Morgunblaðið - 30.05.1998, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 9
FRÉTTIR
Upplýsingar um náttúru Islands
gerðar aðgengilegri almenningi
Jón Svavarson
HAUKUR Jóhannesson, Jón Gunnar Ottósson, Guðmundur Guðjóns-
son og Hans Hansen kynna útgáfu kortanna.
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ís-
lands hefur gefíð út þrjú ný kort af
íslandi í mælikvarðanum 1: 500.000.
Jón Gunnar Ottósson forstöðumað-
ur Náttúrufræðistofnunar segir
stofnunina hafa hug á að byggja
upp kortagerð, með nýrri tækni er
geri kortagerð mun ódýrari en áður
og stefnir stofnunin á með útgáfu
kortanna að gera upplýsingar um
náttúru íslands aðgengilegri fyi-ir
almenning.
Um er að ræða tvö jarðfræðikort
annars vegar berggrunnskort og
hins vegar höggunarkort, þitðja
kortið er gi'óðurkort af Islandi.
Höggunarkortið er fyrsta kort sinn-
ar tegundar á íslandi. „Það sýnir
jarðfræði Islands á nýstárlegan
hátt, jarðlög eru flokkuð eftir aldri
en ekki gerð. Það á því að nýtast til
að sjá hvernig landið er uppbyggt,"
sagði Haukur Jóhannsson jarðfræð-
ingur á blaðamannafundi þegar
kortin voru kynnt. Hann vann að
gerð kortsins ásamt Kristjáni Sæ-
mundssyni frá Orkustofnun.
Erlendir fréttamenn
sólgnir í jarðfræðikort
Haukur og Kristján unnu einnig
að berggi'unnskortinu sem er ný og
endurbætt útgáfa korts sem fýrst
var gefíð út árið 1989.
Berggrunnskortið sýnir stærstu
drætti í jarðfræði landsins, jarðlög
eru flokkuð eftir aldri, gerð og sam-
setningu. „Reynslan hefur sýnt að
erlendir ferðamenn eru sólgnir í
kort sem þetta,“ sagði Haukur. Það
var prentað í tíu þúsund eintökum
árið 1989 og hefur verið uppselt um
hríð en nýja kortið er prentað í
sama upplagi.
Gróðurkortið er það fyi'sta sem
gefíð er út og sýnir gróðurfar lands-
ins alls. Að sögn Guðmundar Guð-
jónssonar, sem er höfundur korts-
ins ásamt Einari Gíslasyni, er nota-
gildi þess margvíslegt. „Það auð-
veldar gróðurfarslegan samanburð
við önnur lönd og gefur einfalda og
greinargóða mynda af gi'óðri lands-
ins. Það getur einnig gefið hug-
myndir um aðra náttúrulífsþætti
landsins eins og dýralíf og jarðveg."
Áratuga vinna að
baki kortunum
Kortin byggjast á áratuga vinnu
því að upplýsingar sem voru til fyrir
eru nýttar og bætt við þær. Þannig
benti Jón Gunnar á að erfítt væri að
segja til um heildarkostnað við gerð
kortanna en kostnaðurinn fyrir ut-
an launakostnað var um 2 milljónir
króna þegar búið var að safna öllum
upplýsingum. Kortin eru öll til á
stafrænu formi sem auðveldar leið-
réttingar og viðbætur og gerir að-
gengi að upplýsingum þægilegri.
Mál og menning sér um sölu og
dreifingu kortanna fyrir Náttúru-
fræðistofnun en samningar tókust
ekki við Landmælingar Islands. Að-
spurður hvort framhald yrði á þeirri
samvinnu sagði Jón Gunnar að svo
gæti vel farið, stofnunin væri ánægð
með samninginn við Mál og menn-
ingu og hefði engan hug á að standa
í sölu og dreifingu sjálf.
Hvergi
meira úrval!
BARNAVÖTUVERSLUN GLÆSIBÆ
SÍMI 553 3366
1-15 kg.
15-25 kg.
15-35 kg.
