Morgunblaðið - 21.07.1998, Page 42

Morgunblaðið - 21.07.1998, Page 42
3*42 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MOBGUNBLADIÐ EINAR AÐALS TEINSSON + Einar Aðal- steinsson fædd- ist á Akureyri 19. j'úní 1941. Hann lést í Mílanó á Ítalíu 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voni hjónin Ólöf Aðalheiður Frið- riksdóttir, hjúkrun- arkona, f. 7. nóvem- ber 1914 á Selabóli í Önundarfírði, d. 1996, og Aðalsteinn Ólafur Einarsson, aðalgjaldkeri K.E.A. á Akureyri, f. 2. maí 1906 á Eyrarlandi í Eyjafirði, d. 1985. Þau bjuggu í Helgamagrastræti 24 á Akur- eyri. Einar var elsta barn for- eldra sinna en systkini hans eru Margrét, f. 1946, Erlingur, f. 1946, Gunnar, f. 1947, d. 1977, og Gylfi, f. 1950. Árið 1964 kvæntist Einar Höllu Ólafsdóttur, læknaritara, f. 3. 2. 1945, d. 1994. Börn þeirra eru Aðalsteinn Ólafur, f. 29. 9. 1965, óperusöngvari í Bandaríkjunum, kvæntur Emi ^y-TTHa. og Kristfn Erla, f. 25.10 1969, nemi í Reykjavík, hún var gift Elíasi Birgi Andrés- syni, börn þeirra eru Elva Katrín, f. 1990, og Heiðar Logi, f. 1992. Einar og Halla skildu. Seinni kona Einars er Anna S. Björnsdótt- ir, ljóðskáld. Börn þeirra eru Sólveig Krista, f. 14.2. 1980, og Einar Hlér, f. 23.6. 1982. Synir Önnu af fyrra hjónabandi eru Ás- björn Sírnir, f. 19.9. 1970, og Starkaður Örn, f. 16.8. 1972. Ásbjörn er kvæntur Kolbrúnu Júlíu Er- lendsdóttur og eru dætur þeirra Malena Sif, f. 1989, og Anna Lilja, f. 1992. Einar lauk stúdentsprófí frá M.A. 1961 og námi í rafeinda- tæknifræði frá Norges Tekniske Höjskole í Þránd- heimi árið 1969. Hann starfaði sem tæknifræðingur hjá Slipp- stöðinni á Akureyri frá 1969 til 1976, og var framkvæmdastjóri Örtækni, vinnustofu Öryrkja- bandalags Islands frá 1976 þar til hann lést. Hann var félagi í Guðspekifélagi Islands og sat í stjórn þess til dauðadags. Utför Einars fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sumrin í Helgamagrastrætinu eru meðal fyrstu og dýrmætustu bernskuminninga minna. I húsinu hjá ömmu og afa sameinaðist stór- fjölskyldan á sumrin og jólum, systkinin fímm Einar, Magga, Elli, Gunni og pabbi ásamt bömum sín- ^tim og mökum. Gunnar, afí og amma era látin og nú Einar líka, að- eins 57 ára gamall. Þegar ég hugsa til þessa tíma minnist ég Einars fyrst og fremst sem fóður Adda og Kristínar, hægláts frænda sem lék falleg tónverk á píanóið meðan við elstu frændsystkinin sjö ærsluð- umst í húsinu og garðinum. Eg minnist þess ekki að hann hafi nokkurn tímann ávítað okkur krakkana eða reynt að hamla leik- gleði okkar á nokkurn hátt. Þegar Einar kom í Helgamagrastrætið fór hann ávallt að gera við eitt og annað sem aflaga hafði farið, einkum það sem tengdist rafmagni. Ég frétti síðar að hann hafi snemma fengið sérstakan áhuga á tækni og raun- *Hísindum. Sem dæmi má nefna að aðeins átján ára gamall smíðaði hann með félaga sínum tæki til að mæla geislavirkni eftir teikningum sem hann fékk sendar frá Samein- uðu þjóðunum. En það var einmitt á þeim árum sem kjamorkuvopn voru að þróast og mikið um tilrauna- sprengingar. Síðast þegar ég vissi var þetta tæki enn til í húsi Mennta- skólans á Akureyri. Um svipað leyti hafði hann einnig tengt útvarpið í stofunni við hátalara í flestum her- bergjum hússins. Hann var einnig radíóamatör og smíðaði mörg tæki og tól til þess sjálfur. Áhugi Einars á tækni og rafmagni varð til þess að heimilið í Helgamagrastræti varð fljótlega mjög tæknivætt, hann