Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 42
* 42 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Oraunhæf ímynd flugfreyjunnar HÚN er flugfreyja, heyrði ég eitt sinn sagt með mikilli lotningu um yndislega konu. Það var næstum því eins og hún væri yfir- náttúrleg. Hún var framandi, öðruvísi með eftirsóknarverð for- réttindi. En margt hef- ur breyst síðan þá. Flugið er ekki lengur einhver munaður sem fáir geta leyft sér. Flug- freyjustarfið er at- vinnugrein, sem komin er til að vera. Miklar framfarir hafa orðið í flugsamgöngum og starfsháttum flugmála á öllum svið- um. Þar er atvinnugrein okkar ekki undanþegin. Fagmennskan hefur verið í fyrirrúmi. En getur verið að við höfum lent á altari hégómans, reyrðar eins og múmíur, vegna staðl- aðrar ímyndar flugfreyjunnar? Að hugmyndir um útlit, fegurð og aldur hafi vegið að þeim þætti er snertir fagmennsku í starfi, snyrtimennsku, alúð, fæmi, þekkingu, reynslu og góða vinnu. Allir sem vinna verk sitt vel og leggja alúð í starf sitt þurfa að vita að þeir geri vel. Að verkin séu metin án þess að vegið sé að mann- gildi á kostnað æskudýrkunar og hé- góma. Flugfreyjustarfið er erfitt og krefjandi starf. Oftast er unnið undir miklu álagi, hraða og við ei'fiðar að- stæður og þá á ég við t.d. stuttan flugtíma þar sem reynt er að mæta þörfum allra. Þá er samhæfing, reynsla og fæmi nauðsynleg til að verkið vinnist sem best. Eg hef verið spurð að því hvort ég sé ekki orðin fullgömul til þess að vera flugfreyja. Ekki alls fyrir löngu sendi flissandi ungmennahóp- ur flugfreyju á sextugsaldri margar ferðir eftir gosi og kallaði hana ömmu gömlu. Auðvitað var þetta saklaust glens, en hvað segir þetta um ímynd okkar? Er verið að meta okkur sem sláturfé? Bragð er að þá barnið finnur. Er mögulegt að fólki finnist að á fimmtugsaldri eigum við að hætta og finna okkur aðra vinnu? Að þekking okkar og reynsla sé lít- ilsvirt? Snyrtilegur og alúðlegur starfskraftur er alltaf aðlaðandi, sama á hvaða aldri hann er. Margir líkja farþeganum við fóstur í móðurkviði, sem vill næringu og finna ör- yggi og umhyggju. Flugleiðir verja óhemju fé í öryggis- þjálfun starfsmanna. Er þá þekking okkar þar líka lítilsvirði á alt- ari hégómans. T.d. er elsta flugfreyjan hjá United Airlines á átt- ræðisaldri og nýtur mikillar virðingar. Flugleiðir er félag sem varð til úr sam- runa Loftleiða og Flug- félags Islands og hefur með dugnaði og elju unnið sig upp í að vera talið með þeim bestu á alþjóðamæli- kvarða. Ekki síst vegna þess að þar er valinn starfsmaður í hverju rúmi og ímynd félagsins út á við er því að Hillary og Bill Clinton komu hingað með Loft- leiðum á skólaárum sín- um, segir Hildur Björnsdóttir, og þá fóru þau í Glaumbæ. þakka að vel hefur verið gert. Fé- lagið þarf ekki að auka þegar góða ímynd sína með glansmynd af starfsfólki sínu um borð. Loftleiðir voru einu sinni kallaðir hippy air- lines, sem bauð upp á ódýrar pakka- ferðir vegna þess að hér þurfti að millilenda. Þá komu Hillary og Bill Clinton á skólaárum sínum hingað í „stop-over“ og fóru í Glaumbæ. Nú eru þau virðuleg forsetahjón Bandaríkjanna og Flugleiðir orðið virðulegt flugfélag á heimsmæli- kvarða, sem ættu að selja millilend- inguna hér sem forréttindi er býður upp á óteljandi möguleika og ævin- týraferð. Við eigum stórkostlegt land og öll ferðamennska einkennist nú af umhverfisvænni fagmennsku. Við getum verið stolt af landi okkar og þjóð og boðið ferðaþjónustu hvort er á sumri eða vetri. Hildur Björnsdóttir Mikið þætti mér vænt um ef Flugleiðir gerðu fræðsluþátt fyrir