Morgunblaðið - 03.06.1998, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 03.06.1998, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 39 „Popperu“- konung- urinn Pavarotti / Ahugamenn um klassíska tónlist hrylla sig en almenningur hyllir hann sem hetju. Luciano Pavarotti lýkur 9. júní tónleikaröð þar sem popptónlist og ópera renna sam- an í eitt. Peter Bennett ræddi við meistar- ann um „popperuna“ í Modena. PAVAROTTI og kærastan og framkværadasljórinn Nicoletta. Reuters Brátt rennur upp sá árstími í baðstrandarbænum Pes- aro á Ítalíu að krökkt verður af ferðamönnum og skammt frá er Rimini. Það er röð hjá íssalanum. Sjóþoturnar tæta í sig öldumar. Og ef maður leggur virkilega vel við hlustir má heyra barnsgrát og brak í talstöðvum. En það er ekki auðhlaupið að því að greina öll hljóðin sem rjúfa kyrrðina, því við erum nokkur hundruð metra yíír gauragangin- um í ferðamönnunum. Við endann á huggulegri aðalgötu bæjarins er hlið sem myndavélai- hafa vökult auga með. Brattur og mjór stígur liggur upp fjallshlíð og við enda hans er Villa Giulia, rúmlega 100 ára gamall bóndabær sem mikið hefur verið lagt í. Það er talað um bílastæði fullt af eðalvögnum, keppnissundlaug, 300 fermetra íbúð með Bang & Olufsen-kerfí í hverju herbergi og stórkostlegu út- sýni yfír Pesaro og alla túristana. Heimstenórinn Luciano Pa- varotti tekur á móti fréttaritara Morgunblaðsins úti á stórri verönd sólríkt síðdegi. En viðtalinu er frestað um klukkustund. Móðir meistarans er í heimsókn og hún fær allan þann tíma sem ítalskri móður sæmir. Því næst lítur bæj- arstjórinn inn, móður og másandi, og þarf að ræða væntanlega hátíð til heiðurs öðru stórmenni ítalskrar óperu, tónskáldinu Gioacchino Rossini (sem samdi m.a. Rakarann í Sevilla), sem var fæddur í Pesaro. Svo er loksins röðin komin að okk- Erfið fæðing „Eg hlakka til þessa sumars eins og lítið barn. Fyrst eru það popptónleikarnir í fæðingarbæ mínum, Modena, og þvínæst stóri konsertinn í París með vinum mín- um Placido Domingo og José Car- reras. Tilhlökkunin er öllu meiri vegna þess að báðir tónleikarnir hafa verið erfiðir í fæðingu," segir meistarinn brosandi. Hann heldur áfram. „Þegar ég hélt fyrstu „Pavarotti og vinir hans“ tónleikana 1992 með stærstu poppstjörnum samtímans komu margir í klassíska heiminum í bak- ið á mér. Þeim fannst ég hafa farið yfir strikið milli hámenningar og popptónlistar. En við alla þessa gagm-ýnendur vil ég segja, að ég held að þetta sé rétta leiðin til að koma klassískri tónlist til stærri áhorfendahóps. Eg geri einskonar samning við tónlistarunnendur, sem ekki þekkja óperuna; ég syng dálítið af ykkar tónlist ef þið hlust- ið á dálítið af minni.“ Pavarotti finnst þar að auki gaman að syngja popptónlist. „Tenór syngur yfirleitt söngva sem voru skrifaðir fyrir mörgum árum, en sannleikurinn er sá, að margar af melódíum nútímans eru eins og þær hafi verið skrifaðar fyrir ten- órrödd. Mér hefur alltaf þótt mest um Caruso, en þegar ég er í baði syng ég alltaf popplög, ég raula aldrei aríur, alclrei," undirstrikar hann. Brosandi og ástfanginn Pavarotti er 63 ára. Hann skildi við konu sína, Adu, fyrir tveim ár- um. Þau höfðu verið gift í 35 ár. Svo hóf hann búskap með núver- andi kærustu og framkvæmda- stjóra undanfarin fimm ár, Micolettu Mantovani. Hún er 29 ára. „Nicoletta hefur átt þátt í því að opna augu mín fyrir tónlist nútím- ans og það er hún sem hefur stutt mig og hvatt til að breikka sviðið út fyrir óperuna. Nicoletta sér um konsertana í Modena og það gerir hún ótrúlega vel,“ segir Pavarotti og sýpur á stóra glasi af Pellegi’ini. „Þegar ég hitti Nicolettu fyrst óraði mig ekki fyrir því að hún ætti eftir að hafa svona mikil áhrif á bæði einkalíf mitt og feril. Sam- starf okkar hefur alltaf virkað full- komlega og í dag stýrir hún ferli mínum algerlega og ég ber mikla virðingu fyrir þeim árangri sem hún hefur náð hingað til. Nicoletta hefur líka breytt einkalífi mínu. Ég er mjög hamingjusamur núna. Hamingjusamur og innilega ást- fanginn," segir Pavarotti og brosir svo breitt að ferðamennirnir niðri á ströndinni sjá það. Þrír tenórar halda áfram „Fyrstu tónleikar Þriggja tenóra í Carcalla-rústunum í Róm 1990 vora skipulagðir i skyndilegri gleði yfir því að José Carreras slapp naumlega úr klóm dauðans. Hann hafði verið veikur í tvö ár og staðið við dauðans dyr. Það var meiningin að slíkir tónleikar yrðu aðeins haldnir einu sinni vegna þess að við