sá til þess að keypt væru nýjustu seg- ulbandstækin á markaðinum, raf- magnspottar og fieira. Einar var elstur systkinanna og þegar þau yngri hafa rifjað upp endurminning- ar frá bernskuárunum er þeim tíð- rætt um hjálpsemi Einars. Öll hafa þau notið leiðsagnar stóra bróður í stærðfræði og eru sammála um að hann hafi verið einstakur kennari. Amma var mjög áhugasöm um guðspeki og umræður um þau mál- efni voru ailtaf ofarlega á baugi í Helgamagrastrætinu. Seint á sjö- unda áratugnum vaknaði áhugi Ein- ars á guðspekinni og hefur æ síðan á hug hans. Ég, eins og aðrir í fjöl- LEGSTEINAR f Marmari Islensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blágrýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 1 LEGSTEINAR I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt íyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. Sg S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 skyldunni nutum þess að ræða við Einar um hugðarefni hans, enda var hann einstaklega víðlesinn og upp- lýstur maður. Það fór ekki mikið fyrir persónu Einars, en verk hans, orð og at- hugasemdir fengu mann oft til að hugsa og munu lengi hafa áhrif. Nú þegar ég kveð elskulegan frænda minn vil ég þakka honum samfylgdina, dýrmætar samræður og tónlistina sem hann lék svo fal- lega á píanóið. Ég veit að við mun- um hittast aftur. Einar var svo gæfusamur að eignast fjögur börn og tvö baraa- börn, sem hann var afar stoltur af. Þau og Anna hafa nú misst mikið. Ég votta þeim og öðrum aðstand- endum samúð mína. Elfa Ýr Gylfadóttir. Kveðja frá Öryrkjabandalagi Islands Það hefur sannarlega syrt að í ranni, sumarið hefur brugðið lit sín- um og ljóma í harmi slegnum hug, þegar við sjáum nú á bak okkar ein- læga og trausta samstarfsmanni. Sviplegt slys í fjarlægu landi hef- ur svipt okkur ágætum vini, í andrá snöggri er öll saga mikils sóma- manns, sem átti svo ótalmargt ógert á akri sinna mætu áhugamála, á starfsvettvangi sínum við hlið okkar einnig. Eftir sitjum við hljóð og hugur reikar til ljúfra, liðinna stunda með hinum lyndisglaða og prúða félaga sem Einar var. Hér átti hann hand- tök mörg og mæt, mikla og fjöl- þætta átti hann þekkinguna, hann skildi manna best töfra tækninnar og tileinkaði sér þá útsjónarsamur, athugull og úrræðagóður. Til hans var leitað ef eitthvað fór úr lagi, fumlaust og af ágætu innsæi kom hann öllu í samt iag á ný. Verkstjóm hans á vinnustað var til fyrirmynd- ar, samviskusamur og ákveðinn ef því var að skipta og hlýja hans og hjálpfýsi gerði það að verkum að undir handleiðslu hans hlaut mönn- um að þykja harla gott að starfa. Einar var hugsandi maður og leitandi, hann vildi laða fram hið besta i mannssálinni, guðspekin átti hug hans og var honum mikils virði og engum kom á óvart þótt hann veldist þar til forystu fremst. Á vettvangi guðspekinnar átti hann afar farsæla sögu, enda ágæt- lega fróður um öll þau mál og víð- lesinn vel, ritaði margar greinar og var fær fyrirlesari. Guðspekin var honum hjartans mál, og öfgaleysi hennar í eilífri leit hennar að ein- hverju æðra og sannara höfðaði mjög til hans. Fyrir félag sitt var hann verður fulltrúi á erlendum vettvangi og jók þannig þjóðarhróð- ur. Einar var maður fremur dulur og flíkaði ekki mjög innri hug né til- finningum, en einlægni hans og ágæta málafylgju mátum við mikils. Og stutt var í streng góðrar gleði, hann kunni þá list að henda góðlát- legt gaman að hlutunum, frásögn