Morgunblaðið - 30.05.1998, Síða 32

Morgunblaðið - 30.05.1998, Síða 32
GOO, MtNN & Mí INV/ETTtl 32 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Opid 10:00-16:00 laugardaga. Mættu snemma og fáðu frían bol! __________________MARGMIÐLUN____________________ Ýmislegt má gera til að stytta sér biðina eftir Windows 98 Upp- færslublús Tölvunotendur um allan heim bíða með öndina í hálsinum eftir Windows 98. Árni Matthíasson bendir á leiðir til að stytta sér biðina o^ jafnvel sleppa því jafnvel alveg að uppfæra. LÍKLEGA vita flestir tölvu- notendur að væntanleg er uppfærsla af Windows 95 sem kallast Windows 98. Mikið uppistand hefur verið í kringum þá útgáfu, ekki síst í ljósi þess að Microsoft hyggst sam- þætta Intemet Explorervafra sinn stýi'ikerfínu en yfirvöld vestan hafs halda því fram að með því sé fyrir- tækið að nýta sér yfirburðastöðu á stýrkikerfasviði til að halda öðrum hugbúnaði sínum að kaupendum. Ekki verður farið nánar út í þá sálma, en Windows 98 er væntan- legt á næstu vikum og eðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort rétt sé að uppfæra. Windows 95 leysti af hólmi Windows 3.x og kallast í raun Windows 4.0. Reyndar hét fyrsta útgáfa Windows 95 Windows 4.00.950 og síðan hafa fjórar upp- færslur komið út. Þær uppfærslur eru sumar fáanlegar á netinu og kærkomnar þeim sem eru að ör- magnast í biðinni eftir Windows 98 aukinheldur sem þær geta leyst vanda ýmissa sem þurfa þá ekki að punga út fyrir uppfærslunni. Veigameiri uppfærslumar era aft- ur á móti ekki fáanlegar á löglegan hátt nema með því að kaupa nýja tölvu. Eins og nafn hugbúnaðarins ber með sér eru þrjú ár síðan hann kom út og því era flestir líklega þegar með uppfærslu á sinni tölvu. Einfalt er að kanna það með því að smella á My Computer, velja þar Control Panel og loks System. Tal- an sem þar sést segir til um útgáf- una. Eins og áður er getið er 4.00.950 númerið á fyrstu útgáfu, Windows 95 A, og reyndar líka á íyi-stu uppfærslu, svonefndri OSR 1. Standi 4.00.950 B er upp sett á tölvunni útgáfa Windows 95 OSR2 eða OSR 2.1. Ýmsar við- og endurbætur Skömmu eftir að Windows 95 kom út sendi Microsoft frá sér ýmsar við- og endurbætur á stýri- kerfínu, svonefndan þjónustu- pakka, en í honum vora meðal ann- ars uppfærsla á póstforritinu sem fylgdi Windows 95, rekill fyrir inn- rauð tengi, stuðningur við SLIPtengingu og upphringisam- band og endurbættar gerðir ým- issa íhluta stýrikerfisins. Þeir sem enn sitja uppi með elstu gerð Windows 95 geta sótt pakkann á slóðinni http://www.microsoft.com/windows /software/servpakl/sphome.htm. Næstu viðbætur á eftir OSRl, OSR2 og OSR2.1 vora heldur veigameiri og fólu meðal annars í sér stuðning við nýjan vélbúnað, 32 bita skráarkerfi, bætta PPP teng- ingu, stuðning við USB, DirectX 2.0, ActiveMovie og ýmislegan net- hugbúnað. Sá hængur var á að OSR 1, 2 og 2.1 hefur aldrei verið selt sérstaklega og reyndar alls ekki ætlað til að uppfæra eldri gerð af Windows 95, heldur til upp- setnigar á nýjar tölvur. Þannig fylgir það á flestum nýrri gerðum tölva í dag og hefur um hríð, en telst brot á reglum Microsoft að setja það inn á tölvu sem er með Windows 95 fyrir. Þessar viðbætur og lagfæringar era vitanlega inn- byggðar í Windows 98, en ýmsar leiðir eru færar til að nálgast þær á löglegan hátt. Viðbætur á | vefsetri Microsoft Getið er þjónustupakkans sem hver og einn getur sótt, en fleiri viðbætur má fá hjá Microsoft. Það er fyrsta að nefna uppfærslu á upphringipakkanum sem fylgdi með Windows 95. í uppfærslunni er ISDN-stuðningur og einnig við PPTP