Morgunblaðið - 21.07.1998, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HANNES
ÞÓRÐUR HAFSTEIN
*’anna. Þegar heim var komið voru
þessar hugmyndir mikið ræddar.
Var þá þegar hafist handa og Slysa-
varnafélagið sóttist eftir að fá varð-
skipið Þór til nota fyrir slysavarna-
skóla sjómanna, en þá lá fyrir að
leggja átti Þór. Það var svo um
haustið 1984 að þingmannanefnd
skilaði áfangaskýrslu um öryggismál
sjómanna. Þar var lagt til að efnt
skyldi til námskeiða í öryggismálum
í öllum helstu verstöðvum landsins
og Slysavarnafélaginu falin fram-
kvæmdin. I öllu þessu máli vann
4« Hannes af miklum dugnaði og ósér-
'hlífni. Oryggismál sjómanna voru
Hannesi alltaf mjög hugleikin.
Allt frá stofnun Slysavarnafélags-
ins fyrir 70 árum hefur það verið eitt
aðaláhugamál félagsins að þjóðin
ætti góð og traust skip til björgunar-
starfa og aðstoðar við sæfarendur.
Hannes var gagntekinn af þessu
áhugamáli félagsins. Ég held ég halli
á engan þegar ég segi að hann hafi
lagt mest af mörkum nú í seinni tíð,
til að kynna fyrir björgunarmönnum
og félagsfólki hversu nauðsynleg góð
björgunarskip væru, ekki síst vegna
öryggis björgunarmanna. I þjálfun-
arferðunum til Skotlands kynntust
björgunarmenn nýjum gerðum af
björgunarbátum og komu heim fullir
Vaf áhuga og hugmyndum um björg-
unarbáta. I kjölfarið voru svo keypt-
ir björgunarbátar af ýmsum gerðum.
I dag eiga björgunarsveitir félagsins
fjölmarga harðbotna björgunarbáta
og Björgunarbátasjóður Slysavarna-
félagsins á níu stóra björgunarbáta
sem staðsettir eru á þeim stöðum
sem sjósókn er hörð og skipaumferð
mikil. Það er því vel við hæfi að
stærsta björgunarskip Slysavarnafé-
lagsins ber nafn Hannesar Þ. Haf-
stein og er það staðsett í Sandgerði.
~ Störfum Hannesar og áhugamál-
*um verða ekki gert nein viðhlitandi
skil í stuttri minningargrein. Til þess
kom hann allt of víða við. Hannes
hlaut margar viðurkenningar fyrir
störf sín bæði innanlands og erlend-
is, m.a. heiðurskross Slysavarnafé-
lagsins, sem er æðsta viðurkenning,
sem félagið veitir. Sigrún og öll fjöl-
skyldan hefur stutt Hannes í um-
fangsmiklum og tímafrekum störf-
um. A landsþingi Slysavarnafélags-
ins 1990 var Sigrún sæmd þjónustu-
merki félagsins úr gulli fyrir ómet-
anleg störf fyrir Slysavarnafélagið.
Nú við fráfall Hannesar munu fé-
lagsmenn Slysavarnafélagsins minn-
ast hans með hlýhug og þakklæti.
Við leiðarlok vil ég fyrir hönd félaga
f£Í Slysavarnafélaginu þakka fyrir
samstarf og samskipti, trúa og
dygga þjónustu yfir langan starfs-
tíma. Ég sendi Sigrúnu og fjöld-
skyldunni innilegar samúðarkveðjur.
Gunnar Tómasson, forseti
Slysavarnafélags Islands.
Hvar værum við stödd ef við ætt-
um ekki starfandi björgunarsveitir
og Slysavarnafélag, hvar væri Slysa-
varnafélag íslands statt ef það hefði
ekki átt mann eins og Hannes Haf-
stein?
Um tvítugsaldur er áhugi hans á
slysavarnamálum vakinn er hann
sækir nám og starfsþjálfun í leitar-
björgunarstörfum erlendis en
kemur síðar til starfa hjá Slysa-
varnafélagi Islands og efth- það voru
fá slysavarna- og björgunarmálefni
sem hann lét sig ekki varða og tók
þátt í mótun þeirra og vann að þeim
málum af áhuga og dugnaði.
Ekki ætla ég að reyna að rekja
þau mál enda verða aðrir mér fróðari
' að gera það.
