Morgunblaðið - 24.05.1998, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998
BJÖRN
MEKKÍNÓSSON
+ Björn Mekkinós-
son fæddist í
Reykjavík 23. maí
1926. Hann lést á
Hjúkrunarheimilinu
Skjóli 17. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Mekkinó
Björnsson, verslun-
armaður í Reykja-
vík, f. 17. júlí 1900,
d. 2. febr. 1963, og
kona hans Dagmar
Þorláksdóttir, f. 23.
júlí 1899, d. 10. júlí
1973. Systkini Björns
voru Hólmfríður,
Elín, Gunnar og Magnús Þór, og
eru þau öll látin.
Hinn 14. júlí 1950 kvæntist
Björn eftirlifandi eiginkonu
sinni, Gunnhildi Jóhannsdóttur, f.
23. október 1929. Þau eignuðust
sex börn. Þau eru: 1) Dagmar, f.
16. febr. 1951, gift Joseph Paul
Henry, þau eru búsett í Kanada
og eiga þrjú börn. 2) Mekkinó, f.
20. mars 1953, búsettur í Reykja-
vík. Hann á tvo syni. 3) Sigríður,
f. 12. maí 1955. Hún á tvær dætur
með sambýlismanni sinum Roark
Clipsham og búa þau
í Kanada. 4) Jóhann,
f. 11. janúar 1957,
kvæntur Grace
Björnsson og eiga
þau tvær dætur. Þau
búa í Bandaríkjun-
um. Fyrir hjónaband
eignaðist Jóhann
dótturina Birnu
Ruth. 5) Björn, f. 29.
mars 1959, býr
einnig í Bandaríkj-
unum. 6) Gunnhild-
ur, f. 11. apríl 1963.
Sambýlismaður
hennar er Jón S.
Halldórsson og búa þau í Reykja-
vík.
Björn fæddist og ólst upp í
Reykjavík. Hann stundaði þar
verslunarstörf þar til hann flutt-
ist til Kanada með fjölskyldu sína
árið 1958. Þau voru búsett þar til
1972 uns þau fluttust aftur heim
til íslands, þar sem hann stundaði
verslunarstörf sína starfsævi.
Útför Björn fer fram frá Dóm-
kirkjunni á morgun, mánudaginn
25. maí, og hefst athöfnin klukk-
an 13.30.
Látinn er kær vinur okkar til
margra ára, Björn Mekkinósson.
Gunnhildur, eiginkona Bjöms, og
eiginkona mín, Björg, hafa verið
miklar og góðar vinkonur alla tíð
eða allt frá því þær voru saman í
Kvennaskólanum og hafa þær hald-
ið nánu sambandi hvor við aðra sem
væru þær systur og á það einnig við
um fjölskyldur okkar.
í níu ár háði Björn harða og
þögla baráttu við sjúkdóm þann
sem í lokin batt enda á lífsferil hans.
Það var sorglegt að sjá hversu þessi
sjúkdómur gat leikið þennan fallega
og stolta mann illa. Eftir fyrsta
áfallið skertist sjón hans mikið, en
hann lét ekki deigan síga, tók sér
staf í hönd og fór í sínar daglegu
gönguferðir að hitta vini og kunn-
ingja, drakk með þeim kaffi og voru
þar rædd hin ýmsu dægurmál sem
efst voru á baugi hverju sinni.
Bjöm var mikið snyrtimenni,
hafði ákveðnar skoðanir og mein-
ingar, vildi hafa röð og reglu á hlut-
unum. Honum var margt til lista
lagt og hin síðari ár tók hann sig til
og fór að yrkja og senda vinum og
kunningjum vísur við hin ýmsu
tækifæri og eigum við hjónin þó
nokkrar til í fómm okkar.
Mikinn hluta ævi sinnar stundaði
Björn verslunarstörf og famaðist
vel. A haftatímum þegar hér ríkti
hálfgert ráðstjórnarríkis stjómar-
far var mörgum manninum bmgðið
og fluttust þá margir af landi brott.
Björn og Gunnhildur urðu ein af
þeim. Þau fluttust til Kanda með
fjögur bama sinna en það fímmta
og sjötta bættust svo í hópinn
vestra. Það segir sig nú sjálft að það
hlýtur að hafa þurft mikinn kjark
og þrek að sjá öllum þessum hópi
farborða og hefur sjálfsagt þar
reynt mikið á Gunnhildi konu hans.
