Morgunblaðið - 03.06.1998, Síða 50

Morgunblaðið - 03.06.1998, Síða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Hin töpuðu <• TILEFNI þessarar greinar eru skrif nokk- urra manna í vestfírsku blöðin í vetur, viðtal við veiðistjóra í Bænda- blaðinu 5. maí sl., grein hans í Morgunblaðinu 23. maí og það, að ný- verið mun umhverfis- ráðherra hafa auglýst starf veiðistjóra laust til umsóknar. Það fer ekki hjá þvi, að fólk um allt land er 4 mjög áhyggjufullt vegna þess hvað mikið ráð- og kjarkleysi hefur einkennt embætti veiði- stjóra undanfarin ár. Nú ríður á, að vel takist til með val á þeim manni sem til þess emb- ættis verður skipaður. Það er kvíð- vænlegt til þess að hugsa að ef til vill verði ráðleysi þeirra sem eiga að tryggja að jafnvægi haldist í náttúr- unni til þess, að nær öllu fuglalífi verði útrýmt í landinu, og verður þá lítið eftirsóknarvert að heimsækja Hornstrandir, Jökulsárgljúfur, Mý- vatn og þá staði aðra, sem nú eru eftirsóttir til útivistar. í viðtali í Bændablaðinu 5. maí sl. lýsir settur veiðistjóri því yfir að „stríðið við minkinn sé tapað“ og „líklegt er að hann sé að aðlagast náttúrunni og að nú viti (leturbreyt- ing mín) hann að það þarf ekki að drepa 100 æðarunga í einu heldur nægi að drepa fimm og koma svo aftur“. Skyldi minkurinn hafa fræðst um það í líffræðideild Há- skóla Islands? Það væri ráð fyrir settan veiðstjóra að setja mink í hænsnabú og vita hvort hann hef- ur vit á því að hann þarf ekki að drepa allar hænurnar, að hann get- ur bara fengið sér eina og eina. Settur veiði- stjóri segist lítið vita um áhrif lax og silungs- veiða minks á viðkomu þeirra stofna, telur jafnvel að veiðar minks úr þeim stofnum sé „hluti af eðlilegu af- ráni“. Einnig telur sett- ur veiðistjóri að „æðar- fuglastofninn og flestir fuglastofnar á Islandi megi vel við afráni“. Þessi piltur hefur ekki mikil kynni af villtri nátt- úru á Islandi og veit ekki mikið um þær breytingar sem orðið hafa á fuglalífi á síðustu áratugum. Þrátt fyrir að hafa að eigin sögn varið varp á Sléttu frá fjögurra ára aldri! Er von þó að manni detti sitt hvað í hug? I fyrsta lagi getur afrán af völdum minks aldrei verið eðlilegt, í öðru lagi er alveg sama hvort fækk- un í fuglastofnum er vegna þess að þeir eru étnir af vörgum, eða þeir sveltir í hel vegna sífeldrar truflun- ar af völdum minks og annarra kvikinda. Minkurinn er aðskotadýr í íslensku dýralífi og er alltof hættu- legur og afkastamikill í viðkvæmu lífi, til að við megum viðurkenna hann sem eðlilegan þátt í lífkeðj- unni. Gera verður skilyrðislaust þær kröfur til stjórnvalda að þau láti nú þegar ganga svo frá öllum Pétur Guðmundsson Mitsushiba Verdict qolfkylfur á frábæru verði (m M/TSUSH/Bfí Mikið úrval af öðrum golfvörum Járn kr. 2.200,- Tré kr. 3.300,- Graphite Járn kr. 3.700,- Tré kr. 5.200,- Hringið og biðjið um verðlista -il/t UTILIF GLÆSIBÆ • S: 581 2922 Gular melónur Alltaf fertkt. Select stríð loðdýrabúum í landinu að þaðan geti dýr aldrei sloppið, einnig að þeir sem missa út dýr, verði látnir greiða þann kostnað sem eyðing þeirra eða handsömun kostar. Það er, að þeir verði látnir bera ábyrgð á bústofni sínum. Nú nýverið átti ég leið um Langanesströnd og kom þá við á Miðfjarðamesi. Indriði Þóroddsson, bóndi þar, hefur verið grenjaskytta í Skeggjastaðahreppi í 23 ár. Hann sagði mér að fyrstu árin sem hann var við grenjavinnslu á heiðunum þar vestur af, hefði verið eins og heiðarnar vöknuðu upp úr lágnætt- Embætti veiðistjóra verður að gegna mað- ur, segir Pétur Guð- mundsson, sem þekkir og skilur aðstæður bænda og þess fólks, sem berst við flugvarg, tófu og mink. inu, þá hefði allt farið á flug og heið- arnar fyllst af mófuglasöng, og að fuglinn hefði alltaf sagt til um lág- fótu og hún því ekki komið að óvör- um. En ég verð að segja það, að mér brá þegar Indriði bætti því við að nú væri heiðin þögnuð, það teld- ist til undantekninga að það heyrð- ist í mófugli nú síðustu ár. í ein- feldni minni datt mér ekki í hug að svo væri komið á því