Morgunblaðið - 24.05.1998, Page 26
26 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Ekkert lát á hungri, kúg’-
un og mannréttinda-
brotum á A-Tímor
Átökin í Indónesíu að undanförnu í kjölfar
hræringanna í verðbréfahöllum Suð-Aust-
ur-Asíu hafa loksins beint sjónum fjölmiðla
þangað svo um munar og er það vel, segir
Margrét Heinreksdóttir sem nýlega hitti
leiðtoga Austur-Tímora í Lissabon.
MIKIL pólitísk ólga hefur verið í Indónesíu að undaníornu og hefur
það dregið athygli að stöðu mála í landinu.
AÐ sem gerst hefur á
strætum Jakarta og ann-
arra stórborga mun von-
andi leiða fjölmiðla undir
yfirborð atburðanna að rótum
þeirrar ólgu sem þar hefur nú leyst
úr læðingi. Jafnframt berast um
það fregnir að iðnríkin stóru hafí
þungar áhyggjur af ástandinu, sem
von er, svo miklar fjárfestingar og
viðskipti sem þar eru í húfí. Þau
neyðast nú til að horfast í augu við
að ekki er allt sem skyldi í ríki vina
þeirra Indónesa og ótraustur
grundvöllur hins mikla efnahags-
lega uppgangs, sem þar hefur verið
um árabil.
Ein af mörgum meinsemdum þar
um slóðir, sem of lítt hefur verið
skoðuð af fjölmiðlum og ennþá
minna skilað sér í fréttum hér á Is-
landi er meðferð Indónesíustjórnar
á íbúum lítils lands í suðurjaðri
eyjaklasans, þ.e Austur-Tímor,
fyrrum portúgalskrar nýlendu, þar
sem fyrir tuttugu árum rúmum var
verið að ieggja drög að sjálfstæðu
ríki, þegar stjórn Indónesíu inn-
limaði landið eftir innrás og
fjöldamorð á íbúunum. Var sú of-
beldisaðgerð gersamlega í trássi við
alþjóðalög og Sameinuðu þjóðirnar,
sem aldrei hafa viðurkennt yfirráð
Indónesa yfir Austur-Tímor heldur
þvert á móti samþykkt fjölmargar
yfírlýsingar um hið gagnstæða -
hvað þá að íbúarnir sjálfír hafí á þau
fallist utan fámennur hópur skjól-
stæðinga Indónesíustjórnar.
Sjálfsákvörðunarréttur Austur-
Tímora sem nýlenduþjóðar var og
hefur ætíð verið fótum troðinn og
vesturveldin, svo sem Astralía,
Bandaríkin, Japan og ríki Evrópu-
bandalagsins, sem svo mjög hampa
kröfum um lýðræði og mannréttindi
þegar henta þykir, hafa vegna
vopnaviðskipta og annarra efna-
hagslegra og pólitískra sjónarmiða,
horft þegjandi upp á áratuga
viðstöðulaus brot á mannréttindum
A-Tímora og líflát hátt í þriðjungs
íbúa landsins á þeim tuttugu og
tveimur árum sem liðin eru frá inn-
rás Indónesa - mannfjölda sem
nemur íslensku þjóðinni allri. Hefur
verið talað um þjóðarmorð af minna
tilefni.
Stuðningur fslands
ísland er eitt af fáum vestrænum
ríkjum sem aldrei hafa hvikað frá
stuðningi sínum við sjálfsákvörðun-
arrétt A-Tímora á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna. Að einhverju leyti
tengist það ef til vill viðskiptum
okkar og tengslum við Portúgal en
stafar væntanlega einnig af
virðingu fyrir mannréttindum og
málstaðnum. Það mundi illa sæma
smáþjóð sem íslendingum að virða
ekki sjálfsákvörðunarrétt og sjálf-
stæðisóskir annarra smáþjóða enda
hafa þeir gert það með sóma í öðr-
um tilvikum einnig. Slík virðing
lýsti sér og í því er þingmenn
Kvennalistans á Alþingi Islendinga
áttu frumkvæði að því að tilnefna
einn helsta talsmann sjálfstæðis-
baráttu A-Tímora, Jose Ramos
Horta, til friðarverðlauna Nóbels,
en þau voru veitt honum í desember
1996 ásamt Carlosi Ximenes Belo,
biskupi kaþólskra í landinu. Jose
Ramos Horta kom til Islands í fyrra
í boði Kvennalistans og Mannrétt-
indaskrifstofu íslands og vakti mál-
flutningur hans hér til rækilegrar
umhugsunar um ástandið austur
þar og réttarstöðu smáþjóðar and-
spænis ofríki og hentistefnu
stórþjóðanna.
