Morgunblaðið - 03.06.1998, Page 33

Morgunblaðið - 03.06.1998, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Jón Svavarssori SÖNGUR þeirra áttmenninga í Voces Thules var allur hinn fágaðasti og virðulegasti, segir m.a. í dómnum. HIRÐIR ÍSLANDS SNÝR AFTUR TONLIST Kristskirkja LISTAHÁTÍÐ Aftansöngur úr Þorlákstíðnm. Söng- hópurinn Voces Thules. Kristskirkju í Landakoti, sunnudaginn 31. maí kl. 18. SÁ merkisatburður gerðist í kirkju Krists konungs á Landakots- hæð, að í fyrsta skipti eftir siðbót Marteins Lúthers var hafizt handa við að flytja tíðasöngva þá sem kenndir eru við heilagan Þorlák biskup, „pastor Hyslandie, doctor veritatis", eina dýrling íslands. Flytjendur voru „kanúkaflokkur- inn“ Voces Thules - þ.e. Sverrir Guðjónsson, Eggert Pálsson, sr. Kristján Valur Ingólfsson, Guðlaug- ur Viktorsson, sr. Jakob Rolland, Sigurður Halldórsson, Einar Jó- hannesson og Eiríkur Hreinn Helgason. Húsfyllir var og margt fyrirmanna viðstatt að forsetahjón- unum meðtöldum. Hófst söngva- hringurinn hér með aftansöng (Vesperae), en síðar um miðnætti sama dags skyldi sunginn náttsöng- ur (Matutinum) og seinni tíðirnar lúkast næsta dag á viðeigandi tíma- punktum. Flutningur þessi átti sér langan aðdraganda, því undirbúningur hófst þegar í lok árs 1993 á átta alda dánartíð dýrlingsins, en kemur nú heim við jafnlangt afmæli beina- upptöku hans sem átti sér stað að kaþólskum sið 5 árum eftir andlát- ið. Söngflokkurinn hefur lagt ómælda vinnu í undirbúninginn, enda kom fljótt í ljós, að nauðsyn- legt væri að umrita nýnótun dr. Ró- berts Abrahams Ottóssonar, er samdi doktorsritgerð sína einmitt um þetta verk, yfir á stöðluð naumu-nótnatákn kaþólsku kirkj- unnar. Þá hefur komið fram tilgáta um, að 14. aldar handrit tíðanna sé afrit af eldra en glötuðu handriti með naumum. Fyi-rnefnt handrit var meðal síðustu handrita frá Árnasafni í Kaupmannahöfn sem send voru heim nýlega, og því kom- ið enn eitt tilefni til að endurvekja þetta elzta og mesta kirkjutónverk Islendinga - hvað svo sem líður ætterni stefja, sem flest munu fengin úr öðrum tíðagjörðum til m.a. helgrar Sesselju, Nikuláss (dýriings sjómanna), Maríu Magda- lenu og Péturs píslai’votts. Um verk þetta verður annað- hvort að skrifa mjög stutt eða mjög langt, enda form og uppbygging margslungin og margt enn á huldu sem bíður frekari rannsókna. Verð- ur því hér að svo stöddu látið nægja að segja, að söngur þeirra áttmenn- inga var, að svo miklu leyti sem heyrt varð án þess að hafa aðgang að nótum, allur hinn fágaðasti og virðulegasti, og vakti vissulega áheyrendur til meðvitundar um að hér kunni að leynast margt í hand- ritasendingum úr landsuðri, sem og víðar, sem eftir á að varpa ljósi á hugsanlega mun blómlegra íslenzkt kirkjutónlistarlíf fyrr á öldum en nokkurn hefur órað fyrir hingað til. Um það má e.t.v. deila, hvort leggja hefði átt aðeins meiri tilfinn- ingatúlkun út frá texta, en um slíkt munu skiptar skoðanir, enda lítið vitað um venjur í þeim efnum á ein- stökum svæðum kaþólskrar trúar á miðöldum, og allra sízt hér á landi. Bagalegra var þó að ekki skyldi §RjaA&W QuÚASJí pallhúsin komin! Við bjóðum raðgr. til allt að 36 mán. Pallhús sf., Ármúla 34, síml 553 7730 og 561 0450. MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 33 Utanborðsmótorar © 1 I ■i VELORKAHF. Grandagarði 3, Reykjavík, LV sími 562 1222 ' SJOÐUR E I T T gengið betur frá tónleikaskrá en svo, að aðeins brot af latneska söngtextanum birtist þar á prenti og nánast allt óþýtt. Var það til þess að áheyrendum var óhægara en ella að átta sig á stórformi helg- isöngsins. Því er svo við að bæta, að til stendur að festa þennan merkisá- fanga á geisladisk í tilefni 1000 ára kristni á Islandi, og verður sá flutn- ingur væntanlega ekki verri en hér gat að heyra. Ríkarður Ö. Pálsson Nafnávöxtun síðastliðiö 1 ár % Nafnávöxtun síðastliðna 6. mánuði VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi • Sími 560 89 00 • Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@vib.is Skúlptúrar úr málmi í Kring’lunni I KRINGLUNNI, við verslunina Jens, stendur yfir sýning á skúlpt- úrverkum úr málmi eftir Örn Þoi'- steinsson. Örn stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands 1966-71 og Listaháskólann í Stokkhólmi 1971. Ennfremur hefur Örn farið í náms- ferðir erlendis. Örn hefur stundað kennslustörf. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga ásamt fjölmörg- um samsýningum. Jafnframt hefur hann hlotið margar viðurkenningar fyrir verk sín. í fréttatilkynningu segir að öll formgerð Arnars Þorsteinssonar sé lífræn og þrungin frjómagni, stöðugri endurnýjun og sé um- breytingum undirorpin. Stiklar þrútna, klofna í tvennt eða þrennt, fá á sig brodda eða fálmara, springa út með hnúðum og hnöppum og taka á endanum á sig myndir kynja- jurta kynjadýra og hálfmennskra fyrirbrigða. Sýningin er opin alla daga frá kl. 10-20, frá kl. 10-18 laugardaga og kl. 13-17 sunnudaga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.