Og nú sannast hið fornkveðna er
segir: „Römm er sú taug er rekka
dregur föðurtúna til.“ Þessu ævin-
týri í lífi þeirra vestra lýkur eftir 15
ára fjarveru, þau flytja aftur til
gamla landsins þar sem rætur
þeirra liggja, en ekki urðu þó fullar
Stefánsblóm
Laugavcgi 178
S: 561 0771
heimtur, sum barnanna urðu eftir
og dvöl annarra hér heima var
skammvinn og upp úr þessu gerast
þau hálfgerðir heimsborgarar. Dag-
mar og Sigríður húsmæður eru bú-
settar í Kanada, Jóhann býr með
fjölskyldu sinni í Orlando, Björn
fatahönnuður er búsettur í San
Francisco, Mekkinó flugstjóri hjá
Lufthansa Cargo í Þýskalandi og
Gunnhildur flugfreyja hjá Flugleið-
um.
Þegar litið er yfir farinn veg er
margs að minnast írá ferðalögum
bæði innanlands og utan og var
Bjöm ætíð hrókur alls fagnaðar.
Það er gott að eiga góðar minningar
um þann góða dreng sem Björn var
og megi minning hans Iifa. Við
kveðjum kæran vin með söknuði.
Okkar innilegustu samúðarkveðjur,
Gunnhildur mín, til þín og fjöl-
skyldu þinnar.
Benedikt.
Það var á fallegum vordegi í maí
að ég kynntist Bjössa vini mínum,
en þá fæddist dóttir mín og Jóhanns
sonar hans hún Birna. Síðan eru
liðin 20 ár.
Alla tíð var Bjössi mér góður og
tók mér fagnandi. Oft gátum við
rætt málin saman yfir kaffiborðinu
á Guðrúnargötunni. Eftir að Bjössi
veiktist og dvaldi á sjúkrahúsi, bæði
Landakoti og svo Skjóli, var hann
ekki síður glaður að fá heimsókn og
alltaf vildi hann veita, það var hon-
um svo sjálfsagt.
Birnu var hann svo góður og blíð-
ur enda var hún augasteinninn
hans. Það var svo gaman að sjá
hvað hann ljómaði þegar hún birt-
tViðarkrossar á leiði
Vönduð smíði,
fúavarið og hvítmálað
sem endist mjög vel.
Varanlegir krossar.
Upplýsingar í símum
553 5929 og 553 5735
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Elnarsson,
útfararstjðri útfararstjört
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn.
ÁraLöng
MINNINGAR
ist. Henni þótti líka svo vænt um
Bjössa afa.
Það var því erfitt að tilkynna
henni andlát hans og hún í miðjum
próflestri. Hún hlakkaði til að
heimsækja afa með hvíta kollinn á
höfðinu. Þá hefði afi verið stoltur.
Enn er kominn maí. Eg kveð
Bjössa vin minn með virðingu og
þökk.
Hulda.
Nú er komið að kveðjustund, þeg-
ar góður vinur okkar og félagi er all-
ur. Stóllinn hans við kaffiborðið er
tómlegur á að líta, þegar minning-
amar hrannast upp.
Hann Björn Mekkinósson var
stundvísastur félaganna, alltaf búinn
að taka frá sama borðið og sestur í
sinn stól, þegar aðrir mættu á
staðinn. Umræðuefnin við kaffí-
borðið okkar voru fjölbreytileg, og
reynt var að leysa hin ólíklegustu
vandamál líðandi stundar, jafnt er-
lend sem innlend. Auðvitað voru all-
ir ekki alltaf sammála, og Bjössi
gerði sínar athugasemdir, sem
stundum féllu í grýttan jarðveg.
Hann gat verið stefnufastur og
óvæginn í skoðunum og lét hvergi
deigan síga. Nú er tómlegt við kaffi-
borðið okkar, þegar „fundarstjór-
inn“ hefur kvatt, og er að leggja upp
í sitt síðasta og lengsta ferðalag.
A sínum yngri áram, starfaði
Björn hjá föður sínum við verslunar-
störf, en rak síðar sina eigin verslun,
Lífstykkjabúðina, þar til hann ákvað
að söðla um og flytja til Kanada
1958.