Nýlega átti undirrituð þess kost
að hitta að máli nokkra af forystu-
mönnum A-Tímora í Lissabon,
þeirra á meðal Jose Ramos Horta
og Roque Rodrigues, sem er sendi-
herra a-tímorísku sjálfstæðishreyf-
ingarinnar í Angola og formaður
hennar í Portúgal - svo og einn
öflugasta og virkasta stuðnings-
mann þeirra meðal Portúgala,
háskólaprófessor frá Oporto, A.
Barbedo de Magalháes að nafni.
Bar margt á góma í viðtölum við
þessa menn, allt frá eðli nýlendu-
stjórnar Portúgala um aldimar að
ítarlegri Frelsisskrá (Magna
Carta), sem samþykkt var einróma
á fundi allra helstu forystumanna
A-Tímora í útlegð og heima íyrir í
lok apríl sl. Vegna þess sem á hefur
gengið að undanfórnu væri e.t.v for-
vitnilegt fyrir lesendur Morgun-
blaðsins að fylgjast með stöðu þessa
máls og sjá sjónarmið þessara
manna. Hugsanlega gæti ísland h'ka
lagt frelsisbaráttu A-Tímora
frekara lið ef vilji væri fyrir hendi.
Sjálfstæði kæft í fæðingu.
Rétt er að fara nokkrum orðum
um sögu þessa máls. Eyjan Tímor
liggur tæplega 500 km norður af
Ástralíu. Vestari hluti hennar var
undir nýlenduveldi Hollendinga og
fylgdi Indónesíu í sjálfstæði árið
1949. Austurhlutinn var portúgölsk
nýlenda. Að lokinni „nellikubylting-
unni“ svonefndu í apríl 1974, þegar
Portúgal losnaði undan einræðis-
stjórn, viðurkenndi ný stjórn lands-
ins rétt íbúa nýlendnanna skv.
alþjóðalögum til sjálfsákvörðunar
og sjálfstæðis ef þær svo kysu.
Undirbúningur að breyttri fram-
tíð A-Tímor hófst með stofnun
stjórnmálaflokka. Þeir helstu voru:
flokkur Sósíaldemókrata, ASDT,
síðar FRETELIN, Byltingarfylk-
ing sjálfstæðisbaráttu A-Tímora,
sem vildi sjálfstæði sem fyrst;
Tímoríska lýðræðisbandalagið,
UDT, sem vildi fyrst sjálfstæði með
lengri aðdraganda og áframhald-
andi tengslum við Portúgal en
hallaðist fljótlega að fullu og skjótu
sjálfstæði; og hinn þriðji og fáliðað-
asti, Lýðræðissamband Tímora,
APODETI, sem vildi innlimun í
Indónesíu. í janúar 1975 tóku
FRETELIN og UDT saman hönd-
um og hófu viðræður við Portúgala
um sjálfstæði. Stjórn Indónesíu
hugnaðist það illa og tókst að egna
flokkana svo hvorn gegn öðrum að
leiddi til vopnaðra átaka þeirra í
milli. Portúgalska landsstjórnin réði
ekki við ástandið og hörfaði til eyj-
arinnar Atauro skammt undan landi
en sveitir hersins gengu til liðs við
FRETELIN, sem varð ofan á í
átökunum.
