Morgunblaðið - 03.06.1998, Side 53

Morgunblaðið - 03.06.1998, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 5<V AÐSENDAR GREINAR Yið unnum stórsigur Það var mikill og sætur sigur fyrir ís- lenska jafnaðarmenn að Reykjavíkurlistinn hélt borginni. Sigurinn var sætari en ella fyrir það, eins og Ingibjörg Sól- rún borgarstjóri sagði, að nú mætti þakka hann verkum en ekki væntingum einum sam- an. Úrslitin gulltryggðu sameiningarferli jafn- aðarmanna í höfúðborg- inni. Allir vita að fram á okkar tíma gegndi vald Sjálfstæðisflokksins á stjórnkerfi borgarinnar lykilhlutverki í valda- uppbyggingu flokksins. Áhyggjur Sjálfstæðisflokksins Þjóðin hefur ekki farið varhluta af gremju sjálfstæðismanna eftir kosningarnar, sem virðist ætla að vera viðvarandi enda ástæða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa frekari áhyggjur af þeirri þróun sem hefur átt sér stað um land allt. Þegar nið- urstöður sveitarstjómarkosning- anna eru skoðaðar út rnn landið kemur í ljós merkileg niðurstaða. Nýsköpun í íslenskri pólitík Landslagið er að breytast í ís- lenskum stjómmálum. Vinstri menn mynduðu nær alls staðar sameiginleg framboð undir merkj- um jafhaðar, félagshyggju og kven- frelsis. Menn vom með mismiklar væntingar til þessa nýgræðings í stjórnmálum en óhætt er að fullyrða að árang- ur þeirra gefur tilefni til mikillar bjartsýni. Hin nýju framboð unnu víða góða sigra og unnu á ef miðað er við sam- anlagt fylgi þeiira í síð- ustu kosingum. Góður byr um allt land Útkoma jafnaðar- manna var góð á Reykjanesi þvert ofan í glæstar spár um vænt- anlega meirihluta Sjálf- stæðisflokksins í bæjar- félögum eins og Reykjanesbæ og Kópavogi. Á báð- um stöðum er orðinn til stór jafnað- armannaflokkur við hlið Sjálfstæð- isflokksins þar sem er í stakk búinn Vinstri menn hafa sýnt í þessum kosningum, segir Katrín Theodórs- dóttir, að þeir geta unnið saman og vilja vinna saman. til að etja kappi við hann á jafnræð- isgrundvelli. I Sandgerði er hreinn kratameirihluti með 52% og Grinda- víkurlistinn fékk tæplega 41%. Á Vesturlandi geta jaftiaðarmenn unað glaðir við sitt, á Akranesi urð- Katrín Theodórsdóttir um við sigurvegarar kosninganna með 43% greiddra atkvæða og flesta menn kjöma, í Borgarbyggð 40% og flesta menn kjörna og í Stykkishólmi, í vígi stjálfstæðis- manna til margra ára unnum við varnarsigur. Á Vestfjörðum vannst sigur þar sem sameinaðir jafnaðar- menn fóru saman, t.d. í Vestur- byggð 39% sem var mest fylgi allra framboða. Á Isafírði fengu samein- aðir jafnaðarmenn 40%, á Bolung- arvík 46%. Þetta hefði nú einhvern tíma þótt þokkaleg útkoma! Viðunandi staða á Norðurlandi í hinum hefðbundnu héruðum þar sem Sjálfstæðismenn og Fram- sóknarmenn hafa skipt með sér völdum um langan aldur var niður- staða kosninganna viðunandi. í V- Húnavatnssýslu og Skagafirði þar sem útkoman var lökust fengu jafn- aðarmenn um 20%. Á Blönduósi fengum við hins vegar tæplega 41% og á Siglufirði varð Siglufjarðarlist- inn hlutskarpastur með tæplega 45% og flesta menn kjöma. Á Dal- vík var fylgið þokkalegt eða um 25%, á Akureyri minna eða tæplega 23% en á Húsvík fengum við meiri- hluta eða 52%. Það eru mikil og góð tíðindi fyrii' sameininguna. Austurland í sólskini Sigur jafnaðarmanna í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi á Fjörðum (Austurríki; Neskaupstaður, Eski- fjörður, Reyðarfjörður) var ótví- ræður, en þar náðist meirihluti 53% og í Homarfjarðarbæ náði Krían 31%. Það merkilega við niðurstöður sveitai'stjómarkosninganna er að í hinum hefðbundnu landbúnaðarhér- uðum á Norður- og Austurlandi reynist fólk einnig vera hallt undir sameiginlegt framboð. Sókn á Suðurlandi f Árborg komu sameinaðir jafn- aðarmenn út með 46% úr kosning- unum og í Vestmannaeyjum vom menn ánægðir með niðurstöðuna enda bættu menn þar verulega sinn hlut miðað við árangur A-flokkanna síðast. Þar hefm- nú tekist að mynda öflugt mótvægi við Sjálf- stæðisflokkinn sem bauð nú fram heill og sameinaður, en fór klofinn fram fyrir fjórum árum. Og hvað svo? Við sem viljum móta framtíðar- þjóðfélag okkar á gildum hugsjóna jafnaðar, kvenfrelsis og félagshyggju emm auðvitað ánægð með þessa nið- urstöðu. Geta má nærri að meðal út- koma sameiginlegra framboða um allt land hafi verið um 37%. Það verð- ur að teljast mjög gott þar sem víða er litáð á þessi framboð sem byi-jun á frekara samstarfi þessara flokka. Sa- meinaðir jafnaðarmenn era þannig orðnir næststærsti flokkurinn. Vinstri menn hafa sýnt í þessum kosningum að þeir geta unnið saman og vilja vinna saman. Það var alls staðar góður andi og bjart yfir sam- vinnunni. Við emm orðin vön að vinna saman, hönd í hönd. Víða kom fram í viðtölum við heimamenn að ekki væri aftur snúið, menn vildu ekki fara að berjast innbyrðis aftur, enda eigum við sameiginlegar megin- hugsjónir og hagsmuni. Stefnt verð- ur að því að samhæfa stjómmálaöfl okkai- enn betur fyrir næstu kosning- ar, vinna áfram saman um allt land og bjóða fram undh' sama listastaf. Eg tel þó að megin ávinningur samstarfsins sé sá að þar sem boðið var fram saman tókst okkur að mynda stóran flokk, flokk sem er öflugt mótvægi við Sjálfstæðisflokk- inn. Það skýrir hina óhömdu gremju leiðtoga Sjálfstæðisflokksins við úr- slitum kosninganna. Ég óska Ingi- björgu Sólrúnu og öðrum samein- ingarsinnum um land allt til hamn- ingju með kosningamar. Höfundur er lögfræðingvr og fram- kvæmdastjóri þingflokks jafnaðar- manna. Hágæða sánaklefar Finnolme sánaklefarnir koma í 27 stöðluðum stærðum eða smíðaöir ettir þínum óskum. Minna mál umboðið, s. 557 4244 Glugginn Laugavegi 60 ♦ Simi 551 2854 Gul blóm ö AUtaf fertkt... Select verð 1.495.000 WAG0N Hyundai Elantra Wagon er öflugur fjölskyldu- og ferðabíll með 116 hestafla 1600 vél og fæst bæði sjálfskiptur og beinskiptur. Aktu af stað á nýjum Hyundai Elantra með fullan tank í kaupbæti eða allt að 450 l! Gríptu gott tækifæri til að komast áfram. Ármúla 13 Sími 575 1220 HYunoni Skiptiborö 575 1200 - til framtíðar Fax 568 3818

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.