Morgunblaðið - 21.07.1998, Qupperneq 40
#0 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
CÝRUS HJARTARSON,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugar-
daginn 18. júlí, verður jarðsunginn frá Lang-
holtskirkju föstudaginn 24. júlí kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim, er vildu
minnast hins látna, er bent á minningarkort
Sjúkrahúss Reykjavíkur, gjörgæsludeild.
Guðlaug Magnúsdóttir,
Þorbjörg Valdimarsdóttir,
Hjörtur Cýrusson, Ellen R. Jónsdóttir,
Katrín Cýrusdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
GUÐMUNDUR KRISTMANNSSON,
Mánavegi 7,
Selfossi,
lést fimmtudaginn 16. júlí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ester Hoffritz,
Adam Guðmundsson, Hafdfs Björnsdóttir,
Arndís Björg Smáradóttir, Gísii Georgsson
og barnabörn.
+
Ástkær sambýlismaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
GESTUR KARL KARLSSON,
Eyrargötu 28,
Eyrarbakka,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 19.
júlí.
Jónína Kjartansdóttir,
Aðalheiður Gestsdóttir, Sigurður Þór Sigurðsson,
Hafþór Gestsson, Emma G. Eiríksdóttir,
Finnlaugur Pétur Gestsson, Ditte Poulsen,
Marteinn Arnar Heimisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar,
LÍNEY HULDA GESTSDÓTTIR,
Skólatúni 2,
Bessastaðahreppi,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 19. júlí.
Sigurður Karlsson,
Guðni Óskar Jensen,
Þorlákur Gestur Jensen.
+
öllum þeim sem sýndu okkur samúð vegna fráfalls
AÐALSTEINS JÓHANNSSONAR
tæknifræðings,
viljum við þakka af hlýhug. Sérstakar þakkir til deildar A-1, Landakoti,
sem hjúkruðu honum undanfarin ár.
Hulda Óskarsdóttir
og dætur.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJÖRN GUÐMUNDSSON
húsasmfðameistari,
Urðargötu 11,
Patreksfirði,
sem lést þann 14. júlí sl., verður jarðsunginn
frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 25. júlí,
kl. 14.00.
Minningarathöfn verður haldin í Fossvogs-
kapellu miðvikudaginn 22. júlí, kl. 15.00.
Kristín Jóhanna Björnsdóttir, Kristján Skarphéðinsson,
Ingveldur Birna Björnsdóttir, Guðjón Hallgrfmsson,
María Dóra Björnsdóttir, Guðmundur Haukur Gunnarsson
og barnabörn.
KOLBRÚN MARÍA
EINARSDÓTTIR
+ Kolbrún María
Einarsdóttir,
fæddist í Reykjavík
3. september 1980.
Hún lést í Reykja-
vík 11. júlí síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar eru: Hólm-
fríður Gröndal og
Hrafn Hákonarson.
Uppeldisfaðir henn-
ar er Einar Andrés-
son. Systkini Kol-
brúnar eru: sam-
mæðra, Ingibergur
Einarsson, sam-
feðra: Atli Sigmar,
Hrafnhildur Soffía, og Hákon
Ólafur Hrafnsbörn.
Kolbrún ólst upp í Kópavogi,
Selfossi og Reykja-
vík. Hún var valin
efnilegasti borð-
tennismaður Vík-
ings 1995 og vann
þrjá Islandsmeist-
aratitla í borðtennis
árið 1995 og fjóra
íslandsmeistaratitla
árið 1996. Hún var í
Landsliði Islands í
borðtennis frá 1995.
Kolbrún var nem-
andi í framhalds-
skóla þegar hún
veiktist í janúar
1997.
títför Kolbrúnar Maríu fer
fram frá Hallgrímskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið logaskæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson)
Elsku Kolla vinkona okkar. Takk
fyrir allar góðu stundirnar sem við
höfum átt saman. Þó það hafi geng-
ið á ýmsu hjá okkur í gegnum tíðina
voru góðu stundirnar miklu fleiri og
það eru þær sem við munum minn-
ast þegar við hugsum til þín. Við
biðjum góðan Guð að geyma þig.
Fjölskyldu Kollu sendum við okk-
ar dýpstu og innilegustu samúðar-
kveðjur á þessum sorgarstundum.
Þínar vinkonur,
Brynhildur og Eva.