íslenskan almenning, um starf fé- lagsins á mannlegu nótunum. Þar kæmi m.a. fram sú gífurlega sam- keppni sem nú á sér stað í milli- landaflugi eftir að öllum hindrunum var rutt úr vegi og samkeppni í flugi var gefin frjáls. En landið okkar býður ekki upp á að hér séu mörg flugfélög starfandi. Við erum stolt af vinnuveitanda okkar og viljum vinna starf okkar eins vel og hægt er enda er enginn í þessu starfi nema af því að okkur þykir vænt um farþegana okkar. En víkjum nú að ósýnilegri kröfu óraunhæfrar ímyndar flugfreyjunn- ar. Eg bið flugþjóna velvirðingar á að ég nota kvk. Flugfreyjan á að vera: Sjálfstraustið uppmálað, á alltaf að standa sig og gefa af sér, hughraust, hógvær, að eilífu ung, góð, blíð, sæt, hún á ekki að gera mistök, alltaf í góðu skapi og skilja öll vandamál eftir með ruslinu heima eða í tómu íbúðinni sinni. Fjölhæf með stúdentspróf og æðri menntun að auki, vel máli farin, út- lit og holdafar eins og fyi-irsæta, má ekki vera viðkvæm, geta unnið eins og forkur án þess að láta af brosinu. Má ekki falla verk úr hendi, á að vinna fyrir stóra kaupinu sínu, á ekki að vera veik eða með höfuð- verk, í pjattskóm með líkþornin sín og siggið undir táberginu, bakverk- inn og vöðvabólguna, (í nælonsokk- um og síðbuxnalaus í frostinu). Má ekki finna til, alltaf ják\'æð, taka öllu og er ekki neikvæð, vel tennt og fallega hærð, skilja allt, vita allt, umbera allt og á að vera sjálfstæð, en samt á að hugsa fyrir hana, hún á að gera eins og henni er sagt, hún er vel upp alin og þakklát fyrir þau forréttindi að fá að vera flugfreyja vegna þess að hálf kvenþjóðin á Is- landi bíður í biðröð eftir starfinu hennar. Engar smákröfur eða hvað? Það þarf ekki skopteikningu til að sjá hvað verður um þá konu sem ætlar að uppfylla allar þesar kröfur. Við starfslok gæti hún lagst fyrir útslitin, úttauguð, útteygð og út- brunnin. En auðvitað er þetta orð- um aukið. En til þess ski'ifað að bragð sé að. Eg skora á hinn almenna borgara í landinu: Styðjið okkur í þvi að fá að eldast með reisn í atvinnugrein okkar eins og aðrir hér á landi. Burt með þá ímynd að við séum Ken og Barbiedúkkur í einkenninsbúningi. Við erum bara venjulegt fólk. Höfundur er flugfreyja. Astæður uppsagna hjúkrunarfræðinga ÞETTA er spurning sem eflaust margir velta fyrir sér nú þegar farið er að fjalla meira um þessar uppsagnir í fjölmiðlum. Sumum finnst kannski hjúkr- unarfræðingar ósann- gjamir í launakröfum sínum, þess vegna tel ég mig þurfa að setja fram fáeinar tölulegar staðreyndir um stöðu mála. Eg er ein hinna fjöl- mörgu hjúkrunarfræð- inga sem hafa sagt starfi mínu lausu frá og með 1. júlí nk. Af hverju? Fyrst og fremst vegna óá- nægju með léleg laun fyrir langa og erfiða vinnuviku. Hjúkrunarfræð- ingur í fullri vaktavinnu (þrískiptar vaktir) vinnur að meðaltali 42^5 ^ . klst. á viku þegar full vinna telst yf- irleitt 38-40 klst. hjá dagvinnufólki. Þess utan þurfa hjúkrunarfræðing- ar að snúa sólarhringnum við að meðaltali tvisvar til þrisvar í mán- uði (næturvaktir). Hjúkrunarfræðingar er vel menntuð stétt, 4 ár í háskóla. Menntun felur í sér ábyrgð, ábyrgð > sem við höfum svo sannarlega axlað í áraraðir. Þessi menntun og þar með ábyi-gð er alls ekki metin að verðleikum eins og sjá má á eftir- farandi tölum: Tímavinnukaup í dagvinnu er u.