Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 4
skemmtilega í lífinu. Guð gefi þeim
öllum styrk til þess. Við eigum hana
áfram innra með okkur. Það getur
enginn frá okkur tekið.
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Peir eru himnamir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Þín vinkona,
Hrafnhildur.
Kveðja
Jóhanna Einarsdóttir kom ung
inn í líf Ólafs, bróður míns. Falleg
stúlka og létt í lund, bráðvel gefin og
áberandi vel máli farin, enda
ljóðelsk, hagmælt og söngelsk; hún
söng í kórum og samdi jafnframt sér
til hugarhægðar texta og lög við þá,
en flíkaði fyrir hæversku sakir hvor-
ugu nema í góðra vina hópi.
Um skeið bjuggu fjölskyldur okk-
ar bræðra í sama húsi og samgangur
því mikill. Þegar leiðir skildu í hús-
inu var síminn handhægur tengiliður
og samtöl okkar Jóhönnu því mörg
og stundum löng, en sérlega upplífg-
andi, þrátt fyrir, eða kannski fremur
vegna þess, að við vorum oftar en
ekki hjartanlega ósammála, unga
konan enda föst fyrir og mikil kven-
réttindakona, en ég ekki sérlega
móttækilegur fyrir ýmsum hug-
myndum ungra kvenna og stálið í sál
okkar úr sömu smiðju: að vestan.
Það var sem sé engin lognmolla þar
sem þessi fasmikla sporlétta kona lét
til sín taka, hvort heldur var í
orðræðu eða söng. En allt á sér upp-
haf - og endi, stundum með svo
óvæntum höggþunga að í fyrstu
vefst fyrir manni að trúa og skilja.
Jóhanna hafði átt við vanheilsu að
stríða um skeið, og það sem virtist
meinlítil flensa að kvöldi dags
reyndist banvæn sýking sem varð
henni að aldurtila á sjúkrahúsi degi
síðar.
Söngur hennar er því þagnaður
fyrir fullt og allt hér í heimi, og svo
er einnig um orðræðurnar fjörlegu.
Og er þá ekki annað eftir en að við
hjónin og synir okkar þökkum ungu
konunni samvistirnar, með fyrir-
bæn um að almættið taki sál henn-
ar í náðarfaðm sinn og að Ólafi og
dætrum þeirra Jóhönnu, foreldrum
hennar og systkinum, leggist líkn
með þraut á þeim þungbæru stund-
um sem nú er hlutskipti þeirra um
sinn.
Blessuð sé minning Jóhönnu Ein-
arsdóttur.
Jóhannes Helgi.
Það var fyrir fjórum árum að
stjórn Félagsins Heymarhjálpar
stóð frammi fyrir ráðningu nýs
framkvæmdastjóra.
Heyrnarhjálp er félag heymar-
skertra á íslandi og stjómin vissi að
þau verkefni, sem framundan vom,
gerðu miklar kröfur til þessa starfs.
Meðal fjölmargra umsækjenda var
Jóhanna S. Einarsdóttir. Ekki duld-
ist okkur að þar fór skarpgreind
kona með hrífandi fas og lifandi
áhuga á því sem félagið stóð fyrir.
Ráðning hennar í stöðu fram-
kvæmdastjóra var mikið gæfuspor
fyrir Félagið Heyrnarhjálp. A þess-
um fjórum ámm, sem félagið naut
starfskrafta hennar, var það reist úr
áralangri deyfð í vaxandi félag með
stórhuga framtíðaráform. Að fmm-
kvæði Jóhönnu, veitti Heyrnarhjálp,
árið 1996, viðurkenningu fyrir „skír-
mæltasta fjölmiðlamanninn" og
hlutu viðurkenninguna tveir frétta-
menn, annar frá útvarpi og hinn frá
sjónvarpi. Tilgangurinn var, auk
vinsamlegra tilmæla til
fjölmiðlafólks að tala skýrt og
greinilega, að vekja athygli á stöðu
og þörfum heyrnarskertra: textun
alls efnis í sjónvarpi, ekki síst ís-
lensks efnis, bættri aðstöðu heyrn-
arskertra til náms, betri aðgang að
nýjustu heymartækjum og hjálpar-
búnaði, og svo mætti lengi telja.
Félagið gaf út veglegt afmælisrit,
undir ritstjórn Jóhönnu, á 60 ára af-
mæli sínu í fyrra og hóf útgáfu
fræðslubæklinga. Síðastliðið haust
stóð hún fyrir glæsilegu málþingi á
vegum félagsins, um hávaða, sem
reynist miklu meiri skaðvaldur í
samfélagi okkar en við gemm okkur
almennt ljóst. Þessi dagur var félag-
inu til mikils sóma og við vomm af-
skaplega stolt af að eiga þennan
framkvæmdastjóra.