Verð kr. 7.985,-
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Gamlir Hagskælingar
heiðraðir
VIÐ útskrift nemenda, sem fram
fór nýlega, hreyktu Hagskæling-
ar sér af nokkrum fyrrverandi
starfsmönnum og nemendum
skólans. Hollvinafélag Hagaskóla
stóð fyrir því að heiðra valin-
kunna menn úr hópnum, þá
Björn Jónsson, fyrsta yfirkenn-
ara skólans og fyrrverandi skóla-
stjóra, Jónu Hansen kennara,
Sigrúnu Hjálmtýsdóttur söng-
í sambandi við neytendur
frá morgni til kvölds!
- kjarni málsins!
konu, Kára Stefánsson, forsljóra
Islenskrar erfðagreiningar, Karl
Sigurbjörnsson, biskup Islauds,
Davíð Oddsson forsætisráðherra,
Auði Bjarnadóttur dansara og
Pétur Gunnarsson rithöfund. Sig-
rún, Auður, Pétur og Kári sitja
hér á fremst bekk við athöfnina.
HEILSUSETUR
ÞÓRGUNNU
Bak- Punkta- og slökunarnudd
HELGARNÁMSKEIÐ 6.-7. JÚNÍ
Vinsælt og lærdómsríkt námskeið.
Andlits-, punkta- og sjálfsnudd
Fegrandi, orkugefandi og goð hjálp við
ýmsum einkennum og verkjum.
2ja kvölda námskeiö 4. og 11. júnl
Svæðameðferðarnám
Viðurkennt af Svæðameöferðarfélaginu.
Byrjar 3. sept.'98.
Innritun nemenda hafin. Vel menntaður
og viðurkenndur kennari.
Uppl. og innritun f sfma 896 9653 og
562 4745 á milli 12 og 14 virka daga.
Teg.3526
Stærðir: 24-27 kr. 3.900
Stærðir: 28-34 kr. 4.590
Litur: Orange
SK/SI
Kringlunni 8-12, sími 568 9345
Teg.3500
Stærðir: 18-23
kr. 3.900
Litir: Rautt og
blátt
VORURMEÐ
ÞESSU MERKI
MENGAMINNA
Norræna umhverfismerkið
hjálpar þér aö velja þær vörur
sem skaða síður umhverfið.
Þannig færum við verðmæti
til komandi kynslóða.
UMHVERFISMERKISRÁÐ
HOLLUSTUVERND RÍKISINS
Upplýsingar hjá Hollustuvernd ríksins
ísíma 568 8848, heimasíOa: www.hollver.is
m
W
DekaIöpp
FYRIR BYGGINGARIÐNAÐ
• Epoxy inndælingarefni
• Epoxy rakagrunnur
• Epoxy steypulím
• Steypuþekja
^mir
IÐNAÐARGÓLF
Smiðjuvegur 72,200 Kópavogur
Sími: 564 1740, Fax: 554 1769
Mikið úrval
af góðum ferðafötum
hjárQýGafithiMí
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.30, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Hljóðfæraleikarar:
Gunnar Þórðarson
Vilhjálmur Guðjónsson ,
GunnlaugurBrlem M
Jóhanp Asmundsson m
Þórlr Ulfarsson %
Kristinn Svavarsson
Kjarlan Valdimarsson
Sigurður H.
Ingimarsson
Kristján
Gíslason
Hulda
■Gestsdóttir
Rúna G. i
Stefánsdóttii
irinsdóttn
Gtefeffasía/i/aðterö/attdsj
,\PiisteKUa. Aukþessuwal '
efaTettum.
Gulli Helga og !
Daddi í diskótekinu,
Dansab til kl. 3.
Skoðaðu vefinn okkar, m.a.veisluþjónustuna, ABBA ofl,
www.broadway.is
HÓTEL ÍSLANDI
Miða- og borðapanlanir í síma 533 1100.
Verð 4.900, matur og sýning. 1.950, sýning. 950, dansleikur.
Frábærir
söngvarar!
Sviðssetning: Egill Eðvarðsson.
Hljómsveitarstjori:
GunnarÞórðarson. ..
Pansstjórn: Jóhann Orn.
Hljóðstjórn: GunnarSmári Helgason
sem fær heesfu einkunn
* * * 4- * *