Morgunblaðið - 30.05.1998, Side 6
6 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ '
FRÉTTIR
27. landsþing Slysavarnafélags Islands sett í Sandgerði
Meirihluti
Nýtt minjasafn
opnað á 70 ára
afmæli SVFÍ
27. LANDSÞING Slysavarnafé-
lags fslands var sett í Sand-
gerði í gær, en þingið stendur
yfír nú um helgina. Félagsmenn
fagna einnig 70 ára afmæli
Slysavarnafélagsins en fyrsta
og elsta deild félagsins var
einmitt stofnuð í Sandgerði
hinn 23. júní 1928, en það var
slysavarnadeildin Sigurvon.
Þingið var sett í Safnaðar-
heimilinu í Sandgerði af Gunn-
ari Tómassyni forseta Slysa-
varnafélags Islands, að lokinni
guðsþjónustu séra Hjartar
Magna Jóhannssonar. „Líknar-
gjafinn þjáðra þjóða, þú sem
kyrrir vind og sjó,“ söng
kirkjukór Hvalsneskirkju og
séra Hjörtur minnti á að trúin á
guð hafí reynst vel í baráttunni
við ægi, en áður en vélknúnir
bátar komu til sögunnar hafí
ávallt verið farið með sjóferðar-
bæn.
Óeigingjarnt sjálfboðastarf
Gunnar Tómasson setti þing-
ið og vitnaði í orð Hallgríms
Péturssonar: „Hvað er eitt líf
án samhjálpar frá vinum?“
Hann minnti á að Slysavamafé-
lag Islands væri félag allrar
þjóðarinnar og með óeigin-
gjörnu sjálfboðastarfi hefði því
tekist að beijast fyrir slysa-
vörnum og bjarga mörgum
mannslífum. Þema þingsins í ár
er „Slysavarnafélagið til nýrrar
aldar“, og lagði Gunnar áherslu
á að félagið þyrfti að setja sér
markmið og stefnu í ávarpi
sínu.
Forseti Islands, Ólafur Ragn-
ar Grímsson, flutti ávarp og
sagði að á hættustundu ætti
þjóðin eina sál, einn vilja, og ör-
lög eins yrðu barátta allra.
„Með starfi sínu hefur Slysa-
varnafélag Islands öðlast sam-
viskusess í vitund þjóðarinnar.
Það er kjami í samstöðu íbú-
anna og hefur dregið saman
ólíkar stéttir fólks,“ sagði Ólaf-
ur Ragnar og gladdist yfir því
sem SVFI hefur gert fyrir ís-
lensku þjóðina og færði félags-
mönnum þakkir hennar fyrir
störf sín og afrek.
Brian Miles, framkvæmda-
sljóri Konungiega breska sjó-
björgunarfélagsins, flutti einnig
ávarp, þar sem fram kom að
hann vildi minna á hve heppin
við væmm að eiga að björgun-
arfólk sem hætti lífi sínu fyrir
fólk í hættu og við mættum
ekki gleyma þakklæti í þeirra
garð. Hann benti á að ávallt
skyldi hafa í huga að kjarkur-
inn væri sterkari en stormur-
inn.
Minjasafn SVFÍ
opnað í Garðinum
Að lokinni setningu lands-
þingsins var haldið til opnunar
Minjasafns Slysavarnafélags fs-
lands í Garðinum. Halldór Blön-
dal samgönguráðherra opnaði
minjasafnið með formlegum
hætti og sagði í ræðu sinni „að
koma hér inn er hálfpartinn
eins og að koma inn í helgi-
dóm“, og það gleddi hann að fs-
lendingar væm aldir upp við að
bera virðingu fyrir starfi slysa-
varnafélaga um land allt.
Á safninu em til sýnis munir
og myndir sem tengjast 70 ára
starfi félagsins. Ásgeir Hjálm-
arsson formaður sögu- ojg
minjasafnsnefndar SVFI, sem
sett var á laggirnar árið 1993,
sagði að á sýningunni mætti
glöggt sjá hve mikilvægt slysa-
varnastarf hefði verið í gegnum
árin. Fyrirhugað er að bæta við
munum, en reiknað er með að
sýningin sem nú var opnuð
standi til frambúðar, með örlitl-
um breytingum þó.
Kristín Ingimundardóttir var
við opnun safnsins gerð að heið-
ursfélaga Slysavarnafélagsins
fyrir óeigingjarnt starf og
rausnarleg framlög til félags-
ins. Meðlimir Sögu- og minja-
safnsnefndar, þeir Ásgeir
Hjálmarsson, Sigurður H. Guð-
jónsson, Sigfús Magnússon og
Jón Borgarsson vom einnig
heiðraðir fyrir uppbyggingu
safnsins.
Morgunblaðið/Halldór
HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra opnaði Minjasafn Slysavarna-
félags íslands í Garðinum í gær, með aðstoð Estherar Guðmundsdótt-
ur framkvæmdastjóra SVFÍ.
KRISTÍN Ingimundardóttir var gerð að heiðursfélaga SVFÍ í gær.
