Morgunblaðið - 30.05.1998, Page 23

Morgunblaðið - 30.05.1998, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 23 Þjóðverjar vilja nýjan kanslara NÆRRI 70% þýskra kjósenda vilja nýjan kanslara að loknum þingkosningunum í september og jafnvel þriðjungur þein’a, sem styðja Helmut Kohl, vill sjá nýjan mann. Kemur þetta fram í könnun Polis-stofnun- arinnar fyrir tímaritið Focus. 68% vildu ekki, að Kohl yrði áfram en 25% töldu hann besta kostinn enn um sinn. Aðeins hefur dregið saman með flokki Kohls, kristilegum demókrötum, og jafnaðar- mönnum og hafa þeir síðar- nefndu nú sjö prósentustiga- forskot, 43% á móti 36%. Polis telur hins vegar, að Kohl sé að tapa á tíma og minnir á, að 1994 hafl kristilegir demókrat- ar verið búnir að ná jafnaðar- mönnum fjórum mánuðum íyrir kosningar. Minna atvinnuleysi ATVINNULEYSI í Frakk- landi, sem hefur verið að minnka á síðustu mánuðum, minnkaði enn í aprfl. Þá fækk- aði atvinnulausum um 13.000 og eru nú alls 2.976.700. Fór atvinnuleysið úr 12% í 11,9%. Ríkisstjórnin spáir því, að at- vinnuleysingjum muni fækka enn en aftur á móti hefur fjöldi þeirra, sem hafa verið án atvinnu í ár eða lengur, aukist. Skrípaleikur í Slóvakíu SJÖUNDA tilraun slóvakíska þingisins til að kjósa lands- mönnum forseta fór út um þúfur í gær og líktist mest grátbroslegum gamanleik að sögn erlendra stjórnarerind- reka. Er engin samstaða á þingi um frambjóðanda og sá, sem bauð sig fram, óháður þingmaður, fékk aðeins 13 at- kvæði en þurfti 90. Talið er útilokað, að nýr forseti verði kjörinn fyrir þingkosningarn- ar í september. „Þetta er al- ger skrípaleikur og hann er runninn undan rifjum Vla- dimirs Meciars forsætisráð- herra,“ sagði einn erlendu stjórnarerindrekanna. Bannað að kaupa - ekki selja FRÁ næstu áramótum verður bannað í Svíþjóð að skipta við vændiskonur, a.m.k. gegn greiðslu, og geta slík viðskipti varðað allt að hálfs árs fang- elsi. Vændiskonurnar verða hins vegar ekki saksóttar fyrir sinn hlut og er litið á þær sem fórnarlamb í þessu samhengi. Samkvæmt athugun, sem gerð var 1993, voru þá 2.500 vænd- iskonur í Svíþjóð og þar af stunduðu 650 iðjuna á götunni. Eru tölurnar raunar taldar mjög óáreiðanlegar en áætlað var, að þær hefðu selt sig alls 125.000 sinnum yfir árið. Voru þessi lög samþykkt ásamt öðr- um, sem varða ofbeldi gegn konum, og meðal annars var hert á lögum, sem banna um- skurð, en hann varðar nú fjög- urra ára fangelsi. Tyrkneska ríkisstjórnin æf vegna samþykktar franska þingsins París. Reuters. Ofsóknirnar gegn Armenum 1915 sagðar þjóðarmorð FRANSKA þingið samþykkti í gær ályktun þar sem staðfest er, að fjöldamorð Tyrkja á Armenum árið 1915 hafi verið þjóðarmorð. Tyrkneska stjórnin hafði farið fram á það við frönsku stjómina, að tillagan yrði dregin til baka og hótaði, að ella myndi það hafa al- varlegar afleiðingar fyrir viðskipti og önnur samskipti ríkjanna. í ályktuninni segir, að Frakkar viðurkenni opinberlega, að þjóðar- morð hafi verið framið á Armenum 1915 en talið er, að þá hafi 1,5 millj- ónir þeirra látið lífið á landsvæði, sem nú tilheyrir Tyrklandi og Sýr- landi. Fyrir utan þinghúsið í París höfðu safnast saman nokkur hund- ruð manns, sem þökkuðu Frökkum stuðninginn, en í Frakklandi búa um 300.000 manns af armenskum ættum, aðallega afkomendur þeirra, sem Ufðu af hörmungamar 1915. Skrifaði Jospin Tyrkneska dagblaðið Hmriyet vitnaði í gær í bréf, sem Mesut Yilmaz, forsætisráðherra Tyrk- lands, hefði sent frönskum starfs- bróður sínum, Lionel Jospin. Þar segir hann, að Tyrkir sætti sig ekki við, að orðið „þjóðarmorð“ sé notað við að lýsa atburðum, sem gerðust í fyrra stríði, og telji, að þeir séu ranglega sakaðir um glæp, sem þeir hafi ekki framið. Ismail Cem, utanríkisráðherra Tyrklands, ræddi við Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakk- lands, í Luxemborg og varaði hann við afleiðingum þess fyrir sam- skipti ríkjanna samþykkti þingið ályktunina. Vedrine sagði á blaða- mannafundi, að hann hefði svarað því tíl, að tillagan væri komin frá þingmönnum sjálfum, ekki ríkis- stjóminni. Við þingumræðuna sagði Jean-Pierre Masseret, sem fer með málefni uppgjafahermanna í ríkisstjóminni, að tillagan endur- speglaði tilfinningar þingmanna til atburðanna 1915 en hins vegar kvaðst hann efast um, að hún stuðl- aði að sáttum milli Armena og Tyrkja. HIÁLPAÐU TIL VW AÐ INNKALLA ÞESSA HRINGLII Komið hefur í Ijós að LEGO PRIMO maríuhænu-hringlan (vörunr. 2093) getur festst í munni barna. Þrátt fyrir að hringlan standist ítrustu kröfur okkar um öryggi og fullnægi öllum alþjóðlegum stöðlum teljum við að hún gæti mögulega valdið hættu á köfnun. Þess vegna viljum við umsvifalaust innkalla þessa vöru. Ef barnið þitt á slíka hringlu þá vinsamlegast skilaðu henni í verslunina þar sem hún var keypt eða hverja þá verslun þar sem vörur frá LEGO fást. Þú getur fengið andvirði hringlunnar greitt eða valið annað LEGO leikfang í sama verðflokki. Mikilvægt er að hringlan sé hvergi í notkun. Gakktu úr skugga um að ef barn ættingja þinna eða vina á slíka hringlu þá sé hringlunni komið til skila. Með fyrirfram þökk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.