Morgunblaðið - 21.08.1998, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Guðmundur Bjarnason þótti hæfastur umsækjenda um stöðu framkvæmdastjóra fbúðalánasjóðs
Hyggst láta af
embætti ráðherra
um næstu áramót
Allt stefnir í það að
Guðmundur Bjarnason
umhverfis- og landbún-
aðarráðherra verði ráð-
inn framkvæmdastjóri
~y....—---------------
Ibúðalánasjóðs á næst-
unni og láti af embætti
ráðherra um næstu
áramót. Arna Schram
komst að því að ekki er
víst að framsóknar-
Guðmundur
Bjarnason
Valgerður
Sverrisdóttir
Guðni
Águstsson
menn velji annan ráðherra í hans stað á þessu kjörtímabili, þótt ákveðnar
vangaveltur séu uppi um hugsanlegan eftirmann.
Undirbúinigsnefnd um
stofnun íbúðalána-
sjóðs ákvað á fundi
sínum í gærmorgun
að fela Gunnari S.
Björnssyni formanni nefndarinnar
og Árna Gunnarssyni, aðstoðar-
manni félagsmálaráðherra, að
ganga til viðræðna við Guðmund
Bjarnason umhverfís- og landbún-
aðarráðherra á grundvelli umsókn-
ar hans um stöðu framkvæmda-
stjóra Ibúðalánasjóðs. Sautján um-
sóknir bárust um stöðuna og segir
Gunnar S. Bjömsson formaður
undirbúningsnefndarinnar að það
hafi verið sameiginlegt álit nefnd-
arinnar að ganga til viðræðna við
Guðmund Bjarnason þar sem hann
hafi þótt hæfastur af þeim sem
sóttu um stöðuna.
Undirbúningsnefnd Ibúðalána-
sjóðs ræður í framkvæmdastjóra-
stöðuna og að sögn Gunnars er
stefnt að því að viðræðum við Guð-
mund ljúki í næstu viku. I þeim
viðræðum verður meðal annars
rætt um það hvenær Guðmundur
kemur til starfa, en Ibúðalána-
sjóður tekur við verkefnum Hús-
næðisstofnunar ríkisins í upphafi
næsta árs. Guðmundur Bjarnason
kveðst í samtali við Morgunblaðið
vonast til þess að samningavið-
ræðurnar gangi vel og að gengið
verði frá ráðningunni fyrr en
seinna.
Halldór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra og formaður Framsókn-
arflokksins, segir að koma verði í
ljós hvort og þá hvenær Guðmund-
ur fái starfíð. „Eftir að það liggur
ljóst fyrir munum við ákveða
hvenær hann lætur af störfum og
hvernig þau mál verða leyst innan
flokksins," segir Halldór, sem
staddur er í Suður-Afríku. „Ef
Guðmundur fer í þetta starf mun
hann ekki gefa kost á sér sem
varaformaður flokksins og arftaki
hans yi’ði þá kosinn á flokksþingi í
nóvember."
Spurður hvort hann styðji Guð-
mund í þeirri ákvörðun að sækja
um starf framkvæmdastjóra
íbúðalánasjóðs, segir Halldór: „Ég
tel að Guðmundur sé mjög hæfur
til að gegna þessu starfí og hafí alla
burði til þess. Ég hef mjög góða
reynslu af samstarfí við Guðmund
Bjarnason og gef honum mín bestu
meðmæli.“
Ákvað nýlega
að sækja um
Aðspurður játar Guðmundur því
að ákvörðun hans um að sækja um
stöðu framkvæmdastjóra Ibúða-
lánasjóðs hafí borið brátt að og
segir að hann hafi ekki velt því fyr-
ir sér að sækja um starfíð fyrr en
staðan hafi verið auglýst í sumar.
„Ég hafði ekki leitt hugann að
þessu máli sérstaklega fyrr en
þessi staða var auglýst," segir Guð-
mundur og kveðst þá hafa farið að
velta því fyrir sér hvort þetta væri
ekki kjörið tækifæri til þess að
skipta um starfsvettvang. Starfíð
væri metnaðarfullt og honum fynd-
ist hann fyllilega geta tekist á við
það.
„Ég ákvað að skoða þetta til hlít-
ar og gera það þá upp við mig í
leiðinni hvort ég ætlaði að vera í
stjómmálunum það sem eftir er af
minni starfsævi, hvoi’t sem það
hefði verið eitt kjörtímabil í viðbót
eða tvö,“ segir hann og heldur
áfram. „Ég er búinn að vera í þing-
inu í 19 ár og þar áður í sveitar-
stjórnarpólitík í sjö ár, þannig að
ég er búinn að eyða löngum tíma
ævi minnar í stjómmálavafstrið, en
er þó ekki enn á þeim aldri að ég sé
tilbúinn til þess að fara að setjast í
einhvern hægindastól eða helgan
stein,“ segir hann og bætir við:
„Þess vegna hlaut ég að hrökkva
eða stökkva."
