Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 15 Lýsti eftir stefnu heilbrig'ð- isráðherra INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra sagði í utandag- skrárumræðu um heilbrigðismál að unnið væri að framgangi val- frjáls stýrikerfis innan heilsu- gæslukerfisins. Sighvatur Björg- vinsson, formaður Alþýðuflokks- ins, sem var málshefjandi, hafði lýst eftir stefnu heilbrigðisráð- herra í málefnum sérfræðilækna. Hann sagði að ráðherra hefði talað fyrir valfrjálsu stýrikerfi en ekkert hefði gerst í málinu. Sakaði hann ráðherra um að hafa farið út á aðrar brautir í kjölfar síðustu samninga við sérfræðilækna með því að flytja meira af aðgerðum út af sjúkrahúsum og inn á einkastof- ur. „Valfrjálst stýrikerfi verður aldrei sett á laggirnar nema al- menn sátt verði um það meðal lækna,“ sagði heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðherra sagði að á Vestfjörðum hefðu verið sameinað- ar sex stofnanir undir eina stjórn og hið sama væri í undirbúningi á Austfjörðum. í Reykjavík væri bú- ið að sameina heilsugæslustöðv- arnar undir eina stjórn. Sighvatur spurði um niðurstöð- ur nefndar um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu sem lokið hef- ur störfum. Heilbrigðisráðherra sagði að nú væri til stefna varð- andi forgangsröðun sem ekki hefði verið til áður. Náðst hefði sam- komulag við stjórnarandstöðuna um forgangsröðun og unnið væri eftir því samkomulagi. Meginnið- urstaða nefndarinnar hefði verið sú að greitt yrði fyrir þá þjónustu sem er vísindalega sannað að hef- ur gildi. Sighvatur lýsti eftir stefnu ráð- herra í sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Heilbrigðisráðherra sagði að samþætting ýmissar þjón- ustu milli sjúkrahúsanna væri í sameiningarátt. Heilbrigðisráðherra sagði að sérstakar úrskurða- og aðlögunar- nefndir væri að vinnu vegna kjara- deilu hjúkrunarfræðinga. „Það er von okkar að við náum lendingu þannig að við þurfum ekki á neyð- aráætlun að halda. Við höfum mánuð til stefnu að finna lausn á málinu en við verðum samtímis að undirbúa að allt fari á verstan veg,“ sagði heilbrigðisráðherra. Morgunblaðið/Ásdís Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Þá verða um- ræður um þingmal frá efna- hags- og viðskiptanefnd Al- þingis, en einnig um mál frá landbúnaðarnefnd Alþingis. Hlé verður gert á þingfundi kl. 15 í dag en hefst hann að nýju kl. 20.30. Þá hefjast eldliús- dagsumræður, sem standa í um tvo til þijá tíma. A annasömu þingi MIKIÐ annríki hefur verið á síð- ustu dögum Alþingis og í gær voru afgreidd 26 þingmál. Björn Bjarnason menntamálaráðherra og þriðji þingmaður Reykvfldnga er hér f þungum þönkum. Yfir honum vakir Jón Sigurðsson for- seti, forvígismaður sjálfstæðis- baráttu íslendinga. FRÉTTIR Ljósmynd/Benedikt Bragason VÉLSLEÐAMENNIRNIR komu eins og kallaðir, bjuggu um fótinn og komu piltinum til byggða. Ohapp á Hvanna dalshnjúki SAUTJÁN ára piltur sem var í gönguferð á Hvannadalshnjúk á sunnudag brotnaði á fótlegg þegar lína sem hann var festur í ásamt fé- lögum sínum flæktist fyrir fótunum á honum og hann hrasaði. Betur fór en á horfðist og brotið var ekki slæmt, að sögn Önnu Láru Friðriksdóttur, sem var fararstjóri í UNG kona slasaðist alvarlega þegar hún varð undir jeppa við félags- heimilið Lýsuhól á Snæfellsnesi að- faranótt sunnudags. Að sögn lögreglu í Stykkishólmi virðist sem konan og karlmaður hafi setið uppi á þaki jeppans með fæt- urna niður um sóllúgu, þegar bíl- stjórinn missti stjóm á bflnum með þeim afleiðingum að hann snerist þversum og valt og konan lenti und- ir bílnum. Bíll með spilbúnaði var nær- staddur og með honum var hægt að lyfta bflnum og ná konunni undan ferðinni. Henni tókst að gera vélsleðamönnum sem voru á ferð á svæðinu viðvart og þeir komu til hjálpar, bjuggu um fótinn og fluttu piltinn niður í Jöklasel við Skála- fellsjökul. Þaðan var honum ekið á sjúkrahúsið á Höfn, þar sem gert var að meiðslum hans. honum. Hún var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Sjúki-ahúss Reykjavíkur. Hún er enn á gjörgæslu og er ástand henn- ar stöðugt, en hún mjaðmagrindar- brotnaði og hlaut brjóstholsáverka, að sögn Páls Ammendrup, sérfræð- ings á gjörgæslu. Karlmaðurinn, sem einnig var uppi á þaki jeppans þegar hann valt, meiddist mun minna en hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akranesi. Ökumaðurinn slapp án meiðsla en hann er grunaður um ölvun við akstur, að sögn lögreglu. Gunnarsholt Flugvélar- hjól rakst í höfuð manns MAÐUR slasaðist alvarlega á höfði þegar lendingarhjól flug- vélar rakst í hann á flugvellin- um í Gunnarsholti á laugardag. Að sögn lögreglu á Hvols- velli voru fjórir menn að æfa sig í lendingum og flugtaki á fjögun-a sæta flugvél sem þeir keyptu nýlega í félagi. Þegar óhappið varð var einn þeirra á vélinni og var að taka sig upp og búinn að beygja eftir flug- takið. Félagar hans þrír voru á jörðu niðri og ætluðu að taka myndir þegar hlífin á lending- arhjóli vélarinnar rakst í höfuð eins þeirra. Hann var fluttur með sjúkrabfl á Selfoss, þar sem þyrla Landhelgisgæslunn- ar tók við honum og flutti á slysadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur. Maðurinn reyndist vera höf- uðkúpubrotinn og fór í aðgerð en er nú á batavegi og útskrif- aður af gjörgæslu, að sögn Páls Ammendrup, sérfræðings þar. Lýsuhóll á Snæfellsnesi Ung kona lenti undir jeppa sem nytur þér Bókin er 96 bls. meö alvörugefnum fyrirheitum um björt og hagsæl eftirlaunaár. Allt sem þú vilt vita um þær breytingar sem nýju lögin hafa í för með sér, viðbótartryggingar sem enginn nema ALVÍB býður, lágmarkstryggingu og hin frábæru Ævisöfn sem eru sniðin að þínum aldri og þeim tímamótum er þú kýst að setjast í helgan stein. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi • Sími 560 89 00 Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@vib.is Litla bókin um lífeyrismál bíður þín hjá VÍB Kirkjusandi. Hún fæst án endurgjalds á meðan birgðir endast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.