Hér er hún ásamt forsetahjónunum, þeim Ólafi Ragnari Grímssyni og
Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, og Gunnari Tómassyni forseta
Slysavarnafélags Islands.
S-lista og
D-lista í Vest-
urbyggð
SAMKOMULAG hefur tekist milli
S-lista Samstöðu og D-lista sjálf-
stæðismanna í Vesturbyggð um
meirihlutasamstarf. Ný bæjar-
stjórn hefur meðal annars sett sér
þau markmið að minnka útgjöld og
lækka skuldir bæjarfélagsins en
jafnframt að styrkja atvinnulíf og
fjölga atvinnutækifærum þannig að
skatttekjur bæjarsjóðs aukist í
framtíðinni.
Meirihlutaviðræður í Borgar-
byggð liggja nú niðri meðan fram-
sóknarmenn bíða eftir svari við til-
boði sínu til Borgarbyggðarlista
sem lagt var fram í fyrradag. Áður
hafði slitnað upp úr viðræðum
sjálfstæðismanna og framsóknar-
manna.
I Isafjarðarbæ standa enn við-
ræður Isafjarðarlistans og sjálf-
stæðismanna.
----------
Frumsýningu
frestað
KAFFILEIKHÚSIÐ frestaði um
viku vegna veikinda frumsýningu,
sem átti að vera í gærkvöldi, á leik-
ritinu Annað fólk eftir Hallgrím H.
Helgason.
Ögilding atkvæðis í
Garði sögð óréttmæt
GUÐMUNDUR Ámi Sigurðsson,
þriðji maður á I-lista í Gerðahreppi
og formaður Félags óháðra borgara í
Garði, sem að íramboðinu stóð, hefur
kært nýafstaðnar sveitarstjórnar-
kosningar á þeim forsendum að at-
kvæði sem hefði getað breytt niður-
stöðu þein-a hafi verið úrskurðað
ógilt á röngum forsendum.
Fjórir listar voru í framboði í
Gerðahreppi, F-listi sem fékk 300 at-
kvæði og fjóra menn kjörna, H-listi
sem fékk 146 atkvæði og tvo menn
kjörna, I-listi sem fékk 145 atkvæði
og einn mann og loks L-listi sem
fékk 50 atkvæði og engan mann
kjörinn.
Guðmundur Árni segist í kæru til
sýslumannsins í Keflavík hafa vit-
neskju um að atkvæði sem greitt var
utan kjörfundar 19. maí, eða fjórum
dögum fyrir kosningar, hafl ekki
verið haft með við talningu atkvæða.
Ástæðan var sú, samkvæmt heimild-
um Guðmundar, var fylgiskjal kjör-
seðilsins ekki útfyllt af sýslumannin-
um í Keflavík.
I lögum um kosningar segir meðal
annars að undirritun fylgibréfs at-
kvæðis skuli vottuð af kjörstjóra,
sem í þessu tilviki var sýslumaðurinn
í Keflavík. Engin nánari ákvæði eru
um þessa vottun. I kæru Guðmundar
Árna segir orðrétt: „I þessu tilviki
verður að horfa til þess, að svo virð-
ist sem mistök starfsmanna sýslu-
mannsembættisins í Keflavík hafi
valdið „ógildi“ umrædds atkvæðis.
Standa því rök til þess að atkvæðið
kæmist að við talningu, enda hefði
embætti sýslumanns átt að hlutast
til um að staðreynt yrði á einhvern
hátt að atkvæðið hefði verið greitt á
lögmætan hátt hjá embættinu."
Guðmundur Árni segir að þar
sem umrætt atkvæði hefði getað
haft áhrif á úrslit kosninganna hljóti
þær samkvæmt lögum að teljast
ógildar.
Varðandi úrskurðinn um ógildingu
atkvæðisins bendir hann sérstaklega
á að formaður kjörstjórnar í kosn-
ingunum sé eiginkona eins af fram-
bjóðendum H-lista. Guðmundur tel-
ur að rök megi færa fyrir því að
þessi tefigsl „kunni í þessu tilviki að
hafa átt þátt í því að það voru ekki
málefnaleg sjónarmið sem réðu því
að umrætt kjörfundaratkvæði vai-
ekki haft með við talningu atkvæða",
eins og segir orðrétt í kærunni. Guð-
mundur bendir á að hreppurinn sé
fámennui' og verulegar líkur séu til
þess að margir viti hver hafi greitt
atkvæði utan kjörfundar og um
stjórnmálaskoðanir viðkomandi.
Bizet betrumbættur?
LEIKLIST
íslpiiska ópcran
CARMEN NEGRA
Höfundar: Stewart Trotter og Callum McLeod
sem leituðu fanga í óperu Georges Bizet. Leik-
stjóri: Stewart Trotter. Tónlistarstjóri: Gunnar
Þórðarson. Aðstoðarmaður tónlistarstjóra:
Claudio Rizzi. Hljóðstjóri: Gunnar Smári Helga-
son. Dansahöfundur: Wanda Rohicki. Leik-
mynd: Hlín Gunnarsdóttir. Búningar: Hulda
Kristín Magnúsdóttir. Lýsing: Tim Mitchell.
