Morgunblaðið - 03.06.1998, Side 34

Morgunblaðið - 03.06.1998, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Raðganga um Reykjavfk ÖNNUR ferðin í raðgöngu Arkitektafélags íslands og byggirigalisdtadeildar Listasafns Reykjavíkur var farin á annan í hvítasunnu. Þá var gengið um Skólavörðuholt og nágrenni með leiðsögn Péturs H. Ármannssonar arkitekts. Fyrsta ferðin var um miðborgina og önnur um Vesturbæinn. Gróin hverfi, ný landamæri og Reykjavík framtíðarinnar ARKITEKTAFÉLAG íslands og byggingarlistardeild á Kjarvalsstöð- um standa að raðgöngu um Reykja- víkurborg á Listahátíð. Þær fyi'stu voru famar um hvítasunnuna og í gær, en enn eru fjórar ferðir ófamar. Raðgöngunni er ætlað að varpa ljósi á helstu drætti í skipulags- og húsagerðarsögu Reykjavíkur á 20. öld, hugmyndafræði, vemleika og framtíð íslenskrar byggðar. Pétur H. Armannsson arkitekt er aðalleið- sögumaðurinn en um undirbúning sáu Anna Hjartardóttir, Pétur H. Armannsson, Sigríður Sigþórsdóttir og Steve Christer. Ekkert þátttökugjald er í ferðun- um. Fjórði áfangi Miðvikudaginn 3. júní, 1945-1960, verður fjórði áfanginn farinn, Heim- ar - Laugarás. Farið verður með rútu frá Iðnó kl. 19.30 og gengið frá Áskirkju við Vesturbrún kl. 20. Þá verður fjallað um eftirstríðsárin í ís- lenskri húsagerðar- og skipulags- sögu og af hverju byggð tók að myndast í þessum bæjarhluta strax á stríðsáranum. Ferðin hefst við vörðuna efst á Laugarásnum, austan Áskirkju við Vesturbrún. Þaðan verður gengið að húsi Gunnars Gunnarssonar skálds við Dyngju- veg, sem hann byggði eftir að hann fluttist frá Skriðuklaustri. Fjallað verður um helstu stíleinkenni í arki- tektúr þessa tímabils eins og þau birtast í byggðinni í Laugarásnum. Því næst verður gengið eða ekið upp í Sólheima og háhýsin þar skoðuð, ásamt elstu raðhúsabyggðinni í Vog- unum. Ferðinni lýkur við Vogaskóla. Leiðsögumaður verður Pétur H. Ar- mannsson arkitekt en gestur verður Anna Hjartardóttir arkitekt. Fimmti áfangi Breiðholtshverfí, 1960-1985, er fimmti áfanginn og hefst fímmtu- daginn 4. júní með rútuferð frá Iðnó kl. 19.30. Gengið verður frá Breið- holtsskóla við Arnarbakka kl. 20. Fjallað verður um breyttar áherslur í skipulagi Reykjavíkur á áranum eftir 1960. Greint frá nýrri hug- myndafræði um aðgreiningu akandi og gangandi umferðar og flokkað gatnakei'fí, sem lögð var til grund- vallar í skipulagi Neðra-Breiðholts. Skoðuð verða fjölbýlishús Fram- kvæmdanefndar byggingaráætlunar og því næst haldið upp í Efra-Breið- holt. Gengið verður um Vesturberg að menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. í lok göngunnar verður skoð- uð íbúðaþyrping við Heiðnaberg. Leiðsögumaður í ferðinni verður Geirharður Þorsteinsson arkitekt, annar tveggja höfunda að skipulagi Efra-Breiðholts og gestur verður Ásmundur Sturluson arkitekt. Sjötti áfangi I sjötta áfanga verður Borgar- holtshvei’fí - nýjasti hluti Reykja- víkur, 1985-1997, kannaður föstu- daginn 5. júní. Farið verður með rútu frá Iðnó kl. 19.30 og gengið frá torgi við Rimaval kl. 20. Sjónum verður beint að húsagerð og skipu- lagshugmyndum samtímans eins og þær birtast í nýjustu byggðahverf- um Reykjavíkur í Borgarholti. Ferð- in hefst hjá Rimavali við Langarima í Rimahverfí, en þar mun skipulags- höfundur hverfísins, Guðni Pálsson arkitekt, gera grein fyrir þeim hug- myndum sem skipulagið byggist á. Gengið verður upp Langarima og yfír í Engjahvei’fí, þar sem einnig verður fjallað um hugmyndir í skipulagi. Loks verður haldið að nýjasta grunnskóla borgarinnar, Engjaskóla, og hann skoðaður undir leiðsögn arkitektanna Baldurs Svavarssonar og Jóns Þórs Þor- valdssonar. Leiðsögumaður verður Ágústa Sveinbjörnsdóttir arkitekt, Borgarskipulagi Reykjavíkur. Sjöundi áfangi Sjöundi og síðasti áfangi göngunn- ar nefnist Reykjavík framtíðarinnar og hefst með rútuferð frá Iðnó laug- ardaginn 6. júní. kl. 14. Gengið verð- ur frá Skólavörðuholti kl. 14.15. Þá munu ungir arkitektar bjóða upp á skoðunarferð um miðbæinn í Reykjavík framtíðarinnar eins og hann gæti orðið ef þein'a hugmyndir fengju að ráða. Hópurinn fékk frjáls- ar hendur um tilhögun ferðarinnar. Ferðin verður eins konar „þversnið" í gegnum miðbæinn. Gengið verður frá Skólavörðuholti niður Frakkastíg að Skúlagötu. Á leiðinni verður víða