Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Fangar frelsisins,
Halla og Eyvindur
SÚ HUGMYND að reisa þessum
frægustu útlögum seinni alda minn-
isvarða á Hveravöllum hefur fengið
góðai' undirtektir á meðal almenn-
ings ef marka má áheit og peninga-
gjafír sem Eyvindarfélaginu hefur
borist. Félagið setti sér strax í upp-
hafi þau markmið að reikningar fé-
lagsins yrðu endurskoðaðir af
tveimur sýslumönnum, svo enginn
þurfí að tortryggja þá. Reikningur
Eyvindar og Höllu er ávísanareikn-
ingur nr. 99 í Búnaðarbanka ís-
lands á Selfossi og allir þeir sem
leggja inn í sjóðinn stórt eða smátt
eru skráðir félagsmenn eða styrkt-
araðilar verksins.
Ogmundur á hugmyndina
Hvers vegna réðust menn í þetta
verkefni? Astæðan er sú að aldrað-
ur bóndi, níræður að aldri, Ög-
mundur Jónsson í Vorsabæ í Ölfusi
hermdi það loforð upp á greinarhöf-
und að fyrir alllöngu hefði undirrit-
aður játast undir að beita sér í mál-
inu.
Hann sagði „Þú lofaðir að gera
þetta þegar þú værir orðinn alþing-
ismaður og áður en ég er allur.“
Ekki þarf að kvarta undan við-
brögðum eins og áður sagði og nú
er fyrirhugað að halda hátíð á
Hveravöllum laugardaginn 8. ágúst
í sumar. Auðvitað verða menn að
standa við fyrirheit sín. Þjóðhetjur
eins og Halla og Eyvindur eiga sér
svo merka sögu. Þau fóru í gröfina
án dóms en líf þeirra var ævintýra-
legt og átök við forhert embættis-
mannavald. Halla var ekki síður
hetja, án hennar hefði saga Eyvind-
ar ekki gengið svona fram. Örlög
Eyvindar hefðu trúlega orðið eins
og mai'gra annarra brennimerking
Brimarhólmans og aldrei átt aftur-
kvæmt. Halla var uppreisnarkona
og glöggt má sjá á gögnum sýslu-
manna fordóma gegn henni. Enda
þekktu Austfirðingar hana ekki af
lýsingunni sem út var gefin. Hún
var hvorki ljót né forað í fram-
göngu. Halla þorði að berjast og
✓
Eg sá hvorki búr né
fangelsi í þessu verki,
--------------;------------
segir Guðni Agústsson,
miklu fremur íverustað
þeirra útlaganna sem
var hreysi eða hellis-
skúti.
rísa gegn valdi og tíðaranda síns
tíma.
Höllu og Eyvindarstofa
Þetta verkefni hefur verið að
stækka í höndum nefndarinnar.
Hugmyndin er ef vel gengur í fjár-
söfnuninni að gera fleira en reisa
minnisvarða á Hveravöllum. Ætlun-
Mss® flísar
/i-kiii-
ili 4
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 567 4844
Parqcolor býður uppá nýja
vídd í klæðningu á stigum
^ÝTTÁÍSLANDl
ABETGROUP
HPL PARKET VALHNOTA
HPL PARKET BEIKI
HPL PARKET EIK
HPL TRÖPPUNEF VALHNOTA
HPL TRÖPPUNEF BEIKI
HPL TRÖPPUNEF EIK
1200X190X6,5mm
1200X190X6,5mm
1200X190X6,5mm
400X3650X6,5mm
400X3650X6,5mm
400X3650X6,5mm
BYGGINGAVÖRUR
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
I ÁRMÚLA 29 - SÍMI 553 8640 - 568 6100
Viðskiptaháskólinn
í Reykjavík
(Tölvuháskóli Verzlunarskóla íslands)
Umsóknarfrestur
er til 15. júní
V
VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN
í REYKJAVÍK
Innritun í Viðskiptadeild og Tölvufræðideild Viðskiptahá-
skóians í Reykjavík er hafin og lýkur 15. júní nk. Umsókn-
areyðublöð fást á skrifstofú Verzlunarskóla íslands, Of-
anleiti i alla virka daga kl. 8-16. Þeir sem búa úti á landi
geta fengið umsóknargögn send í pósti, en beiðni um
það má leggja fram í síma 568 8400.
