Morgunblaðið - 30.05.1998, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 30.05.1998, Qupperneq 38
< 38 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Nýtt líf á Gufuskálum UM nokkurra ára skeið hafa heimamenn í Snæfellsbæ ásamt ýmsum björgunaraðil- um unnið að því að koma til framkvæmda hugmynd um rekstur björgunar- og al- mannavarnaskóla að Gufuskálum á Snæ- fellsnesi. Þessar hug- myndir kviknuðu þegar starfsemi lóranstöðvar- innar á Gufuskálum var aflögð og umræður voru um nauðsyn þess að efla fræðslu og þjálfunarstarf meðal björgunarmanna. Þess- ir aðilar ásamt aðilum í stjórnkerf- inu og þingmönnum Vesturlands hafa unnið að undirbúningi málsins og hefur þessi hugmynd þótt snjöll, enda mikilvægt að efla það starf sem um ræðir. Nú eru þessar hug- myndir að verða að veruleika og er öllum hlutaðeigandi aðilum þakkað árangursríkt starf í því sambandi. Utanríkisráðherra afhenti mannvirki á Gufuskálum Eftir að starfsemi lóranstöðvar- innar var aflögð yfirtók utanríkis- ráðuneytið fyrir hönd íslenska rík- isins allar eignir og mannvirki sem Hið einstaka umhverfí á Gufuskálum og mannvirkin þar, segir Magnús Stefáns- son, hafa verið gædd nýju lífi, öllum til heilla og hagsbóta. eru á staðnum. Samkvæmt sér- stöku samkomulagi af þessu tilefni var sjálft landið undir og umhverfis lóranstöðina skráð eign Póst- og símamálastofnunar, sem hafði ann- ast mannahald og rekstur stöðvar- innar síðustu árin. Eftir mikla und- irbúningsvinnu hefur nú fengist niðurstaða í þessi mál, með sér- stöku samkomulagi við Landssíma Islands hf. er íslenska ríkið nú eig- andi landsins en Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra afhenti fyrir nokkru viðkomandi aðilum öll mannvirki á staðnum. Slysavama- félagið og Landsbjörg hafa eignast flestar húseignir til starfrækslu björgunarskóla og þjálfunarmið- stöðvar. Ríkisútvarpið tók við mastrinu mikla sem er yfir 400 metra hátt, ásamt húsi þar sem langbylgjusendir er staðsettur og Þroskahjálp hefur nú eignast hús þar sem félagið hefur undanfarið rekið skammtímavistun fyrir fötluð börn. Það er mikið ánægjuefni fyr- ir heimamenn á Snæfellsnesi og viðkomandi aðila að þessi mál séu komin í höfn. Þeim aðilum sem nú www.mbl.is munu færa nýtt líf í svæðið á og við Gufu- skála er óskað til ham- ingju með þessar lyktir mála, ásamt óskum um árangursríkt starf á staðnum. Björgunar- og þjálf- unarskólinn Aðstæður á Gufu- skálum á Snæfellsnesi eru tilvaldar til þess að starfrækja þar björg- unarskóla, Snæfells- jökull er við bæjar- dymar og gnæfir tign- arlega yfir umhverfið á staðnum, hraun og fjalllendi er í næsta nágrenni, sjór og klettótt strönd er innan seihng- ar og loks munu hafnirnar í Snæ- fellsbæ og fullbúinn flugvöllur á Rifi gegna mikilvægu hlutverki. Erlendir aðilar hafa sýnt þessu mikinn áhuga og nú þegar hafa hópar útlendinga dvalið á Gufu- skálum við þjálfun til björgunar- starfa. Það má því segja að með þessu skapist nýir möguleikar á út- flutningi í formi kennslu og þjálf- unar til björgunarstarfa. Tilkoma björgunarskólans mun gefa björg- unaraðilum og almannavömum sóknarfæri sem fela það í sér að efla til muna björgunarstarf í land- inu og ekki síður til að samræma betur þær aðgerðir sem þurfa að eiga sér stað þegar vá steðjar að. Islenska þjóðin býr í landi þar sem ætíð má eiga von á einhveijum áföllum af völdum náttúraaflanna og því er mikilvægt að byggja upp eins öflugt björgunar- og almanna- vamastarf og kostur er á hverjum tíma. Hinir fjölmörgu einstakhngar sem taka þátt í þessu starfi sem sjálfboðaliðar um land aUt gegna mikilvægu