hans öll ljós og lifandi og leiftrandi átti hann tilsvörin þegar við átti. '4? \ / Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn Smitandi hlátur hans ómar í eyrum í eftirsjá okkar nú. Við minnumst með söknuði sár- um hins hjartahlýja drengskapar- manns, ljúflyndis hans og heillynd- is, hversu góður félagi hann var í dagsins önn og amstri. Fyrir vinnustað Öryrkjabanda- lagsins er missirinn mikill og ekki síður öllum þeim er fengu að eiga hann að í stjrrkri handleiðslu í starfi, þar munu menn sakna góðs vinar og stjórnanda. En sárastur og tilfinnanlegastur er missir eigin- konu hans og barna sem og annarra er áttu hann nánastan. Héðan eru þeim sendar innilegustu samúðar- kveðjur og þess einlæglega beðið að mætar minningar um mannkosta- mann megi létta þeim þeirra sáru sorg. Örlögin í öllu sínu óræða víð- feðmi vora Einari vini okkar hug- leikin sem og lífsgátan öll í sínum margbreytileik. Vakandi huga og leitandi vildi hann fá þar sem sönn- ust svör. Örlög grimm hafa nú bundið enda á ævigöngu þessa önd- vegisdrengs. Við lútum höfði í hryggð er við þökkum frábæra fylgd um árin öll, fylgd sem vörðuð er merlandi minningum sem munu varðveittar í huga okkar. Blessuð sé björt minning, Helgi Seljan En minningin andar í okkar sál sem ilmur frá dánum rósum. Þau sorgartíðindi bárust okkur 10. þ.m. að vinur og starfsfélagi, Einar Aðalsteinsson, hefði látist af slysföram erlendis. Við slík tíðindi setur mann hljóðan og maður neitar að trúa, en síðan fara minningarnar að streyma fram og raðast saman eins og perlur á bandi. Einar kom til starfa hjá vinnu- stöðum ÖBÍ árið 1976. Þau voru því orðin mörg árin sem við höfðum unnið saman. Við fundum fljótt að þar fór grandvar og góður drengur, sem með sinni rólegu yfirvegun og hlýju framkomu vann hugi sam- starfsfólksins. Hann var yfirmaður tæknideildar vinnustaða ÖBI frá stofnun hennar til dauðadags. Á vinnustöðum sem þessum reynir mikið á samskiptahæfileika, skiln- ing og þolinmæði og þá eiginleika átti Einar í ríkum mæli. Hann hlustaði á fólk og vildi hvers manns vanda leysa. Hann var að sjálfsögðu mikill tölvumaður og óþreytandi að kenna okkur á skrifstofunni og leiða okkur um vandrataða vegu tækninnar. Þegar ákveðið var að taka veraldar: vefinn (internetið) í notkun hjá ÖBI sá hann um það af mikilli piýði og þekkingu. Einar var hugsandi maður og áhugamál hans lágu líka á andlega sviðinu, því guðspekin skipaði háan sess í huga hans. Var hann af þess- um sökum oft dálítið annars hugar og varð það okkur oft að hlát- ursefni, ekki síst honum sjálfum. Hann var góður vinur og starfsfé- lagi og við áttum saman ótal skemmtilegar stundir við góðar og oft uppbyggilegar samræður, þar sem hann miðlaði okkur af þekk- ingu sinni og fróðleik um alls konar efni. Einar var líka glaður og reifur á góðum stundum og hló oft dátt að skrítlum og skemmtisögum dag- anna sem lífga upp á alla vinnustaði. Nú söknum við vinar í stað. Þessi hógværi vinur okkar er horfinn af þessu sjónarsviði meira að starfa guðs um geim. Söknuður fyllir hug okkar og hjörtu og erfitt er að sætta sig við orðinn hlut. En öll él birtir upp um síðir og vor fylgir vetri. Við H H H Erfidrykkjur H H H H H H w j Jlllll JVt. KJt niiiiiii Simi 562 0200 III H H H H H H H H H H yljum okkur við ljúfar minningar um góðan vin og starfsfélaga og samhryggjumst fólkinu á vinnu- staðnum okkar, sem sér nú á bak ljúfum og réttlátum yfirmanni. Eiginkonu, böraum