Aðspurður segist hann gera ráð
fyrir því að hætta þingmennsku og
ráðherradómi um áramótin, en þá
er gert ráð fyrir því að íbúðalána-
sjóður taki til starfa, samkvæmt
nýju húsnæðislögunum.
Rætt um Valgerði og Guðna
sem hugsanlega arftaka
Umsókn Guðmundar um starf
framkvæmdastjóra Ibúðalánsjóðs
virðist hafa komið mörgum fram-
sóknannönnum á óvart, þó lengi
hefði verið orðrómur um að Guð-
mundur væri á leið út úr stjórn-
málum. Einn heimildarmaður
Morgunblaðsins segir auk þess að
þetta beri upp á heldur óheppileg-
an tíma, þar sem formaður flokks-
ins, Halldór Ásgrímsson, sé í opin-
berri heimsókn í Afríku um þessar
mundir og komi ekki til landsins
fyrr en í næstu viku.
Sami heimildarmaður bendir
hins vegar á að í kjördæmunum
væri fólk þegar farið að velta fyrir
sér eftirmanni Guðmundur í ráð-
herrastól og samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins virðast þrjú
nöfn gjarnan vera nefnd í því sam-
bandi, þ.e. nöfn þeirra Valgerðar
Sverrisdóttur, Guðna Ágústssonar
og Sivjar Friðleifsdóttur. Ekki
hefur þó gefist tími til að ræða
þessi mál formlega á þingflokks-
fundi, en í samtölum blaðamanns
við nokkra þingmenn virðast Val-
gerður og Guðni helst koma til
greina.
Arftaki Guðmundar sem þing-
maður ætti hins vegar að vera Jó-
hannes Geir Sigurgeirsson for-
maður stjórnar Landsvirkjunar,
en hann er fyrsti varaþingmaður
Framsóknarflokksins í Norður-
landskjördæmi eystra. Aðspurður
hvort hann hyggist taka við þing-
sætinu segist hann munu taka af-
stöðu til þess þegar þar að komi,
en þá þyrfti hann að meta það
hvort það samræmdist sínum
áætlunum.
Samkvæmt heimildamönnum
Morgunblaðsins þykir Valgerður
koma nokkuð sterkt til greina sem
arftaki Guðmundar, m.a. vegna
þess að hún er formaður þing-
flokks Framsóknai’flokksins og
hefur verið lengi á þingi. Þá þyki
það kostur að hún er kona, þar sem
flokkurinn sé að reyna að bæta
ásýnd sína í jafnréttismálum.
Guðni þykir þó einnig koma sterk-
lega til greina, m.a. vegna þess að
hann hafí verið lengi á þingi og
leiði lista framsóknarmanna í Suð-
urlandskjördæmi, en auk þess er
hann formaður landbúnaðarnefnd-
ar Alþingis. Verði Valgerður fyrir
valinu í ráðherrastólinn, losnar
hins vegar embætti þingflokksfor-
mannsins og þykir ljóst að hart
verði sóst eftir því úr ýmsum átt-
um. Þar á meðal verði Guðni
Ágústsson, Siv Friðleifsdóttir og
Olafur Örn Haraldsson sem nú er
varaformaður þingflokksins.
Ekki búið að ræða hvenær
Guðmundur hættir
Ekki hefur verið rætt um það
formlega, hvorki hjá þingmönnum
né hjá flokksforystunni, hvenær og
með hvaða hætti Guðmundur láti
af embætti ráðherra, en ýmsum
hugmyndum hefur verið varpað
fram manna í milli. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins hefur í
fyi-sta lagi verið rætt um það að
Guðmundur láti af ráðherradómi
um næstu áramót, eins og hann
hefur reyndar sjálfur gert ráð fyr-
ir, og þá verði nýr ráðherra skip-
aður í hans stað, þann stutta tíma
sem eftir verður af kjörtímabilinu.
I öðru lagi hefur verið rætt um að
Guðmundur láti af embætti mjög
fljótlega, til þess að arftaki hans
hafí tækifæri til að sinna embætt-
inu af myndugleika. I þriðja lagi
hefur verið rætt um að Guðmund-
ur láti af embætti um næstu ára-
mót, en að hugsanlega utanríkis-
ráðherra og félagsmálaráðherra
skipti með sér ráðuneytum hans út
kjörtímabilið og í fjórða lagi hefur
verið rætt um að Guðmundur haldi
ráðherraembættinu eitthvað fram
á næsta ár og taki þar með ekki
við starfí framkvæmdastjóra
Ibúðalánasjóðs fyrr en nokkru eft-
ir áramót.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra nefndi síðastnefndu hug-
myndina sem ákveðinn möguleika í
samtali við blaðamann, en lagði
áherslu á að ekkert hefði verið
ákveðið í þeim efnum enda eðlilegt
að formaður flokksins, Halldór Ás-
grímsson, kæmi fyrst heim og
gerði sínar tillögur. Páll fullyrti
hins vegar að það yrði engin breyt-
ing á ríkisstjórninni fyrr en í fyrsta
lagi eftir áramót.