Hannes var einn af þeim mönnum
sem við litum upp til, var sannkallað-
ur foringi, glæsilegur á velli og rösk-
ur í framsögu, stundum dálítið hast-
ur í orði en ákveðinn og stóð fastur á
^sínu, alltaf reiðubúinn til aðstoðar og
að veita okkur kvennadeildarkonum
sinn stuðning.
Við viljum kveðja þig með orðum
Tómasar Þorvaldssonar, orðum sem
voru þér oft í huga og þú fluttir í
ræðu á Landsþingi 1989.
„Kyndill sá er kveiktur var með
stofnun SVFI hefur logað og lýsir út
til stranda, inn til dala og upp til
heiða. Það er ósk okkar að á þessum
kyndli slokkni ekki og hann megi
ávallt lýsa því fólki, sem vill vinna að
því að koma í veg fyrir óhöpp og slys
og bjarga mönnum úr nauðum. Megi
sú keðja deilda og björgunarsveita
sem spannar landið allt ávallt verða
þess megnug að vera raunverulegt
björgunarbelti fyrii- alla þá sem í
nauðir rata. Megi sá kyndill lýsa
bjart um alla framtíð."
Slysavai-nadeild kvenna í Reykja-
vík þakkar fyrh- gott samstarf og
vináttu í gegnum árin. Innilegar
samúðarkveðjur til Sigrúnar og ann-
arra aðstandenda.
F.h. Slysavamadeildar kvenna í
Reykjavík.
Birna Björnsdóttir form.
Á kveðjustund streyma að dýr-
mætar minningar um vináttu og
samstarf okkar Hannesar Þ. Haf-
stein um árabil. Skýr mynd birtist af
glæsilegum manni, sem sópaði að,
höfðinglegum og glaðbeittum. Efst í
huga á þessari stundu eru söknuður
við hið skyndilega fráfall hans og
innileg samúð með Sigrúnu, eigin-
konu hans, bömum þeirra og fjöl-
skyldu allri, en jafnframt þakklæti
fyrir að hafa átt hann að vini.
Kynni okkar Hannesar áttu rætur
að rekja til starfs okkar beggja á
vettvangi Slysavarnafélags Islands.
Hannes hóf störf hjá félaginu sem
erindreki á árinu 1964. Enda þótt
hann væri fyrstu árin hjá Slysa-
vamafélaginu samstarfsmaður fóður
míns, sem þá var framkvæmdastjóri
félagsins, kynntist ég honum ekki að
ráði fyrr en eftir að ég kom í stjórn
félagsins 1973, en þá var Hannes
orðinn framkvæmdastjóri þess að
föður mínum látnum. Kynni okkar
urðu síðan enn meiri og nánari eftir
að mér var falið forsæti í stjóm fé-
lagsins 1982, sem ég gegndi til ársins
1990. Eðli máls samkvæmt áttum við
því mikil samskipti og leið vart sá
dagur á framangreindu tímabili að
við hittumst ekki eða ræddum sam-
an. Öll þessi samskipti mótuðust af
hreinskiptni og einlægni og með tím-
anum þróaðist vinátta, sem varð mér
og fjölskyldu minni ákaflega mikils
virði. Við geymum með okkar minn-
ingar um margar bjartar stundir, er
við áttum með þeim Sigrúnu og
Hannesi og myndin af þessum glæsi-
legu, samhentu hjónum mun lifa í
hugum okkar.
