Morgunblaðið - 03.06.1998, Síða 54

Morgunblaðið - 03.06.1998, Síða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Fá hross í gegnum nálar- auga landsmótslágmarka _________Hestar_____________ Víðidalur Héraðssýning kynbótahrossa SÝNENDUR kynbótahrossa rak í rogastans þegar dómar fóru að birtast og töldu að ný gildi væru við lýði í mati á hæfileikum hross- ’ anna. Sérstaklega þótti þeim að hart væri tekið á töltinu. Einkunnir á bilinu 6,0 til 7,0 voru ekki óal- gengar og voru dómarar ósparir á að draga hross niður væru ein- hverjir hnökrar á töltinu. Oft kom fyrir að knapar töldu sig vera að ríða hrossum í 8,0 fyrir en fengu svo 7,0. Dómararnir, þeir Kristinn Hugason, Víkingur Gunnarsson og Hallgrímur Sveinsson, töldu sig ekki vera að taka harðar á málum en verið hefur og færu nákvæm- lega eftir stigunarkvarðanum. Benti Kristinn á máli þeirra til stuðnings að meðaleinkunnir væru á svipuðu róli og til dæmis í fyrra á héraðssýningu kynbótahrossa á ' þessum stað. Örlítið lægri nú í heildina en breytilegt eftir flokk- um, í sumum tilvika hærri en öðr- um lægri. Alls var komið með 155 hross til dóms að þessu sinni, 23 stóðhesta, 2 geldinga og 130 hryssur. Fá hross náðu inn á landsmót enda lágmarkseinkunnir mjög háar að þessu sinni. Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur kvaðst þó bjartsýnn á að vel myndi ganga að fá hæfilegan fjölda góðra hrossa á 'landsmótið. Aðeins einn stóðhestur í flokki FLÍSASKERAR OG FLÍSASAGIR : :: - -- VI -3 'i C tt ti H mj IIÉ 5 w Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sfmi 567 4844 sex vetra og eldri, Skorri frá Blönduósi, náði inn á mótið en hann hlaut 8,32 í aðaleinkunn þar af 9,5 íyrir tölt og 9,0 fyrir háls og herðar og fegurð í reið. Með þess- um árangri skipar Skorri sér í hóp bestu sona hins kunna Orra frá Þúfu. Af einkunnum að dæma eru engar slæmar veilur í klámum og sópar nokkuð að honum í fram- göngu, hágengur, framtaksgóður og fasmikill. Skorri er að heita má skeiðlaus þótt hann fái 6,5 en það er svona rétt til að hressa aðeins við hæfíleikaeinkunn. Næstir komu jafnir með 8,04 Geysir frá Keldudal og Geisli frá Reykjavík vantar 0,06 til komast á landsmót. Báðir eru þeir geðslegir hestar og lægri fyrir sköpulag en hæfíleika. Geisli fær eina 9 fyrir stökk en Geysir fær fjórum sinnum 8,5, fyi-ir háls, samræmi, tölt, skeið og Stirnir frá Fjalli varð fjórði með 8,03, myndarlegur klárhestur en lækkaði nú fyrir tölt fyrir klár- gengissakir að sögn dómaranna hafði fengið 9,0 en hlaut nú 8,5. Hann fær hinsvegar hæst fyrir hófa 9,5 og 9,0 fyrir stökk. Af fimm vetra hestum stóð efst- ur Seifur frá Efra-Apavatni, ein- staklega vel gerður hestur en virð- ist ekki kominn með fulla getu hvað hæfíleika varðar. Hann hlýtur 9,5 fyrir höfuð og 9,0 fyrir háls, bak og lend, samræmi og stökk. Mun hann annar stóðhesturinn sem fær 9,0 fyrir háls, bak og samræmi en undir undirvagninn er á bilinu 7,5 til 8,0. Annar varð Markús frá Langholtsparti sem nú tryggði sér farseðilinn á Melgerðismela í annarri atrennu. Hlaut 8,06 sem er 0,01 yfir