vora allir þrír fullir efasemda um að við gætum nokkurntíma náð sömu innilegheitum aftur. Þess vegna sagði ég blátt nei við því að gera aðra tilraun 1994. En mér var talið hughvarf og tónleikamir í Los Angeles, í tengslum við HM í knattspyrnu, tókust sem kunnugt er mjög vel. Við héldum í heimsreisu 1996-1997 og söfnuðum meðal annars pening- um til endurbyggingar 18. aldar leikhússins La Fenice í Feneyjum og Gran Teatre del Liceu í Barcelona. Ég hlakka óumræðilega til tón- leikanna í París 20. júlí í París. Við höfum æft mikið og það hefur verið gaman að vinna aftur með Dom- ingo og Carreras. Við höfum alltaf verið góðir vinir og verðum það áreiðanlega það sem við eigum ólif- að og ég held að þessir tónleikar verði ekki þeir síðustu. En við sjá- um til.“ Með Jacko á næstunni Það hlaut að koma að því fyrr eða síðar að „Konungur háa C- sins“ eins og unnendur sígildrar tónlistar kalla Pavarotti, og „Kon- ungur poppsins," eins og Michael Jackson er nefndur, myndu hittast og skiptast á nafnspjöldum. „Ég hitti Michael Jackson á há- tíð og bauð honum á konsert Ten- óranna þriggja í Modena í fyrra og fór á tónleika hans í Mflanó, og síð- an höfum við haldið sambandi. Mér fmnst hann vera einstaklega hæfi- leikaríkur einstaklingur og hann virðist vex-a mjög tilfinningaríkur maður. Við eigum áhuga á með- bræðrum okkar og dýrum sameig- inlegan. Okkar bíður sameiginlegt verk- efni við plötu, og þótt ég geti ekki sagt neitt um það í smáatriðum núna þá er alveg áreiðanlegt að við munum vinna eitthvað saman. Vandinn er að finna tíma þegar við erum báðir lausir og getum hist,“ segir Pavarotti og er ennþá argur yfir því að uppáhalds knattspyrnu- liðið hans, Juventus, skyldi tapa úrslitaleiknum í Evi’ópukeppni meistaraliða. „Nú vona ég að ítalska landsliðið nái árangri,“ segir hann og gjóar augunum upp til æðri máttarvalda. Pavarotti var duglegur sóknar-' maður í knattspyrnuliði Lepano á sínum yngri og grennri árum. Nú einbeitir hann sér að popperanni og hestaíþróttum. Hann heldur ár- lega hestamót fyrir bestu knapana í stón’i höll sinni fyrir utan Modena. Brátt lokið „Tenórar fara venjulega á eftir- laun við 65 ára aldurinn. Ég er reyndar ekki alveg tilbúinn til þess að samþykkja að hætta eftir tvö ár, en með hverjum deginum sem líður rennur það betur og betur upp fyr- ir mér. Ég vildi gjarnan hætta þá hæst ber og nota tímann til að sinna öðrum áhugamálum mínum. Ég mála og vildi gjarnan eyða meiri tíma með hestunum mínum og fjölskyldunni. Kannski vill Nicoletta eignast eitt eða tvö börn,“ segir Pavarotti og glottir við. Svo spyi’ hann hvernig gangi hjá Björk. „Einstök rödd. Ég vona að við getum komið fram saman einn góðan veðurdag." Pavarotti hefur stutt hátt í 100 efnilega söngvara og eru flestir nú á sviðum stærstu óperahúsa í heiminum. Tónlistarnemar í Most- ar í Herzegovinu eru einnig þakk- látir, því fyrir tveim árum opnaði Pavarotti tónlistarmiðstöð í bæn- um. Velgengni ungra söngvaraefna er tekin fram yfir viðtöl og því mega þýskir sjónvarpsmenn bíða á meðan Pavarotti sinnir efnilegum söngvara, sem er þegar sestur við flygilinn í stofunni. Það era tveir tímar þangað til Pavarotti verður aftur reiðubúinn til að ræða um „popperu“. A tónleikunuiji í Modena 9. júní kemur Pavarotti fram ásamt Jon Bon Jovi, Natalie Cole, Vanessu Williams, The Corrs, Stevie Wond- er, Pino Daniele, Trisha Yearwood, Celine Dion, Zucchero, Florent Pagny, Eros Ramazotti og The Spice Girls. Agóði af tónleikunum rennur óskertur til byggingar barnaheimilis skammt frá Mon- roviu í Afríkuríkinu Líberíu, þar sem borgarastríð geisar. Heimilið á að hýsa munaðarlaus börn og börn sem hafa beðið skaða af völd- um stríðsins. Dagana 11.-14. júní er leyfður aðgangur að heimili Pavarottis í Modena, en þá verður haldin mikil hestasýning, Pavarotti Inter- national 1998. Sýningin er þekkt fyrir reiðkeppnina, sem haldin er, og telst með þeim mikilvægustu í heimi reiðlistarinnar. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Verð 2.495 Litur: Hvítur m/ljósbláu Stærðir: 24-30 Verð 2.495 Verð 3.495 Litur: Rauttlakk, hvítt og svart lakk Litur: Svart/silfur, hvítt/ljós Stærðir: 25—32 blátt. Stærðir 29—35 5% staðgreiðsluafsláttur - Póstsendum samdægurs STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Sími 551 8519 T oppskórinn Veltusundi v/lngólfstorg, sími 552 1212 STEINAR WAAGE ^ SKÓVERSLUN Sími 568 9212
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.