Morgunblaðið - 03.06.1998, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.06.1998, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ ro Qniu TTyfi'rr r. an'i/ (Iir.rnjnm 20 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 VIÐSKIPTI Hugur, Tæknival og Þróun stofna félag um dreifingu á Concorde viðskiptahugbúnaði Nýtt fyrirtæki á hugbúnaðar- markaði FYRIRTÆKIN Hugur-forritaþróun, Tæknival og Próun hafa ákveðið að stofna sameiginlega fyrirtækið Concorde Axapta ehf. um dreifmgu á Concorde Axapta, nýrri kynslóð viðskiptahugbúnaðar frá danska fyrirtæk- inu Damgaard Intemational. Auk fyrirtækjanna þriggja mun Einar Úlfs- son iðnaðarverkfræðingur eiga hlut í fyrirtækinu. I samtali við Morgun- blaðið segist hann vera ánægður með stofnun þessa nýja fyrirtækis. „Eg held að þarna séu samankomin þrjú sterkustu hugbúnaðarfyrirtæki lands- ins og við hlökkum til að bjóða upp á góða þjónustu með góðum hugbúnaði," segir Einar. Frá árinu 1991 hefur viðskipta- hugbúnaðurinn Concorde XAL frá Damgaard International verið á ís- lenska markaðnum og náð mikilli útbreiðslu líkt og annars staðar í Evrópu. Meðal notenda Concorde XAL hér á landi má nefna Húsa- smiðjuna hf., Kaupfélag Eyfirðinga og Skeljung hf. Hugur-forritaþró- un hefur séð um dreifingu Concor- de XAL hér á landi og verður svo áfram. Dýrasta hugbúnaðarverkefni Damgaard Intemational Concorde Axapta er metnaðar- fyllsta og um leið dýrasta hugbún- aðarverkefni sem Damgaard International hefur ráðist í. Axapta byggist á algrafísku, hlutbundnu þróunarumhverfi sem skapar kerf- inu algera sérstöðu á sínu sviði. Þá er einnig innbyggð í kerfið svo- nefnd þriggja laga miðlara/biðlara- högun sem skapar áður óþekkta möguleika í gagnavinnslu einkum yfir hvers kyns víðnet en notkun slíkra neta hefur sem kunnugt er stóraukist á undanfömum árum. Axapta notar alla nýjustu tækni við hugbúnaðargerð og byggist á forritunarmáli sem tekur mið af Java sem mjög hefur rutt sér til rúms á undanförnum misserum. Markhópurinn fyrir Axapta er í fyrstunni meðalstór og stæn-i fyr- irtæki en fljótlega verður einnig boðin útgáfa af Axapta fyrir minni fyrirtæki. Þýtt og aðlagað að íslenska markaðnum Hlutverk hins nýja fyrirtækis er annars vegar að vinna að þýðingu og aðlögun Axapta að þörfum ís- lenska markaðarins og hins vegar að markaðssetja hugbúnaðinn í samvinnu við söluaðila. Vinna við þýðingu og aðlögun er þegar komin í fullan gang og Hugur-forritaþró- un, Tæknival og Þróun hafa þegar hafist handa við að flytja ýmsar sérlausnir sínar yfir í Axapta. Stefnt er að því að allar sérlausnir sem unnar hafa verið í Concorde XAL á undanförnum árum verði fluttar yfir í Axapta á næstu miss- erum. Einar Úlfsson iðnaðai-verkfræð- ingur er forstjóri hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækisins Caliber Solutions í Stamford, Connecticut. Caliber sérhæfir sig í sölu á Axapta á Bandaríkjamarkaði í samvinnu við IBM og Damgaard. Einar seg- ist eiga von á mikilli velgengni Axapta á íslandi, í ljósi þess hve vel hafi gengið í Bandaríkjunum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson AÐSTANDENDUR hins nýja hugbúnaðarfyrirtækis; Halldór Frið- geirsson, Gunnar Ingimundarson, Rúnar Sigurðsson, Jens Höjgard, Ulfur Sigurmundsson og Einar Ulfsson. Vöruskiptajöfnuður 16,6 milljörðum lakari en í fyrra FYRSTU fjóra mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 40 milljarða króna, en inn fyrir 52,3 milljarða fob. Því var halli á vöruskiptum við út- lönd sem nam 12,3 milljörðum króna, en á sama tíma í fyrra voru þau hag- stæð um 4,3 milljarða. Af því leiðir að viðskiptajöfnuðurinn var 16,6 milljörðum lakari fyrstu fjóra mán- uði ársins en á sama tíma árið áður. í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir tæpan 11,1 milljarð og inn fyrir 12,6 milljarða króna fob, segir í frétt frá Hagstofu Islands. Vöruskiptin í apríl voru því óhagstæð um 1,6 millj- arða, en í apn'l 1997 voru þau óhag- stæð um 600 milljónir á föstu gengi. Verðmæti vöruútflutnings 8% minna en í fyrra „Fyrstu fjóra mánuði þessa árs var heildarverðmæti vöruútflutnings 8% minna á fóstu gengi en á sama tíma árið áður. Samdráttinn má rekja til minni útflutnings sjávarafurða en jafnframt munar um að í fyrra var seld úr landi flugvél fyrir 2,6 millj- arða kr. en engin slík sala hefur átt sér stað á þessu ári. A móti kom að útflutningur á áli jókst. Útfluttar sjávarafurðir voru 72% alls útflutn- ings