Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Formleg afhending styrkja til 48 húsa úr Húsverndarsjóði Reykjavfkur f gær Morgunblaðið/Arni Sæberg GRJÓTAGATA 12 ber nú aldurinn vel eftir endurbæturnar. Húsið var byggt 1890 af Bjarna Jónssyni snikk- ara, hann lengdi það svo 1895 og byggði geymsluskúr sem stendur við hlið hússins. MIÐSTRÆTI 10 er glæsilegt eftir endurbæturnar. Húsið var byggt af Einari Jóni Pálssyni smiði árið 1904 og hafa litlar sem engar breyting- ar verið gerðar á því síðan. Við endurnýjunina hafa skraut og útskurð- ur fengið að halda sér. Uppgerðum húsum fj ölgar í gamla bænum INGÓLFSSTRÆTI 7b var byggt 1923 en segja má að byggingu þess verði fyrst lokið þegar Róbert Glad hefur bætt á það hæð og risi sem upprunalegu teikningarnar gerðu ráð fyrir. KJALLARINN á Gijótagötu 12 er uppgerð- ur að hluta, Paul lét endurbyggja reykháf og fékk svo þennan ofn frá Noregi. Með viðhaldi gamalla húsa í Reykjavík er byggingarsaga borgarinnar varð- veitt. Formleg afhending styrkja úr Húsverndarsjóði fór fram í gær. STERKIR litir á Þingholtsstræti 13 draga athyglina að fallega upp- gerðu húsinu. Húsið er byggt 1876 en lengt 1881, síðan hafa engar meiri háttar breytingar verið gerðar á húsinu. ALMENNINGUR í Reykjavík hefur í auknum mæli látið sig varðveislu gamalla húsa varða. Fjölmörg gömul fallega uppgerð hús, þar sem einstak- lingar hafa lagt út í ómælt erf- iði og kostnað við að gera upp, eru sönnun þessa. Lán eru veitt fyrir endurnýjun gamalla húsa en auk þess hafa verið veittir styrkir frá Húsfriðun- arsjóði ríkisins í rúman áratug og frá Húsvemdarsjóði Reykjavíkur í tvö ár. í gær fór fram formleg afhending 48 styrkja úr Húsverndarsjóði fyrir árið 1998 en ákvarðanir um styrkveitingar vom teknar í maí og tilkynnt um þær þá. Magnús Skúlason, fram- kvæmdastjóri Húsfriðunar- nefndar rikisins, segir mjög vel hafa tekist til við endur- nýjun margra húsa en stund- um skorti á að leitað sé til fag- aðila eftir upplýsingum. Hann segir að Húsfriðunarnefnd veiti ráðgjöf, á Árbæjarsafni sé einnig hægt að leita aðstoð- ar og ýmsir arkitektar séu sérhæfðir í endurnýjun gam- alla húsa. Á Árbæjarsafni er einnig hægt að fá upplýsingar um sögu og aldur húsanna og em upplýsingar í myndatext- um þaðan komnar. Teikningar frá 1923 vísa veginn Ingólfstræti 7b er óðum að taka á sig upprunalega mynd en Róbert Glad keypti húsið 1988 og hefur sjálfur unnið að því að gera það upp. Húsið er tvflyft frá árinu 1923 en aldrei hefur verið lokið við byggingu þess útfrá uppmnalegum teikningum. Róbert hafði upp á teikningunum og hefur þær til fyrirmyndar við verkið. Hann hyggst meðal annars setja í það glugga af uppmna- legri gerð. Kjallari og neðri hæð húss- ins era úr steypu en efri hæð- ina og risið er Róbert að byggja úr timbri og ætlar svo að bárajárnsklæða það. Hann gerir sér vonir um að það verði tilbúið að utan í haust. Þegar verkinu verður lokið verða þrjár íbúðir í húsinu og það orðið tvflyft eins og upp- haflega var stefnt að. Gott hús með góða sál „Það er yndislegt að búa í þessu húsi, það er gott, með góða sál,“ segir Anna Kristín Newton um Gijótagötu 12, öðra nafni Hól, sem er frá 1895. Foreldrar hennar keyptu húsið ‘96 en hófu end- urnýjun ‘97 og hefur Anna bú- ið í því í tvö ár. Anna segir föður sinn, Paul Newton, hafa unnið mest í endurnýjunni og hafi byrjað á að gera mikinn skurk í garðinum, sem var í algerri órækt. Húsið var svo tekið í gegn að utan í fyrrasumar. Paul er aðeins byijaður innandyra og segist Anna flytja út þegar tekið verði til við það af al- vöru. Paul segist hafa gaman af að vinna að þessu sjálfur, hann leiti svo aðstoðar til fag- manna, m.a. á