Öll hennar verk vom unnin af ýtr-
ustu natni.
Jóhanna var glæsileg kona sem
sópaði að. Hún var gædd miklum
hæfileikum og smitandi lífsgleði.
Fallega brosið hennar og glaðlegan
hláturinn, sem alltaf mætti okkur er
við hittumst á skrifstofunni, munum
við öll geyma í hjörtum okkar.
Hún hafði sterkan persónuleika,
sem einkenndist af hreinskiptni,
ríkri réttlætiskennd og framúrskar-
andi vandvirkni og skyldurækni.
Hún var einstök og með henni var
gott að vera.
Við sviplegt og svo ótímabært frá-
fall hennar sitjum við agndofa eftir
og skiljum ekki almættið.
Félagið Heyrnarhjálp þakkar
Jóhönnu af alhug hennar mikla og
óeigingjarna starf til framdráttar
málefnum heyrnarskertra á Islandi.
Nafn hennar mun þar lengi lifa.
Fjölskyldu hennar allri, eigin-
manni, dætmnum ungu, foreldmm
og systkinum sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Jóhönnu S.
Einarsdóttur.
F.h. Félagsins Heyrnarhjálpar,
Bryndís Guðmundsdóttir.
Okkur systkinin langar til þess að
minnast Hönnu Siggu með örfáum
orðum en hún lést svo snögglega
föstudaginn 15. maí eftir mjög stutt
veikindi.
Við kynntumst Hönnu Siggu fyrst
fyrir rúmum 20 áram þegar elsta
systir okkar, Ólöf, kynntist Bent
eldri bróður hennar. Við hittumst
oftast í fjölskylduboðum og afmæl-
um og allir skynjuðu hennar miklu
útgeislun. Hún var ætíð hrókur alls
fagnaðar og eitt er vist að þar sem
hlátrasköllin og fjörið var mest, þar
var Hanna Sigga miðpunkturinn.
Fólk sótti í þann hóp sem hún var í
enda hafði hún óvenju skemmtiiega
frásagnarhæfileika og talaði sérstak-
lega fallegt mál. Hún virkaði eins og
segull á fólk. Hanna Sigga var
óvenju hæfileikarík manneskja. Hún
samdi lög, orti ljóð, hafði yndi af
söng, hafði fallega söngrödd og hafði
m.a. lagt stund á söngnám um skeið.
Hún og Ólafur störfuðu á Hvera-
völlum í nokkur ár við veðurathug-
anir. Þar nutu þau sín sem miklir
náttúmunnendur. Eitt okkar systk-
inanna var svo heppið að njóta gest-
risni þeirra á leið sinni yfir Kjöl
sumarið 1983. Þau vom frábærir
gestgjafar og ótrúlega víðlesin og
fróð um öll kennileiti á Kili. Síðast-
liðið sumar hitti þannig á að eitt
okkar dvaldi með fjölskyldu sinni í
Portúgal á sama tíma og Hanna
Sigga og fjölskylda hennar. Mikill
samgangur var þar með börnunum.
Á þeim tíma átti yngri dóttir þeirra
afmæli og var slegið upp veislu sem
lengi verður í minnum höfð.
Hanna Sigga og Ólafur eignuðust
tvær yndislegar dætur, Ulfhildi og
Sólkötlu sem nutu einstakrar ástúð-
ar, hlýju og umhyggju foreldra
sinna. Það gerði líka Elín Jónína
dóttir Ólafs, sem hann átti frá fyrra
hjónabandi. Við vitum að hún mun
verða pabba sínum ómetanleg stoð
og stytta í þessari miklu sorg sem
og við umönnun systra sinna um
ókomin ár.
Megi góður Guð veita Ólafi, Úlf-
hildi, Sólkötlu og Elínu Jónínu svo
og foreldmm Hönnu Siggu, þeim
Grétu og Einari, og systkinum
hennar styrk til að takast á við
þessa miklu sorg við ótímabært frá-
fall hennar. Megi minningin um
vandaða, skemmtilega, og hjarta-
hlýja konu lifa. Guð geymi Hönnu
Siggu.
Helga, Ásta Jóna, Kristín,
Jónas og Inga Margrét.
