Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ I - Undirbúningsfundur nýrra stjórnmálasamtaka á morgun Yiðbrögð með ólíkindum segir Sverrir Hermannsson SVERRIR Hermannsson, fyrrver- andi bankastjóri Landsbankans, og nokkrir aðrir áhugamenn um stofn- un nýrra stjórnmálasamtaka, sem hafa það að meginmarkmiði að af- nema núverandi kvótakerfí, munu halda ófoi-mlegan undirbúningsfund á morgun. Sverrir segir að viðbrögð fólks við hugmyndinni séu með ólíkindum góð, síminn byrji að hringja klukk- an sjö á morgnana og stoppi ekki eftir það. „Það er bæði almenningur og ýmsir liðsoddar í félagsmálum og verkalýðsmálum og víðar að sem gefa sig fram. Þetta sýnir að fólk er að átta sig, sérílagi á þessu endem- islega hervirki sem unnið hefur ver- ið á fískveiðilagastjórnuninni. Hvernig má annað vera en að hún sé með þessum hætti þegar liðsoddi og aðalforystumaður sjávarútvegs- íyrirtækjanna hefur verið svo til einráða í sjávarútvegsmálum okkar um langt árabil? Auðvitað á ekkert að fara að ráðast á eða rústa sjávar- útveginn, auðvitað verður höfuð- málefni slíks flokks, ef hann rís á laggirnar, að styðja og styrkja sjáv- arútveginn. En það á ekki að gera með því að ræna þjóðina lífseign sinni og færa hana í hendur örfáum mönnum. Það getur aldrei gengið." Fijálshyggjustefna Hannesar Hólmsteins með undirtökin Sverrir nefnir fleiri mál sem sam- einast á um, meðal annars andstaða gegn nýjum lögum um eignarhald á landi og stjómsýslu hálendisins sem hann segir vera af sömu rót runnin og kvótakei’fíð. „Það er verið að mala þetta undir örfáa menn. Þetta er frjálshyggjustefnan eins og hún getur orðið hroðalegust. Þetta er stefna Hannesar Hólmsteins sem hefur náð undirtökum hjá þessari ríkisstjórn, enda ekki óeðlilegt þar sem hann er inni í hlust á forsætis- ráðherranum og af Guðlaugsstaða- kyninu sem ræður hinumegin," seg- ir Sverrir. Sverrir segist ekki stefna að tímabundnu óánægjuframboði. Ef hin nýju stjórnmálasamtök nái skriði sé engin ástæða til að tjalda til einnar nætur. „Ég held að svo sé komið að fólk sé tilbúið að losa um gömul flokksbönd og viðjar sem lagðar hafa verið á fólk,“ segir hann. Klíka í þjóðfélaginu sem lítur niður á fólk Nöfn á nokkrum meintum stuðn- ingsmönnum flokkstofnunarinnar hafa verið nefnd í fjölmiðlum. Matthías Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðis- flokksins, staðfestir það að hann fylgi Sverri að málum. „Ég ætla að styðja þá sem eru á móti þessari fiskveiðistefnu og ég er á móti ein- strengingshætti eins og þeim að leyfa ekki fólkinu í landinu að hugsa sig betur um út af hálendinu, að ég tali nú ekki um að það er verið að eyðileggja margar byggðir landsins. Það eru ótal dæmi þess að það er ákveðin klíka í þessu þjóðfélagi sem lítur niður á fólk.“ Matthías segist ekki stefna á þing að nýju, en vonast til að nýjum stjórnmálasamtökum takist að fella ríkisstjórnina. Morgunblaðið náði ekki tali af Davíð Oddssyni forsætisráðherra í gær þegar leita átti álits hans á fyr- irhugaðri stofnun nýrra stjórnmála- samtaka. Nærri drukkn- aður í Reykja- dalslaug ÁTJÁN ára piltur var nærri drukkn- aður í Reykjadalslaug í Dalasýslu að- faranótt annars i hvitasunnu en betur fór en á horfðist. Ferðafélagar hans urðu þess varir að ekki var allt með felldu, náðu honum upp úr lauginni og | kölluðu til lækni. Pilturinn var fluttur i með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur I og er nú á batavegi. i Sundlaugin í Reykjadal er afskekkt ’ og þar er engin gæsla en nokkuð er um að fólk fari í hana og þá á eigin ábyrgð, að sögn Sigvalda Guðmunds- sonar, lögregluvarðstjóra í Búðardal. ; Hann segir það ennfremur undarlegt að lögreglu hafí ekki verið tilkynnt um slysið en hann hafí ekki frétt af í þvi fyrr en hringt var í hann frá fréttastofu útvarps morguninn eftir. „Það eru í raun iimm aðilar sem bregðast í því að tilkynna lögreglu um slysið; sá sem hringdi í lækni, læknirinn, sjúkrabflstjórinn, Neyðar- línan og þyrluáhöfnin,“ segir Sigvaldi. ----------------------- Ríkissaksóknari rannsakar Lind BEIÐNI bankaráðs Landsbanka Is- lands um sakamálarannsókn á fjár- mögnunarfyrirtækinu