Morgunblaðið - 03.06.1998, Síða 45

Morgunblaðið - 03.06.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 45 FIDE HM í Las Vegas í desember SKAK Las Vegas, Banda- ríkjunuin, d e s e m b e r 1 íl 9 8 MEISTARAMÓT ALÞJÓÐASKÁK- SAMBANDSINS; FIDE Forseti FIDE, Kirsan Ilumsjínov og framkvæmdastjórn sambands- ins hafa tilkynnt að heimsmeist- arakeppni FIDE verði haldin ár- lega héðan í frá. FYRSTA heimsmeistarakeppnin með útsláttar- fyrirkomulagi var haldin í Hollandi og Sviss í desem- ber og janúar og lauk með heimsmeist- araeinvígi An- ands og Kar- povs á Olymp- íusafninu í Lausanne. Verðlaunin voru fimm milljónir Bandaríkjadala og þótti það mik- ið afrek af hálfu Ilumsjínovs að koma keppninni á laggirnar. Nú ætlar hann að endurtaka þetta strax á þessu ári í spila- borginni miklu, Las Vegas í Nevada í Bandaríkjunum. Verð- launin verða lægri en síðast, eða þrjár milljónir dala. Næsta ár á hins vegar að bæta um betur, því þá er stefnt að því að verðlaunin verði sex milljónir! FIDE var mjög gagnrýnt fyrir að hleypa Kai-pov beint í heims- meistaraeinvígið í janúar sem heimsmeistara, á meðan Anand þurfti að slá út sjö öfluga stór- meistara og orðinn mjög þreyttur þegar í úrslitin kom. En þess er að vænta að í Las Vegas byrji all- ir jafnt í fyrstu umferð, þ. á m. sjálfur heimsmeistarinn! Þá verður þeim Kaspai'ov og Kramnik boðið til leiks, þrátt fyr- ir að þeir hafi ekki verið með í fyrstu keppninni. Svæðamót Norðurlanda Þegar fréttir bárust frá FIDE um nýja heimsmeistarakeppni strax á þessu ári voru góð ráð dýr hjá skáksamböndum víða um heim, því halda þarf undankeppn- ir snarlega til að ákvarða hverjir komist til Las Vegas. Hér á Norðurlöndum er ætlun- in að danska skáksambandið haldi svæðamótið og á það að hefjast 29. ágúst. Það verður með útsláttarfyrirkomulagi eins og heimsmeistarakeppnin sjálf. Þar verður keppt um þrjú sæti og eiga Islendingar fimm keppendur af 24. Shirov enn með forystu Tvær skákir voru tefldar um helgina í einvígi Kramniks og Shirovs um áskorunarréttinn á Kasparov í haust. Þeim lauk báð- um með jafntefli og er staðan því 3lÁ-2Vz Shirov í vil. Alls verða tefldar tíu skákir og verða síðustu fjórar líklega afar spennandi. Jón Viktor skákskólameistari Jón Viktor Gunnarsson sigi'aði á meistaramóti Skákskóla Is- lands sem fram fór um hvíta- sunnuhelgina. Jón Viktor hlaut sex vinninga af sjö mögulegum, gerði jafntefli við þá Braga Þorfínnsson og Arnar Gunnars- son, en vann aðra andstæðinga sína. Fyrir síðustu umferð voru þeir Jón Viktor, Bragi og Einar Hjalti Jensson jafnir og efstir. I síðustu umferð vann Jón Viktor snaggaralega skák af Einari Hjalta, en Bragi tapaði fyrir Bergsteini Einarssyni. Fyrir sigurinn fær Jón Viktor ferð á skákmót erlendis í sumar og ekki er að efa að það kemur sér vel fyrir þennan unga og efni- lega skákmeistara. Úrslit mótsins: 1. Jón Viktor Gunnarsson 6 v. 2.-7. Bragi Þorfinnsson, Davíð Kjart- ansson, Einar Hjalti Jensson, Berg- steinn Einarsson, Stefán Kristjánsson og Dagur Arngrímsson 5 v. 8.-9. Arnar Gunnarsson og Matthías Kormáksson 4V4 v. 10.