Morgunblaðið - 30.05.1998, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 51 >
FRÉTTIR
FRÁ afliendingu styrksins. Frá vinstri: Óskar Á. Mar, Árni B.
Árnason, Elísabet G. Hermannsdóttir og Snorri Guðmundsson.
Mannréttindaskrifstofa Islands
24 aðildarsamtök
með um 16.000
félagsmenn
Verk-
stjórar
styrkja
Hringinn
VERKSTJÓRASAMBAND fs-
lands og Verkstjórafélagið
Þór afhentu nýlega peninga-
gjafir til uppbyggingar
Barnaspítala Hringsins. VSI
gaf eina milljón króna í tilefni
60 ára starfsafmælis sam-
bandsins og Verkstjórafélagið
Þór gaf 400 þúsund krónur.
Formaður Hringsins veitti
Hundafími
í Fjölskyldu-
garðinum
í FJÖLSKYLDU- og húsdýragarð-
inum á hvítasunnudag og annan í
hvítasunnu kl. 13.30 og aftur kl.
15.30 báða dagana mæta nokkrir fé-
lagar úr íþróttadeild Hundaræktar-
félags íslands og kynna fyrir gestum
garðsins íþróttina hundafími.
í fyrstu munu hundarnir sýna
hvernig lítil braut er leyst af loppu,
hoppa yfir prik, fara í gegnum dekk,
troða sér í göng, vegasalt og margt
fleira. Síðan munu tvö lið keppa
hvort á móti öðru í eins braut.
Garðurinn er opinn alla daga frá
kl. 10-18. Kaffihúsið er opið á sama
tíma.
gjöfunum viðtöku.
„Verkstjórasamtökin virða
og þakka það frábæra starf
sem Hringurinn hefur unnið
og vinnur að í þágu æsku
þessa lands,“ segir í gjafabréf-
Mótmæla lögum
um húsnæðismál
í YFIRLÝSINGU frá Húmanista-
flokknum er harðlega mótmælt lögum
um húsnæðismái, sem samþykkt voru
á Alþingi í vikunni. Lög þessi afnema
félagsleg úrræði í húsnæðismálum,
segh- í ályktuninni. Skorað er á for-
seta Islands að undirrita ekki þessi
lög en leggja þau í dóm þjóðarinnar.
Trúnaðarbréf af-
hent í Rússlandi
JÓN Egill Egilsson, sendiherra, af-
henti forseta Rússlands, Borís
Nikolaévits Yeltsin^ trúnaðarbréf
sitt sem sendiherra Islands í Rúss-
landi 28. maí sl.
um frá samtökunum. Hringur-
inn færði Verkstjórasambandi
íslands og Verkstjórafélaginu
Þór innilegar þakkir fyirr ein-
lægan vinarhug í garð félags-
ins, segir í fréttatilkynningu.
Kaffisala í
Vindáshlíð
KAFFISALA verður í Vindás-
hlíð í Kjós sunnudaginn 31. maí.
Byrjað verður með messu í
Hallgrímskirkju í Vindáshlíð og
mun sr. Jón Dalbú Hróbjarts-
son þjóna. Organisti er Ástríður
Haraldsdóttir. Eftir messuna
verða seldar kaffíveitingar í
leikskálanum. Allh- eru hjai’tan-
lega velkomnh-.
í ár heldur Vindáshlíð upp á
50 ára afmæli sumarstarfsins
og verður því bókin „Hér andar
Guðs blær“ sem fjallar um sögu
sumarstarfsins og er prýdd
fjölda fallegra mynda, einnig til
sölu.
FJÓRÐI aðalfundur Mannréttinda-
skrifstofu Islands var haldinn 6. maí
1998. Á fundinum bættist Öryrkja-
bandalag Islands í hóp aðildarfélaga
Mannréttindaskrifstofunnar, að Ör-
yrkjabandalaginu standa 24 félaga-
samtök sem hafa samtals um 16.000
félagsmenn.
Aðildarfélög Mannréttindaskrif-
stofunnar voru fyrir Islandsdeild
Amnesty International, Barnaheill,
Biskupsstofa, Hjálparstofnun Kirkj-
unnar, Jafnréttisráð, Kvenréttinda-
félag íslands, Rauði kross íslands,
UNIFEM á íslandi og Landssam-
tökin Þroskahjálp. Samtals eru fé-
lagsmenn aðildarfélaga Mannrétt-
indaskrifstofunnar um sextíu þús-
und.