Lind hefur borist embætti ríkissaksóknara. í beiðninni er farið fram á að tekið verði til opinberrar rannsóknar hvort stjórnendur fjármögnunarleigufyrir- tækisins Lindar hf. hafi, eftir að Landsbankinn eignaðist meirihluta í fyrirtækinu, framið eða tekið þátt í refsiverðri háttsemi með athöfnum sínum við stjórn fyrirtækisins eða at- hafnaleysi. Ríkissaksóknari hefur fallist á rannsóknina en hann tjáir sig ekki um önnur atriði málsins að svo stöddu, svo sem hver málsmeðferðin verði eða hvort fjölga þurfi starfs- fólki við embættið til að hægt verði ! að sinna rannsókninni. Ljósmynd/Jóhannes Long SVEINN Hákon Harðarson tekur við viðurkenningum úr hendi Kristínar Arnalds skólameistara. DÚX Fjölbrautaskólans í Breið- holti, Sveinn Hákon Harðarson, útskrifaðist með meðaleinkunn- ina 9,78 sem er hæsta einkunn á stúdentsprófi sem hefur verið gefin fyrir stúdentspróf þaðan. Sveinn sópaði til sín verðlaunum við útskriftina en hann hlaut m.a. verðlaun fyrir stærðfræði, eðlis- fræði, efnafræði og náttúrfræði- greinar. „Mér er frekar illa við að vera illa lesinn og leiðist það viðhorf að ætla bara að skríða,“ segir Sveinn. „Ég er þó stundum á siðustu stundu með lærdóminn en þetta hefur alltaf reddast." Sveinn segir að árangurinn í náminu megi skýra með því að hann hefur unnið vel síðustu ár- Líkar ekki að vera illa lesinn in. „Ég er a.m.k. enginn snilling- ur.“ Til að hvfla sig frá lærdómnum fer Sveinn stundum út að hlaupa eða í göngur. „Ég hef reyndar gert allt of lítið af því að ganga og stefni á að bæta úr því.“ Sveinn hélt einmitt strax út úr bænum að lokinni útskrift í ferð með Ferðafélaginu. „Það var enginn þrýstingur heima fyrir að halda veislu þannig að ég slapp út úr bænum.“ Nú í sumar verður Sveinn Há- kon að vinna hjá Skógræktarfé- lagi Reykjavikur í Hvammsvík í Hvalfirði. „Mér líst bara vel á þetta. Þetta byijar vel í góða veðrinu.“ I haust tekur svo há- skólanámið við. Sveinn Hákon hefur ekki tekið endanlega ákvörðun um hvaða grein verður fyrir valinu en býst við að það verði eitthvað sem tengist efna- eða líffræði. „Ég sé til, kannski fæ ég köllun í suraar og kemst að hvað ég vil gera í framtíðinni." ■ Fjölbrautarskólanum/11 Hrafnhildur Brynja Flosadóttir Banaslys á Hólmavík- urvegi UNG kona lést í umferðarslysi á Hólmavíkurvegi við Borgarholt í Hrútafirði aðfaranótt annars í hvítasunnu. Hún hét Hrafnhildur Brynja Flosadóttir, var fædd árið 1974 og búsett í Reykjavík. Systir konunnar og ungur sonur systur- innar, sem voru farþegar í bflnum, sluppu að mestu án meiðsla. Áð sögn lögreglu á Hólmavík virðist sem Hrafnhildur hafi misst stjórn á bil sinum í beygju og lausa- möl með þeim afleiðingum að bíllinn valt út af veginum. Hún kastaðist út úr bílnum og hefur, að sögn lög- reglu, að öllum líkindum látist sam- stundis. Hrafnhildur lætur eftir sig sex ára gamlan son. ------♦-*-*.--- Hækkun úr- skurðuð ólögmæt FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur úrskurðað 25% lækkun hol- ræsagjalds í Hafnarfirði ólögmæta. Um sl. áramót var holræsagjald í Hafnarfirði hækkað um 50%, eða úr 0,10% í 0,15% af fasteignamati. Hækkunin var kærð til félagsmála- ráðuneytisins sem úrskurðað hefur eftirfarandi: „Ákvörðun bæjar- stjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar um að hækka holræsagjald fyrir ár- ið 1998 í 0,15% af „heildarfasteigna- mati“ er ólögmæt. Bæjarstjórn er ekki heimilt að innheimta hærra gjald en sem nemur 0,12% af gjald- stofni samkvæmt gildandi reglu- gerð.“ Með vísun til úrskurðar félags- málaráðuneytisins ber Hafnarfjarð- arkaupstað að lækka álagt holræsa- gjald um 25,34% sem þýðir að af hverri milljón í heildarfasteignamati lækkar holræsagjaldið um 380 krón- ur. Gjaldandi sem er með heildar- fasteignamat að upphæð 10 milljónir króna á því að fá lækkun sem nemur 3.800 krónum. Leiðréttingin verður væntanlega gerð á síðasta gíróseðli, sem sendur verður út í júní, segir í fréttatilkynningu frá kæranda, Gísla Jónssyni, prófessor emeritus. 1 Sérblöð í dag jaorcunbCaÍJilí Fímm nýfiðar Vala endur- heimti www.mbi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.