gósenlandi fyr- ir mófugl, sem heiðarnar á Norð- austurlandi eru. A sama máli er Guðbrandur Sverrisson á Bassa- stöðum í Steingrímsfirði, en hann hefur séð um refa- og minkavinnslu á þeim slóðum í 22 ár. Guðbrandur telur reyndar að breyting hafi orðið á atferli minkahögna yfir sumartím- ann, nú leiti hann meir upp um heið- ar og sé ekki eins bundinn við vatn eins og áður var talið, og er með þá tilgátu að það sé vegna þess, að minna sé að hafa í lækjum og vötn- um en áður var. Þetta eru aðeins tvær staðfestingar af mörgum þessa efnis, og sýna að mjög brýnt er, að hvergi verði látið deigan síga, og ekki látið í minni pokann fyrir mink eða öðrum vargi. Vegna þess að á litlum rannsókn- um vísindamanna er að byggja verður að taka til greina það sem glöggir og athugulir menn hafa fram að færa. Oft á tíðum hafa grenjaskyttur haldið dagbók og eru þær upplýsingar sem þar er að finna ekki ómerkari en önnur gögn til að öðlast þerkkingu á náttúrunni. Settur veiðistjóri telur í Mbl. 23. maí sl. að „stórefla verði rannsóknir á áhrifum friðunar refa og minka á annað dýralíf1. Það væri þá rétt að friða mink við Mývatn, það er engin hætta á að það sjáist ekki fljótt hvað gerist. Ég held aftur á móti að við þurfum ekki að rannsaka áhrif frið- unar minks á annað dýralíf, það er held ég öllum Ijóst, nema ef til vill settum veiðistjóra og þeim sem vilja friða hrafn og svartbak, að slík frið- un leiðir aðeins af sér helför villtrar íslenskrar dýrafánu. Líffræðingar sem ættu að vera til vamar, hafa það helst fyrir sér, að það sé ekki sannað að refur og minkur valdi skaða í lífríkinu, afrán þeirra sé jafnvel eðlilegt, og því ekki ástæða til aðgerða. Ef til vill eru líffræðingar að verja atvinnu sína, því að ef málin eru tekin föst- um tökum og vandamálið leyst, þá verður kannski eitthvað minna fyrir þá að gera í bili. Hitt er alveg víst að lífi fugla og fiska hefur hrakað síðan minkur slapp fyrst úr búrum hér á landi og er það næg sönnun þess, að hann á ekkert erindi í ís- lenskt dýralíf. Lög um vemd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýr- um, og reglugerðir þar að lútandi gefa mér vitandi, hvergi kost á því að það sé gefist upp fyrir mink og ref, og því spuming um það hvort veiði- stjóri sem það gerir ætti ekki að finna sér annað starf. Allar vanga- veltur líffræðinga um hættu á út- rýmingu hrafns og svartbaks eru beinlínis hlægilegar í eyrum okkar dreifbýlismanna sem höfum ógrynni af þessum kvikindum fyrir augum, étandi unga og egg öll vor og sumur, og ræna æðarfugl æti sínu. En það er ótrúlega algeng sjón að sjá, að mávar vaki yfir æðarfugli og hirði af honum ætið þegar hann kemur úr kafinu. Ég verð líka var við vargfugl í þéttbýli, hrafn er nær daglegur gestur á ljósastaur í nágrenni við mig í Kópavogi á vetuma. Ef til vill er það eini hrafninn á suðvestur- hominu? Mig minnir að ég hafi lesið í blöðum fréttir af ófóram grillara, þar sem svartbakur hafi rænt grill- kjöti af svölum húsa í þéttbýli. Það er beinlínis stórhættulegt öllu lífríki í landinu ef menn með slíkar skoðanir fá að ráðskast með embætti veiðistjóra um ókomna tíð. Það verður að finna áhrifaríkari að- ferðir en nú tíðkast til að vinna á minknum ef við ætlum ekki að láta hann gereyða öllu fuglalífi. Það ætti meðal annars að vera verkefni veiði- stjóra. Ég hef áður vakið máls á nauðsyn þess, og ítreka það hér að brýna nauðsyn ber til, að allt sé gert, til þess að koma í veg fyrir stórkostlegt umhverfisslys. Svo er einn þátturinn eftir, og lík- lega ekki sá sem minnst er um vert. En það er sú stefna margra sveitar- stjórna að láta gera tilboð í refa og minkaeyðingu. I mörgum tilfellum vita sveitarstjórnarmenn ekkert um hvað málið snýst og skeyta ekkert um reynslu manna, kunnáttu eða af- köst. Gran hef ég um að þetta sé að- allega vandamál þar sem dreifbýli hefur sameinast þéttbýli og fulltrú- ar sveitanna lent í minnihluta, þó þarf það ekki að vera einhlítt. Það má ef til vill benda settum veiðistjóra á, að þegar hann leggur reglustiku á kort