Þótt Hannes Þ. Hafstein hafi að
forminu til verið starfsmaður Slysa-
varnafélags íslands leit hann fyrst
og fremst svo á að hann væri einn af
félögunum. Af því mótuðust viðhorf
hans til starfsins. Starfstími hans
var ekki hinn hefðbundni skrifstofu-
tími. Hann lagði allan sinn hug og
hjarta í þetta starf og sinnti því jafnt
að nóttu sem degi, helga daga sem
virka. Áhugi hans og baráttuvilji
voru óbilandi. Fyrir félagsheildina
var þetta ómetanlegt. Eins og skipu-
lagi björgunarmála var háttað hér á
landi til skamms tíma hvfldu miklar
skyldur og ábyrgð á þeim, er þessu
starfi gegndi. Beiðnum um leit og að-
stoð var í langflestum tilvikum beint
til Slysavarnafélags íslands og það
hvíldi á herðum þess starfsmanns,
sem var á vakt, oftast framkvæmda-
stjóra, að leysa úr þeim, hlutast til
um aðgerðir og oft að samræma
þær. Hér var ekki spurt um tíma sól-
arhrings. Það duldist engum, sem
þekkti til þessara mála, af hve mikilli
hæfni og alúð Hannes leysti þessi
verkefni af höndum. Naut hann í
þessum störfum óskoraðs trausts
stjórnar Slysavai’nafélagsins og varð
hann af þeim kunnur meðal þjóðar-
innar allrar. Má segja að um langa
hríð hafi nafn hans og nafn félagsins
verið samtvinnuð í hugum margra. I
björgunarstörfunum kom sér vel
menntun og reynsla Hannesar en
ekki síður þau góðu tengsl, sem hann
hafði myndað bæði innan félagsins
við slysavarnadeildir og björgunar-
sveitir um allt land og einnig við
aðra, svo sem opinbera aðila, útgerð-
ir, erlenda björgunaraðila o.fl. Ann-
að, sem ég mat mikils við störf hans
á þessu sviði, var sú mikla umhyggja
og nærgætni, sem hann sýndi þeim,
sem biðu í óvissu, en þrátt fyrir ann-
ir og nauman tíma vanrækti hann
ekki að sinna þeim, veita þeim upp-
lýsingar, örvun eða huggun. Hér
kom vel fram sú mikla manngæska
og hlýja, sem Hannes hafði yfir að
búa. Hann kunni að sýnast hranaleg-
ur og óþjáll þeim, sem þekktu hann
lítt, en við nánari kynni kom í ljós
viðkvæmt þel og hjartahlýja. Hann-
es taldi og miklu varða að hafa gott
samstarf og samband við fjölmiðla,
sem hann gerði sér sérstakt far um
að rækta, þannig að gagnkvæmt
traust og trúnaður myndaðist milli
hans og þeirra.
Störf Hannesar að björgunarmál-
um vöktu oft mikla athygli, jafnt ut-
an lands sem innan og vai' honum
ýmis sómi sýndur vegna þeirra. Ég
minnist t.d. sérstaklega þeirrar við-
urkenningar, sem hann hlaut frá
hendi þýskra yfirvalda vegna skipu-
lagningar leitai’ og björgunar áhafn-
ar þýska flutningaskipsins Kampen,
er fórst út af Suðurlandi í nóvember
1983, sem vakti athygli viða. Ekki
þarf að fara í grafgötur um það
hversu lýjandi þessi störf gátu verið
og hlutu að hafa áhrif á orku tfl dag-
legra starfa. Það kom þó lítt fram
hjá Hannesi og sýndi hann ótrúlegt
starfsþrek, en grun hef ég um að hið
mikla álag hafi haft áhrif á heilsu
hans. Varð hann fyrir heilsufarsleg-
um áföllum á síðari hluta níunda ára-
tugarins, sem hann virtist þó hafa
verið kominn yfir að mestu leyti.
Þessi störf, sem bar að jafnt á nóttu
sem degi, hlutu og að koma við heim-
ili Hannesar, sem á svipstundu gat
breyst í björgunarmiðstöð og allir
aðrir meðlimir fjölskyldunnar urðu
að taka tillit til. Hér sem og í öllu
sínu starfi naut Hannes sinnar ein-
stöku eiginkonu, Sigrúnar, sem var
hans trausti bakhjarl alla tíð. Var
hún virkur þátttakandi í starfinu og
með lipurð sinni og traustri fram-
komu ávann hún sér óskipta virðingu
og aðdáun innan Slysavarnafélagsins
og meðal allra þeirra, sem til þessara
mála þekktu.