þ.b. 600 kr. á klst. Álagið (33%) á kvöldin er 236 kr. á klst. eða samals 836 kr. klst. Næturvinnu og helgartaxtinn er svo 318 kr. á klst. (45% álag) eða samatls 918 kr. á klst. Álag fæst fyrir vinnu á öðrum tíma en hefðbundnum dagvinnutíma eða með öðrum orðum þegar fjölskyldan er í ft-íi. 1. maí sl. fékk undirrituð útborg- aðar 83.490 kr. fyrir dagvinnuna. Ég er í 90% stoðstöðu (sérverkefn- isstöðu) á bráðadeild. Þessi laun eru því fremur „há“ miðað við það sem gengur og gerist í bransanum. Eftir að hafa lagt út í umtalsverðan kostnað (námslán) og vinnu (4 ár í háskóla) til þess að verða mér úti um þessi réttindi er það skýlaus krafa mín að fá launaleiðréttingu í takt við annað fagfólk. Það er vel þekkt að fjölmargar stéttir innan sjúkrahúsanna, hafa fengið „X“ margar óunnar yfirvinnustundir á mánuði sem hreina launauppbót. Við viljum sömu umbun í launum, segir Cecilie B. Björgvinsdóttir, og annað háskólamenntað fólk hjá ríki ogborg. Þetta hafa almennir hjúkrunar- fræðingar aldrei fengið. Það keyrði svo um þverbak þegar kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna upplýsti að tæknifræð- ingar voru með að meðaltali 192.209 kr. fyrir dagvinnu sína hjá sama vinnuveitanda, þ.e. ríki og borg, í febrúar sl. Langlundargeði hjúkr- unarfræðinga í launamálum er lok- ið. Við viljum fá sömu umbun í laun- um og annað háskólamenntað fólk hjá ríki og borg. Að segja stöðu sinni lausri gerir maður ekki að gamni sínu heldur að vel athuguðu máli þegar engar aðrir lausnir eru í sjónmáli. Ég vona svo sannarlega að stjórnendur spítalans sem og stjórnvöld sjái sér fært að leiðrétta launakjör hjúki-unarfræðinga hið fyrsta svo hjúkrunarflóttinn mikli eigi sér ekki stað. Höfundur er bjúkrunarfræöingur á B-6, Sjúkrabúsi Reykjavíkur. Cecilie B. Björgvinsdóttir FRÁ KYOTO TIL BONN ANDRÚMSLOFT- IÐ er á ýmsan hátt tak- mörkuð auðlind og því er nauðsynlegt að semja um sanngjaman aðgang einstakra ríkja að þessari mildlvægu auðlind. Mikilvægt íyrsta skref í þessa átt var stigið í Kyoto í Jap- an í desember sl. Tals- vert var fjallað um Kyotosamkomulagið í íslenskum fjölmiðlum, ekki hvað síst vegna hugsanlegra áhrifa þessa á möguleika _til frekari stóriðju á Is- landi. I Kyoto var samið um rétt einstakra ríkja til að losa gróðurhúsalofttegundir út í and- rúmsloftið og þessa dagana stendur yfir mildlvægur fundur í Bonn í Þýskalandi þar sem fjallað er um ýmis mál er tengjast framkvæmd og nánari útfærslu á Kyotobókuninni, eins og samkomulagið heitir. í Bonn verður m.a. fjallað um sérstöðu Is- lands og leiðir til að skapa frekari sveigjanleika til nýtingar endumýj- anlegrar orku á Islandi. En hver er aðdragandi Kyotosamkomulagsins og hvað felst í því? Aðdragandi Rammasamningur S.þ. um lofts- lagsbreytingar var samþykktur og undirritaður á Ráðstefnu S.þ. um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro í júní 1992. Markmið samningsins er að koma í veg fyrir hættulega upp- söfnun á gróðurhúsalofttegundum, s.s. koltvioxíði og metani, í and- rúmsloftinu. Rannsóknir sýna að í lofthjúpi jarðarinnar em 20-30% meira af þessum lofttegundum en við upphaf iðnbyltingarinnar. Aðild- arríki Rammasamningsins, sem nú eru um 170, skuldbundu sig að grípa til almennra aðgerða til að takmarka eða draga úr losun gróð- urhúsalofttegundá. En samningurinn hafði engin ákvæði um losunarmörk fyrir ein- stök ríki og það kom því fljótlega í ljós að markmiðum hans yrði ekki náð án frekari skuldbindinga. Spár um losun gróðurhúsalofttegunda bentu til að árið 2100 gæti magn þeirra í lofthjúpnum orðið allt að þrefalt meira en við upphaf iðnbylt- ingar. Sérstök alþjóðleg vísinda- nefnd sem rannsakaði áhrif þessar- ar þróunar á loftslagskerfi, lífríki og mannlegt samfélag, hefur komist að þeirri niðurstöðu að verulegar líkur séu á því að svo mikil uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda