Morgunblaðið - 03.06.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.06.1998, Qupperneq 1
140 SIÐUR B/C/D/E/F STOFNAÐ 1913 122. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hörmungar í Afganistan Faizabad. Reuters. SAMEINUÐU þjóðirnar fóru í gær fram á aðstoð vegna afleiðinga jarð- skjálftans í Afganistan á laugardag og bað Alfredo Witschi-Cestari, full- trúi SÞ í Afganistan, alla þá sem séð gætu af þyrlum að láta þær þegar í té. Jafnframt vantaði sárlega elds- neyti, að sögn Witschis-Cestaris. „Erfíðleikar í leitarstarfinu felast ekki í vistum heldur flutningum. Ef okkur hlotnast ekki fleiri þyriur til flutninga þá er engin leið til að hjálpa þessu fólki.“ í yfirlýsingu SÞ kom fram að tafir yrðu á flutningi matvæla og húsa- skjóls handa bágstöddum þar sem þyrlurnar þrjár, sem SÞ hefði yfir að ráða, væru í stöðugum flutningum með særða frá fjarlægum þorpum í læknishendur. Witschi-Cestari óskaði sérstaklega eftir aðstoð nær- liggjandi landa en Afganistan á landamæri að íran, Tadjíkistan, Uz- bekistan, Túrkmenístan, Kína og Pakistan. Vonast hafði verið til, að hjálpar- starf gengi betur nú en í febrúar þegar annar jarðskjálfti reið yfir en læknai- telja mikla hættu á, að sjúk- dómsfaraldrar komi upp, kólera, malaría og blóðki-eppusótt. Er talin mest þörf fyrir tjöld og matvæli en um 45.000 manns misstu heimili sín og vegna eftirskjálfta þorir fólk ekki inn í þau hús, sem enn standa uppi. Evr- ópusambandið og ríkisstjómir víða um heim hafa ákveðið að leggja sitt af mörkum vegna hjálparstarfsins. Ekki endanlega Ijóst hversu margir dóu Jarðskjálfinn á laugardag mældist 7,1 stig á Richter-kvarða og lagði allt að 80 þorp og bæi í rúst á stóru svæði í norðausturhluta landsins. Áætla sumir, að um 4.000 manns hafi farist, álíka margir og í skjálftanum í febrúar á líkum slóðum, en ekki er enn búið að kanna ástandið alls stað- ar. Allt bendir nú til að eyðilegging af völdum jarðskjálftans nái til um 40% stærra svæðis en var áður talið. ■ Eyðileggingin/24 Reuters AFGANSKUR drengur hughreystir stúlku, sem slasaðist í jarðskjálftanum á laugardag í norðurhluta Afganistan. Þetta er í annað sinn á nokkrum mánuðum sem risaskjálfti ríður yfir landið með voveiflegum afleiðingum en talið er að 3000-4000 manns hafí farist á laugardag. Frakkland Fjöldi fólks fær land- vistarleyfi París. Reuters. FRÖNSK stjórnvöld ákváðu í gær að veita 70.000 manns heimild til bú- setu í Frakklandi þrátt fyrir að fólk- ið hefði ekki til þess tilskilin leyfi. Je- an-Pierre Chevenement, innanríkis- ráðherra Frakklands, sagði í franska þinginu að leyfin væra veitt af mann- úðarástæðum og til að gera fjöl- skyldum kleift að halda saman. Eftir að sósíalistar komust til valda í júní á síðasta ári hafa sérfróð- ir menn gert athugasemdir við framkvæmd innflytjendalaga og hafa m.a. bent á að flestir þeirra, sem vís- að var úr landi, voru einhleypir. Stjómvöld ákváðu í framhaldi að skoða ofan í kjölinn mál þeirra, sem telja sig eiga rétt á búsetu í Frakk- landi, og gengu 150.000 manns að til- boði stjórnvalda sem rann út í lok maí. Af þeim hefur tæplega helming- ur nú fengið fullgilt landvistarleyfi. -------------------- Lewinsky rek- ur Ginsburg Washington. Reuters. MONICA Lewinsky, unga konan sem Bill Clinton Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa átt í ástar- sambandi við og síðan beðið um að bera Ijúgvitni fyrir sig, rak í gær William Ginsburg sem lögmann sinn og réð þess í stað tvo þekkta lög- fræðinga, Plato Cacheris og Jacob Stein, til að sjá um vörn sína en Kenneth Starr, sjálfstæður saksókn- ari í málinu gegn Clinton, hefur ítrekað gert atlögu að henni. Gins- burg er fjölskylduvinur Lewinskys en hefur sérhæft sig í málum sem tengjast læknamistökum og hafa margir gagnrýnt harðlega hvernig hann hagaði vörn Lewinskys. Aðgerðir dönsku stjórnarinnar gegn þenslu Eigendur húsa og1 bfla bera