Eins og fyrr segir sóttu sautján
manns um embætti framkvæmda-
stjóra Ibúðalánasjóðs, en auk Guð-
mundar eru umsækjendur eftir-
taldir: Amgrímur Blöndahl, Dóra
Stefánsdóttir, Elín Sigrún Jóns-
dóttir, Guðmundur Gylfi Guð-
mundsson, Guðlaugur Stefánsson,
Kristín Sigurðardóttir, Hilmar
Þórisson, Hjálmar Kjartansson,
Ingi Valur Jóhannsson, Lárus
Bjarnason, Magnús I. Erlingsson,
Sigurður Geirsson og Vilhjálmur
Bjarnason. Þrír umsækjendur sem
óskuðu nafnleyndar drógu um-
sóknir sínar til baka.
Forstjóri Evrópuskrifstofu WHO gestur á fundi norrænna landlækna
Stefnt að því að minnka ójafn-
ræði í heilbrigðisþjónustu
AÐGANGUR að heilbrigðisþjónustu og gæði
þjónustunnar eru aðalumræðuefnin á árleg-
um fundi norrænna landlækna sem nú stend-
ur yfir í Reykjavík. Sérstakur gestur fundar-
ins er dr. Jo E. Asvall, forstjóri Evrópuskrif-
stofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar,
og í gær kynnti hann fyrir fundarmönnum
helstu áherslur í starfi Evrópuskrifstofunnar
á síðastliðnu ári.
„Starfssvæði okkar nær allt frá Grænlandi
í norðri, suður að Miðjarðarhafi og að Kyrra-
hafí í austri. Þetta eru 50 lönd með um 870
milljónir íbúa og okkar hlutverk er m.a. að
reyna að hjálpa til við að bæta heilsu og heil-
brigðisþjónustu á svæðinu öllu,“ segir Asvall,
sem hefur gegnt starfínu á annan tug ára, er
norskur en býr í Kaupmannahöfn, þar sem
Evrópuskrifstofan hefur aðsetur.
„Á síðari árum hefur sjónum verið beint
Morgunblaðið/Jim Smart
DR. Jo E. Asvall, forstjóri Evrópuskrifstofu
Alþjóðaheilbrigðismálastofhunarinnar.
sérstaklega að hinum ýmsu vandamálum í
heilbrigðisþjónustunni í öllum Evrópulönd-
unum, og víða hafa verið gerðar tilraunir til
umbóta í skipulagi, stjómun og fjármögnun
heilbrigðisþjónustunnar. Evrópuskrifstofan
hefur nýlega tekið frumkvæði að því að
stofna nýjan hóp fræðimanna sem munu leit-
ast við að fá yfírsýn yfir allar þessar umbóta-
tih-aunir og athuganir og greina hver árang-
urinn hefur verið af þeim, hvað hefur gefíst
vel og hvað miður. Þannig ætti að vera hægt
að læra af reynslunni, og hvert land mun þá
hafa aðgang að þessum niðurstöðum, þannig
að hægt verði á hverjum stað að taka afstöðu
til þessara mála á hlutlausan hátt,“ segir
Asvall.
Markviss hjálp til þeirra landa þar
sem ástandið er verst
Þá nefnir hann sameiginlega heilbrigðis-
stefnu, sem fyrst var samþykkt árið 1984, en
yfírskrift hennar er „Heilsa fyrir alla“. Stefn-
an er í reglulegri endurskoðun og að sögn
Asvalls verður lögð fram tillaga að endurnýj-
aðri stefnu á fundi svæðisráðsins, sem sam-
anstendur af heilbrigðisráðherrum landanna
allra, en næsti fundur verður haldinn í Kaup-
mannahöfn í september nk. Stefnunni er
skipt upp í 21 markmið sem öll löndin á
svæðinu setja sér að ná á næstu tveimur ára-
tugum. Þar er efst á blaði það markmið að
dregið verði úr ójafnræði í heilbrigðismálum
milli landanna um 25% fram til ársins 2020.
„Ef við berum t.d. saman stöðuna á Islandi
og í Tadsjikistan getum við sagt að barn sem
fæðist á Islandi í dag hafi u.þ.b. sex sinnum
meiri líkur á að ná eins árs aldri en barn sem
fæðist í Tadsjikistan á sama tíma. Ætlunin
nú er að auka mjög samstarf milli landanna
og markvissa hjálp til þeirra landa þar sem
ástandið er verst,“ segir hann. Þá skal á svip-
aðan hátt stefnt að því að minnka það heilsu-
farslega ójafnræði sem er milli ólíkra þjóðfé-
lagshópa í hverju landi fyrir sig um 25% á
sama tímabili.
Þriðja markmiðið snýr að heilbrigðri
meðgöngu og fæðingu, hið fjórða að heilsu
barna og unglinga og hið fimmta að heilsu
aldraðra. „Segja að má að fyrstu tvö mark-
miðin fjalli um samstöðu og jafnræði og
næstu þrjú um hin ólíku lífsskeið," segir
hann og kveðst gera ráð fyrir að markmiðin
verði samþykkt á fundi svæðisráðsins í
haust.