-17. Hjalti Rúnar Ómarsson, Guðni Stefán Pétursson, Davíð Guðnason, Guðmundur Kjartansson, Helgi Egils- son, Birkrir Orn Hreinsson, Hjörtur Þór Daðason, og Emil Petersen 4 v. 18.-19. Víðir Petersen og Sveinn Þór Wilhelmsson 3Vz v. o.s.frv. Keppendur voru 36. Við skulum líta á líflega skák frá mótinu: Hvítt: Bragi Þorfinnsson Svart: Davíð Kjartansson Slavnesk vörn 1. d4 - d5 2. c4 - c6 3. Rc3 - Rf6 4. Rf3 - e6 5. e3 - Rbd7 6. Bd3 - dxc4 7. Bxc4 - b5 8. Bd3 - a6 9. a3 - c5 10. 0-0 - Dc7 11. Hel - Bb7 12. e4 - h6?! Þetta hefur líklega átt að vera varúðarráðstöfun, en felur í raun í sér veikingu á kóngsvæng svarts og gerir honum erfitt að hróka í framhaldinu. 13. De2 - Hc8 14. h3 - Be7 15. Bd2 - cxd4 16. Rxd4 - Rc5 Betra var 16. - Re5 og reyna að ná uppskiptum á öðrum hvorum biskupi hvíts. 17. Bc2 - Rfd7 18. Hacl - Rb6 19. b4 - Rcd7 20. Bb3 - Db8 21. Dg4 - Rc4 Nú vonast svartur eftir 22. Dxg7?? - Bf6 og hvítur tapar manni, en hvítur lumar á afar sterkri leið: 22. Bf4! - Da8 23. Rdxb5! - axb5 24. Rxb5 - Rde5? Tapar strax. Til greina kom 24. - Rf6 25. De2 - Rxa3 26. Hxc8+ - Dxc8 27. Hcl - Dd8 28. Rxa3 - 0-0 og svartur hefur a.m.k. náð að hróka þótt staðan sé döpur. 25. Bxe5 - Rxe5 26. Dxg7 - Rg6 27. Bxe6! - fxe6 28. Dxg6+ - Kf8 29. Rc7 - Hxc7 30. Hxc7 - Db8 31. Hecl og svartur gafst upp. Minningarmót um Freystein Skákþing Hafnarfjarðar 1998 verður haldið í húsnæði Skákfé- lags Hafnarfjarðar dagana 5.-7. júní 1998. Mótið er helgað minn- ingu Freysteins Þorbergssonar. Dagskrá mótsins er eftirfarandi: Föstud. 5. júní kl. 20 1.-3. umf., atskákir Laugard. 6. júní kl. 11-15 4. umf. Laugard. 6. júní kl. 16-20 5. umf. Sunnud. 7. júní kl. 11-15 6. umf. Sunnud. 7. júní kl 16-20 7. umf. Tímamörk í atskákunum eru 30 mínútur á skákina, en í kapp- skákunum er einn og hálfur tími á 30 leiki og hálftími til að ljúka skákinni. Þátttökugjald: Fullorðnir kr. 1.500. Börn (fædd 1982 og síðar) kr. 800. Verðlaun: Ki'. 20.000, kr. 12.000 og kr. 8.000 fyrir þrjú efstu sætin. Þrír efstu skákmenn- irnir sem fæddir eru 1982 og síð- ar fá bókaverðlaun. Skráning fer fram á mótstað á milli kl. 19 og 19.55 föstudaginn 5. júní. Mótið fer fram í húsnæði Skákfélags Hafnarfjarðar, Dverg, á horni Suðurgötu og Lækjargötu. Öllum er velkomið að taka þátt í mótinu. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson AÐSENDAR GREINAR Svar við sögu úr sveitinni RITFRELSI er dýr- mæt gjöf en það er mik- ill skaði þegar lítilsiglt fólk kemur með skítkast og tilraun til mannorðs- þjófnaðar í stærsta og virtasta blað landsins. Ég hef fylgst með vinafólki mínu í Hvammi 2 í Vatnsdal allan þann tíma sem þau hafa barist fyrir að standa af sér erfið mála- ferli vegna kaupa á Hvammi 2 í Vatnsdal. Hallgrímur Guðjóns- son virðist ekki skilja hvað er rétt og rangt í viðskiptum sínum við þessi hjón. Það voi'U meint svik í tafli en það tók mörg ár að undirbúa og athuga þetta mál og lyktaði því með að Þuríður og Gunnar unnu málið í Hæstarétti. Hvað varðar undirrétt tókst ekki að koma málinu af ein- hverjum ástæðum á nógu skilmerki- legan hátt til skila. Við kaupsamning var sett fram veðbókarvottorð sem