 1998 á 4.000 kr. Opnun tilboða fer fram á sama stað fimmtu- daginn 4. júní 1998 kl. 11.00. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri. Nyr K spcruiandi vpltingasiaður v1ð J^u/ívc^inn JK Sumaropnun sumarskap ogSuðræn sveifla Hádegið opnar á þriðjudaginn og höfur daginn í allt s tómatar, ranðrófur, iivltlaukun lanknr, kái V ólívur, balsam vínedik, ÓIÍVUOIÍH. 000/ IBBEAN PACIFIC L«,K.,v,al M », siral SSl H)8S :mfSjgS£ *wuívna»*> Pétur Blöndal segir fra Formula 1-keppninni í Monte Carlo Fólk í fréttum á þriðjudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.