Morgunblaðið - 21.07.1998, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 41*1
að þú þyrftir endilega að koma og
hvfla á öxlinni á mér um stund og ég
gæti sungið aðeins fyrir þig, og
reyndar fékk ég tækifæri til þess að
halda utan um þig aftur og hugga
þig eins og þegar þú varst lítil. Þá
sýndir þú aðdáunarverða skynsemi
og þroska þrátt fyrir sárindin. Við
áttum margar góðar stundir saman,
bæði með öðru vistfólki og tvær
saman. M.a. fórum við í verslunar-
leiðangur þar sem þú aðstoðaðir mig
við að kaupa gjafir handa bömunum
mínum fjórum. Þú hlakkaðir til að fá
að hitta þau og er þau komu í heim-
sókn varstu óspör á hrósyrðin í
þeirra garð. Eftir stutt kynni varstu
svo komin með yngstu dóttur mína í
fangið, hún lagði höfuðið á öxl þína
og undi sér þar á sama hátt og þú
gerðir hjá mér sem bam. Þú hefðir
orðið frábær fóstra, vomm við nokk-
ur sem sögðum við þig og þú sagðist
vel geta hugsað þér það starf.
Eftir fjóra mánuði saman var
komið að kveðjustund. Við tókum
hvor utan um aðra og héldumst í
hendur. Ég lét þig fá lítinn miða þar
sem á stóð m.a. „ég vil ekki týna þér
aftur“, og við voram ákveðnar í að
halda sambandi. Þú ljómaðir, Kolla,
og ég fann hvað mér þótti vænt um
þig-
Nú ert þú farin úr þessum heimi
en ég hef alls ekki týnt þér fyrir því,
og geri mér grein fyrir því núna, að
ég hafði aldrei týnt þér, þó að ég
hitti þig ekki þessi átján ár sem við
voram aðskildar. Því þú varst alltaf
til í hjarta mér og minningu og þar
muntu koma til með að vera, elsku
vina, alltaf.
Börnin mín tala um þig og biðja
um kveðju til þín. Sunniva söng lag
um daginn og þegar ég þakkaði
henni fyrir sönginn sagði hún:
„Þetta var líka sungið fyrir Kollu af
því að hún er dáin.“ Já, bömin era
alltaf einlæg.
Hólmfríður, Kolbrún og Sigrún,
ég ber ykkur mína dýpstu samúð,
hugur minn er hjá ykkur. Megi ykk-
ur veitast Guðs máttur til að ganga
áfram hina erfíðu þrautagöngu sem
lögð hefur verið á ykkur. Ég bið al-
góðan Guð að geyma Kolbrúnu
Maríu og þakka fyrir þann tíma
sem ég fékk með henni.
Freyja Kristjánsdóttir.
Aldrei mun ég gleyma henni
Kollu. Hún var alltaf brosandi og
grænu augun hennar glömpuðu sem
andstæður við rauða hárið hennar
sem átti sér enga hliðstæðu.
Húðin hún var ferskjulit
hárið rautt sem eldur.
Ein ég núna eftir sit
innri sorg mér veldur.
Það var ekki bara þetta hár og
þessi augu sem gerðu hana sérstaka
heldur líka það að hún var alltaf til-
búin að hjálpa öðram. Við kynnt-
umst þannig að hún kom til mín
einn daginn í skólanum, þar sem ég
var grátandi, og huggaði mig. Eftir
þetta urðum við bestu vinkonur og
eyddum öllum stundum saman. Ég
man eftir því að við voram alltaf úti
í körfubolta, að verpa eggjum eða í
snú snú. Jafnvel þó að ég ætti
heima í öðram hluta borgarinnar
geymdi ég hjólið mitt hjá henni og
við hjóluðum allt sumarið. Við vor-
um rétt að uppgötva andlitsmálingu
og fóram í fjölskyldugarðinn „mál-
aðar“ með grænan augnskugga,
fjólubláan maskara og rauðan vara-
lit. Þegar við komum heim úr skól-
anum var ávallt vinsælt að fara út í
11 og kaupa sér hamborgara og
kók, eða ef við áttum enga vasapen-
inga eftir bjuggum við bara til
brauð í eggi eins og Kollu var einni
lagið.
Það era svo margar minningar
sem koma upp í hugann þegar ég
hugsa um hana Kollu og því verð ég
aðeins að nefna nokkur atriði. Ég er
heppin að eiga hafsjó minninga um
hana og þess vegna veit ég að ég
mun aldrei gleyma henni.
Sigríður Björk.
• Fleirí minningargreinar um
Kolbrtínu Maríu Einarsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
RAGNHILDUR GUÐRÚN EGILSDÓTTIR,
Hlégerði 23,
Kópavogi,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins 19. júlí.
Kristján Jónsson,
Ingvar Kristjánsson, Halla Ágústsdóttir,
Ágústa Kristrún Ingvarsdóttir, Ragnildur Björk Ingvarsdóttir.
t
Bróðir okkar,
GUÐMUNDUR LÚÐVÍK DAVÍÐSSON,
Ásláksstöðum,
Vatnsleysuströnd,
andaðist laugardaginn 18. júlí.