sýndi að jörðin var veðbandalaus. Veðbókarvottorð- ið var tveggja daga gamalt frá sýslu- mannsembættinu á Blönduósi. Seinna kom fram að þetta vottorð var ranglega fært því ekki hafði ver- ið gengið frá riðusamningi sem var þinglýst á Hvamm 2. Mátti ekki selja jörðina nema láta vita um þennan samning þar sem hreinsun á jörðinni væri skilyrði. Tníir einhver að Hallgrímur væri búinn að gleyma þessu? Sýslumaður bar fyi-h' rétti að það hefðu verið mannleg mistök á sýsluskrifstofunni að þessi ákvæði voru strikuð út án þess að skilyrðum væri fylgt. I undin'étti var sagt að hjónin hefðu átt að athuga betur veðbókarvottorðið. Ég spyr hvernig á að athuga betur veðbókarvottorð en að fá það hjá löglegu embætti sveitarfélags. Allur kostnaður og óþægindi komu á hjónin í Hvammi 2 vegna þessa máls en sýsluskrifstof- an var látin komast óátalið frá þessu. Yfirdýralæknisembættið kom til móts við þennan kostnað nýverið að hluta. í Hæstarétti var dæmt og að mín- um dómi er þá búið að fara þær leið- ir sem við höfum til að fá leiðrétt- ingu mála. Hallgrímur Guðjónsson var dæmdur sekur en ekki Þuríður og Gunnar. Því miður ætlar Hallgrímur ekki að láta þar við sitja en er nú að ráðast á þeirra einkalíf og starfsframa. Fjóluhvammur er hugsjón þeirra hjóna og hafa þau unnið mjög vel að því máli. Þau hafa sjálf gengið í gegnum þau hörðu ör- lög að missa barn sitt úr krabbameini í höfði. Einnig varð annað barn þeiira fyrir mjög alvarlegu brunaslysi og var ekki hugað líf en sem betur fer tókst að bjarga því. Smyrslin góðu komu þar mjög til hjálpar. Þau hafa mikinn skilning á líðan foreldra og barna í langveikindum eða dauða. Þau hafa tekið langveik börn í sum- ardvöl og hafa mjög góð samskipti við félög sem standa að þessum Fjóluhvammur er hugsjón þeirra hjóna, segir Selma Júlíusdótt- ir, og hafa þau unnið mjög vel að því máli. börnum. í nokkur sumur hafa for- eldrar og börn hist eina helgi í Hvammi og sett upp tjaldbúðir. Margir hafa lagt sig fram til að gleðja, þar á meðal flugmenn sem komið hafa með flugvélar sínar og leyft börnum og foreldrum að fara í útsýnisflug. Sum þessara barna hafa ekki lifað að komast annað sumar. Áætlað er að Fjóluhvammur verði hressingarheimili þar sem langveik börn og foreldrar þeh-ra fái hvíld, hjálp og gleði. Fjóluhvammur er sjálfseignarstofnun. Eigendur eru Þuríðui' og Gunnar í Hvammi 2 og Umhyggja, félag til stuðnings lang- veikum börnum. Vonandi munu margir leggja þessari stofnun lið til að hún verði að veruleika sem fyrst. Hefur þessi hugsjón og teikningar verið kynnt stofnun Pauls Newmans, leikara í Bandaríkjunum, og hefur verið gefið gult ljós á þessa framkvæmd. Það má leggja fram beiðni um styrk þegar þetta er vel á veg komið. Hvað varðar „kremgerð frúarinn- ar í Hvammi 2“ er þetta að segja. Þau hjónin hafa sett upp fyrirtæki sem nefnist Móa. I þessu fyrirtæki hafa verið þróuð smyrsl og næring- arkrem unnin úr íslenskum jurtum. Land þeirra hefur fengið viðurkenn- ingu sem lífrænt ræktað. Þessar af- urðir hafa verið kynntar innanlands og utan. Ég sjálf fór í fyrrasumar með þær og samstæðuspil með ís- lensku