tengingu. Einnig er endur- bót á biðvistun á aðgangsorðum, en sú vitleysa fylgi með þjónustu- | pakkanum. Með Windows 98 fylgir það sem Mierosoft-menn kalla Active Desktop, eða lifandi skjáborð, og byggist á því að skjáborðið verður líkast vefsíðu. Vilji menn kynnast því er nóg að sækja sér nýjustu út- gáfu af Internet Explorer 4.x á vef- setri Microsoft, því Active Desktop fylgir í pakkanum. Á vefsetrinu er einnig að finna ýmsa hluta OSR2, endurbætur á Exchange póst- forritinu, sem breytir meðal annars nafni þess í Windows Messaging, uppfærsla á netpósti fyrir Exchange og allskyns aukalegt til að auka mönnum leti f Power Toys og Kernel Toys syrpunum svo eitt- hvað sé talið. Slóðin er hálfgerð stafrófssúpa, http://www.micro- soft.com/windows/downloads/- default.asp?product=Windows- +95sit e=95&custarea=pers- &OpenMenu=Do\\'nloads, en einnig geta menn rakið sig áfram með því að fara á http:- //www.microsft.com/, velja þar Free Downloads og síðan Support Drivers, Patches and Service Packs. Full ástæða til að kíkja á slóðina, ef ekki til að leggja líkn með þraut er beðið er gralsins Windows 98. Vísast eiga allmargir sem þangað rata eftir að bíða með frekari upp- færslu um hríð og jafnvel allt þar til Windows NT 5.0 kemur út á næsta ári eða þar um bil. Ormar með byssur? LEIKUR Worms 2, leikur frá Microprose. Worms 2 gerir kröfur um 75 MHz pentium tölvu hið minnsta með 16 MB minni, SVGA 1 MB skjákorti og tveggja hraða geisladrifi. DirectX 5.0 er nauðsyn og fylgir með á disknum. Eftir ótrúlega velgengni Worms ákvað Microprose að gera fram- hald af leiknum og nefndi það ein- faldlega Worms 2. Worms 2 er svokallaður umferðarleikur þar sem aðeins einn getur gert í einu og hefur til þess visst langan tíma. Snillingurinn sem fyrst fékk hugmyndina að Worms leikjunum á mikið hrós skilið; hvern langar ekki í leik þar sem litlir sætir orm- ar berjast í hörðu stríði og nota dýnamít, eldflaugar og jafnvel springandi gamlar konur til að koma sínu fram? Grafíkin í Worms 2 hefur batnað til muna og umhverfið sem Team 17 og Microprcse hafa skapað er ótrúlega flott. Eru ormarnir að berjast á allt frá öðram plánetum til lítilla eyja í Karíbahafinu. Öll myndbönd leiks- ins era mjög flott og fyndin og breytist byrjunarmyndbandið í hvert skipti sem þú ferð í leikinn. Þegar ormarnir fá skot á sig öskra þeir oft hátt og hrópa svo ókvæðisorð að þeim sem skaut þá, en nú birtist skemmtileg nýjung í leikjabransanum og er vonandi að aðrir leikjaframleiðendur taki þetta upp eftir Microprose; þú get- ur nú sett eigin hljóð inn í leikinn: segjum að ormurinn kalli alltaf hátt OUCH! þegar hann er skot- inn, og líki þér það ekki þá getur þú farið og fundið hvaða hljóð sem er og látið það hljóma þegar hann er skotinn. Hafir þú Netið getur þú tengst inn á sérstaka Worms 2 netþjóna og spilað við fólk útí heimi eða tengst beint til vina þinna. Leiknum fylgir skemmtilegur borðahönnuður þannig að þú getur alltaf farið og búið til borð og ákveðið hvaða vopn fást þar, og fyrst minnst er á vopn þá era þau ekki af verri endanum: ormarnir geta fengið allt frá litlum skamm- byssum til loftárása og svo eru það alltaf þessi skrýtnu en skemmti- legu vopn sem einkenna Worms leikina eins og bananasprengjan sem er einn stór banani sem skipt- ist í marga litla sem sprengja allt í kringum sig. Worms 2 er leikur Quake 2 áðdáendurnir eitthvað sem höfðar til allra og fá bæði þeir fyrir sig. sem hafa bara fílað Toy Story leik- Ingvi M. Árnason inn til þessa og svo allra hörðustu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.