Morgunblaðið - 21.07.1998, Side 19

Morgunblaðið - 21.07.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 19 Nelson Mandela kvænist Gröcu Machel, þekktri baráttukonu frá Mósambík Frelsishetjur saman í eina sæng HJÓNABAND Gröcu Machel, ekkju forseta Mósambík og Nelson Mandela, forseta Suður-Afríku, sem giftu sig með leynd á laugar- dag, er sögulegt fyrir margi-a hluta sakir. Nöfn beggja eru tengd frels- isbaráttu svartra Afríkubúa órofa böndum. Mandela hefur helgað líf sitt baráttunni gegn aðskilnaðar- stefnunni í Suður-Afríku og að sama skapi hefur líf Machel snúist um réttindabaráttu í heimalandi hennar. Setti Machel ýmis skilyrði fyrir giftingunni, m.a. því að hún héldi eftirnafni sínu og ynni áfram að mannréttindamálum. Mikil leynd hvíldi yfír vígslunni sem fór fram á heimili þeirra í Jóhannesar- borg að viðstöddum nánustu ætt- ingjum og vinum, þ.á m. Desmond Tutu biskup. Sinnir áfram störfum í Mósambík Graca Machel er ekkja fyrsta forseta Mósambík, Samora Machel, sem fórst í flugslysi árið 1986. Machel er þekkt baráttukona og fyrrverandi ráðherra í heimalandi sínu. Hún ákvað að taka ekki eftir- nafn hins nýja eiginmanns að eigin sögn af virðingu við mósambísku þjóðina og minningu Samora Machel. Haft er eftir vinum Machel að hún hafí ekki viljað rasa um ráð fram og helst ekki viljað giftast Mandela fyrr en hann léti af emb- ætti forseta Suður-AfiTku á næsta ári. Henni er umhugað um að Mó- sambíkar telji hana ekki hafa yfir- gefið þá og að halda áfram starfi sínu til hjálpar mósambískum börn- um. Graca Machel setti því þau skil- yrði fyrir hjónabandinu að hún myndi áfram sinna störfum sínum í Mósambík og eyða tveimur vikum í mánuði í Maputo, höfuðborg lands- ins. Machel er erindreki Barna- hjálpar SÞ og forseti landssamtaka sem berjast fyrir réttindum mós- ambískra barna. Barðist fyrir sjálfstæði Mósambík Graca Machel er 52 ára að aldri, reynd baráttukona og fyrrverandi menntamálaráðherra í landi sínu. Hún var félagi í Frelimo-hreyfing- unni, sem barðist fyrir sjálfstæði frá Portúgal. Þegar hún var rekin úr háskólanum í Lissabon vegna pólitískra afskipta hélt hún til Tansaníu, en þaðan var aðgerðum Frelimo í Mósambík stjórnað. Þar kynntist Graca Machel eiginmanni sínum Samora Machel, sjálfstæðis- hetju og fyrsta forseta landsins. Hún varð menntamálaráðherra í stjórn hans aðeins þrítug að aldri. Samora Machel fórst í flugslysi árið 1986 en því hefur verið haldið fram að ekki hafi verið um slys að mSM Reuters BRÚÐHJÓNIN Nelson Mandela, forseti Suður-Afríku, og Graca Machel mæta til kvöldverðar til heiðurs forsetanum, sem hélt upp á áttræðisafmæli sitt með því að kvænast heitkonu sinni. ræða, heldur skemmdarverk runn- ið undan rifjum stjórnvalda í Suð- ur-Afríku, sem reyndu leynt og ljóst að grafa undan stjórnvöldum í Mósambík í þessum tíma. Machel og Mandela hafa átt í ástarsambandi í nokkur ár en reyndu að halda því leyndu þar til Mandela fékk lögskilnað frá Winnie Mandela árið 1996. Upp frá því hafa þau oft sést saman opin- berlega og hún m.a. fylgt honum í opinberar heimsóknir til útlanda. Heimildir: The Daily Telegraph, AP, Mail & Guardian, BBC. STOPP! Láttu ekki innbrotsþjófa valsa um eigur þínar. ELFA - GRIPO innbrots-, öryggis- og brunakerfin eru ódýr SUMARTILBOÐ á standard kerfum. Þráðkerfi frá kr. 13.410 stgr. Þráðlaus kerfi frá kr. 19.890 stgr. ÚRVAL AUKAHLUTA: Sírenur, reykskynjarar, hreyfiskynjarar, fjarstýringar, hringibúnaður og fl. Veitum tækniráðgjöf og önn- umst uppsetningu ef óskað er. Einar Farestveit&Co.hf Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900 Umdeild áætlun um „ofurkennara“ London. The Daily Telegraph. LAUNÞEGASAMTÖK kennara í Bretlandi hafa hótað verkfallsað- gerðum láti stjórnvöld verða af hugmyndum um að tengja launa- greiðslur til kennara við frammi- stöðu þeirra. Doug McAvoy, ritari breska kennarasambandsins, sagði að hugmyndir stjórnarinnar myndu leiða til sundrungar. David Blunkett menntamála- ráðherra varaði kennara við því að laun þeirra yrðu lækkuð ef þeir létu ekki af andstöðu við hugmyndirnar. Hann sagði að stjórnvöld myndu ekki hika við að standa uppi í hárinu á launþega- samtökunum til þess að koma í framkvæmd áætlunum um nýja tegund „ofurkennara“. Líklegt er talið að hugmyndirn- ar um tengingu launa og frammi- stöðu kennara líti dagsins Ijós sem frumvarp í haust og verði að veruleika 2000. Blunkett sagði þetta „Iykilatriði“ í baráttu sijórnvalda fyrir „hærri“ viðmið- um. Ráðamenn segjast sannfærðir um að núverandi launakerfi hvefji bestu kennarana til að snúa sér að stjórnunarstörfum í stað kennslu og geri þar að auki erfitt um vik að fá þá hæfileikaríkustu til starfa. Sagði Blunkett að gert væri ráð fyrir að allir kennarar myndu áfram fá kjarabætur árlega, en nýtt matskerfi myndi færa þeim kennurum meiri hækkun sem hefðu komið til leiðar mestum framförum hjá nemendum sínum. Milljónum lítra af áfengi smyglað í Noregi KOMIST hefur upp um smyglhring, sem talið er að hafi smyglað allt að 1,8 milljónum flaskná af áfengi til Noregs á ári. Bendir flest til þess að smygl þetta hafi staðið yfir í hálfan annan áratug en málið er hið stærsta sem komið hefur upp þar í landi. Umfang smyglsins er gríðarlegt en til samanburðar má nefna að ár- leg sala í norsku áfengisútsölunni er um tvær milljónir flaskna á ári, að því er segir í Aftenposten. Giskar blaðið á að þeir sem standi að baki smyglinu hafi þénað um og yfir einn milljarð ísl. kr. Þá er talið að sömu menn hafi einnig smyglað eiturlyfj- um til Noregs. Ekki hefur verið lagt hald á eiturlyf í tengslum við málið en í febrúar sl. náði lögreglan þrem- ur félögum í smyglhringnum er þeir reyndu að smygla um 25.000 flösk- um af áfengi frá Svíþjóð. I síðustu viku lét lögreglustjórinn í Romerike, sem hefur rannsakað málið, stöðva frekari rannsókn og bar við fjárskorti. Hart hefur verið deilt um þessa ákvörðun lögreglu- stjórans, vegna þess að honum hefði mátt véra ljóst hversu víða málið teygði anga sína og hversu umfangs- mikið það væri. Lögreglustjórinn sagði hins vegar embætti sitt þurfa á um 2,5 milljónum ísl. kr. til að halda rannsóknini áfram en dóms- málaráðuneytið hafnaði kröfu hans. ICEGUARD öndunarfilma tryggir góða öndun og mikla vatnsheldni (20.000 ml/cm2). Efnið er níðsterkt en jafnframt ótrúlega létt og fyrirferðarlítið. Stakkur Verð 14.900 (Pyngd 460 gr.) Buxur Verð 9.900- (Þyngd 440 gr.) Útsölustaðir: Skátabúðin Útilíf Glæsibæ Everest Skeifunni Veiðimaöurinn Veiðibúð Lalla Hafnaf. Sportver Akureyri KEA Lónsbakka Ak. Sport og Útivist Húsavik Cintamani hefur styrkt eftirtalda leiðangra: íslenska Everestleiðangurinn, íslenska Suðurpólsleiðangurinn og íslenska kvennaleiðangurinn yfir Grænlandsjökul. cintamani

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.