hlutverki í okkar landi og þeir eiga svo sannarlega skiHð að vel sé búið að þeirra fræðslu- og þjálfunarstarfi. Þroskahjálp og önnur starfsemi á Gufuskálum Asamt björgunar- og almanna- vamaskólanum mun starfsemi Þroskahjálpar á staðnum skipta byggðimar á Snæfellsnesi miklu máU. Þau umsvif sem þessu fylgja munu styrkja atvinnuHf og ýmsa starfsemi í Snæfellsbæ. Sérstök ástæða er til þess að fagna því að skammtímavistun fatlaðra hefur fengið fastan samastað á Gufuskál- um, þar er vel að skjólstæðingum búið og er von til að þessi starfsemi verði fótluðum bömum og fjöl- skyldum þeirra til heiUa. Með til- komu langbylgjusendisins á staðn- um munu sjómenn og fjölmargir aðrir aðilar geta notið hinnar ágætu þjónustu Ríkisútvarpsins. Þá hafa heimamenn, fagmenn á sínu sviði sinnt því mikilvæga hlut- verki að annast og fylgjast með langbylgjusendinum, enda hlýtur að vera mikilvægt fyrir Ríkisút- varpið að eiga kost á því að njóta þjónustu slíkra aðila sem eru bú- settir í næsta nágrenni við Gufu- skálar. Lóranmastrið mun áfram verða það áhrifamikla staðarein- kenni sem það hefur verið í yfir 30 ár. Af framansögðu er ljóst að hið einstaka umhverfi á Gufuskálum og mannvirkin þar hafa verið gædd nýju lífi og þess er að vænta að það verði öllum þeim sem munu lifa þar og starfa til heilla og hagsbóta. Ekki síður er þess að vænta að þjóðin muni njóta aukins öryggis í framtíðinni með auknum áherslum og heildstæðu skipulagi fræðslu og þjálfunar björgunarstarfs og al- mannavarna. Höfundur er alþingismaður. Magnús Stefánsson EIRIKSJOKULL Akureyrarbréf SKÍÐAMÓT íslands 1998 í Hlíðarfjalli, fánaborgin. 14.00 hefur Fokkervél Flugfélags íslands hf. sig á loft frá Reykjavík- urflugvelli áleiðis til Akureyrar. Veður er hið fegursta, ekki ský á himni svo langt sem augað eygir. Þegar við eram stödd skammt austan við Eiríksjökul, þá skil ég fyrst ræðu Sigurðar Jónssonar á Amarvatni, er hann flutti í Herðu- breiðarlindum sumarið 1940 í hóp- ferð Ungmennafélags Mývetninga. Hann taldi sig ekki geta gert upp á milH Herðubreiðar og Eiríksjökuls hvað fegurð snerti. Ég hefi áður talið það til mikillar víðsýni hjá Sigurði að vera Þingeyingur og telja ekki Herðubreið fegursta fjall á Islandi, en nú skil ég hann. Til þess þurfti ég 58 ár. Svo unaðslega fagur var Eiríksjökull þennan apr- íldag, að ókleift er að lýsa slíkri fegurð í orðum. Eiríksjökull er 1.675 m.y.s. og er hæsta fjaO á vesturhelmingi landsins. II. í byrjun apríl stendur yfir Skíða- landsmót íslands í HHðarfjalH. Ekki fylgdist ég með því núna, en minnt- ist aftur á móti Skíðalandsmótsins í apríl 1957, en þá dvaldi ég um pásk- ana á Akureyri. Þó 41 ár sé Uðið frá móti þessu, þá er það mér enn í fersku minni. Sérstaklega man ég eftir tveim starfsmönnum mótsins, þeim Guðmundi KarH Péturssyni, sem var læknir mótsins, og Her- manni Stefánssyni íþróttakennara, Þó 41 ár sé liðið frá Skíðalandsmóti íslands í Hlíðarfjalli í apríl 1957, segir Leifur Sveinsson, þá er það mér enn 1 fersku minni. sem Hklegast hefur verið mótsstjóri. Þetta vora kempur miklar, höfðing- legir á veOi og svo alþýðlegir, að þeir gáfu sig jafnvel á tal við skíða- klaufa eins og mig. I svigkeppninni háðu þeir nánast einvígi Eysteinn Þórðarson frá Ólafsfirði og Jóhann Vilbergsson frá Siglufirði. Jóhann átti betri tíma úr fyrri ferðinni, gat tryggt sér sigur með því að fara seinni ferðina af öryggi, en þann kost valdi Jóhann ekki, heldur setti allt á fuOt, hlekktist á og varð annar á eftir Eysteini. En áhorfendum skemmti hann svo, að þeir minnast Jóhanns enn eftir röska fjóra ára- tugi. I 15 km göngukeppninni röð- uðu Mývetningar sér í þrjú efstu sætin og þekkti ég nokkuð til þeirra frá Mývatnsáram mínum 1936-41: 1. Jón Kristjánsson frá Sveins- strönd, síðar bóndi á Amarvatni. 