Um miðjan september 1975 réðu
sveitir FRETELIN mestum hluta
landsins og var lýst yfir sjáifstæði
þess hinn 28. nóvember 1975. Níu
dögum síðar réðust indónesískar
hersveitir inn í landið og hertóku
það með alræmdu blóðbaði. Handa-
hófsskipað sýndarþing fékk það
hlutverk að óska eftir innlimun A-
Tímors og var landið lýst 27. hérað
Indónesíu sumarið 1976. Indónesar
höfðu búist við skjótum sigri her-
sveita sinna en sveitir FRETELIN
veittu harða mótspymu sem ekki
linnti fyrr en leiðtogi skæruliðs-
sveita þeirra, Jose Alexandre
Gusmao, jafnan nefndur „Xanana",
var handtekinn 1992. Xanana af-
plánar nú tuttugu ára fangavist,
sem hann nýtir til náms í lögfræði
og tungumálum. A-Tímor ar líta
ennþá til hans sem leiðtoga síns og
sögðu viðmælendur mínir, að það
sem nú væri verið að gera til að
skipuleggja andstöðu heimamanna
og útlaga, sem að mestu búa í
Portúgal og Astralíu, væri sam-
kvæmt fyrirmælum hans. A-Tímor-
ar líta á Xanana sem sinn „Mand-
ela“ og töldu ekki lítinn styrk í því
þegar Nelson Mandela, forseti S-
Afríku, heimsótti Xanana í fangelsið
á Jövu þegar hann var í opinberri
heimsókn í Indónesíu ekki alls fyrir
löngu.
Misrétti og mannréttindabrot
Indónesar hafa staðið fyrir ýmiss
konar framkvæmdum á A-Tímor og
flutt þangað fjölda manns í því
skyni, en allt frá innrásinni 1975
hafa heimamenn sætt kúgun, mis-
rétti, ofsóknum, pyntingum og
útrýmingaraðgerðum ýmiss konar,
auk annarra brota á grundvallar-
mannréttindum, sem of langt yrði
upp að telja. Arum saman var land-
ið lokað fyrir umheiminum og lítt
um ástandið fjallað fyrr en árið
1991, að fréttamenn urðu vitni að
fjöldamorðum í höfuðborginni, Dili.
Komust þau með heimsfjölmiðlun-
um inn á heimili milljóna manna um
allan heim.
Ekki hefur það þó orðið til að
létta kúgun og ofbeldi og ástandið í
dag er verra en nokkru sinni, að
sögn þeirra Ramos Horta og
Rodrigues „pyntingar, kúgun og
hverskonar misrétti, auk örbirgðar
og matarskorts; daglega fréttist um
fólk sem deyr úr hungri og örbirgð
enda hefur samdrátturinn í efna-
hagslífínu ekki síst komið niður á
íbúum A- Tímor“. Báðir sögðust
sannfærðir um að engin varanleg
lausn mundi fínnast á efna-
hagsástandinu í Indónesíu nema
með lýðræðislegum umbótum og
breyttu stjómarfari.
En hversvegna hafa stórveldin
ekki knúið á um breytingar á
stjómarfari Indónesíu og hvers-
vegna hafa þeir látið meðferðina á
A-Timomm viðgangast. Viðmæ-
lendur mínir bentu á ýmsa þætti
sem réðu þörf vesturveldanna fyrir
góð samskipti við Indónesa: Þeir
væru með fjölmennustu og þéttbýl-
ustu ríkjum heims, 200 milljónir og
múslimar. Ástralía væm þeirra
næsti nágranni, með tíu sinnum fá-
mennari þjóð í stóru landi; Ástralir
lifðu í stöðugum ótta við innrás
Indónesa og þeim þvi lífsnauðsyn að
halda góðu sambandi við hverja þá
stjórn sem sæti í Jakarta; - auk
þess hefðu Ástralir áhuga á olíu
sem væri að fínna undan strönd
A-Tímors og hefðu þegar gert
samning þar um við stjórnina í
Jakarta (sem leiddi til málsóknar
Portúgala gegn Ástralíu fyrir
Alþjóðadómstólnum í Haag). Japani
sögðu þeir eina mestu erlenda fjár-
festa í Indónesíu og Bandaríkin,
Bretland, Svíþjóð, Sviss, Frakkland
og Þýskaland seldu öll vopn þangað.
Ekkert þessara landa kærði sig um
stjórnarskipti í Indónesíu eða þá
ringulreið sem gæti leitt í kjölfar
lýðræðislegra umbóta eftir áratuga
einræðisstjórn.