til að finna styttstu vegalengd á milli tveggja staða þegar mæld er sú vegalengd sem refir fara, að hann væri trú- verðugri ef hann tæki krókinn inn fyrir fjarðarbotna og mældi það sem er stysta mögulega leið refsins, menn trúa þvi ógjarna að hann syndi yfir breiða firði. Til dæmis Súgandafjörð, Önundarfjörð og Dýrafjörð, þegar farið er úr Gelti við norðanverðan Súganda og að Svalvogum við sunnanverðan Dýra- fjörð. En refur merktur við Gölt hefur veiðst við Svalvoga. Að lokum vil ég benda umhverfis- ráðherra á, að embætti veiðistjóra er þess eðlis, að því verður að gegna maður sem þekkir og skilur aðstæð- ur bænda og þess fólks, sem berst við varga- flugvarg tófu og mink, til þess að vernda hlunnindi sín - varp og veiði, og vill að eðlilegt Iífríki fái að dafna. Höfundur er æðarbóndi í Ófeigs- fírði. Hver hjúkrar geðsjúkum á A-2 SHR eftir l.júlí? Á geðdeild Sjúkra- húss Reykjavíkur vist- ast bráðveikir einstak- lingar, einstaklingar sem oft geta verið hættulegir sjálfum sér og/eða öðram. Innlagnir á deildina eiga sér oft stað í kjölfar alvarlegr- ar sjálfsvígstilraunar eða ofbeldishegðunar tilkominni vegna sturlunarástands sem rekja má til alvarlegra geðsjúkdóma. Fyrir kemur að sjúklingar koma í lögregluiylgd og þurfa mjög sérhæfða meðferð, í formi mikilla lyfjagjafa og strangrar gæslu, sem hjúkranarfræðingar sjá um að framfylgja og skipuleggja. Til deild- arinnar sækja einnig fjölmargir þjónustu í formi lyfjagjafa og stuðn- ingsviðtala til hjúkranarfræðinga. Ef til uppsagna hjúkranarfræð- inga deildar A-2 kemur, þá er allt útlit fyrir að ekki verði hægt að veita þá þjónustu sem bráðnauðsyn- leg er til hjálpar ofangreindum ein- staklingum og fjölskyldum þeirra. Ekki verður hægt að taka á móti þeim sjúklingum sem á bráðainn- lögn þurfa að halda og geðheilsu fjölda einstaklinga gæti hrakað vegna þess að þeir fá ekki sína stuðningsþjónustu. Utskrifa þarf einstaklinga sem alls ekki geta ver- ið einir eða séð um sig sjálfir og þurfa þá aðstandendur að axla þá ábyrgð að hjúkra þeim. Án efa mun ástandið hafa mikla röskun í för með sér fyrir fjölskyldur geðsjúkra, sem oftar en ekki era illa farnar til- finningalega vegna veikinda ástvina sinna og alls ekki í stakk bún- ar til að axla þá ábyrgð og álag sem fylgir hjúkran þeirra. Ekki má gleyma því að sumir skjólstæðing- ar eiga í fá eða engin hús að venda. Af ofan- sögðu má því ljóst vera, að lokun bráðageðdeildar gæti haft hinar alvarlegustu afleiðingar í fór með sér, ekki aðeins fyrir hinn geð- sjúka, heldur einnig fyrir samfélag- ið í heild. Ef til uppsagna hjúkrunarfræð- inga kemur, verður aðeins einn hjúkrunarfræðingur í hálfri stöðu við störf á deild A-2, en í starfi nú eru aðeins 9 hjúkranarfræðingar og sumir í hlutavinnu, en stöðugildi era alls 15,6. Ekki hefur tekist að manna þær stöður sem á vantar m.a. vegna þeirra lélegu launakjara sem í boði era fyrir hið mikla álag og ábyrgð sem fylgir starfinu, þó svo að vinna með geðsjúkum geti verið mjög þroskandi og gefandi. Hjúkranarfræðingar era einfald- lega búnir að fá nóg af þeirri van- virðingu sem störfum þeirra er sýnd með þeim launakjörum sem boðið er upp á. Sem dæmi má nefna að hjúkranarfræðingur sem sinnir geðsjúkum á deild A-2 Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur um 100.000 kr. í grunnlaun á mánuði þegar vakt- stjóri í verslun getur haft 150.000 kr. í byrjunarlaun. Mikil hætta er á, ef ekki fæst Ef til uppsagna hjúkrunarfræðinga deildar A-2 kemur, segir Guðrún Guð- mundsdóttir, er útlit fyrir að ekki verði hægt að veita nauðsynlega þjónustu. lausn í kjaramálum hjúkrunarfræð- inga fyrir 1. júlí næstkomandi, að þeim hjúkrunarfræðingum fjölgi sem ekki snúa aftur til starfa við stofnunina. Margir hafa þegar ákveðið að láta sínar uppsagnir standa og era á leið utan eða hafa ákveðið að hverfa til annarra starfa, þar sem betri launakjör era í boði. Höfundur er hjúkrunardeildarstjóri á geðdeild A-2 Sjúkrahúsi Reykja- vfkur. Guðrún Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.