HIÐ árlega Húsasmiðjuhlaup fer
fram laugardaginn 30. maí nk. frá
Húsasmiðjunni í Hafnai-fírði. Að
venju er hlaupið skipulagt í samstai-fi
við Frjálsíþróttadeild FH. Ski’áning
hefst í Húsasmiðjunni Hafnarfh-ði kl.
10 að morgni keppnisdags. Keppt
verður í Hálfu maraþoni, 10 km
hlaupi og einnig verður skemmti-
skokk á dagskrá. Lengii hlaupin byrja
Stjórn Mannréttindaskrifstofunn-
ar er skipuð á eftirfarandi hátt,
Ragnar Aðalsteinsson, hrl. og full-
trúi Rauða kross Islands er formað-
ur stjórnar, og Jóhanna K. Eyjólfs-
dóttir, fulltrúi íslandsdeildar Am-
nesty varaformaður.
Fimmta starfsár Mannréttinda-
skrifstofunnar er nú hafíð og mun
skrifstofan meðal annars standa fyr-
ir opnum málfundum um mannrétt-
indamál, ásamt því að vinna að rann-
sóknum á mannréttindamálum og
uppbyggingu bókasafns með gögn-
um um mannréttindamál sem verður
opið almenningi.
Mannréttindaskrifstofan er nú til
húsa að Laugavegi 7, 3. hæð og er
opin á skrifstofutíma.
kl. 12.15 en skemmtiskokkið kl. 13.
Sigui-vegarar lengri hlaupa fá
verðlaunabikara og Nike hlaupaskó.
Tíu heppnir skemmtiskokkarar
verða dregnir úr hópi þátttakenda
og fá óvæntan glaðning. Eftir hlaup-
ið verður boðið upp á grill og safa.
Húsasmiðjufólkið Stína stöng, Palli
planki og fjölskylda verða á svæðinu
og gefa krökkunum ís.
Húsasmiðju-
hlaupið fer fram í dag
ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
JÓNAS Pétursson, umsjónarmaður við Seltjörn, með
8 punda urriða sem hann veiddi í vatninu snemma í apríl.
Silungsveiði
víða með ágætum
SILUNGSVEIÐI gengur víða
með ágætum þessa dagana og
stutt er í að laxveiðimenn þenji sig
með fyrstu köstin og verður byrj-
að í Norðurá, Þverá, Sti’aumunum,
Brennunni og í Laxá á Ásum.
Fljótlega hefst síðan veiði í Blöndu
og Kjarrá. Silungurinn ræður ríkj-
um á meðan bannað er að veiða
stóra frænda og hafa margir gert
mjög góðar ferðir í Þingvallavatn.
Magnaðast er á Öfugsnáðanum
svokallaða og hefur á stundum
verið mokveiði þar. Flestar bleikj-
urnar eru vænar og þær stærstu
4-5 punda.
Veiði er alveg bærileg í Minni-
vallalæk og þar veiðast 2-6 fiskar
á dag að sögn leigutakans, Þrastar
Elliðasonar. Stöðvarhylur er jafn-
an drýgstur, en fiskur hefur þó, að
sögn Þrastar, dr-eift sér betur en
oft áður. Þama er öllu kviku sleppt
aftui- í ána og einn urriði sem var
75 sentímetrar og feitur vel fékk
frelsið í vikunni. Var hann skráðui’
8 pund, en leigutakinn sagði hann
allt eins hafa getað verið 10 punda.
Einn mikill risi í Stöðvarhyl hefur
verið nefndur Keikó.
Mikil veiði í Seltjörn
Mikil og góð veiði hefur verið í
Seltjöm það sem af er vori, en
veiði hófst þar. í apríl veiddust
1.013 silungar, mest regnbogai’, og
veiði hefur verið góð í mai þó ekki
liggi heildai-talan fyrir enn sem
komið er. Eldisfiski er sleppt í Sel-
tjörn og að sögn Jónasar Péturs-
sonai' umsjónarmanns á svæðinu
er þorri aflans 1,5 til 3 punda, en
stærstu fiskamir sem veiðst hafi til
þessa hafi verið 7-8 punda urriðar.
*; nkon40iHionnnv