Ekki er krafist innritunargjalds, en þeir sem fá inngöngu
í skólann greiða skólagjöld fyrstu annar í byrjun ágúst.
Nemendafjöldi Viðskiptaháskólans verður takmarkaður,
en nemendur af öllum brautum framhaldsskóla eru
hvattir til þess að sækja um skólavist.
I Tölvufræðideild er boðið upp á tveggja ára kerfisfræði-
nám og þriggja ára BS. nám í tölvuffæði. í Viðskiptadeild
er boðið upp á þriggja ára BS. nám í viðskiptafræði, en
einnig er hægt að Ijúka námi með prófvottorði (diploma)
eftir tveggja ára nám. Þá er gert ráð fyrir margvíslegri
samþættingu náms f Tölvuffæðideild og Viðskiptadeild
Viðskiptaháskólans.
Nemendur þurfa ekki að ákveða í upphafi hvort þeir
fara í tveggja eða þriggja ára nám.
Tölvufræðideild Viðskiptaháskólans í Reykjavíker
framhald á Tölvuháskóla Verzlunarskóla fslands.
Krafist er stúdentsprófs í báðar deildir Viðskiptaháskól-
ans í Reykjavfk, en umsóknir þeirra sem hafa verulega
tölvureynslu eða reynslu úr viðskiptalífinu verða einnig
teknar til greina. Kappkostað verður að velja þá nem-
endur í Viðskiptaháskólann sem búast má við að nái
bestum árangri í náminu. Stefnt er að því að afgreiða
umsóknir fyrir lok júní.
Kennsla við Viðskiptaháskólann í Reykjavík hefst í nýju
húsi að Ofanleiti 2 í september í haust.
in er að sinna æsku-
byggð beggja, opna Ey-
vindarstofu á Flúðum
og sýna legstað eða
kirkju þeirra fyrir vest-
an heiður, því alltaf var
trúin sterk og biblían til
staðar þar sem þau
settust að. Ennfremur
um leið og minnisvarð-
inn verður afhjúpaður
verður opnuð Höllu og
Eyvindarstofa í gamla
gangnamannakofanum
á Hveravöllum. Þar
verða allar upplýsingar
um útlagana og dvalar-
staði þeirra á hálendinu,
ennfremur sagt frá
Magnúsi sálarháska sem lagðist út
á Hveravöllum og þoldi við í þrjár
vikur sem ft'ægt er. Ennfremur ör-
lögum Reynistaðabræðra. Sagt
verður frá hverunum og gróðri á
hálendinu, ennfi'emur foi'nri menn-
ingu bænda, nýtingu afrétta, smöl-
un sauðfjár og réttastemmningunni
á haustin. Gamli gangnamannakof-
inn verður upplýstur með sólarraf-
hlöðu. Að öllu þessu verki kemur
Náttúruvernd ríkisins og gengur til
liðs við Eyvindarfélagið.
Að túlka listaverk
Vegna nokkurrar umræðu um
hugmyndina að listaverki Magnús-
ar Tómassonar vill undirritaður
túlka sína skoðun á hugmyndinni.
Magnús er þekktur sem mjög
snjall listamaður og mætti nefna
mörg þeirra listaverka sem hann
hefur unnið, flest bera þau glæsileg
nöfn sem segja oft mikla sögu ekk-
ert síður en verkin sjálf. Fangar
frelsisins er gi'ípandi nafn og mikill
sannleikm' um örlög útlaganna.
Listaverk eiga að segja og minna
á sögu. Það sem einn sér, sér annar
allt öðruvísi. Lista-
menn verða að hafa
fullt frelsi til að túlka
og segja sögu, því fékk
Magnús Tómasson
frjálsar hendur hjá
nefndinni. Þegar ég sá
hina snjöllu hugmynd
Magnúsai' um minnis-
varða um Fjalla-Ey-
vind og Höllu fannst
mér að allt færi saman;
frumlegheit, fegurð en
fyrst og íremst tákn-
rænn minnisvarði sem
gefur ímyndunaraflinu
lausan taum. Eg sá
hvorki búr né fangelsi í
þessu verki, miklu
fremur íverustað þeirra útlaganna
sem var hreysi eða hellisskúti.