staðnæmst, áhugaverðar byggingar og staðir skoðaðir og möguleikar borgarinnar til framtíðar kannaðir. Eftir ferðina er þátttakendum boðið niður í Iðnó á óformlegan spjallfund yfir veitingum. Leiðsögu- menn verða arkitektamir Anna Hjartardóttir, Ásmundur Sturluson, Gunnar Páll Kristinsson, Margrét Leifsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Illugi Eysteinsson myndlistarmaður. Úthlutun styrkja til almennings- bókasafna Menntamálaráðherra hefur úthlutað styrkjum af fé því sem veitt er í fjárlögum 1998 vegna upplýsingatækni í al- menningsbókasöfnum. Þrjá- tíu umsóknir bárust um rúm- ar 8 milljónir króna. Að fengnum tillögum ráð- gjafarnefndar um almenn- ingsbókasöfn hlutu eftirtalin söfn styrki sem hér segir: Bæjar- og héraðsbóka- safnið á Akranesi 250.000 kr. til kaupa á tölvubúnaði, nauðsynlegum búnaði til að tengjast Neti og námskeiðs fyrir starfsfólk. Amtsbóka- safnið í Stykkishólmi 320.000 kr. til kaupa á tölvubúnaði, nauðsynlegum búnaði til að tengjast Neti og námskeiðs fyrir starfsfólk. Bókasafn Garðabæjar 250.000 kr. til kaupa á tölvubúnaði. Bóka- og byggðasafn Norður-Þing- eyinga 200.000 kr. til kaupa á tölvubúnaði og nauðsynleg- um búnaði til að tengjast Netinu. Lestrarfélag Gnúp- verja 180.000 kr. til kaupa á tölvubúnaði. Bókasafn Hrunamannahrepps 300.000 kr. til kaupa á tölvubúnaði. Bókasafn Höfðahrepps 300.000 kr. til kaupa á tölvu- búnaði. Héraðsbókasafn Austur-Skaftfellinga 200.000 kr. til kaupa á tölvubúnaði. Hluta úthlutunar frestað Styrkveiting er bundin skilyrði um að bókasafn sé opið almenningi a.m.k. 10 klukkustundir á viku. Að til- lögu ráðgjafarnefndarinnar var ákveðið að fresta úthlut- un á hluta af styi’kfjárveit- ingunni 1998 meðan beðið er niðurstöðu af starfi nefndar sem falið hefur verið að fjalla um val á bókasafnskerfi sem henti fyrir öll bókasöfn á landinu. Er þess vænst að tillögur hennar liggi fyrir á fyrri hluta næsta árs. Vortónleikar Tónlist- arskóla Seyðisfjarðar Sameinaður kór heimamanna með hljómsveitinni söng Blönduósi. Morgunblaðið. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands hélt tónleika í íþróttahúsinu á Blönduósi daginn fyrir kjördag. Á efnsiskrá hljómsveitarinnar var sin- fonía nr 7 í d-moll eftir Antonin Dvorak. Einnig flutti sinfónían nokkur þekkt lög með aðstoð sam- eiuaðra kóra í A-Húnavatnssýslu. Fjölmenni var á tónleikunum og var gerður góður rómur að flutn- ingi sinfóniuhljómsveitar og heima- manna. Kórinn sem söng með Sin- fóníuhljómsveit Islands var mynd- aður úr fjölmörgum kórum sýsl- unnar og höfðu margir gestir á orði hvað þróttur kórsins væri mik- ill þegar þeir koma fram sameinað- ir og syngju saman einni röddu. Kórinn söng lögin Hver á sér fegra föðurland, Ó, blessuð vertu sumar- sól og ísland ögrum skorið með hljómsveitinni. Auk Sinfoníu Dvor- áks flutti Sinfóníuhljómsveitin Vals úr Masquerade og Dans trúðanna. Tvö aukalög flutti hljómsveitin vegna fjölda áskorana sem lýsti sér í taktföstu lófataki. Illjómsveitar- stjóri Sinfómuhljómsveitar íslands á tónleikunum á Blönduósi var Bernharður Wilkinson. Seyðisfirði. Morgunblaðið. VORTÓNLEIKAR Tónlistarskóla Seyðisfjarðar vora haldnir í Seyðis- fjarðarkirkju í liðinni viku. Tónleik- ar skólans era jafnan einn af há- punktum menningar- og skemmt- analífs Seyðfirðinga á ári hverju. Áheyrendur era ávallt fjölmennir og þeir sem koma fram eru fólk á öllum aldri. Að jafnaði er gert ráð fýrir því að hver nemandi sé með atriði á tón- leikum skólans. Nemendur í vetur vora rúmlega sextíu talsins. Yngsti nemandinn var 4ra ára, en sá elsti á fímmtugsaldri. Á efnisskránni vora verk sem spanna allt frá gömlu meisturunum til nýjustu verka þungarokksveitar- innar Metallica. Sá nemandi sem lengst er kominn í námi við skólann er Sigurður Jónsson, verkfræðing- ur, sem iauk nú 6. stigs prófi í orgel- leik. Tvær lúðrasveitir eru starfandi við skólann. Kennarar era þrír, en trálega bætist einn við í haust. Skólastjóri er Einar Bragi Braga- son. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson TÓNLEIKAR Tónlistarskóla Seyðisfjarðar eru einn af hápunktum menningariífsins. Sinfónían á Blönduósi Morgunblaðið/Jon Sigurðsson SAMEINAÐIR kórar úr A-Húnavatnssýslu sungu af þrótti með Sinfóníuhljómsveit fslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.