Engin fíirða þó þessi lönd hafi
áhvggjur nú, þegar hættan á ringul-
reið blasir við. Barbedo de Magalhas
telur reyndar, að iðnríkin hafí verið
slegin blindu, Suharto hafi verið svo
góður fyrir þau og virst svo fastur í
sessi, að þau hafi ekki talið sig þurfa
að styðja gagnrýnin lýðræðisöfl í
landinu og hreinlega lokað augunum
fyi'ir því að hann mundi eldast. Þess
vegna hafi hann getað barið jafnóð-
um niður alla stjórnarandstöðu og
stöðugt skarað eid að eigin köku,
bæði póhtískt og fjárhagslega. Nú
væri tæpast nokkur nógu sterkur til
að taka við af honum en svo komið að
stjómarfarsbreytingar væm óhjá-
kvæmilegar.
Að því er varði sérstaklega inn-
rásina í A-Tímor benda þeir á, að
hún var gerð um það bil sem Band-
aríkjamenn hrökkluðust frá Suður -
Vietnam, og þá hafí verið litið á
Indónesíu sem varnarvegg gegn
kommúnistum. Þvi hafi vesturveld-
in horft á það aðgerðarlaust og sum
reyndar beinlínis samþykkt, að bar-
in væri niður sjálfstæðishreyfíng
sem þau töldu líklega til að snúast á
sveif með kommúnistum. 011 töldu
þau réttlætanlegt að kæfa í fæðingu
sjálfstæði A-Tímor, enda viss um að
það mundi gerast fljótt og hávaða-
laust. En þar fór á annan veg.
Hvað veldur áratuga andstöðu?
Eftir þeim fregnum að dæma sem
berast frá Austur-Tímor er þar
ennþá öflug andstaða gegn Indó-
nesum og fer vaxandi þótt í breyttri
mynd sé frá því sem var. Það hlýtur
að vekja forvitni þeirra sem utan
standa hvemig stendur á þessari
andstöðu, hvað það er sem heldur
henni lifandi. Af greinum félags-
fræðinga og mannfræðinga má
ráða, að sagan sýni A-Tímora sem
sérlega þráa og þrautseiga þjóð.
Viðmælendur mínir í Lissabon voru
þó á einu máli um, að mestu réði sú
sterka sannfæring íbúanna, að land-
ið gæti orðið frjálst og sjálfstætt
ríki og fyrir þann málstað væri öllu
fórnandi. Þeir hefðu upplifað sig
sem sjálfstæða þjóð árið 1975, þótt
aðeins væri í skamman tíma og því
gleymdu menn ekki. Þar við bættist
að hin ótrúlega grimmd og harka,
sem Indónesar hefðu sýnt í sam-
skiptum sínum við íbúa landsins,
hefði stappað í þá stálinu í stað þess
að beygja þá til undirgefni.
Prófessorinn frá Oporto hafði
aðrar skýringar einnig, hann sagði
m.a.: „Nýlendustjórn Portúgala var
allt öðru vísi í Á-Tímor en annars
staðar. I afrísku nýlendunum beittu
þeir sér mjög sterkt vegna þræla-
verslunarinnar, þeir fluttu milljónii'
þræla til Brazilíu og eyðilögðu hina
þjóðfélagslegu byggingu þessara
landa, innviði þjóðfélaganna. Það
gerðist ekki í A-Tímor. Þar var eng-
in þrælaverslun þótt menn væru
öðru hverju sendir í útlegð til
Mosambique og lið Portúgala þar
var alla jafna fámennt. Víst voru
þar stundum átök og deilur en íbúar
A-Tímor brutu jafnóðum á bak aft-
ur allar tilraunir Portúgala til að
grípa inn í, breyta og stjórna innvið-
um þj óðfélagsins.
Árið 1974 voru þar ennþá
smákóngar - einskonar
héraðskóngar - við völd og yfirráð
þeirra virt. Indónesar hafa á undan-
förnum tuttugu árum valdið meira
tjóni á innviðum samfélagsins í A-
Tímor en varð við fjögurra alda ný-
lendustjórn Portúgala. Sem dæmi
má nefna, að góðvinur minn frá A-
Tímor sagði mér nýlega að af ætt-
flokki hans, sem talið hefði 600
manns árið 1975, væru aðeins 20
eftir á lífí. Indónesar hafa drepið
fólk úr öllum flokkum, líka stuðn-
ingsflokki sínum APODETI og
kirkjunni hafa þeir heldur ekki hlíft.
Þegar þeir réðust inn í A-Timor
töldu margir kirkjunnar manna að