Morgunblaðið - 21.07.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 23
LISTIR
Páll heiðraður
PÁLL Pampichler Pálsson tón-
skáld fékk fyrir skemmstu af-
hent verðlaun úr sjóði Ernst og
Rosu Dombrowski í Graz í
Austurríki fyrir að fara með
sigur af hólmi í samkeppni um
frumsamin tónverk. Nefnist
verk Páls Expromtu og var
Mynd um
Bourgeois í
„Fiskinum“
HEIMILDARMYND um
frönsku myndlistarkonuna
Louise Bourgeois verður sýnd í
Galleríinu Piskinum að Skóla-
vörðustíg 22 c í dag, þriðjudag-
inn 21. júlí.
Myndin verður sýnd á
kiukkutíma fresti frá 14 til 18 í
dag. Þar fjallar Louise Bour-
geois um eigin verk, líf og list.
Sýningartími er 40 mínútur.
skrifað fyrir blásarakvintettinn
Sereno sem flutti það við at-
höfnina.
Á meðfylgjandi mynd tekur
Páll við verðlaununum og veg-
legu heiðursskjali úr hendi
Curts Schneckers, formanns
sjóðsnefndar.
Sýniiigu
lýkur
Listagallerí Smíðar og skart
SÝNINGU Kristbjargar Guðmunds-
dóttur leirlistakonu í listagalleríi
Smíðum og skarti, Skólavörðustíg
16a, lýkur fimmtudaginn 23. júlí.
Rristbjörg er listamaður júlimán-
aðar í galleríinu. Á sýningunni eru
leirmunir unnir á þessu ári. Skálar,
staup og minjagripir.
Sýningin er opin á verslunartima
frá kl. 11-18 virka daga og 11-14
laugardaga.
Teikningar
MYM)LIST
Listasafn ASÍ,
Á s iii ii ud a rs a I
við Freyjugötu
BLÝANTSTEIKNINGAR
GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR
Til 2. ágúst. Opið þriðjudaga til
sunnudaga frá kl. 14-18.
ÞAÐ er sjaldgæft að sjá liðtæka
teiknara hér á landi enda lítið
gert úr iðju þeirra líkt og flestra
listamanna sem ekki einskorða sig
við að festa myndir á striga með
olíulitum. Síðust Evrópuþjóða
þurfum við að búa við einhverja
undarlega flokkun á list eftir
tækni og virðist þá einu gilda
hvernig þeirri tækni er beitt. 01-
íumálverk eru alltaf sett ofar
annarri list hversu léleg sem þau
eru. Þessi tilhögun hefur löngum
dregið íslenska nútímalist niður
og gert hana snöggtum fátæklegri
og slappari en efni standa til.
Þá hefur grafíklist verið nær
einráð á svartlistarsviðinu og
gjarnan verið sett skör hærra en
teikningar. Er nema von að inn-
lendur listmarkaður sé í hönk
þegar öll venjuleg og rökræn lög-
mál eru fyrir borð borin?
Það má vel vera að teikningar
Guðnýjar séu langt frá því að vera
stórvirki á sviði myndlistar. Þær
eru engu að síður gerðar af miklu
næmi fyrir línu og áferð. Bestu
myndirnar í gryfju Ásmundarsal-
ar bera vott um töluverða hæfi-
leika, alúð og skilning á miðlinum.
Að vísu hendir það Guðnýju að
nota myndmál sem er of skreyti-
kennt og úr sér gengið, en ef tekið
er mið af einföldustu og einlæg-
ustu verkunum á listakonan ekk-
ert nema hrós skilið.
Halldór Björn Runólfsson
Auður
sýnir í
Staðarskála
UM þessar mundir sýnir
Auður Marinósdóttir vatns-
litamyndir sínar í Staðar-
skála í Hrútafirði. Myndirnar
prýða veggi skálans og gisti-
hússins.
Auður teiknaði og málaði
mikið á skólaárum sínum en
lagði þá iðju að mestu niður
til ársins 1990. Síðan þá hefur
hún sótt námskeið í myndlist
og málað fjöldann allan af
myndum.
Sýning hennar í Staðar-
skála er sú fyrsta fyrir utan
þær óformlegu sýningar sem
hún hefur haldið við sölubás-
inn á Garðatorgi í Garðabæ.
Allar myndirnar á sýning-
unni eru til sölu og stendur
hún til sumarloka.
Sýning helguð Arngrími
Jónssyni lærða
SÝNING helguð Arngrími Jónssyni
lærða (1568-1648)^ stendur nú yfir í
Landsbókasafni Islands, Háskóla-
bókasafni, en nú í ár eru liðin 350 ár
frá andláti Arngríms Jónssonar.
Arngrímur var prestur og lær-
dómsmaður og ólst upp hjá frænda
sínum, Guðbrandi Þorlákssyni Hóla-
biskupi.
Hann stundaði nám á Hólum og
við háskólann í Kaupmannahöfn og
var skólameistari á Hólum 1589-
1595, aðstoðarmaður biskups og
officialis og tilnefndur sem biskups-
efni 1627 en skoraðist undan. Hann
var lengi prestur á Mel í Miðfirði og
skrifaði fimm varnarrit á latínu
gegn ranghugmyndum erlendra
manna um Island og þýddi trúarleg
rit en merkilegastur er þáttur hans í
að kynna erlendum fræðimönnum
fornar íslenskar heimildir um sögu
Norðurlanda.
Sýningin stendur til 1. ágúst.
Safnið er opið mánudaga til fóstu-
daga frá kl. 9-17, laugardaga frá kl.
13-17. Kaffiterían er opin á sama
tíma.
AÐRIR BILAR
Á STAÐNUM
Nokkrir uppítökubílar á
tilboðsverði Til sýnis hjá
Fjölbrautaskóianum í Ármúla.
Toyota Camry '92, 2200, ss., 4 d.
V-rauður. Ekinn 170 þús. km. Verð
kr. 1.060.000. Tilboð kr. 890.000.
MMC Lancer '91,1500, ss', 5 d.
Hvítur. Ekinn 109 þús. km. Verð kr.
690.000. Tilboð kr. 540.000.
Honda Civic '91,1400, 5 g., 4 d.
Grár. Ekinn 134 þús. km. Verð kr.
580.000. Tilboð kr. 430.000.
Hyundai Pony GLsi '92,1500, 5 g.,
4 d. Grár. Ekinn 116 þús. km. Verð
kr. 450.000. Tilboð kr. 290.000.
Toyota Hilux Diesel '84, 2400, 5 g.,
3 d. Grár. Ekinn 180 þús. km. Verð
kr. 350.000. Tilboð kr. 190.000.
Nissan Terrano '90, 3000, ss., 5 d.
Svartur. Ekinn 145 þús. km. Verð kr.
1.290.000. Tilboðkr. 990.000.
Toyota Camry 4x4 GLi '88,2000,
5 g., 4 d. Hvítur. Ekinn 142 þús. km.
Verð kr. 720.000. Tilboð kr. 490.000.
Lada Samara '95,1300, 5 g. 5 d.
Blár. Ekinn 43 þús. Verð kr.
380.000. Tilboð kr. 260.000
Hyundai Elantra '93,1600, ss„ 4 d.
Rauður. Ekinn 89 þús. km. Verð kr.
770.000. Tilboð kr. 640.000.
Nissan Sunny 4x4 '88, 1600, 5 g.,
4 d. Brúnn. Ekinn 193 þús. km.
Verð kr. 190.000. Tilboð kr. 90.000.