Hanna Sigga mín. Mig langar til
að kveðja þig hinsta sinni þótt mér
finnist það óraunvemlegt að eiga
ekki eftir að hitta þig aftur. Ég vil
þakka þér kynnin og samstarfið á
s.l. ári í tengslum við félagið Heyrn-
arhjálp sem var sérstakt á margan
hátt, ekki hvað síst hversu vel að öll-
um undirbúningi var staðið með
röggsemi, góðu skipulagi og sam-
viskusemi frá þinni hendi. Oft hef ég
vitnað í þetta ferli okkar þegar
hnýta þarf saman marga þætti svo
úr verði heild. Þetta er ekki á færi
allra.
Það var hressilegt og gaman að fá
ykkur systur inn á heimilið meðan á
öllu stóð. Oft vomm við knöpp á tím-
anum en léttum það með ýmsum
samræðum frá æskuáram okkar,
sem og öðmm málefnum.
Þessi persónulegu tengsl við þig,
Hanna Sigga, fölskvalaus framkom-
an og traustið sem þú sýndir, skilja
eftir sig spor og lærdóm og spurn-
ingu um hvort í rauninni séu til
margir einstaklingar sem gefa þessa
hlutdeid með nærvem sinni. Samt
skiptir það svo miklu máli í lífi
manneskjunnar.
Það er sjónarsviptir að svo svip-
mikilli persónu sem þú varst og eng-
in orð til að lýsa þeirri sorg sem þín-
ir nánustu takast nú á við.
Ólafur minn, Úlfhildur, Sólkatla
sem og aðrir aðstandendur. Ég
votta ykkur mina dýpstu samúð á
þessum erfiðu tímum með von um
að þið náið að sjá ljós út úr myrkr-
inu í fyllingu tímans.
Heimir Guðmundsson.
„Þótt ég sé látin, harmið mig ekki
með támm. Hugsið ekki um
dauðann með harmi og ótta; ég er
svo nærri að hvert eitt tár ykkar
snertir mig og kvelur, þó látna mig
haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með
glöðum hug, lyftist sál mín upp, til
móts við ljósið. Verið glöð og
þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og
ég, þótt látin sé, tek þátt í gleði ykk-
ar yfir lífinu.“ (Ök. höf.)
Lífsþorsti, söngelska og ham-
ingjuþrá fannst mér vera það sem
auðkenndi mest mágkonu mín
Jóhönnu Sigríði Einarsdóttur, sem
lést á Landspítalanum föstudaginn
15. maí sl. Það er mikill harmur og
mikið áfall þegar baktería, á minna
en sólarhring, leggur að velli unga
konu í blóma lífsins, frá manni og
ungum dætram. Það var engu líkara
en að mágkona mín skynjaði sitt
skapadægur, svo annríkt sem hún
átti í glímunnni við andleg og ver-
aldleg málefni. Tók meðal annars
stuttu fyrir andlátið söngpróf hjá
FÍH.
Þrátt fyrir heilbrigt líferni og
reglusemi, átti hún við heilsubrest
að etja síðustu tvö árin, sem læknum
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
SuðurhUð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn.
veittist erfitt að henda reiður á,
nema að hluta til. Hún gat illa sætt
sig við þann vegatálma. Hún vildi
lifa lífinu til fulls og leitaði allra leiða
til lækninga, af metnaði, með opnum
huga og einlægni.
Mágkonu minni dugðu ekki hálf-
kveðnar vísur, hún vildi ræða alla
hluti í botn. Um lífið og tilverana,
fortíð og nútíð, opið og grímulaust.
Er það ekki staðreynd að því mann-
legri sem manneskjan er því erfið-
ara getur verið að fóta sig í lífinu.
Enginn mér vandabundinn hefir
jafn oft sagt við mig: „Þú ert hjúkr-
unarkona og ég veit að þú skilur
mig.“ Vissulega skildi ég, en eitt er
að skilja og annað að hafa lausnar-
orðið, til að leysa þá mörgu
Gordionshnúta sem óhjákvæmilega
hnýtast í Mfsvefinn okkar. Hún var
baráttukona. Uppgjöf var ekki til í
hennar huga. Við mágkonurnar vor-
um ekki alltaf með hugann við lífs-
gátuna, heldur áttum líka margar
hátíðar- og gleðistundir saman.
Ég minnist þess er hún kom til
mín fyrir ekki svo löngu síðan og
hampaði stolt stjúpömmubarninu
sínu. Nokkrum dögum fyrir andlát-
ið sótti hún mig til að aka með mig
suður í Hafnarfjörð til að sýna mér
nýfædda systurdóttur og gefa mér
hlutdeild í gleði sinni. Sá ég þá bet-
ur en áður hversu miklir kærleikar
voru með þeim systram. Á leiðinni í
bæinn hafði hún á orði, að engum
treysti hún betur til að halda vel ut-
anum hamingjuna, heldur en systur
sinni og mági. Jóhanna var af
breiðfirsku bergi brotin, sem á sá í
manngerð hennar. Hún ólst upp í
Stykkishólmi í skjóli ástríkra for-
eldra og þriggja systkina. „Afi seg-
ir að það sé gott að gráta, það
hreinsi hjartað,“ sagði litla sex ára
barnið hennar við dánarbeð móður
sinnar.
