Morgunblaðið - 03.06.1998, Page 37

Morgunblaðið - 03.06.1998, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JIJNÍ 1998 37 LISTIR Taugar til upprunans Sjónmenntavettvangur íslendingar og menn af íslenzku bergi brotnir, hafa komið víðar við í sjónlistum í útlandinu en margan grunar; verið virkir í framníngu listpólitíkur og listasafna í Ameríku, auk þess að ná að vera nafn- kenndir iðkendur á ýmsum sviðum mynd- lista og listíða austan hafs og vestan. Athygli Braga Ásgeirssonar var fyrir skömmu vakin á verðlaunuðum sjálfmennt- uðum tréskurðarmeistara í Kaliforníu, Tryggva Þorleifí Larum, og víkur hér nokkrum orðum að ætt hans og fremd. í KALIFORNÍU, nánar tiltekið Loleta fyrir norðan San Fransiskó og í næsta nágrenni Eureka, býr hagleikur sem sker drekahöfuð og sitthvað fleira í tré til skreyti- og hagnýtisgildis í stíl brons og járn- aldar, einkum víkingatímabilsins. Væri vart til frásagnar nema til kæmi sérkennileg ættarblanda, sem kemur okkur við. Faðir hans er amerískur af norskum og skosk- um ættum, móðirin hins vegar alís- lenzk, Lára Gunnarsdóttir Larum, dóttir Gunnars Salómonssonar, um sína daga annálaður og margfræg- ur kraftajötunn í stíl fornkappa og berserkja, eins og margur veit. Nafn mannsins er jafn norrænt og athafnir hans og má til upphefð- ar rekja til Tryggva Olafssonar (d. 968), undirkonungs Hákonar Aðal- steinsfóstra í Vík, sonarsonar Har- alds hárfagra. Tryggvi sá var faðir hins nafnkennda konungs Ólafs Tryggvasonar, sem féll í orrust- unni við Svoldur árið 1000. Athygli mín á þessum manni var vakin fyrir nokkru, en hann hefur orðið fréttamatur ýmissa blaða vestur í Kaliforníu fyrir verðlaun- aðar íðir sínar, og nokkrar úrklipp- ur borið fyrir augu mín. Fullt nafn hans er Tryggvi Porleifur Larum, fæddur á Islandi 1957, og svo við jarðtengjum skrifin og færum nær okkur í tíma og rúmi, kemur for- nafnið frá frænda í móðurætt en millinafnið norskum föðurafa. Hann fluttist tveggja ára að aldri með foreldrum sínum til Banda- ríkjanna og hefur búið þar allar götur síðan utan örfárra ára er hann fyrir áeggjan föður síns minntist við ættmenni sín í gamla landinu og söguslóðir Islendinga- sagnanna sem hafði verið haldið að honum í æsku; vann þá fyrir sér með sjómennsku á íslenzkum tog- ara við Grænlandsstrendur. Ahugi Tryggva á list Rómverja, Galla, kelta og germana vaknaði á ferða- lögum með félögum sínum um Evr- ópu, tímaskeiðið sem hann gegndi OSEBERGSTRJÓNA í útgáfu Tryggva Þorleifs. herþjónustu á Norður-Ítalíu, fyrir undarlega skikkan örlaganna á sömu slóðum og faðir hans í lok seinni heimstyrjaldarinnar. Kom- inn aftur til Bandaríkjanna hófust heimarannsóknir á lífi og uppruna víkinganna og listíðum þeirra um tveggja áratuga skeið, og er til frá- sagnar að meðan hann var á togar- anum við Grænland var hann á landlegum og í fríum hér í borg tíð- ur gestur á Listasafni Einars Jóns- sonar, þar sem hann drakk í sig túlkun myndhöggvarans á landa- fundum víkinganna. Þá gerði hann Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur www.mbl.is/fasteignir TRYGGVI Þorleifur Lanim á vinnustofu sinni í Loleta. SKÁPHURÐ með víkingaskreyti. sér ferð til Noregs fyrir fjórum árum og skoðaði meðal ann- ars Víkingasafnið í Bygdöy við Ósló, og hlutina frá Oseberg, sem hann varð altek- inn af. Tryggvi Þorleifur er sjálflærður tré- skurðarmeistari, þótt ekki verði annað séð á vinnubrögðum hans en að þar fari þjálfuð hönd um egg- jám, og heldur sig að auk við hið sígilda form víkingatíma- bilsins. Eftirgerðir með tilfærslum og persónulegum blæ mætti