Árbæjarsafni og svo arkitekts og smiðir hafí RÓBERT Glad sinnir sjálfur smíðum í Ingólfsstræti 7b. gert gluggana. Paul fann gamlar myndir af húsinu á Þjóðminjasafninu sem Magnús Gislason, sem átti húsið um aldamótin, hafði tekið. Þessar myndir hefur hann svo haft til hliðsjónar við endurbygging- una. Hann stefnir að því að endurappbyggingunni verði lokið næsta vor. fslensk og norsk yfírvöld hafa áhyggjur af nýrri tilskipun ESB um magn bætiefna í barnamat Getur leitt til hættulegr- ar ofneyslu D-vítamíns EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur gefið út tilskipun um magn bætiefna í bamamat sem seldur er í löndum sambandsins. Manneldisráð Noregs segir að norsk yfírvöld verði að grípa í taumana áður en tilskipunin verður að lögum samkvæmt samningnum um Evrópskt efnahagssvæði vegna þess að leyfilegt magn D-vítamíns samkvæmt tilskipuninni, auk ann- arra bætiefna, sé beinlínis hættulegt ungbömum þar í landi þar sem þau fái efnin nú þegar annarsstaðar frá. Islensk stjómvöld hafa sömu áhyggjur af málinu og bíða nú grein- argerðar um tilskipunina sem Norð- menn hafa í smíðum. Ofneysla getur orsakað nýrnasjúkdóma Þegar Hollustuvemd ríkisins hef- ur fengið greinargerðina í hendur verður skoðað hvort nauðsynlegt sé að gera fyrirvara við hana vegna sér- aðstæðna hér á landi, að sögn Jóns Gíslasonar, forstöðumanns á mat- væla- og heilbrigðissviði hjá Holl- ustuvemd. Greinargerðin verður svo tekin til umfjöllunar hjá EFTA og ræðst þá hvort hún verður hluti af EES-samningnum eða ekki. „Það eina sem við getum gert, ef þetta yrði niðurstaðan, er að við myndum óska eftir því að taka til- skipunina inn í EES-samninginn með því að hámarksákvæði, fyrir þau vítamín sem teldust í of miklu magni, yrðu lækkuð. Síðan yrðu EFTA og ESB að fjalla um hvort það yrði lögmætur fyrirvari," sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. Norðmenn hafa áður gert greinar- gerð um tilskipunina, sem manneld- isráð Islands studdi á sínum tíma, þar sem bent var á að magn D- vítamíns og annarra vítamína væri hærra en Islendingar og Norðmenn teldu æskilegt. Manneldisráð Nor- egs segir að taki reglugerðin gildi þar í landi óbreytt þýði það stórslys sem geti stefnt heilsu bama í voða. Ástæðan er sú að í löndunum tveim- ur eru foreldrar hvattir til að gefa bömum sínum svokallaða AD-dropa, sem innihalda A- og D-vítamín, og lýsi, sem er auðugt af D-vítamínum, vegna ónógs magns af D-vítamíni í brjóstamjólk og kúamjólk. Skortur á D-vítamíni getur valdið beinkröm. Ofneysla D-vítamíns get- ur á hinn bóginn skapað nýrnasjúk- dóma og leitt til of mikils magns kalks í blóði. Þýðir aukið ungbarnaeftirlit Laufey Steingrímsdóttir, forstöðu- maður Manneldisráðs íslands, segir að hingað til hafi menn frekar haft áhyggjur af D-vítamínskorti en ofgnótt. Að hennar sögn er ljóst að ef tilskipunin verður samþykkt óbreytt hjá EFTA þýði það aukið ungbarnaeftirlit hér á landi og fólk verði að vera betur á verði um hversu mikið af bætiefnum börnin fái úr fæðunni. Hún segii- að í tilskipun ESB sé gengið of langt enda sé magn bæti- efna, eins og D-vítamíns, of mikið fyrir aðstæður á Norðurlöndunum. „Ef þessi tilskipun gengur í gildi þarf að fara að fylgjast nánar með hversu mikið af D-vítamíni bamið fær úr matnum. Með tilskipuninni verður aukning sem ekki allir nýta og því verður flóknara að segja for- eldrum til, þetta er nógu flókið fyrir,“ sagði Laufey. Hún segir þó að for- eldrar megi alls ekki hætta að gefa börnum AD dropana, enda tilskipun- in ekki gengin í gildi, og nýleg rann- sókn hafi leitt í ljós að ung börn fái almennt ekki nóg D-vítamín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.