Morgunblaðið - 03.06.1998, Side 22

Morgunblaðið - 03.06.1998, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Seðlabankinn sækist ekki eftir framlengingu fjárvörslusamninga Breytt fyrirgreiðsla við viðskiptavaka SEÐLABANKI ÍSLANDS mun ekki sækjast eftir framlengingu þeirra fjárvörslusamninga sem verið hafa í gildi milli bankans og nokkurra aðila að Verðbréfaþingi Islands undanfarin tvö ár en samn- ingarnir renna út í lok þessa mán- aðar. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Seðlabankanum má rekja ástæðu þessarar stefnubreytingar til yfirlýsingar nokkuiTa aðila að Verðbréfaþingi, þess efnis að þeir hyggist taka að sér hlutverk við- skiptavaka fyrir markflokka ríkis- skuldabréfa með eigi lakari hætti en fjárvörslusamningamir fólu í sér. Gildandi reglur um fyrirgreiðslu endurskoðaðar Samhliða þessu hefur Seðla- bankinn endurskoðað gildandi reglur um fyrirgreiðslu sína við viðskiptavaka ríkisskuldabréfa og eru meginbreytingarnar fjórþætt- ar: í fyrsta lagi er hlutverk við- skiptavaka skilgreint betur en áð- ur og samræmt því sem gilti í fjárvörslusamningum bankans. I öðru lagi er aðgangur að fyrir- greiðslu bankans bundinn því að viðkomandi fyrirtæki sé við- skiptavaki í öllum markflokkum ríkisskuldabréfa. I þriðja lagi er aðgangur að fyrirgreiðslu háður því að eiginfjárstaða viðkomandi sé yfir tilteknu lágmarki og í fjórða lagi er viðskiptavökum sem uppfylla ofangreind skilyrði veitt- ur aðgangur að vikulegum upp- boðum Seðlabankans á endur- hverfum samningum með sama hætti og bindiskyldum lánastofn- unum. 3 milljarða skuldabréfaútboð Sparisjóðs Hafnarfjarðar SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar hef- ur gefið út flokk skuldabréfa að nafn- virði þriggja milljarða króna. Skulda- bréfin eru verðtryggð til 15 ára með árlegum vaxtagjalddögum og geiðslu höfuðstóls í lok lánstíma. Nafnvextir bréfanna eru 4,75% en ávöxtunar- krafa á íyrsta söludegi var 5%. Ráð- gert er að sölu bréfanna verði lokið á næstu tveimur árum. Samið hefur verið við Kaupþing um sölu í fyrstu lotu að upphæð 300 milljóna króna. Sótt verður um skráningu bréf- anna á Verðbréfaþingi Islands og mun Kaupþing og viðskiptastofa Sparisjóðs Hafnarfjarðar annast viðskiptavakt á skuldabréfunum. Viðskiptastofa Sparisjóðs Hafnar- fjarðar var sett á stofn á síðasta ári en hún annast viðskipti með mark- aðsverðbréf og erlendan gjaldeyri. Viðskiptavaktin felur í sér að dag- lega eru sett fram kauptilboð í skuldabréfin, að lágmarki 20 m.kr. á Verðbréfaþingi íslands og leitast er um leið við að setja fram sölutilboð. Petta er gert til að eigendur bréf- anna hafi ávallt möguleika á því að selja þau á eftirmarkaði. Sé tilboði tekið skuldbinda viðskiptavakar sig til að endurnýja tilboð sín á þinginu innan tíu mínútna. Viðskiptavakar skuldbinda sig til að setja fram til- boð þar til viðskipti hafa náð 200 m.kr. yfir daginn. Tilgangurinn með útgáfu bréf- anna er, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, að skapa Spari- sjóðnum svigrúm og aukna mögu- leika til útlána en þetta er stærsta skuldabréfaútboð Sparisjóðs Hafn- arfjarðar til þessa. Hvl Morgunblaðið/Kristinn NÚ STENDUR yfir sýning á Darex-vélum í nýjum sýningarsal GJ Fossberg, Skúlagötu 63. Nýr sýningarsalur hjá GJ Fossberg GJ FOSSBERG vélaverzlun ehf. tók nýverið í notkun nýjan sýn- ingarsal í Fossberghúsinu, Skúlagötu 63. Bætist hann við þá 300 fermetra verslun sem Fossberg hefur rekið á Skúla- götunni í rúma þijá áratugi og er hann staðsettur í vesturenda Fossberghússins á jarðhæð, seg- ir í fréttatilkynningu frá fyrir- tækinu. Þessi nýi salur er u.þ.b. 75 fermetrar að stærð, með mikilli lofthæð og góðri sýningarað- stöðu fyrir þær málmiðnaðar- vélar og verkfæri sem fyrirtæk- ið býður. Salurinn nýtist enn fremur sem móttökusalur fyrir viðskiptavini, en einnig hafa verið haldin þar sölumannanám- skeið fyrir starfsfólk og kynn- ingar á nýjum vörum, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Nýlega fékk Fossberg umboð fyrir Darex-borbrýningarvélar sem eru framleiddar í Banda- rikjunum og fluttar inn beint þaðan. Fossberg hefur þegar sent starfsmann á námskeið hjá Darex í Bandaríkjunum og von er á fulltrúa Darex til landsins í júníbyijun. Þessa dagana stendur yfir sýning á Darex- vélum í sýningarsal GJ Foss- berg og eru áhugasamir boðnir velkomnir. Tæknival www.taeknival.is AKRANES - Tólvuþjónustan - 431 4311 • AKUREYRI - Tölvutæki - 462 6100 • HORNAFJÖRÐUR - Tölvuþjónusta Austurlands - 478 1111 HÚSAVlK - Tölvuþj. Húsavlk - 464 2169 • ISAFJÖRÐUR - Tölvuþj. Snerpa - 456 5470 • REYKJANESBÆR -Tölvuvæöing - 421 4040 SAUÐÁRKRÓKUR - Skagfiröingabúö - 45S 4537 • SELFOSS - Tölvu- og rafeindaþj. - 482 3184 • VESTMANNAEYJAR - Tölvun - 481 1122 kynslóð Compaq EP tölvukynslóðin byggir frá grunni á nýrri hönnun sem miðar sérstaklega að því að auðvelda fyrirtækjum og einstaklingum að aðlaga tölvukerfið að margvíslegri og flókinni starfsemi. COMPACL -slcer öllum viö Pentium II 266MHz með skjá á verði frá 139.000,- með vsk. Öflugasta lausnin er alltaf sú einfaldasta. Með það að markmiði býður Compaq fyrir- tækjum upp á heildarlausn sem ekki aðeins einfaldar uppsetningu og vinnslu heldur tryggir hámarks áreiðanleika og rekstraröryggi. Compaq - fremstir meðal jafningja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.