nefna þetta. Annað og meira en margslunginn og fagur skurður, eins konar útrétt hönd til fortíðar, uppranans, víkinganna og forfeðranna hugum- stóru er höfðu að kjörorði; út vil ek. Það er raunar stutt í nútímalist í sumum gripanna sem byggjast á frjálsu skreyti frístandandi fléttu- vafninga ásamt lágmyndum. Svip- að gerðist í módemismanum, sem leitaði aftur í fortíðina hvoru- tveggja lengst í austri og suðri. At- hygli vekur látleysið og tilgerðar- leysið sem einkennir útfærslu þess sem gerandinn leggur hönd að. Þótt Tryggvi sé hálfur Islend- ingur og einungis einn fjórði Norð- maður, er hann formaður eins geira félagsskapar Norðmanna í Eureka-sýslu og ein driffjöðurin í árlegum hátíðahöldum Skandinava í San Fransiskó. Norðmenn hafa sýnt iðju hans áhuga og era þessar upplýsingar í og með komnar frá vikutíðindum Norðmanna gefnum út í Seattle og forsíðu menningar- kálfs dagblaðsins Times Standard, væntanlega gefið út í Eureka. Skondið og þó varla tilviljun, að í gegnum sonarson Gunnars Salómonssonar, sem einmitt var svo uppnuminn af forfeðram sín- um, líkt og aðrir bræður, fleiri rammir samtíðarmenn og ofurhug- ar, hafa norrænir víkingar numið land á vesturströnd Ameríku, þótt í óeiginlegri merkingu sé. A ókenni- legum slóðum þar sem sér yfir endalausar víðáttur Kyrrahafsins, yggla ógnvekjandi, opinmynntar drekatrjónur ásjónur sínar mót hafi, himintunglum og gróandi. Hafa hér skipt um hlutverk er þær fyrrum vora goðlegir vegvísar til allra átta, framandi landa langt í suðri og austri og fjarst í norðri og vestri. Segir okkur, að minningin um þá er niðjunum enn í minni, í blóðið borin og sinnið ofin, hvar sem þeir eru búsettir á jarðkringl- unni, að ekki fyrnist fyrir hinar fornu íðir þótt ofurtækni og hrá hugmyndafræði hafi ýtt þeim til hliðar um stund. Steinhöggi og eld- smíði vex einnig fiskur um hrygg, þótt torfundnir séu þeir listaskólar sem hafa þau safaríku og árþús- undagömlu fóg á námskrá sinni er svo er komið. Hið náttúrulega og uppranalega er þannig enn við lýði þrátt fyrir allt, og ber að nálgast þá frjósprota lífsins með opnum huga, ljósi og virkt, líkt og öllu sem sækir vaxtar- mögn djúpt í ómengaða gróður- mold. Bragi Ásgeirsson. |NV« Meö álstelli kr. 56.850,- Graco cHj-ír. Hvergi meíra úrval! úLmjX*. gIXmza, BARNAVÖTUVERSLUN GLÆSIBÆ SÍMI 553 3366 HEILSUSETUR ÞÓRGUNNU Bak- Punkta- og slökunarnudd HELGARNÁMSKEIÐ 6.-7. JÚNÍ Vinsælt og lærdómsríkt námskeið. Andlits-, punkta- og sjálfsnudd Fegrandi, orkugefandi og goð hjálp við ýmsum einkennum og verkjum. 2ja kvölda námskeiö 4. og 11. júní Svæðameðferðarnám Viðurkennt af Svæðameðferðarfélaginu. Byrjar 3. sept. 98. Innritun nemenda hafin. Vel menntaður og viðurkenndur kennari. Uppl. og innritun í síma 896 9653 og 562 4745 á milli 12 og 14 virka daga. AUGLÝSING ÞESSIER EINGÖNGU BIRTIUPPLÝSINGASKYNI VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. Verðbréfasjóðir VÍB hf. á Verðbréfaþing íslands Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka hlutdeildarskírteini eftirfarandi sjóðsdeilda verðbréfasjóða VÍB hf. á skrá þingsins. Sjóður 2, ríkisskuldabréf - tekjusjóður Sjóður 5, ríkisskuldabréf Sjóður 6, innlend hlutabréf Sjóður 7, húsbréf Sjóður 8, löng spariskírteini Sjóður 9, skammtíma skuldabréf Hlutdeildarskírteinin verða skráð þann 8. júní næstkomandi. Skráningarlýsingu og önnur gögn er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila skráningarinnar, viðskiptastofu íslandsbanka hf., Kirkjusandi, 155 Reykjavík. ISLANDSBANKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.