I starfi félags eins og Slysavarna-
félags Islands, sem sinnir bæði
björgunaimálum og forvömum, eru
margir þættir. Ekki er unnt í minn-
ingargrein eins og þessari að lýsa
störfum Hannesar að hverjum
þeirra um sig, þótt fullt tilefni væri
til. Áður en starfsemi höfuðstöðva
félagsins var skipt í deildir, hvfldi
framkvæmd allra þessara þátta
mjög á herðum framkvæmdastjór-
ans. Ég vil þó sérstaklega geta um
tvennt. Annars vegar um þau tengsl,
sem Hannes átti svo ríkan þátt í að
mynda við erlenda aðila, er störfuðu
á svipuðum vettvangi og Slysavama-
félagið. Slík tengsl era mjög mikil-
væg í starfi sem þessu því sífellt þarf
að fylgjast með nýjungum í björgun-
armálum og einnig komu þau sér oft
vel við skipulagningu björgunar- og
leitaraðgerða, sem náðu til víðtæks
hafsvæðis. Hannes eignaðist marga
vini meðal systurfélaga og -stofnana,
ekki síst í Vestur-Evrópu. Á þeim
fundum alþjóðasamtaka á sviði sjó-
björgunarmála, sem ég sótti með
honum, fann ég glöggt að hann naut
þar mikillar virðingar og vinsemdar.
Persónuleg kynni hans af forystu-
mönnum á sviði björgunarmála í
þessum löndum reyndust Slysa-
varnafélaginu heilladrjúg og má þar
meðal annars nefna að þau áttu sinn
stóra þátt í að félaginu var kleift að
eignast fullkomin björgunarskip, t.d.
frá Bretlandi, Þýskalandi og
Hollandi, sem hafa stuðlað að auknu
öryggi sjómanna og sæfarenda á
hafinu umhverfis landið. Eitt þess-
ara skipa, sem staðsett er í Sand-
gerði, ber reyndar nafnið Hannes Þ.
Hafstein og er það sannarlega að
verðleikum. í þessu sambandi skal
einnig nefnt að Hannes stóð fyrir því
um miðjan níunda áratuginn að
koma á tengslum við skoska miðstöð,
sem þjálfaði menn til björgunar-
starfa á sjó og hafa tugir björgunar-
sveitarmanna af öllu landinu sótt
þangað dýrmæta þekkingu og þjálf-
un. Fyrir hans tilstuðlan gerðist fé-
lagið og aðili á árinu 1985 að alþjóð-
legum samtökum um sjóbjörgunar-
þjálfun.
Hér ber einnig að geta þeirra
tengsla, sem Hannes kom á við
þyrlubjörgunarsveit varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli, en laust fyrir
1970 hóf hann að leita þar eftir að-
stoð, þegar mikið lá við, en sveitin
hafði yfir að ráða öflugum björgun-
arþyrlum, mönnuðum vel þjálfuðum
áhöfnum, sem eftir þetta gegndu
þýðingarmiklu hlutverki í leitar- og
björgunarmálum og björguðu mörg-
um mannslífum hér á landi og á haf-
svæðinu umhverfis það. Notkun
þyrlnanna af Keflavíkurflugvelli átti
ekki síst þátt í að opna augu Islend-
inga fyrir því hversu nauðsynlegt
væri að þeir eignuðust öflugar björg-
unarþyrlur, sem og síðar varð.
Hinn þátturinn, sem ég kýs að
nefna sérstaklega er Slysavarnaskóli
sjómanna. Oft höfðum við um það
rætt í stjóm Slysavarnafélagsins,
hve brýnt væri að koma á fót
kennslu- og þjálfunarmiðstöð fyi-h-
sjómenn í því skyni að draga úr
slysatíðni á sjó og gera sjómenn hæf-
ari til að bregðast rétt við á hættu-
stund. Á þessu hafði Hannes eldleg-
an áhuga og ég hafði kynnst því vel
sem formaður Rannsóknarnefndar
sjóslysa í 10 ár hve brýn þörfin var á
þessu sviði. Þegar ég lít til baka
finnst mér bera hæst í samstarfi
okkar þá vinnu, sem við lögðum í
þetta mál. Með fundahöldum og
samtölum tókst að stilla saman
strengi samtaka sjómanna og út-
gerðarmanna, þingmanna og ráðu-
neyta, til að hrinda málinu af stað.
Hér komu sér vel góð tengsl Hann-
esar við framangreinda aðila og elja
hans við að vinna málstaðnum fylgi.
Það var okkur mikil ánægja að
Slysavarnafélaginu skyldi trúað íýrir
þvi mikilvæga verkefni að byggja
upp þetta starf, sem ég tel að hafí
orðið til mikilla heilla. Við Hannes
áttum oft eftir að minnast þess með
gleði er við greiddum sameiginlega
eitt þúsund krónur og lögðum á
borðið hjá þáverandi fjármálaráð-
herra, Albert Guðmundssyni, en það
var kaupverðið á varðskipinu Þór,
sem lagt hafði verið í Straumsvík.