og öðrum að- standendum vottum við okkar dýpstu samúð. Guð launi honum lífsstundirnar. Anna og Ásgerður. í dag er jarðsunginn mætur heið- ursmaður, Einar Aðalsteinsson tæknifræðingur, fyrrverandi forseti Guðspekifélags íslands. Fráfall hans á miðjum aldri var óvænt og sviplegt, en við guðspekifélagar höf- um notið þróttmikils og skapandi framlags hans í starfsemi félagsins, nú síðast á sumarskóla félagsins á Laugarvatni í lok júní sl. Einar hef- ur undanfarna áratugi helgað starfskrafta sína að stórum hluta Guðspekifélaginu, og hann hefur um langt árabil átt sæti í stjórn þess. Hann var forseti félagsins á áranum 1977 til 1979 og frá árinu 1989 þar til í fyrra er hann óskaði eftir að láta af starfinu. Okkur fé- lögum hans verður það mikili sjón- arsviptir að sjá hann ekki lengur á félagsfundum og í forystu félagsins, en við áttum eins von á því að sjá hann í framtíðinni á ný sem forseta félagsins. Starf Einars fyrir Guð- spekifélagið á undanförnum áratug- um hefur verið ómælt með fyrir- lestrum, leiðbeiningum, hugleið- ingastundum og öðru hagnýtu starfi fyrir félagið, en ósérplægni var rík- ur þáttur í fari hans. Er mikið skarð fyrir skildi við fráfall hans og hefur Guðspekifélagið misst einn af ötul- ustu forvígismönnum sínum. Ég kynntist Einari fyrir um 15 árum og tókst þá með okkur góð vinátta. Einar hafði mikið innsæi og hafði aflað sér óvenju umfangsmik- illar og djúprar þekkingar á þeim viðfangsefnum, sem við fáumst við í Guðspekifélaginu. Hafði hann mikil áhrif á okkur félagsmenn með inn- sýn sinni og mannskilningi. Einar var hvers manns hugljúfí, góðviljað- ur og bar hlýhug til alls. Hann tal- aði jafnan blaðalaust og þurfti Iítinn undirbúning, er hann ávarpaði okk- ur. Heillaði hann okkur og snerti hug okkar og hjarta með sjálf- sprottnum athugasemdum og fram- komu sem honum var eðlislæg. Sterkur þáttur í skapgerð hans var einmitt að fanga augnablikið. Gat hann þá oft verið allt í senn andrík- ur, orðheppinn og skemmtilegur. Hefur hann á síðustu áratugum haft mikil áhrif á viðhorf innan félagsins til huglægra og heimspekilegra efna og á þróun íslandsdeildar félagsins almennt. Hins mikla framlags hans til Guðspekifélagsins verður lengi minnst. Við guðspekifélagar vottum eig- inkonu hans, Önnu Björnsdóttur, börnum og barnabörnum, innilega samúð okkar. Jón L. Arnalds Þann 10. júlí barst mér sú sorgar- frétt að verkstjóri minn Einar Aðal- steinsson hefði látist daginn áður. Mig setti hljóðan. Árið 1994 hóf ég störf hjá Örtækni. Strax þegar ég kom í vinnu tók Einar á móti mér og ég fann strax fyrir hlýju og um- hyggju frá Einari. Einar var alveg sérstakur maður. Hann vissi bók- staflega ailt sem viðkom starflnu og höfðu kúnnar okkar orð á því hversu fær maður hann væri. Að vera verkstjóri á stað sem er fyrir öryrkja er vandasamt starf og Éin- ar var alveg einstaklega laginn við okkur starfsmennina. Það var sama hvað kom upp á, alltaf tók Einar öllu með stakri ró og lét okkur aidrei fínna íyrir því að við höfðum gert mistök. Einar var mikill vinur okkar starfsmannanna og var sér- staklega gott að tala við hann. Ein- ar reyndist mér persónulega mjög vel þegar ég átti í erfiðleikum og fyrir það vil ég þakka honum. Það verður mikill sjónarsviptir að Einari sem var í senn mikill prýðis- maður og góður vinur okkar allra. Ég bið góðan guð að styrkja fjöl- skyldu Einars. Guðjón Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.