Þau ljós sem skærast lýsa en brenna líka hraðast
þau ljós sem skína glaðast og fyrr en okkur uggir
þau bera mesta birtu fer um þau harður bylur
+
Systir okkar,
ÁSTHILDUR KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum laugardaginn 18. júlí.
Ólafur Björnsson,
Þorbjörg Björnsdóttir.
+
Ástkær sambýlismaður minn og faðir okkar,
SVEINN AUÐUNN JÓNSSON
(BEISI)
rafeindavirkjameistari,
Selvogsgötu 8,
Hafnarfirði,
lést 19. júlí á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Fyrir hönd aðstandenda,
Árdís Markúsdóttir,
Arna Björk Sveinsdóttir,
Gunnar Grétar Gunnarsson,
Katrín Sveinsdóttir.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
GUÐMUNDA AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Höfðagrund 23,
Akranesi,
lést laugardaginn 18. júlí á Sjúkrahúsi Akraness.
Hún verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 24. júlí kl. 14.00.
Vigfús Runólfsson,
Margrét Vigfúsdóttir, Sigbergur Friðriksson,
Aðalheiður Sigbergsdóttir,
Auður Sigbergsdóttir.
+
Faðir okkar,
GUNNAR JÓHANN GUÐMUNDSSON
frá Másstöðum,
dvalarheimilinu Jaðri
Ólafsvík,
lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 18. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 23. júlí kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Gunnarsdóttir, Baldur H. Baldursson,
Guðjón B. Gunnarsson, María Magnúsdóttir
og börn.
+
Elskuleg eiginkona mín,
ÞÓRUNN STEINDÓRSDÓTTIR,
Engimýri 9,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 18. júlí.
Tryggvi Kristjánsson.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann
mig hvflast,
leiðir mig að vötnum, þar sem ég má
næðist njóta.
Hann hressir sál mína, leiðir mig um
rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafiir hugga mig.
Þú býr mér borð frammi fyrir
fjendum mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð íylgja mér alla
ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Elsku Kolla, hafðu þökk fyrir allt
sem þú gafst okkur. Ástvinum Kollu
sendum við samúðarkveðjur og
biðjum Guð að veita þeim styrk.
Ég fel í forsjá þína
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll bömin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Minningin um yndislega stúlku
lifir.
Vinir á Reykjalundi.
Ég tók þátt í lífi þínu fyrstu mán-
uði þess og einnig þá síðustu.
Þú varst bara nokkurra vikna
gömul þegar ég sá þig fyrst. Móðir
þín sýndi mér skipulagið á fötunum
og öðru sem til þurfti og spurði svo:
„Heldurðu ekki að það verði bara
gaman að passa svona lítið kríli?“
Svo sannarlega var það gaman. Ég
lék við þig, heyrði þig hjala og sá
þig brosa. Og þegar þú varst óróleg
gekk ég með þig um gólf og huggaði
þig með söng, þar til þú sofnaðir á
öxlinni á mér og ég tímdi varla að
leggja þig frá mér. Eins og ég sagði
þér síðasta daginn okkar saman -
ég elskaði þig. Frænkur þínar, Sig-
rún og Berglind heitin vildu líka
hjálpa til og komu með uppástungur
sem gætu kannski komið að gagni
til að hugga þig, eins og t.d. þegar
Sigrún stakk upp á þvi að ég gæti
bara gefið þér brjóstið eins og
mamma þín gerði!
En leiðir okkar skildu og ég týndi
þér. Stundum hugsaði ég til þín og
velti fyrir mér hvar þú værir niður-
komin og hitti þig svo á Reykjalundi
í vetur sem leið. Þá voru liðin u.þ.b.
átján ár frá því ég sá þig síðast svo
ég þekkti þig auðvitað ekki í sjón.
Þú varst fyrst af vistfólkinu til að
heilsa mér, spurðir mig blíðlega
hvort ég væri nýkomin, tókst í hönd
mína og kynntir þig. Kvöld eitt lent-
um við svo á spjalli og þú sagðir mér
aðeins frá þér og lífi þínu. Þegar þú
svo sagðir mér frá skyldfólki þínu
rann upp fyrir mér ljós. Ég breiddi
út faðminn og nærri hrópaði: „Kol-
brún - elskan mín, ert þetta þú?“
Síðan höfðum við frá mörgu að segja
og margar voru spurningarnar sem
við spurðum hvor aðra. I gamni okk-
ar stungum við stundum upp á því