og var verðmæti þeirra 9% minna en á sama tíma árið áður. Verðmæti útfluttrar iðnaðarvöru var 18% meira en í fyrra; þar af var verð- mæti útflutts áls 46% meira en verð- mæti kísiljárns dróst saman um 33%. Heildarverðmæti vöruinnílutnings fyrstu fjóra mánuði þessa árs var 33% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mestan þátt í aukn- um vöruinnflutningi eiga flugvéla- kaup Flugleiða hf. í janúar sl. en inn- flutningur á hrávöru og rekstrar- vöru, fjárfestingarvöru og neyslu- vöru jókst einnig til muna m.v. sama tíma í fyrra,“ segir í frétt frá Hag- stofunni. Hádegisveröarfundur Amerísk-íslenska verslunarráðsins Fimmtudaginn 4. júní 1998, kl. 12:00 - 13:30 í Víkingasal Hótels Loftleiða MINNESOTA - ISLAND NÝ TÆKIFÆRI • Ný tækifæri í menningar- og viðskiptatengslum Minnesota og Islands. Fylkisstjóri Minnesota er hér á ferð ásamt ráðherrum í stjóm sinni og íylgdarliði í tilefni af opnun nýrrar flugleiðar Flugleiða hf. milli Keflavíkur og Minnesota. í Minneapolis eru höfuðstöðvar fleiri Fortune 400 íyrirtækja en í nokkurri annarri stórborg Bandaríkjanna og er efnahagslíf fylkisins með því besta sem gerist í Bandarikjunum. Minnesota er einnig það fylki sem hefúr mest viðskiptaleg og menningarleg tengsl við Norðurlöndin og mun þetta beina flug bjóða uppá marga möguleika í auknum samskiptum. Amerísk-íslenska verslunarráðiö hvetur alla þá sem hafa verið í námi í Minnesota eða í viðskiptatengslum við Bandaríkin að nýta sér þetta tækifæri. FRAMSOGUMAÐUR:_ Ame Carlsson, íylkisstjóri Minnesota Að loknum framsöguerindum geta fundarmenn borið fram íyrirspumir eða komiö með innlegg í umræðuna. Fundargjald (hádegisverður innifalinn) kr. 3.000,- Fundurinn er opinn en nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram i síma 510 7100 VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS Amerísk-íslenska verslunarráðið 4 Hraðfrystihús Eskifjarðar Hlutafé aukið um 30 milljónir STJÓRN Hraðfrystihúss Eskifjarð- ar hf. hefur ákveðið að nýta sér heimild aðalfundar til að auka hluta- fé félagsins um 30 milljónir á nafn- verði með útgáfu nýrra hlutabréfa. Hluthafar hafa forkaupsrétt að aukningunni og verður þeim boðið að nýta hann með sérkjörum. Gengi hlutabréfa félagsins á Verðbréfa- þingi íslands var 9,32 á fimmtudag og samkvæmt því er söluverðmæti aukningarinnar á markaði um 280 milljónir kr. Að sögn Magnúsar Bjamasonar, stjórnarformanns Hraðfrystihúss Eskifjarðar, verður hlutaféð boðið hluthöfum í þessum mánuði. Við- skiptastofa Landsbanka Islands ann- ast útboðið. Notað til fjárfestinga Fjármunirnir eru notaðir til fjár- festinga. Þannig er lokið gagngerum endurbótum á nótarskipinu Jóni Kjartanssyni og kom skipið heim frá Póllandi um helgina. Jafnframt stendur yfir uppbygging nýrrar rækjuverksmiðju félagsins og er áætlað að hún hefji starfsemi síðla hausts. ---------------- Burðarás kaupir hlutíHB BURÐARÁS hf., fjárfestingarfélag Eimskips hf., keypti í gær hlutabréf í Haraldi Böðvarssyni hf. að nafnverði 15 milljónir ki-óna, sem jafngildir um 1,4% eignarhlut í félaginu. Hluta- bréfin voru keypt á genginu 5,8, eða 87 milljónir króna. Eignarhlutur Burðaráss hf. I Haraldi Böðvai-ssyni hf. eftir kaup þessi er 10,2%. ------♦-♦-♦---- Byggðastofn un auglýsir hluta- bréf til sölu BYGGÐASTOFNUN auglýsti hluta- bréf í eigu sinni til sölu í sunnudags- blaði Morgunblaðsins. Guðmundur Rafn Bjarnason hjá Byggðastofnun segir stofnuninni skylt að auglýsa bréfin árlega, samkvæmt reglugerð. Hann segir að á síðustu misserum hafi heimildir Byggðastofnunar til að taka þátt í fjármögnun fyrirtækja með hlutabréfakaupum komið og farið, en nú sé verið að ganga frá reglugerð, þar sem gert sé ráð fyrir að fjármögnun fari fram með beinni hætti í gegnum eignarhaldsfélög. Aðspurður hvort Byggðastofnun fái mörg tilboð í kjölfar þessarar ár- vissu auglýsingar segir hann það vera upp og ofan. Mörg bréfanna séu orðin gömul og vart eftirsóknarverð. -----------♦-♦-♦----- Hætta með OTM VERÐBRÉFAÞING íslands hætti reglubundinni dreifingu upplýsinga um viðskipti og tilboð á Opna tilboðs- markaðnum frá og með 1. júní síð- astliðinn. Yfirlitið er því hætt að birtast á peningamarkaðssíðu Morg- unblaðsins. IÐNSKÓLINN f REYKJAVfK vekur athygli á nýrri náms- skipan í bókbandi. Námstími 3 ár, þar af 2 ár í skóla. Námið er ekki samningsbundið. Megináhersla er á handband. Samfellt skólanám.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.