Skipið varð miðstöð Slysavamaskóla
sjómanna og var því gefið nafnið Sæ-
björg. Þetta fannst okkur góð fjár-
festing. Það voru hins vegar ekki all-
ir bjartsýnir á þetta ævintýri og ótt-
uðust að þetta yrði félaginu mikill
baggi. Hannes var staðráðinn í að
svo yrði ekki og vil ég fyrst og
fremst þakka það dugnaði hans,
seiglu og áræði, að svo vel tókst til
um að ýta skólanum úr vör. Hann
lagði á sig gífurlega vinnu, annars
vegar til að fylkja félagsfólki saman
um þessa framkvæmd og fá það til
að leggja henni lið með vinnu og fjár-
framlögum, og hins vegar út á við til
að fá stuðning fyrirtækja til að gera
kleift að sigla Sæbjörgu umhverfis
landið, þar sem námskeið voru hald-
in. Það var vissulega ástæða til að
vera stoltur af þeim mikla samtaka-
mætti, sem fi-am kom meðal félaga
deilda og björgunarsveita félagsins á
þessum tíma og þar átti Hannes sinn
stóra þátt.
Hér hafa aðeins verið nefnd nokk-
ur dæmi um starf Hannesar á vett-
vangi Slysavarnafélags íslands, en
margt er ótalið. Má þar nefna hlut
Hannesar við mótun Tilkynninga-
skyldu íslenskra skipa, þátt hans í
stofnun og uppbyggingu björgunar-
sveita víðs vegar, störf hans að um-
ferðarmálum, m.a. stofnun umferð-
aröryggisnefnda vegna tilkomu
hægri umferðar og ritstjórn hans á
árbók félagsins. Þótt ekki sé tæki-
færi til frekari umfjöllunar um þessa
þætti og aðra nú, verða þeim von-
andi síðar gerð rækilegri skil.
Fallinn er í valinn stórbrotinn for-
ystumaður, sem skilaði miklu og
heilladrjúgu lífsstarfi. Fyrir það á
hann skilda virðingu og þökk þjóðar-
innar allrar. Um leið og ég kveð góð-
an vin bið ég eiginkonu hans, börn-
um og allri fjölskyldu blessunar 1
sorg þeirra.
Haraldur Henrysson.
Góður vinur og kær er fallinn frá
langt um aldur fram. Stutt er síðan
við unnum saman við undh-búning
hátíðahalda sjómannadagsins, hann
með þeirri elju og atorkusemi sem
einkenndu störf hans alla tíð sama
hvort um björgunarmál eða önnur
áhugamál var að ræða. Vitað var að
hann gekk ekki heill til skógar og
beið eftir tíma til aðgerðar á sjúkra-
húsi sem hann taldi smámuni eina og
gerði ekki veður úr. Að afleiðingarn-
ar yrðu á þennan veg hvarflaði ekki
að neinum. Samstarf okkar Hannes-
ar hófst fyi’ir alllöngu þegar hann
hafði nýlega tekið við starfi fram-
kvæmdastjóra Slysavarnafélags ís-
lands og ég réðst um tíma til starfa
sem aðstoðarmaður hans. Endurnýj-
un á tækjabúnaði og fjölgun björg-
unarsveita félagsins var þá hafin fyr-
ir nokkru og Tilkynningaskylda ís-
lenskra skipa orðin fóst í sessi ásamt
því að björgunarstjórnstöðin hafði
fengið húsnæði á Grandagarði fyrir
nauðsynlega aðstöðu. Ég kynntist
strax fádæma dugnaði hans og at-
orkusemi þegar um björgunarmál
var að ræða. Hann fór ekki úr Slysa-
varnahúsinu meðan slík mál vora í
gangi og við alvarlegri sjóslys fór
hann ekki úr björgunarstjórnstöð
svo dögum skipti, lagði sig til hvfldar
þar sem það var hægt og var þannig
til taks þegar á þm-fti að halda.