Björn og fjölskylda hans bjuggu á
annan áratug vestra, lengst af í
Vancouver, en einnig í Edmonton og
Toronto. Hann lagði þar m.a. stund
á byggingastarfsemi og fasteigna-
sölu. Eftir heimkomuna rak hann
innflutningsverslun á meðan heilsan
leyfði.
Fyrir um áratug veiktist Böm al-
varlega, og var vart hugað líf um
tíma. Hann náði sér samt ótrúlega
vel á strik aftur, þótt aldrei gengi
hann alveg heill til skógar. I mars í
íyrra veiktist Björn svo skyndilega
aftur, reiðarslag, sem ekki varð við
ráðið. Hann naut góðrar umönnunar
þessa síðustu mánuði, fyrst á Land-
skotsspítala og síðar á Skjóli.
Björn átti því láni að fagna að
eignast góða og elskulega eiginkonu,
Gunnhildi Jóhannsdóttur, sem ætíð
var hans stoð og stytta og stundaði
hann og aðstoðaði af mikilli kost-
gæfni, þegar mest þurfti á að halda.
Þau hjónin eignuðust sex mann-
vænleg börn, og fóra þau ófáar ferð-
ir í heimsókn til þeirra, sem erlendis
hafa búið.
Við félagar Bjössa sendum Gunn-
hildi og ættingjum þeirra okkar
innilegustu samúðarkveðjur um leið
og við þökkum Bjössa samfylgdina
og óskum honum góðrar ferðar á vit
nýrra heimkynna. Það er skarð fyrir
skildi í vinahópnum.
Njáll Simonarson.
Legsteinar
í Lundi
„ v/Nýbýlaveg
SÓLSTEINAR 564 4566
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík ♦ Símí 553 1099
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um hclgar.
Skrcytingar fyrir öll tilefni.
afavörur.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓHANN HAFLIÐI JÓNSSON
húsasmíðameistari,
Árskógum 6,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Seljakirkju mánudaginn
25. maí kl. 13.30.
Ingibjörg Eggertsdóttir.
Björgvin J. Jóhannsson, Sigríður Þórsdóttir,
Eggert Þ. Jóhannsson, Valborg Harðardóttir,
Hörður Jóhannsson, Tonje Fossnes,
Herdís Jóhannnsdóttir, Frosti Hreiðarsson,
Ingvar J. Jóhannsson, Árborg Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir og afi,
INGÓLFUR KRISTJÁNSSON
fyrrv. yfirtollvörður,
Grjótaseli 12,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 15. maí sl., verður
jarðsunginn frá Seljakirkju þriðjudaginn
26. maí kl. 13.30.
Anna Jóna Ingólfsdóttir, Jón Sveinsson,
Sólveig Ólafsdóttir, Jónatan Þórmundsson,
Ingólfur Jónsson, Ragna Halldórsdóttir,
Guðrún Jónsdóttir,
Þórmundur Jónatansson, Sóley Halldórsdóttir,
langafabörn og langalangafabörn.
t
Ástkær og elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar og afi,
ÞORSTEINN KRISTJÁNSSON
frá Löndum,
Stöðvarfirði,
Háaleitisbraut 113,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 25. maí kl. 13.30.
Guðbjörg Jónsdóttir,
Bryndís Þorsteinsdóttir,
Ólöf Heiður Þorsteinsdóttir,
Kristján Þorsteinsson,
Þórhildur Þorsteinsdóttir,
Þorsteinn Valur og fris Erla,
Margrét Björg,
Erla Dröfn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför elskulegs unnusta
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐAR JÓNSSONAR,
Hringbraut 72,
Hafnarfirði.
Elínborg Elísabet Magnúsdóttir,
Örvar Sigurðsson, Erla K. Gunnarsdóttir,
Guðmundur Sigurðsson, Valgerður Knútsdóttir,
Jón Sigurðsson, Kristín Pétursdóttir,
Sig. Ómar Sigurðsson, Ágústa Hreinsdóttir,
Davíð Art Sigurðsson, Greta Sverrisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
ÓLAFS S. ÞORVALDSSONAR,
Smáratúni 8,
Keflavík,
og heiðruðu minningu hans.
wm
Erna Gunnarsdóttir,
Þorvaldur Ólafsson, Slgríður Kjartansdóttlr,
Karl Emll Ólafsson, Þóra Einarsdóttlr,
Gunnþóra Ólafsdóttlr, Þórhallur Kaldalóns Jónsson
og barnabörn.