lágmarkinu. Hann er með eina níu fyrir hófa. f þriðja sæti varð Kormákur frá Kjamholtum sem er með 8,40 fyrir sköpulag en fær afar lágt fyrir hæfileika. Kor- mákur hlýtur 9,0 fyrir háls, sam- ræmi og skeið. Tveir efstu hestam- ir em með einkunn inn á landsmót. Fjögurra vetra hestamir vöktu verðskuldaða athygli og sér í lagi sá efsti, Orrasonurinn Hrafn frá Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson SKORRI frá Blönduósi er um margt líkur föður sfnum, Orra frá Þúfu, og að ýmsu leyti föðurbetrungur. Knapi er Gunnar Arnarsson. II® SEIFUR frá Efra-Apavatni hefur skipað sér á bekk með fegurstu stóðhestum landsins, fær 8,48 fyrir sköpulag; knapi er Sigurður Matthíasson. Garðabæ, sem hlaut 8,09 í einkunn, sem er frábær árangur hjá svo ungum hesti í fyrstu sýningu. Flestar einkunnir em á bilinu 8,0 til 8,5 en hann fær þó eina níu fyrir fegurð í reið. Spennandi hestur sem fróðlegt verður að fylgjast með. En næstur honum kom al- bróðir skeiðdrottningarinnar Ósk- ar frá Litladal, en sá heitir Óskar og hlaut hann 8,50 fyrir sköpulag sem er hæsta sköpulagseinkunn sýningarinnar. Óskar fær 9,0 fyi'ir bak og lend, fótagerð og hófa. I að- aleinkunn hlýtur hann 7,94 og vantar 0,01 til að komast á lands- mót. Snerrir frá Bæ varð þriðji með 7,86 og eina níu fyrir stökk. Hylling frá Korpúlfsstöðum og Gnótt frá Dallandi börðust um efsta sætið í flokki hryssna sex vetra og eldri en Filma frá Arbæ, sem varð þriðja, átti ekki mögu- leika að skáka þeim enda með mun lægri sköpulagseinkunn. Af fimm vetra hryssum varð efst Játning frá Steindórsstöðum með 8,09, Hrund frá Torfunesi önnur með 8,00 og Drottning frá Bjarnarhöfn þriðja með 7,73. Heldur var sýning fjögurra vetra hryssna fátækleg, aðeins þrjár mættu í fullnaðardóm og ein- kunnir að sama skapi lágar. Hafliði Halldórsson bjargaði þó því sem bjargað varð á yfirlitssýningu á hi-yssunni Von frá Bakkakoti og hækkaði hryssan um heila 0,40 í hæfileikum sem dugði henni þó ekki inn á landsmót því hún fékk ekki nema 7,78 í aðaleinkunn og vantar því 0,05. Röð efstu hrossa varð sem hér segir: Stóðhestar sex vetra og eldri 1. Skorri frá Blönduósi, f.: Orri, Þúfu, m.: Skikkja, Sauðanesi, eig- andi Eyjólfur Guðmundsson, knapi Gunnar Amarsson, sköpulag: 8,23, hæfileikar: 8,41, aðaleinkunn 8,32. 2. Geysir frá Keldudal, f.: Ófeigur, Flugumýri, m.: Dáð, Keldudal, eig- andi Sigurður Sigurðarson, knapi, eigandi, s.: 7,95, h.: 8,13, a.: 8,04. 3. Geisli frá Reykjavík, f.: Toppur, Eyjólfsst., m.: Mánadís, Reykjavík, eigandi Guðmundur Ólafsson, knapi Atli Guðmundsson, s.: 7,85, h.: 8,23, a.: 8,04. Stóðhestar 5 vetra 1. Seifur frá Efra-Apavatni, f.: Stígur, Kjartansst., m.: Freyja, E- Apav., eigandi Guðmundur Harð- arson, knapi Sigurður Matthías- son, s.: 8,48, h.: 7,71, a.: 8,09. Á Fótboltavef Morgunblaðsins finnur þú alla réttu takkana Titlar og afrek Leikmenn og frammistaða þeirra Liðsstjórinn, gagnvirkur Netleikur Dagbók, yfirlit yfir leiki www.mbl.is/boltinn Fótboltavefur mbl Þar sem þú getur fylgst með boltanum í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.