Morgunblaðið - 03.06.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.06.1998, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Samningar um Landsmót UMFÍ árið 2001 undirritaðir Egilsstöðum - Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands og Egilsstaðabær undirrituðu nýlega samning þess efnis að Landsmót UMFÍ verði haidið á Egilsstöðum árið 2001.1 samningnum er kveðið á um að Egilsstaðabær leggi til þau mannvirki sem til þarf, komi upp tjaldstæðum, hreinlætisaðstöðu, bflastæðum og öðru sem til þarf. Samningurinn er undirritaður með fyrii-vara um að lögð verði gerviefni á hlaupabraut, en til þess að það verði þurfa að koma til veru- leg fjárframlög frá_ öðrum aðilum. Landsmótsnefnd UÍA er þegar far- in að vinna að þessu verkefni, en UÍA hefur tvisvar áður haldið Landsmót, árin 1952 og 1968 og voru þau bæði haldin á Eiðum. Morgunblaðið/Anna Ingólfs SAMNINGAR undirritaðir um Landsmót UMFI á Egilsstöðum árið 2001. Sveinn Jónsson formaður landsmótsnefndar, Helgi Halldórsson bæjarstjóri Egilsstaða og Einar Már Sigurðarson formaður UÍA. Ferðum Nor- rænu fjölgar - einnig siglt til Leirvíkur FARÞEGAFERJAN Norræna kom í fyrstu ferð sumarsins til Seyðisíjarðar sl. fimmtudag. í þessari ferð flutti Norræna 200 ferðamenn á 60 farartækjum til landsins og 300 farþegar á 80 farartækjum fóru af landi brott. A þessu ári fer feijan 15 ferðir til og frá íslandi sem er einni ferð fleiri en farnar voru í fyrra, og að þessu sinni er fyrsta ferðin viku fyrr en vanalega hefur ver- ið. Breyting hafa verið gerðar á ferðaáætlun ferjunnar og bætist nú Leirvík á Hjaltlandi við sem viðkomustaður og í stað viðkomu í Esbjerg verður Hanstholm ferjuhöfnin í Danmörku. Nor- ræna fer því frá Seyðisfjarðar til Færeyjar og þaðan til Leirvíkur. síðan áfram til Bergen, aftur til Leirvíkur og Færeyjar og ís- iands. Að sögn Ágústs H. Friðriks- sonar hjá Austfar hf. á Seyðis- firði eru bókanir mjög góðar með feijunni í sumar og betri en undanfarin ár. SUN reisir 6 mjölturna Neskaupstað - Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við smíði á mjölturnum við loðnuverksmiðju Sfldarvinnslunnar. Turnarnir, sem eru 6, verða 34 metra háir með húsi ofan á svo alls verður mannvirkið um 40 metra hátt. Um 6.000 þúsund tonn af mjöli munu rúmast í turninum og verður útskipun úr þeim nánast sjálfvirk. Áætlað er að verkinu verði lokið 1. nóvem- ber í haust og að þeir verði af- hentir Sfldarvinnslunni mánuði síðar eftir að prufukeyrslu á tækjabúnaði lýkur. Það er Héðinn Smiðja í Garða- bæ sem sér um verkið. Áætlaður kostnaður við turnana er um 250 milljónir króna. Breskra sjómanna minnst Ey rarbakka - Síðastliðinn föstu- dag fór fram minningarathöfn í Eyrarbakkakirkju. Minnst var sjómanna sem fórust með togar- anum Lock Morar frá Aberdeen aðfaranótt 1. apríl 1937. Prófasturinn í Ámesþingum, séra Úlfar Guðmundsson, ann- aðist athöfnina og kór kirkj- unnar söng sálmana Líknar- gjafinn þjáðra þjóða, Let the tower lights be burning, Jesus saviour pilot me og sjómanna- sálm eftir Pálmar Eyjólfsson. Athöfnin fór fram á ensku, enda viðstaddir margir ættingj- ar sjómannanna sem fórust, ásamt fulltrúa borgarstjórans í Aberdeen, auk heimamanna. Eftir athöfnina var farið í kirkjugarðinn, en þar eru graf- ir sex manna af áhöfn togarans. Hvítir, nafnlausir krossar eru á gröfunum, enda enginn nöfn þekkt er mennirnir voru grafn- ir. Háöldruð kona, ekkja stýri- mannsins á Lock Morar, af- hjúpaði kross sem Skotarnir komu með. Á krossinum er skjöldur með áletruðum nöfn- um allra skipverjanna. Allt fór þetta hátíðlega fram og þótti gestunum vel tekið á móti sér og virtust mjög snortnir af athöfninni. Að lok- um var boðið til kaffisamkvæm- is að Stað og gafst þá gestunum færi á að hitta nokkra þeirra sem tóku þátt í leit og ýmisleg- um störfum vegna slyssins á símum tíma. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson FUNDARMENN á fundi rekstrarstjóra skíðasvæða á íslandi. Seyðisfirði - Nýlega héldu rekstrar- stjórar skíðasvæða fund á Seyðis- firði. Aðalumræðuefni fundarins var öryggi á skíðasvæðum. Mörg alvarleg slys hafa orðið í áranna rás og allir voru sammála um nauðsyn þess að bæta þyrfti ör- yggið á skíðasvæðum landsins. Full- trúi Seyðisfjarðar kynnti fundar- mönnum útbúnað sem heimamenn fundu upp til þess að draga úr hættu á slysum þegar menn verða fyrir því óláni að rekast á lyftu- staura. Búnaðurinn er þannig að Rekstrarstjór- ar skíðasvæða funda um öryggismál búin eru til nokkurs konar kodda- ver úr yfirbreiðsludúk og þau síðan fyllt með höggdeyfandi efnum eins og t.d. frauðkúlum. Efnið er auð- fengið og ódýrt. Koddarnir eru síð- an festir í kringum lyftustaurinn og draga úr höggum ef árekstur verð- ur. Þetta er talið dæmi um hvernig draga megi úr slysahættu auðveld- lega og án mikils tilkostnaðar. Rekstrarstjórarnir ákváðu að stofna með sér landssamband til þess að sinna þessum öi’yggismál- um og öðrum málum sem gætu ver- ið sameiginleg á skíðasvæðunum. Valið var í undirbúningsnefnd sem skilar af sér í haust þegar komið verður saman aftur til þess að stofna samtök.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.