Flytjendur í helstu hlutverkum: Bergþór Páls-
son, Bjartmar Þórðarson, Bubbi Morthens, Car-
on Barnes-Berg, Egill Ólafsson, Garðar Thór
Cortcs, Jón Jósep Snæbjörnsson, María Kristín
Sigurðardóttir, Valgerður G. Guðnadóttir og
Vilborg Halldórsdóttir. Kór: Aðalheiður Hall-
dórsdóttir, Agnes Kristjónsdóttir, Bergþóra
Njála Guðmundsdóttir, Birna Hafstein, Helena
Jónsdóttir, Hrólfur Sæmundsson, Inga Björg
Stefánsdóttir, Ivar Helgason og Örlygur Smári.
mjóðfæraleikarar: Kjartan Valdemarsson,
Gunnar Þórðarson og Gunnlaugur Briem.
Föstudagur 29. maí.
PROSPER Mérimée skrifaði 1845 söguna
um Carmen. 1875 var ópera byggð á sögunni
frumsýnd. Georges Bizet samdi tónlistina en
Halévy og Meilhac eru skrifaðir fyrir textanum.
Söguþráðurinn er hádramatískur og tónlistin er
heimsþekkt. Vinsældir óperunnar hafa valdið
því að ýmsir hafa gert tilraun til þess að snúa
verkinu upp á nútímann. Frægasta dæmið er
sennilega söngleikurinn Carmen Jones (frum-
sýndur 1943) þar sem Billy Rose staðsetti sína
útgáfu í samfélagi svertingja í Bandaríkjunum
og aðlagaði tónlistina að þeirra stíl.
Höfundar þessarar útgáfu skera tónlist
Bizets og söguþráð Mérimées niður við trog.
Útkoman verður mjög stytt og því miður vantar
mikið upp á spennu og dramatík í verkinu. Þeg-
ar tekið er eitt vinsælasta meistaraverk óperu-
bókmenntanna og það aðlagað nútímanum þarf
mikla hæfileikamenn til sem gefa nýja sýn á
verkið. Um slíkt er ekki að ræða hér.
Umbúnaður sýningarinnar var upp og ofan.
Sviðsmyndin er leiðinlega regluleg þó að hugvit-
samlega væri hún nýtt í ieiknum. Myndverk í
leikmynd byggð á verkum Fridu Kahlo og Cu-
evas týndust bak við flytjendur. í búningahönn-
un vantaði meiri vísun í Rómönsku-Ameríku.
Búningar titilpersónunnar eru fjölbreyttir en
sígaunatengingunni ofaukið.
Þriggja manna hljómsveit leikur undir
söngnum. Undirritaður saknaði meiri suður-
amerískra takta. Skemmtarahljómur í undir-
leiknum er ríkjandi, sérstaklega í strengjaeft-
irlíkingum og þegar trommuheilinn var notað-
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ur, og stundum var dósahljómur í hljóðkerfinu.
Best og jafnast söng kórinn, sem líka stóð sig
vel í dansi og leik. Þar leyndust söngnemar eða
nýútskrifaðir. Má ætla að samhæfing kórsins sé
Claudio Rizzi að þakka og á hann heiður skilinn.
Garðar Thór Cortes bar af í hlutverki José.
Söngur og leikur voru til fyrirmyndar og text-
inn komst sérstaklega vel til skila. Sama má
segja um Bergþór Pálsson í litlu hlutverki
Morales en leikurinn var á stundum einum of
líflegur miðað við heildarsvip hópsins. Egill
Ólafsson er aðsópsmikill og traustur á sviðinu
sem fótboltakappinn Escamillo - röddin verður
sífellt fyllri og sterkari og leikurinn öruggari.
Caron Bames-Berg er stórglæsileg, kraft-
mikil og hefur gullfallega rödd frá náttúrunnar
hendi. Aftur á móti vantar töluvert á
textaframburð og á lægri tónunum þveiT kraft-
ur raddarinnar. Leikstjórnarleg mistök eins og
tískusýningarganga hennar í lokaatriðinu koma
í veg fyrir að leikur hennar verði eftirminnileg-
ur. Valgerður Guðnadóttir var indæl Michaela,
söng eins og engill en ekki nógu sannfærandi í
leiknum. Helgi Björnsson stendur sig vel í
söngnum en í leiknum stendur sterkur hreimur
honum fyrir þrifum. Bubbi Morthens sýndi til-
þrif í gamanleik og söng vel. Jón Jósep Snæ-
björnsson var skemmtilegur og líflegur sem
Duncaire en textaframburður var slæmur.
Bjartmai' Þórðarson setti svip á sýninguna sem
fótafimur næturklúbbseigandi og Margrét
Kristín Sigurðardóttir og Vilborg Halldórsdótt-
ir voru eftirtektarverðar í hlutverkum
Mercedes og Frasquitu.
Annars vegar má segja að hér er gerð aðfór
að einu meistaraverki óperubókmenntanna
sem það stendur af sér þar sem lunginn úr lag-
línunum stendur óbreyttur. Hins vegar er
frammistaða einstakra flytjenda oft mjög góð
og gerir þessa uppfærslu mjög viðunandi.
Sveinn Haraldsson