leiði til hækkunar hitastigs á jörðinni á bil- inu 1 til 3,5 gráður C og hækkunar sjávarborðs á bilinu 15 til 95 senti- metra. Slíkar hitastigsbreytingar telur vísindanefndin að geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir líf- ríki jarðarinnar og lífsskilyrði mannlegs samfélags. I þessu ljósi samþykkti fyrsta þing aðildaiTÍkja samningsins í Berlín 1995 að hefja samningavið- ræður um að styrkja ákvæði samn- ingsins. Ákvað þingið að stofna sér- staka samninganefnd sem skyldi skila tillögum að samkomulagi á þriðja aðildarríkjaþinginu í Kyoto í Japan á árinu 1997. Kyotoþingið Þingið í Kyoto var haldið dagana 1. til 10. desember sl. Það var ljóst á fyrsta degi þingsins þegar samn- inganefndin sem starfáð hafði í lið- lega tvö ár skilaði niðurstöðum, að ágreiningsefnin voru enn mörg og erfið. Forsenda samkomulags var að allir sýndu vaxandi sveigjanleika í afstöðu sinni. Á Kyotoþinginu kom fram vaxandi pólitískm vilji til að að ná mála- miðlun. Allsherjar- nefnd þingsins, sem átti marga langa og stranga fundi undir stjórn Argentínu- mannsins Raul Estr- ada, tókst hægt og bít- andi að draga úr tor- tryggni og fækka ágreiningsefnum. Þinginu átti form- lega að ljúka 10. des- ember. Á miðnætti að- faranótt 11. desember virtist samkomulag vera í sjónmáli, en nokkur viðkvæm mál höfðu þó enn ekki verið til lykta leidd. Boðuðum fundartíma var lokið. Þegjandi sam- komulag varð um að stöðva klukk- urnar á fundarstað. Þingfulltrúar andmæltu ekki heldur þegar túlk- arnir, sem voru yfirkeyrðir eftir maraþonfundi, drógu sig í hlé um sexleytið að morgni 11. desember. Sé litið á heildarlosun ríkja sem skráð eru í viðauka B, segir Tryggvi Felixson er talið að Kyotobókunin leiði til þess að losun dragist saman um lið- lega 5%. Þeir sem áttu vanda til að tala arab- ísku, ensku, frönsku, spænsku. rússnesku og kínversku urðu þar með að gera sér ensku að góðu. Með þennan góða vilja að vega- nesti voru gerðar frekari tilraunir til að jafna síðustu ágr-einingsefnin. Undir kl. 10 að morgni 11. desem- ber komst formaður allsherjar- nefndarinnar að þeirri niðurstöðu að samkomulag væri í höfn. Enginn andmælti niðurstöðu hans og flestir fögnuðu. Fulltrúar íslenskra stjórn- valda lýstu því þó yfir að þau myndu ekki geta bundið sig við þau losunarmörk sem skráð eru fyrir Is- land í samkomulagið. Þrátt fyrir veruleg átök og hrossakaup allt fram á síðustu stundu virðist Kyotosamkomulagið tiltölulega heilsteypt og efni standa til að það geti orðið grundvöllur raunverulegs samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda í iðnríkjun- um. Losunarskuldbindingar Sú niðurstaða samningaviðræðn- anna sem mest var beðið eftir er skráð í viðauka B við Kyoto-sam- komulagið þar sem koma fram tölur um losunarskuldbindingar ein- stakra ríkja. Fyrir allflest ríki er viðmiðunin losun gróðm-húsaloft- tegunda á árinu 1990. Fyr-stu losunarskuldbindingar miðast við tímabilið frá 2008 til 2012.1 viðauka B stendur talan 110 fyrir ísland. Það þýðir að árleg los- un gróðurhúsalofttegunda á íslandi má vera 10% hærri að jafnaði á ár- unum 2010 til 2012 en árið 1990. Þar sem losun gróðurhúsaloftteg- unda á Islandi var rúmlega 2,8 milljónir tonna á árinu 1990 ef mið- að er við koltvísýringsígildi, er Is- landi með Kyotobókuninni heimilt að losa um 15 milljónir tonna gróð- urhúsalofttegunda á árunum 2008 til 2012, eða sem samsvarar um 3 milljónum tonna á ári að jafnaði. Is- land er þó ekki skuldbundið aí þessum ákvæðum fyrr en samning- Tryggvi Felixson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.