Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 27
SANYL ÞAKRENNUR
Fást í flestum byggingavöruverslunum landslns.
0ALFABORGP
KNARRARVOGI 4 • * 568 6755
16 fórust
í Bandaríkj-
unum
Chicago. Reuters.
GÍPURLEGT illviðri varð að
minnsta kosti 16 manns að bana í
Bandaríkjunum um sl. helgi, og
segja má að skýstrokkur hafi lagt
bæinn Spencer í Suður-Dakóta í
rúst. Skýstrokkar og mikil þrumu-
veður, sem fylgdi mikið hvassviðri,
gengu yfir norðurhluta miðvestur-
ríkjanna á laugardag og austur
um Nýja England á sunnudag.
Mörg hundruð heimili ger-
eyðilögðust og hundruð þúsunda
voru án rafmagns.
Skýstrokkurinn sem gekk yfir
Spencer varð sex manns að bana
og 150 slösuðust. Þrír fórust í
veðrinu í Wisconsin, þrír í Michig-
an, tveir í Massachusetts, einn í
Pennsylvaníu og einn í Ohio. Bæj-
arstjórinn í Spencer, þar sem íbú-
ar eru um 300, kvaðst ekki viss um
að bærinn yrði lengur til. Bæjar-
búar væru að velta því fyrir sér
hvort þeir ættu að endurbyggja
hús sín.
Alls hafa 119 manns farist af
völdum skýstrokka í Bandaríkjun-
um á þessu ári, en manntjón vegna
svona veðurs varð mest 1974, er
330 dóu.
Verjandi
Woodward
rekinn
EINUM lögfræðinga bresku
barnfóstrunnar Louise Wood-
ward, sem dæmd var sek um
manndráp í Bandaríkjunum,
hefur verið
sagt upp
störfum, að
því er þrír
lögmanna
Woodward
greindu frá í
yfirlýsingu
sl. mánudag.
Lögfræð-
ingurinn
Woodward sem sagt
hefur verið
upp, Elaine Whitfield Sharp, er
sögð hafa látið þau orð falla í
viðurvist lögreglumanna, sem
tóku hana fyrir ölvun við akst-
ur, að hún tryði því nú að Lou-
ise væri sek um morð. Whit-
field Sharp neitar því að hafa
sagt þetta. Þá greindu breskir
fjölmiðlar frá því í síðustu viku
að Whitfield Sharp hefði í sam-
tali við vini sína farið hörðum
orðum um skjólstæðing sinn,
og m.a. kallað hana „undir-
forult skrímsli".
Mál Louise hlaut heimsat-
hygli á síðasta ári þegar kvið-
dómur í Massachusetts fann
hana seka um morð, sem fól í
sér ævilangt fangelsi, en dóm-
ari í málinu ógilti úrskurðinn og
dæmdi hana seka um mann-
dráp af gáleysi og til þeirrar
fangavistar sem hún hafði þeg-
ar afplánað.
Velkomin í Úthlíð í Biskupstungum, skemmtilegan veitinga- og dansstað!
Safnaðu liði
komdu í sveit
Slettu úr klaufunum í Réttinni!
Réttin er rífandi skemmtilegur dansstaður í Úthlíð
og þar verða vinsælustu danshljómsveitir landsins
á alvöru sveitaböllum í allt sumar um helgar.
Frábær veitingastaður, fallegt umhverfi, sumarhúsa-
byggð, tjaldstæði og óþrjótandi afþreyingarmöguleikar.
Sundlaug • golfvöllur • hestaleiga • ókeypis tjaldstæði
• fallegar gönguleiðir • sveitaböll um helgar
Réttin er rétti staðurinn til að fá sér góðan mat og
sletta ærlega úr klaufunum. Aðeins um klukkustund-
arakstur úr Reykjavík.
Kjörið fyrir starfsmannahópa, saumaklúbba, skokkhópa.
félagasamtök, litlar og stórar fjölskyldur - og jafnvel
allan frændgarðinn.
Sími 553 6737, 893 6516
llwBíáÍi