Morgunblaðið - 03.06.1998, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 03.06.1998, Qupperneq 30
AUK k826-41 sia.is MORGUNBLAÐIÐ 30 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 LISTIR KONUR ERRÓS í NÝJU SAFNI MYmiST Listasafn Keykjavfk- ur / Hafnarhús MÁLVERK ERRÓ Opið 10-18. Aðgangseyrir er kr. 300. Sýningin stendur til 23. ágúst. SALURINN sem myndir En-- ós eru nú sýndar í í Hafnarhúsinu er aðeins brot af því rými sem Listasafn Reykjavíkur mun hafa til afnota í húsinu og má af því sjá hvílík viðbót það verður við sýn- ingarrýmið í höfuðborginni. Sýn- ing þessi á verkum Errós er stór og jafnframt fjölbreytt í sal sem er á tveimur hæðum. Þegar allt húsið verður komið í notkun verð- ur loksins hægt að ganga að verk- um helstu listamanna okkar á ein- um stað. Nokkuð af rýminu mun verða tekið sérstaklega undir sýn- ingar á myndum úr gjöf Errós til Reykjavíkur, en megnið af rým- inu stendur til að nota til að hafa til sýnis úrval af því mikla safni listaverka sem borgin á en alltof sjaldan hefur gefist tækifæri til að sýna opinberlega í því takmark- aða plássi sem verið hefur til skiptanna. Úppistaðan í sýningunni í Hafnarhúsinu eru konumyndir sem flestar eru byggðar á teikni- myndapersónum, en þama er líka að finna myndir frá ýmsum skeið- um á ferli Errós svo í raun má segja að hér sé á ferðinni yfirlits- sýning. Ekki hefur verið gefin út stór sýningarskrá fyrir þessa sýn- ingu, heldur einungis lítill bæk- lingur, en töluvert er nú til af út- gefnu efni um myndir Errós á ís- lensku svo það kemur ekki veru- lega að sök. Þeir sem á annað borð þekkja til verka Errós þekkja líka stílinn á konumyndun- um í Hafnarhúsinu. Hér byggir Erró á persónum og myndmáli teiknimyndasagna þar sem ofur- hetjur og illmenni þjóta um í ei- lífri baráttu. ímynd konunnar í þessum sögum er nokkuð fast- mótuð. Líkamsbygging þeirra er sterkleg en ákaflega kvenleg um leið, þær eru kynþokkafullar en vægðarlausar valkyrjur. Erró dregur fram styrkleika þeirra með myndbyggingu þar sem áherslan er á hraða og baráttu og myndflöturinn iðar af lífi. Hins vegar er ekki auðvelt að segja hvaða gildi ímynd af þessu tagi hefur í hversdagslegum veruleik- anum... hvort við getum í ein- hverjum skilningi sótt fyi-irmynd- ir í þennan ímyndaða heim eða EIN af konumyndum Errós á sýningunni í Ilafnarhúsinu. hvort hann sýnir okkur fyrst og fremst hve mikið ber á milli raun- veruleika okkar og þess ímynd- heims sem við erum gjörn á að búa okkur til. Þegar Erró notaði efni úr teiknimyndablöðum snemma á átt- unda áratugnum höfðu myndimar oftast ótvítræða pólitíska skírskot- un: Bandarískir teiknimyndaher- menn þeysa þar fram með skot- hríð og blóðsúthellingum. Strax má þó sjá að þetta efni heillar listamanninn og árið 1972 málar hann „Teiknimyndaviðáttu“ þar sem ægir saman ólíkum persónum úr bandarískum teiknimyndaserí- um. Smátt og smátt er síðan eins og þetta myndmál verði fyrirferð- armeira og sjálfstæðara í list hans og blandast jafnvel saman við flóknar tilvísanir í listasöguna. Síðari myndirnar virðast vera persónulegri en þær eldri - það er að segja að framsetning þeirra er flóknari og skilaboðin líka. Mynd- irnar eru ekki lengur jafn afdrátt- arlausar og áður þótt í þeim felist engu minni umhugsun og gagn- rýni. Sýningin í Hafnarhúsinu er gott yfiriit yfir feril Errós, að minnsta kosti yfir tæpa þrjá síð- ustu áratugi, auk þess sem hér er safnað saman í úrvinnslu á konu- myndum hans. Sýningarrýmið er enn ansi hrátt og ófrágengið en verður eflaust glæsilegt þegar það er orðið fullgert. Það er alltaf gaman þegar myndir Errós eru sýndar og tilhlökkunarefni að þær verði bráðum komnar í varanlegt sýningarrými. Jón Proppé Tónleikaferð til Tékklands LUÐRASVEIT Tónlistarskóla HafnarQarðar hélt í ferð til Tékklands með viðkomu í Ung- verjalandi laugardaginn 30. maí. Markmið fararinnar endurgjalda heimsókn tékkn- eskrar lúðrasveitar er kom til Hafnarfjarðar fyrir nokkrum árum. Munu meðlimir lúðra- sveitarinnar gista heima hjá tékkneskum fjölskyldum í bæn- um Oppava, nærri pólsku landamærunum. í Oppava verða haldnir þrennir tónleikar á vegum fslendinga, en einnig mun lúðrasveitin taka þátt í dagskrá er heimamenn skipu- leggja. Starf hljómsveitarinnar hefur verið með miklum blóma á Iiðn- LÚÐRASVEIT Tónlistarskóla Hafnarfjarðar ásamt stjórnandanum Stefáni Ómari Jakobssyni. um vetri og hafa bömin safnað fyrir ferðinni með aðstoð for- eldrafélagsins. I Lúðrasveitinni em um 25 börn. Hljómsveitar- sljóri er Stefán Ómar Jakobs- son.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.