þungann Auk breytinga á tekjutengdum sköttum og gjöldum, m.a. lækkun vaxtafrádráttar, er ætlun stjórnar- innar að hækka skatta á húshitunar- olíu og jarðgasi, og á benzíni frá næstu áramótum. Þannig munu fast- eigna- og bíleigendur bera þyngstu byrðina af áformuðum aðgerðum stjórnarinnar. Fulltrúar allra flokka annarra en Framfaraflokksins og Danska þjóðar- flokksins, sem era yzt á hægri vængn- um, eru í dag boðnir til viðræðna í for- sætisráðuneytinu í því skyni að tryggja tillögunum brautargengi. -------------------- Sprenging í Teheran Teheran. Reuters. Jeltsín ráðfærir sig við rússneska fjármálamenn Reuters Discovery til fundar við Mír MEÐLIMIR Discovery veifa til ljósmyndara í þann mund sem þeir gengu um borð í geimskutl- una í gærkvöld en Discovery heldur nú til fundar við geim- stöðina Mír í hinsta sinn. ■ Geimferja á leið/24 FASTEIGNA- og bíleigendur í Dan- mörku eru þeir sem mest fá að finna fyrir aðgerðum ríkisstjómar Pouls Nyi'ups Rasmussens gegn þenslu, sem hún kynnti á mánudag. Aðgerðirnai- munu að sögn JyUandsposten hafa verulega letj- andi áhrif á þenslu í efnahagslífinu. Reiknað er með því að þær muni meðal annars leiða til 10-14% verð- lækkunar á húsnæði og verulegs samdráttar í byggingariðnaði. Aftur á móti er reiknað með því að raun- launastig haldizt að mestu óbreytt og að viðskiptajöfnuður við útlönd batni um sem nemur um 10 milljörð- um ísl. kr. í ár og í kring um 60 millj- arða ísl. kr. 1999. Boðar aðgerðir til að rétta efnahaginn við Moskvu. Reuters. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, ræddi í gær við helstu bankastjóra og kaupsýslumenn landsins, sem lof- uðu aðstoð við að binda enda á fjár- málakreppuna í landinu, og skýrt var frá því að forsetinn hygðist grípa til aðgerða í lok mánaðarins til að rétta efnahaginn við. Ýmislegt benti ennfremur til þess að sjö helstu iðnríki heims og lánar- drottnar Rússa væru að búa sig undir að veita Rússlandi fjárhagsaðstoð, jafnvel áður en Jeltsín grípur til efna- hagsaðgerðanna. Allt þetta vai'ð til þess að rússneska verðbréfavísitalan RTS hækkaði um 12,25% í gær eftir að hafa lækkað um 10% daginn áður. Josef Tosovsky, forsætisráðherra Tékklands, sagði við fréttamenn að of mikið væri gert úr hættunni á að fjármálaumrótið í Rússlandi hefði al- varleg áhrif í Austur- og Mið-Evr- ópu. Talið er þó að fjármálavandi Rússa geti haft slæmar afleiðingar fyrir mörg fyrrverandi sovétlýðveldi. Jeltsín sat fund með tíu helstu bankastjórum og kaupsýslumönnum landsins í Kreml, ásamt rússneskum embættismönnum og Sergej Kíríj- enko forsætisráðherra. „Við hitt- umst ekki oft - þegar það er óhjá- kvæmilegt, þegar ríkið lendir í vanda, efnahagurinn tekur að versna og þegar erlendir fjárfestar byrja að flýja,“ sagði forsetinn við fjármála- mennina. Sergej Jastrzhembskí, talsmaður Jeltsíns, sagði síðai- að forsetinn myndi bjóða þingmönnum til fundar í Kreml 30. júní og búist væri við að hann tilkynnti þá aðgerðir til að binda enda á kreppuna. TVEIR menn féllu og sex særðust í sprengingu sem varð í íslamska bylt- ingardómstólnum í Teheran í gær og lýstu vígbúnir, íranskir stjórnarand- stæðingar, sem hafa aðsetur í írak, ábyrgð á sprengingunni á hendur sér. Talsmaður samtakanna sagði að í henni hefðu „tugir böðla“ látið lífið og að tilræðið hefði verið framið til þess að hefna átta liðsmanna þeirra sem fallið hafi í átökum við íranska stjórnarliða í nóvember. Opinber fréttastofa Irans, IRNA, sagði áður að sprengingin væri rakin til aðgæsluleysis við meðhöndlun sprengiefna sem notuð hafi verið sem sönnunargögn í réttinum. Iranska ríkissjónvarpið sagði að tveir hefðu „dáið píslarvættisdauða“ í sprengingunni og sögðu frétta- skýrendur að það benti til þess að um tilræði hafl verið að ræða. Sjón- varpið greindi ekki frá því hver or- sök sprengingarinnar hafi verið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.