Hannes hafði mikinn áhuga á að
bæta aðstöðu björgunarsveita til leit-
ar og björgunar á landi en á þessum
tíma var framsæknum mönnum ljóst
að umferð og ferðamennska myndi
stóraukast og þá jafnframt þörf á
velbúnum björgunarsveitum með
búnað og þjálfun til landbjörgunar.
Fljótlega eftir að Hannes kom til
starfa hjá félaginu hóf hann fyrir
þess hönd störf á alþjóðlegum vett-
vangi fyi’st að umferðarmálum og
síðar að sjóbjörgunarmálum. Á þess-
um vettvangi ávann hann sér mikið
traust og naut þar sjómannsreynslu
sinnar, en áður en hann hóf störf hjá
SVFI starfaði hann sem stýrimaður
og skipstjóri hjá Eimskipafélagi ís-
Iands. Hann varð fljótt þekktur með-
al sjóbjörgunarmanna um allan heim
fyrir skoðanir á gerð og búnaði
björgunarbáta og hann tók virkan
þátt í starfi alþjóðasamtaka sjó-
björgunarfélaga ILF eftir að hann
varð framkvæmdastjóri SVFÍ en fé-
lagið hafði verið virkur aðili að þeim
samtökum frá 1930. Það kom mér
mjög á óvart eftir að ég hóf nefndar-
setu hjá alþjóðasiglinga- málastofn-
uninni IMO hve margir fulltrúar af
ólíku þjóðerni spurðust fyrir um
Hannes og báðu fyrir kveðjur til
hans. Mér varð ljóst að nafn hans
var vel þekkt og virðing borin fyrir
störfum hans. Nafnið varð eins kon-
ar lykill og undirskrift að vegabréfi
til að heimsækja erlendar opinberar
stofnanir eins og strandgæslu Bret-
lands og Bandaríkjanna. Ólíklegustu
menn komu til Hannesar til að fá slík
leiðarbréf og er mér kunnugt um að
á þeim mátti komast langt og jafnvel
fá skólavist við virta skóla. Ungur
hafði Hannes verið sjóliðsforingja-
efni hjá bandarísku strandgæslunni
og meðal félaga hans og vina var
annað sjóliðsforingaefni sem síðar
varð yfirmaður þeirrar ágætu stofn-
unar. Þar stóðu allar hurðir upp á
gátt þegar Hannes var nefndur.
Samstarf okkar Hannesar stóð í ár
að þessu sinni en ég hafði fengið frí
frá störfum hjá Landhelgisgæslunni
til að starfa hjá SVFÍ. Sambandi
héldum við góðu alla tíð en það varð
síðan 12 árum síðar að leiðir okkar
lágu aftur saman við störf hjá SVFI.
Hannes hafði á þeim áram átt við al-
varleg veikindi að stríða en náð sér
að fullu aftur og vinnuþrek hans
vai’ð sem aldrei fyrr. Hann jók sam-
starf við erlenda björgunaraðila og
gerði samkomulag um þjálfun björg-
unarsveitamanna við þekktan björg-
unai-skóla Robert Gordons
Institution í Aberdeen í Skotlandi.
Hann var óþrjótandi við að afla
styrkja hjá fyiTrtækjum og einstak-
lingum í þjálfunarferðir sem tugir
björgunarmanna sóttu. Fjárhag fé-
lagsins var þröngur stakkur sniðinn
og lítil efni til slíkra ferða. Það orð
sem fór af honum sem stjórnanda
SVFÍ skilaði sér til baka með mikl-
um og góðum stuðningi frá fjölmörg-
um aðilum. Það var á þessum tíma
sem hugmyndir komu upp um stofn-
un sérstaks Slysavarnaskóla sjó-
manna. Hannes ásamt fleiram átti
mestan þátt í því hversu vel tókst til.
Varðskipið Þór var keypt til að hýsa
skólann og Hannes ásamt félögum
sínum stóð fyi’h’ mikilli sjálfboða-
liðsvinnu við að rífa innréttingar úr
skipinu og láta síðan innrétta það að
nýju með þarfir skólans í huga. Þeir
sem þátt tóku í þeirri vinnu munu
seint gleyma því áræði og þori sem
einkenndu það verk. Seint mun líða
úr minni för á björgunarbátum til
Straumsvíkur að draga Þór til
Reykjavíkur til viðgerðar en þar
hafði hann legið undir skemmdum.
Skólinn varð að veruleika og Hannes