Allt hefir sinn tíma. Þegar harm-
inum Mnnir, stendur eftir minningin
um góða konu með breiðfirska reisn,
sem vildi höndla hamingjuna og
bera birtu inn í líf ástvina sinna og
samferðafólks. Bæn mín til hans
sem öUu ræður er að hann styrki og
verndi börn hennar og bróður minn í
sorg þeirra og alla þá er hjarta
hennar sló til.
Hrönn Jónsdóttir.
Kæra Hanna Sigga. Þegar hringt
var í mig og mér tilkynnt um óvænt
andlát þitt var ég á leið í kirkju til
þess að hlusta á tvær dætur mínar
spila á lokatónleikum Tónlistarskól-
ans í Stykkishólmi. Ég dofnaði upps_
fór á tónleikana og reyndi að njótá
þess að hlusta á öll börnin spUa. Það
reyndist mér sérstaklega erfitt að
hlusta á píanónemendurna, því þeg-
ar við vomm börn varst þú píanó-
nemandi í þessum sama skóla.
Minningarnar hrönnuðust upp og
hafa gert það síðan ég sat í kirkj-
unni.
Þú ert órjúfanleg heild af flestum
mínum æskuminningum, alveg fram
undir tvítugt. Ég man þegar ég átti
heima í Kúldshúsi (þangað sem ég
er aftur flutt) og þú áttir heima hin-
um megin við götuna í húsi við Þing^
húshöfðann. Við lékum okkur mikið
í Höfðanum og þar áttir þú vinkonu í
klettunum sem þú lékst þér stund-
um við, mig minnir að hún hafi heit-
ið Agnes. Ég gat aldrei séð hana en
dáðist að því að þú gætir talað við
huldufólk.
Ég man þegar við urðum ungling-
ar og þú fluttir í nýtt hús á Silfur-
götu hvað ég þurfti að bíða lengi eft-
ir þér í ganginum því þú varst alltaf
svo lengi að hafa þig til. Ég minnist
þess ekki að þetta hafi pirrað mig,
það var svo gaman þegar þú loksins
komst út.
Ég man hvað mamma þín bakaði
góða brúntertu og gaf okkur oft með
ískaldri mjólk. Mér fannst svo gotlk
að eiga svona trausta vinkonu. Við
vomm á margan hátt ólíkar. Þú
varst með ljóst og gyllt sítt hár. Ég
var með dökkt sítt hár. Þú varst svo
tilfinningarík, og ég held að það hafi
oft gert þér lífið svo erfitt, ég var
jarðbundin. Saman vomm við bara
mjög góðar. Við höfum alltaf skilið
hvor aðra og verið réttlátar og til-
litssamar gagnvart hvor annarri.
Við fórum saman suður í MT og
vorum saman í bekk öll árin, eins
og í barnaskólanum. Á þessum ár-_
um fór ástin að festa hendur á þérT
Þú varst falleg og vinsæl, trúlofaðir
þig ung, svo eðlilega minnkuðu okk-
ar samverustundir. Við höfum alltaf
haldið okkar góða vinskap síðan en
SJÁ NÆSTU SÍÐU
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
föður okkar, afa og langafa,
INDRIÐA B. HALLDÓRSSONAR,
Hrafnistu Reykjavík,
áður Reynimel 82,
og heiðruðu minningu hans.
Sérstakar þakkir til Karlakórsins Fóstbræðra.
Guð blessi ykkur öll.
Sigrún Þóra Indriðadóttir,
Svavar Indriðason,
barnabörn, tengdabörn
og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, systur, ömmu og langömmu,
JÓNU GÍSLÍNU SIGURÐARDÓTTUR,
Bústaðavegi 85.
Sigurður Brynjólfsson, Guðborg K. Olgeirsdóttir,
Margrét Karlsdóttir, Herbert Svavarsson,
Guðmundur Valur Sigurðsson, Ólafía Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Lokað verður vegna jarðarfarar JÓHÖNNU S. EINARSDÓTTUR
mánudaginn 25. maí 1998 hjá eftirfarandi aðilum:
SÍM - Sambandi íslenskra myndlistarmanna,
MYNDSTEF - Myndhöfundasjóði íslands,
Myndlistarsjóði íslands,
UMM - Upplýsingamiðstöð myndlistar,
Hverfigötu 12.