Helgi, Þórir og Marino Davíðssynir.
t
Þökkum vinarhug og samúð vegna andláts og
útfarar
HILDU ELÍSABETH GUTTORMSSONAR
frá Síðu,
Nestúni 6,
Hvammstanga.
Guð blessi ykkur.
Sölvi Guttormsson,
Arndís Helena Sölvadóttir,
Guttormur Páll Sölvason, Kristbjörg Gunnarsdóttir,
Sigurbjörg Berglind Sölvadóttir, Eðvald Daníelsson,
barnabörn og fjölskyldur.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
JENNÝAR ÁSMUNDSDÓTTUR,
Akurgerði 7,
Reykjavík.
Anna Lára Axelsdóttir, Guðmundur Kr. Þórðarson,
Ómar Axelsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
FERDAFÉIAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533
Spennandi helgarferðir
24.-26. júlí
1. Hveravellir — Þjófadalir.
Brottför kl. 19.00. Gist á Hvera-
völlum. Gengið í Jökulkrók við
Langjökul.
2. Þórsmörk — Langidalur.
Brottför kl. 20.00. Helgarferð á
sérkjörum. Gönguferðir við allra
hæfi. Þórsmerkurhelgi fjölskyld-
unnar verður 7.-9. ágúst.
3. Fimmvörðuháls — Þórs-
mörk. Brottför kl. 20.00. Gengið
yfir hálsinn á laugardeginum.
Ekki eru síður spennandi
ferðir um verslunarmanna-
helgina:
1. 31.7.—3.8. Nýidalur - Há-
göngulón — Vonarskarð.
Brottför kl. 18.00.
2. 31.7.-2.8. og 3.8. Þórs-
mörk — Langidalur.
Brottför kl. 20.00. Dvalið í hjarta
Þórsmerkur meðð gönguleiðum
til allra átta og góðri gistingu í
Skagfjörðsskála.
3. 1.8.—3.8. Landmannalaug-
ar — Eldgjá — Löðmundur.
Brottför kl. 8.00. Stytt ferð.
Minnum á sumarleyfisferð-
irnar, m.a. á „Laugaveginn".
Uppl. og farmiðar á skrifst. í
Mörkinni 6. Sjáið textavarp bls.
619.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533
Miðvikudagur 22/7
Kl. 8.00 Þórsmörk. Dagsferð
eða til lengri dvalar.
Fimmtudagur 23/7
Kl. 18.00 Þórsmörk.
Vinsamlegast bókið Þórs-
merkurferðir fyrirfram.
Miðvikudagur 22/7 kl. 20.00
Síðasta kvöldganga með Um-
hverfis- og Útivistarfélagi Hafn-
arfjarðar: Straumssel — Gjá-
sel. Sjá nánar í miðviku-
dagsblaði.
ÝMISLEGT
HPersónulýsing,
Gudmundsson.
Uppl. í síma 553 7075.
Sendum í póstkröfu.
+
( dag, þriðjudaginn 21. júlí kl. 13.30, verður
jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
EINAR AÐALSTEINSSON
tæknifræðingur,
Mosarima 9,
Reykjavík.
Anna S. Björnsdóttir,
Sólveig Krista Einarsdóttir,
Einar Hlér Einarsson,
Kristín Erla Einarsdóttir,
Aðalsteinn Ólafur Einarsson,
Ásbjörn Sirnir Arnarson,
Starkaður Örn Arnarson,
fjölskyldur, systkini
og aðrir ástvinir.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug í okkar
garð vegna fráfalls
AXELS CLAUSEN,
Engjaseli 31,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans,
deild 11-E, fyrir góða umönnun.
Halldóra Svava Clausen,
Axel Axelsson Clausen, Kristbjörg Magnúsdóttir,
Kristrún Þóra Clausen,
Svava Viktoría Clausen, Hermann Gunnarsson,
Jenni Guðjón Axelsson Clausen, Ólöf Eir Halldórsdóttir,
Svanfríður Clausen,
Halldóra Jóhannsdóttir,
afabörn og langafabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærrar móður
minnar, ömmu og langömmu,
KRISTJÖNU ÞORKELSDÓTTUR,
Vesturgötu 7.
Guð blessi ykkur öll.
Skúli Einarsson,
Ingifríður R. Skúladóttir, Guðmundur Gunnarsson,
Ámi Einar Skúlason,
Einar Jón Skúlason,
Alexía Ýr Magnúsdóttir,
Guðmundur Dór Guðmundsson,
Einar Kristján Guðmundsson,
Hrafnkell Skúli Guðmundsson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞÓRUNN GUÐMUNDA KRISTINSDÓTTIR,
Grandavegi 47,
Reykjavik,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 22. júlí kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
líknarstofnanir.
Jónína U. Bjarnadóttir, Björgvin Jónsson,
Þórarinn Bjarnason,
Guðrún Bjarnadóttir, Gfsli Ófeigsson
og barnabörn.
•4
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
UNNAR GÍSLADÓTTUR BACHMANN,
Eskihlíð 20,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun til
starfsfólks á 7-A Borgarspítalanum.
Sigurður Bachmann,
Birgir Bachmann, Þórunn B. Jónsdóttir,
Hörður Bachmann, Auður Kjartansdóttir,
Gísli Bachmann
og barnabörn.
________________________________________r