2. ívar Stefánsson frá Haganesi, nú bóndi þar á bæ. 3. Helgi Vatnar Helgason, bróðursonur Fjalla- Bensa, nú bóndi á Grímsstöðum I. Stórsvigið vann Stefán Krist- jánsson frá Reykjavík, Eysteinn varð annar, en Ulfar Skæringsson þriðji. Stökkkeppnin var haldin aO- langt frá Skíðahótelinu í Hlíðar- fjalli og fór ég þangað, er úrsHta- keppnin skyldi fram fara. Frost var mikið og brunakuldi, en Her- mann Stefánsson dró fram ullar- sokk brúnan með flösku í, sem var full af kaffi og bauð mér að dreypa á að hætti engja- fólks. Svo heitt var kaffið, að við lá að ég brenndi í mér tunguna. Hafði ekki taHð, að kaffi gæti haldist svona heitt uppi á reg- infjöllum. Minnisstæðastur úr stökkkeppninni var Reykvíkingur að nafni Ragnar Thorvaldsen. Tjáði hann mér, að hann hefði brotið skíði sín í gær og gæti því ekki keppt. Skömmu seinna sé ég að Ragnar er kominn með stökk- skíði og spyr hverju þetta sæti: „Það var mannskratti, sem lánaði mér skíði,“ svo ég verð að keppa. Tekur nú Ragnar eitt æfingar- stökk, rennir sér sæmOega fram af paOinum, en fatast flugið, lendir hálfilla, missir af sér skíðin í lend- ingunni, en er óslasaður. Fólki er á horfði varð dáh'tið um þetta óhapp og heyrðust kvíðastunur en þó eitt klapp. Spurði fólkið, hví einhver fagnaði og varð ég fyrir svöram: „Þetta er eigandi skíðanna, hann sér að þau era óbrotin." Ekki vora þátttakendur að bíða eftir lokahóf- inu til þess að fá sér hressingu. Ur hátalaranum heyrðist: „Ulfar Skæringsson, vinsamlegast komdu að stökkpaOinum, þar sem Ásgeir Eyjólfsson bíður þín með blóm- vöndinn." Lesendur verða að geta sér til um, hvað var í „blómvendin- um“. Konur kepptu í svigi og datt ein þeirra iOa og skrámaðist eitt- hvað í framan. Guðmundur Karl gerði að þessu sári og gerði Htið úr: „Ef það er í andliti, þá láta þær aOtaf eins og óhemjur.“ Fremstar skíðakvenna í alpagreinum urðu þær Martha B. Guðmundsdóttir og Jakobína Jakobsdóttir. III. Ég hefi alltaf átt lítinn skíðafána frá þessu 20. landsmóti skíða- manna, en skv. Almanaki Þjóðvina- félagsins var „fyi'sta Skíðamót Is- lands haldið 13.-14. mars 1937 á HeOisheiði, Siglfirðingar unnu glæsilega sigra“. It- arlegri er frásögnin ekki. Árið áður hafði þess verið getið í Almanakinu, að Alfreð Jóns- son frá Siglufirði hefði sett Islandsmet í skíðastökki hinn 13. apríl 1936, 43 metra stökk. í Skíðaskálanum í Hveradölum þessa marsdaga kynntist ég mörg- um af þessum siglfirsku köppum, Jóni Þorsteinssyni, Jónasi Ásgeirs- syni, KatU Olafssyni og Alfreð, sem fyrr er nefndur. Alfreð varð síðar oddviti í Grímsey og hitti ég hann þar úti í eyju um hvítasunnu 1977. Hann var þá þegar orðinn þjóð- sagnapersóna og er við hæfi að ljúka þessu bréfi með einni sögu af Álla King Kong eins og hann var gjarnan nefndur, en hún birtist í Mbl. fyrir margt löngu undir heit- inu: „Sá næstbesti". Þannig fórast Alfreð Jónssyni orð: „Ég var hálf- lasinn og fór til læknis. Hann skoð- aði mig og skrifaði síðan lyfseðil og rétti mér. Ég greiddi honum allríf- lega fjárhæð fyrir skoðunina, en það var bara eðlilegt, því hann þarf að lifa. Síðan fór ég með lyfseðilinn til lyfsalans og greiddi honum enn- þá hærri upphæð fyrir lyfin, en það var ekki nema sjálfsagt, því hann þarf Hka að Hfa. Síðan fór ég með lyfin út í Grímsey og henti öllum piOunum í höfnina, því ég þarf nefnilega Hka að lifa.“ Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.