Steinninn minnir á hálendið þar
sem þau vörðu mörgum árum ævi
sinnar og börðust fyrir lífi sínu.
Stáisúlurnar minna mig á valdið,
sýslumenn kóngsins sem ofsóttu
þau Eyvind og Höllu, súlurnar jafn-
margar þeim sýslumönnum sem
héldu þeim sem föngum frelsis á
fjöllum. Svo kemur þessi bráð-
skemmtilega sjónhending, tvö
hjörtu í hellisskúta annað sótt til
Súðavíkur í fæðingarsveit Höllu,
hitt að Hlíð í Hrunamannahreppi á
fæðingarstað Eyvindar umkringd
stálinu eða valdinu og minnir enn
og aftur á baráttu sem þau háðu,
áttu aðeins hvort annað og sigi'uðu
saman. Hugur minn rifjar upp fal-
legt ljóð og söng Bubba Morthens:
Er það glæpur að elska
er það glæpur að þrá
er það glæpur að hafa hjörtu
sem hrifnæm slá?
Höfundur er alþingismaður og for-
maður Fjalla-Eyvindarfélagsins.
Guðni
Ágústsson
Styrktarfélag
Sjúkrahúss
Þingeyinga biður
STYRKTARFÉLAG
Sjúkrahúss Þingeyinga
hefur nú starfað í rúm
tvö ár og komið miklu í
verk eins og ritari fé-
lagsins Sara Hólm hef-
ur skrifað um í dagblöð
að undanfórnu. Ég hef
verið formaður félags-
ins frá upphafi og hef
starfað með frábæru
fólki. Ég tei að við höf-
um náð miklum árangri
í að styðja varnarbar-
áttu landsbyggðar-
sjúkrahúss á erfiðum
tímum. Nú hefur varn-
arbaráttan snúist upp í
sóknarbaráttu sem gæti
orðið til þess að sjúkra-
húsið yrði hátt skrifað og virt. Á
meðan læknar þyrpast á suðvestur-
hornið erum við líklega að fá hingað
2 virta sérfræðinga sem munu
starfa með okkar góðu læknum og
ÞAK-0G
VEGGKLÆÐNINGAR
ÍSVAL-ÖORGA crlF.
HÖFOABAKKA 9. 112 REYKJAVÍK
SiMI 587 8750 - FAX 587 8751
mynda þannig mikla
breidd þekkingar og
reynslu.
Ég tel að það sé hollt
fyrir Styrktarfélagið að
fá sem flesta til starfa,
fólk með nýjar og
ferskar hugmyndir og
alls ekki gott að for-
maður verði mosavax-
inn í sæti sínu. Ég,
ásamt heiðursmannin-
um Böðvari Jónssyni
frá Gautlöndum, hef nú
ákveðið að draga mig í
hlé og hleypa að fólki
sem tilbúið er að ljá
þessu góða málefni lið.
Nú hefur Svala Her-
mannsdóttir á Húsavík
sem flestir þekkja fallist á að taka
við formennsku og þar tel ég að fé-
lagið sé einstaklega heppið.
Eg tel hollt fyrir
styrktarfélagið, segir
Guðni Kristinsson, að
fá sem flesta til starfa.
Ég skora á alla Þingeyinga að
mæta fimmtudaginn 4. júní á aðal-
fund félagsins sem haldinn verður á
veitingahúsinu Bakkanum, og
styðja kjör hennar og sýna um leið í
verki að þetta félag skipti máli.
Það hefur verið mér mikil ánægja
að starfa fyrir félagið og vil ég nota
tækifærið og þakka samstarfs-
mönnum mínum í stjóm frábært
starf og eins þakka ég þeim ótal ein-
staklingum og félögum sem stutt
hafa starfsemina innilega fyrir.
um styrk
Guðni
Kristinsson
Höfundur er lyfsali á Húsavík.