læknajurtunum á heimsráð- stefnu í Englandi um læknajurtir og ilmolíumeðferð. Ég var afar stolt af því að geta kynnt íslensku lækna- jurtimar á svo fagran og vandaðan hátt með íslenskum og latneskum heitum. Einnig vöktu mikla athygli góð vinnubrögð á framleiðslunni. Hallgrími Guðjónssyni kemur á engan hátt við Fjóluhvammur eða Móa. Fólk ætti að snúa sér allt ann- að með fyrirspumir sínar um þeirra mál. í Hvammi 2 hafa komið upp Ijót mál þar sem dýrum þeirra hjóna hef- ur verið misþyrmt. Ékki hefur verið hægt að upplýsa hver hefm' gert þetta. Þegar svo svona rætin grein kem- ur í svo virt blað er spurt. Hvað ligg- m' á bak við þessa gjöminga? Vonum við öll að Hallgrímur Guð- jónsson láti þessa fjölskyldu í friði. Þegar ég var 14 ára var ég í sveit hjá afar góðu fólki. Ég varð fyrir leiðindahnýtingum frá leiðindakjóa í sveitinni sem ég tók nærri mér en þá kenndi mér góð vinkona þessa vísu sem hefur verið mér leiðarljós síðan. Því miður veit ég ekki um höfund. Taktu ekki níðróginn nærri þér það næsta er gömul saga að lakasti viðurinn alls ekki er sem ormarnir helst vilja naga. Þuríður og Gunnar, ég bið guð um að blessa verk ykkar öll og gefa ykk- ur gæfu til að fá hugsjón ykkar byggða á traustum gmnni. Höfundur er ilmolíufræðingur og bamabókahöfundur r n BIQDROGA snyrtivörur Magnús Qskarsson Snýr týndi sonurinn aftur? EINS og sakir standa hefur R- listinn í Reykjavík týnt einum syni sínum og óvíst hvort hann snýr aftur. Þessa óvissu er ástæða til að skoða nánar. Það er ekkert einkamál Ingi- bjargar Sólrúnar borgarstjóra og Hrannars B. Arnarssonar að ákveða fyrir borgarbúa á hvaða forsendum Hrannar gæti endur- heimt sæti sitt í borgarstjórn. Mat þeirra er auk þess marklaust sak- ir hlutdrægni. Samt eru þau búin að smíða sér mælistiku til að leggja á þetta mál, sem þau með yfirlæti ætlast til að allir aðrh- taki gilda. Þau ætla að skammta borg- arbúum þann mælikvarða einan, að slampist Hrannar í gegnum skattamál, án þess að vera dæmd- ur í fangelsi eða sektir, sé hann hvítþveginn. Kosningaumræðan um mál Hrannars B. Arnarssonar og fé- laga hans Helga Hjörvars snerist ekki fyrst og fremst um skatta. Hún snerist ekki um eitt mál eða tvö heldur mörg. Hún snerist um langan fjármálaferil, gjaldþrot, nauðasamninga, kennitöluskipti á vandræðafyrirtækjum, verktaka- greiðslur fordæmdar árum saman af verkalýðshreyfingunni og ofan á allt saman vanskil á vörsluskött- um, sem enn eru ógreiddir að fjór- um fimmtu hlutum. Þegar umræða um allt þetta var komin á fleygiferð bætti Ingi- björg Sólrún við upplýsingum um skattrannsókn Hrannars. Hún leyndi að vísu fyrir kjósendum skýrslu um rannsóknina, og gerir enn, en hún og Hrannar ákveða ekki upp á sitt eindæmi, að þetta skattamál eitt og sér ráði úrslit- um. Er því lýkur munu hin málin öll óhögguð standa, í dómabókum, yfirvaldsúrskurðum, Lögbirtinga- blaðinu og vitund almennings, sem óhrekjanleg sönnun um fjár- málasiðferði þeirra er í hlut eiga. Hvað gerir Sólrún þá? Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Selma Júlíusdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.